Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 6
Reuters Tony Blair kyssir barn á kosningafundi í Englandi. FINANCIAL Times ályktaði í gær að þrátt fyrir innanflokksvanda hefði Íhaldsflokkurinn hafið kosn- ingabaráttuna kröftuglega og unnið fyrstu vikuna. Blaðið vitnaði í ónefnda frammámenn í Verka- mannaflokknum og fleiri tóku undir þetta í morgunútvarpi BBC4 í gær- morgun. Barátta Verkamanna- flokksins hefur hins vegar verið ein samfelld sviðsetning, allt frá skóla- samkomunni, þar sem Blair til- kynnti um kosningarnar, til „funda“ Blair með venjulegu fólki. Clare Short þróunarráðherra segir það út í hött að hefja kosningabaráttuna með því að tala yfir stelpum, sem ekki væru búnar að ná kosninga- aldri. En auk spuna er deilt um skatta- mál. Þar að auki virðast Gordon Brown fjármálaráðherra og Blair deila um áherslur í baráttunni. Deilt um skatta Skattar eru stórmál í Bretlandi, þó þeir séu lágir á norrænan mæli- kvarða og Bretland vinsæl skatta- paradís fyrir auðfólk frá Norður- löndum. Heima fyrir er þó skynjunin önnur og stjórnarand- staðan gagnrýnir stjórnina ákaft fyrir að hafa laumað inn sköttum hér og þar. Það hefur spurst út að loforð um að hækka ekki tekjuskatt verði í stefnuskrá flokksins, sem verður birt í næstu viku. Þetta loforð tók Hague upp í harðri árás á Blair í vikunni og benti á að þetta sýndi að skattahækkanir væru í bígerð. Blair ætti að lofa að hækka enga skatta. Hague fékk það hins vegar til baka, því hann vill sjálfur ekki lofa því að hækka ekki skatta og sagt að enginn forsætis- ráðherra geti gefið slík loforð. Skattaumræðan sýnir að skatta- mál verða eins og við mátti búast eitt af kosningamálunum. Þau tengj- ast velferðarmálum og opinberri þjónustu, sem flestir álíta að hafi hrakað þrátt fyrir loforð Verka- mannaflokksins um hið gagnstæða. En hér er Íhaldsflokkurinn ótrú- verðugur. Kjósendur trúa ekki að hann geti gert betur og líka lækkað skatta. Við þessa sjálfheldu glímir hann því þessar vikurnar. Taugatitringur Verkamannaflokksins Á blaðamannafundi á föstudaginn var til þess tekið hve Blair og Brown voru í orðsins fyllstu merkingu hvor öðrum andsnúnir, það er að þeir sneru sér varla hvor að öðrum held- ur töluðu hvor fyrir sig. Breskir fjöl- miðlar gera því þó skóna að þeir séu ósammála um áherslurnar í kosn- ingabaráttunni. Brown er hallur undir að leggja áherslu á efnahagsmálin, enda er það eitt helsta afrek flokksins að hafa öðlast trúverðugleika á því sviði. Í vikunni sagði Digby Jones, framkvæmdastjóri samtaka breska iðnaðarins, á rabbfundi með erlend- um fréttamönnum að frá sjónarmiði iðnaðarins væri Verkamannaflokk- urinn fullhæfur stjórnandi, en fyrir kosningarnar 1997 hefðu flestir inn- an iðnaðarins ekki trúað að flokk- urinn gæti rekið stöðugt efnahagslíf. Blair og aðstoðarmenn hans vilja hins vegar breiðari áherslu, líka vegna þess að efnahagsmálin eru svið Browns og of mikil áhersla á þau hlaða undir Brown. Í vikunni neitað Blair þeim þráláta orðrómi að það væri samkomulag milli þeirra tveggja um að Brown tæki við af honum á kjörtímabilinu. Brown hef- ur hins vegar ekki þvertekið fyrir þennan möguleika. Spuni og áfallinn geislabaugur Financial Times ályktaði í gær að Íhaldsflokkurinn hefði unnið fyrstu viku kosningabaráttunnar. Verkamannaflokk- urinn sér að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið samkvæmt skoðanakönn- unum, segir Sigrún Davíðsdóttir. ERLENT 6 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 6/5–12/5  KJARADÓMUR ákvað 6,9% hækkun á launum þeirra aðila sem undir hann falla miðað við 1. apríl. Samkvæmt því verða mánaðarlaun for- seta Íslands 1.336.250 kr., mánaðarlaun forsætisráð- herra 643.025 kr. og ann- arra ráðherra 584.668 kr.  FIMMTÁN gámar féllu í sjóinn af leiguskipi Atl- antsskipa. Í einum gámn- um voru m.a. fjögur mál- verk eftir þjóðkunna íslenska listamenn, Jó- hannes Kjarval, Þorvald Skúlason, Jóhannes Jó- hannesson og Ásgrím Jónsson, en þau var verið að flytja til landsins ásamt búslóð Svavars Gestssonar sendiherra úr ræðismannsbústaðnum í Winnipeg í Kanada. Óhappið er talið mega rekja til slæms veðurs.  VALGERÐUR Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra segir að unnið sé að áformum í stóriðjumálum á Austurlandi og Vest- urlandi í samræmi við stefnu stjórnvalda. Hún segir ekki rétt að sam- staða sé innan ríkisstjórn- arinnar um að setja stækkun Norðuráls á Grundartanga í forgang, en unnið sé að því að ráð- ast megi í fyrsta áfanga stækkunar álversins á Grundartanga áður en hafist verður handa við uppbyggingu álvers í Reyðarfirði. Ráðherrann segir brýnt að gengið verði frá samningum um stækkun Norðuráls. Vélstjórar og útgerð- armenn semja SAMNINGANEFND Vélstjórafélags Íslands og útgerðarmanna undirrituð- uð kjarasamning sl. miðvikudag og var verkfalli vélstjóra þá aflýst. Samning- urinn gildir til ársloka 2005. Helgi Lax- dal, formaður Vélstjórafélags Íslands, segir að samningurinn færi vélstjórum tæplega 50% hækkun á kauptryggingu, 20% hækkun á þorskverði, bætta slysa- tryggingu og bætt lífeyriskjör. Fulltrú- ar Sjómannasambandsins og Far- manna- og fiskimannasambandsins hafna að ganga að sams konar samningi og Vélstjórafélagið hefur undirritað. Hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að lögfesta víðtækar breytingar á almanna- tryggingakerfinu og hækka bætur elli- og örorkulífeyrisþega. Gengið er út frá að breytingarnar öðlist gildi 1. júlí nk. Áætlað er að útgjöld almannatrygginga vegna aukinna bótagreiðslna hækki um 700 milljónir kr. á þessu ári og 1.350 millj. kr. miðað við heilt ár. Talsmönnum öryrkja og eldri borgara finnst lítið til breytinganna koma og sögðu að þar væri aðeins stigið eitt lítið skref á langri leið til betri kjara. Bensínverðstríð VERÐ á bensíni á sjálfsafgreiðslu- stöðvum breyttist ótt og títt í byrjun vikunnar og gætti nokkurs taugatitr- ings. Olíufélagið ákvað að lækka elds- neyti á ný, sem nam hækkun félagsins á verði bensíns 4. maí sl. Verð var lægst á 95 oktana bensíni á höfuðborgarsvæð- inu hjá Orkunni á Smiðjuvegi, 91,40 kr. lítrinn, 91,60 hjá ÓB um allt land og Esso Express bauð lítrann einnig á 91,60. Bensínverðstríðið barst jafn- framt til Akureyrar þar sem verðið var lægst 91,20 kr. INNLENT 130 manns farast í troðningi á knatt- spyrnuleik UM 130 manns létu lífið í troðningi á knattspyrnuleik í Accra, höfuðborg Ghana, á miðvikudagskvöld. Er þetta mannskæðasta slys sem orðið hefur á íþróttakappleik í Afríku. Tildrög slyssins voru þau að átök blossuðu upp milli stuðningsmanna tveggja liða sem öttu kappi á aðal- íþróttaleikvangnum í Accra. Lögregl- an skaut táragassprengjum upp í stúku til að stöðva skrílslætin og varð það til þess að áhorfendurnir reyndu allir að forða sér út samtímis. Talsmaður stjórnar Ghana sagði að svo virtist sem lögreglan hefði brugð- ist of hart við og nefnd yrði skipuð til að rannsaka atburðarásina. Mikil sorg og reiði ríkir í landinu vegna slyssins og hermenn áttu fullt í fangi með að halda aftur af þúsundum manna sem vildu bera kennsl á skyldmenni í hópi látinna á sjúkrahúsum í Accra. Flugskeytum skotið á palestínsk skotmörk HER Ísraels skaut flugskeytum á pal- estínsk skotmörk í Gaza-borg á fimmtudag til að hefna sprengjuárásar sem varð tveimur rúmenskum farand- verkamönnum að bana þegar þeir voru að styrkja girðingu við landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins. Var flug- skeytum skotið á höfuðstöðvar lög- reglunnar og öryggisyfirvalda og einn- ig skrifstofur Fatah-hreyfingarinnar. Daginn áður fundust lík tveggja ísraelskra unglinga í helli á Vestur- bakkanum og grunur leikur á að herskáir Palestínumenn hafi grýtt þá til bana. Fjögurra mánaða gömul pal- estínsk stúlka lét lífið af völdum sprengjubrots í árás Ísraelshers á Gaza-svæðinu á mánudag og er hún yngsta fórnarlamb átakanna á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna.  JÓHANNES Páll II páfi bað fyrir friði og sáttum milli araba og gyðinga á mánudag þeg- ar hann heimsótti sýr- lenska bæinn Quneitra sem Sýrlendingar segja að Ísraelar hafi lagt í rúst eftir að þeir hernámu Gólan-hæðirnar. Daginn áður skoðaði hann mosku í Damaskus og varð þar með fyrsti páfinn til að fara í bænahús múslíma.  TONY Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, til- kynnti á þriðjudag að gengið yrði til þingkosn- inga í landinu 7. júní næstkomandi. Flest bend- ir til þess að Blair verði þá fyrsti leiðtogi Verka- mannaflokksins sem stýr- ir flokknum til sigurs í kosningum eftir stjórn- arsetu, því hann hefur örugga forystu í öllum skoðanakönnunum.  GEORGE Robertson, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, varaði við því á mánudag að Makedónía rambaði á barmi allsherjarstríðs og lýsti albönskum uppreisn- armönnum, sem berjast við makedóníska stjórn- arhermenn í fjöllunum, sem „morðingjum“.  FÆREYINGAR hyggj- ast ekki staðfesta Kyoto- bókunina um samdrátt í losun koldíoxíðs vegna þess að verði hafin ol- íuvinnsla við Færeyjar gæti losun koldíoxíðs þar tvöfaldast, að sögn fær- eysku landstjórnarinnar á mánudag. ERLENT Holdsveikisjúklingum dæmdar skaðabætur Tókýó. AFP. YFIR 100 japanskir holdsveikisjúk- lingar unnu á föstudag málaferli sem staðið höfðu árum saman. Stað- festi dómstóll í Kumamoto í Suður- Japan að yfirvöld hefðu brotið mannréttindi á hinum holdsveiku, meðal annars með því að halda þeim í einangrun, vana þá og þvinga til fóstureyðinga. Hinir 127 fyrrverandi holdsveiki- sjúklingar, sem stóðu að málsókn- inni, fengu kröfu sína um 115 millj- ónir jena, andvirði um 92 milljóna króna, í miskabætur staðfesta af dómstólnum. Í dómsorði er japanska ríkinu gert að greiða málshefjendum 1,82 milljarða jena alls, sem gerir 14,33 milljónir jena á mann, andvirði 11,5 milljóna króna. „Loksins getum við verið eðlilegt fólk,“ sagði Yoshizo Tsutsumi, sem er sjötugur að aldri, en hann eyddi áratugum ævi sinnar lokaður inni á holdsveikrahæli. Er dómsúrskurðurinn var kveð- inn upp brutust út mikil fagnaðar- læti í hópi áheyrenda í dómsalnum, sem flestir voru fyrrverandi holdsveikisjúklingar, margir á átt- ræðis- og níræðisaldri. Þessi dómsniðurstaða er sú fyrsta í þremur hliðstæðum málaferlum samtals um 700 japanskra holds- veikisjúklinga gegn ríkinu. Varpaði réttarhaldið ljósi á þjáningar fólks sem smitaðist af sjúkdómnum. Yf- irvöld beittu það skipulögðu mis- rétti. „Í seinasta lagi um árið 1960 var orðið augljóst að lög sem kváðu á um einangrun holdsveikisjúkra brutu í bága við stjórnarskrána,“ sagði Masashi Sugiyama, forseti dómsins, í óvenju ótvírætt orðuðu dómsorði. 1.400 vanaðir Um 1960 var það orðið alþjóðlega viðurkennt að holdsveiki væri sjúk- dómur sem sjaldgæf veira ylli sem ekki væri smitandi. Á fimmta ára- tugnum höfðu verið þróuð lyf sem hefðu getað leyft japönsku holds- veikisjúklingunum að gerast þátt- takendur í samfélaginu á ný. En japönsk stjórnvöld héldu fast við einangrunarstefnu sína sem mót- uð var fyrir stríð og héldu til streitu hinum illræmdu holdsveikivarnalög- um frá 1953 en á grundvelli þeirra voru holdsveikir vanaðir og þving- aðir til fóstureyðinga. Er gizkað á að um 1.400 vönunaraðgerðir hafi verið gerðar á holdsveikum og 3.000 fóst- ureyðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.