Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ER ýmislegt sérstaktvið að búa á suðvestur-horni okkar ágætalands. Eitt sérkennið er
það að allan veturinn, sem þó er
gjarnan lítill vetur miðað við það sem önnur
landshorn mega þola, er maður að bíða eftir
vori og sumri sem síðan reynist bara vara
dulbúið haust.
Aprílmánuður var mjög skikkanlegur og
reyndar vorlegur. Það gekk meira að segja
svo langt að fjöslkyldan gat með góðu móti
snætt kvöldverð úti á palli í kvöldsólinni um
páskana. En svo kom hið raunverulega sumar
formlega til skjalanna. Og þá var draumurinn
búinn. Framan af maí hefur meira og minna
verið bölvað slagveður, svo hvín og bylur á
súðum og kvistum og börn og fóboltar sjást
nánast á flugi, fjúkandi fram hjá gluggunum.
Á meðan ríkir hins vegar raunverulegt
sumar í öðrum landshlutum með sól og
breyskju. Víst hlýtur það að vera langþráð
eftir fannfergið og ekki vildi ég hafa það af
þessum landsmönnum að njóta loksins al-
mennilegs blíðviðris. En það þarf
afar sterk bein til detta ekki ofan í
hreina og ómengaða öfund annað
veifið.
En víst er um það að hér ervistin heldur daufleg ídumbungsroki og regni
sem meira að segja dregur kraftinn úr bless-
uðum fuglunum, svo söngur þeirra verður
máttlaus og holur.
Þar sem ég bý, á Álftanesi, eru fuglar ætíð
nokkuð fyrirferðarmiklir, en sérlega þó á vor-
in. Flestir þessir góðu gestir eru nú mættir í
fjörurnar, á tjarnirnar og í hagana og kind-
urnar í Sviðholti búast til að bera þar sem þær
bíta ilmandi nýgræðinginn í túninu.
En innandyra situr skólafólk og heimavinn-
andi og lítur svo á að veðurguðunum hafi orð-
ið á í messunni og hljóti að láta af þessu óvor-
lega slagviðri innan skamms. En hvernig sem
það fer halda dagarnir áfam að líða og hverfa
framan af almanakinu og brátt hillir undir
mitt sumar og þá hlýtur nú að draga úr þess-
um ofstopa í veðrinu.
En á meðan lárétta regnið hamrar ábárujárnsveggina er ágætt að minnasjálfan sig á það að vor snýst ekki
bara um dagsetningar eða ákveðna tegund af
veðri. Vor er líka hugarástand og þegar veðr-
ið er eins og það hefur verið undanfarna daga
er það nú kannski lítið annað.
Og hvers konar hugarástand er vor? Helstu
einkenni hugarástandsins vors eru eftirvænt-
ing (ekki tilhlökkun, hún tilheyrir frekar síð-
vetrinum), von og endurvakin trú á framtíð-
ina. Í skini milli skúra blasir jú við að veröldin
öll er að endurnýja sjálfa sig. Og það veitir
okkur vissu fyrir því að við getum gert eins.
Þegar vorar í sálinni verða gamlar syndir,
ókláruð verkefni og alls kyns pirringur og
meinfýsni að nokkurs konar sinu sem víkur
fyrir nýjum gróðri góðra hugmynda og heilla-
vænlegra áforma og heitstrenginga.
Þessi umbreyting er nokkurs konar end-
urnýjun aðildar okkar að samfélagi jákvæðra
manna, árleg aðalskoðun, útgáfa nýs haffær-
isskírteinis sem gerir okkur kleift að öðlast
þann styrk sem þarf til að vera maður.
En því miður er þetta vor í sálinni ekki jafn-
öruggt og árvisst eins og vorið í náttúrunni.
En einmitt þegar vorregnið dynur á þaki og
rúðum gefst kjörið tækifæri til að reyna að
laða fram vorið hið innra með okkur og það er
jafnvel enn mikilvægara en nokkrir dagar
með sólskini og hita, þótt vænir séu.
Við vitum jú að það kemur alltaf aðminnsta kosti einn alvöru sumardag-ur. En ef okkur tekst ekki að láta
grænka í sálinni er eins víst að við missum af
honum.
Sunnan
þrettán til
átján, rigning
Á meðan lárétta regnið hamrar á bárujárnsveggina
er ágætt að minna sjálfan sig á það að vor snýst ekki
bara um dagsetningar eða ákveðna tegund af veðri,
segir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Vor er líka hugar-
ástand og þegar veðrið er eins og það hefur verið
undanfarna daga er það nú kannski lítið annað.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
TILBOÐ ÓSKAST
í Ford Explorer árgerð ‘96 XLT V8
(leðurinnrétting, sóllúga),
Nissan Frontier árgerð ‘98 4x4 pickup,
Ford Explorer árgerð ‘93 (tjónabifreið)
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 15. maí kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16
Tankbifreið
Ennfremur óskast tilboð í GMC tankbifreið
árgerð ‘73 (4500 lítra áltankur).
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Bakpoki
aðeins 1.600 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is