Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Of lágur lífeyrir og víðtækar tekju-
tengingar eru helstu orsakir þess að
aldraðir á Íslandi berjast margir
hverjir í bökkum við að ná endum
saman og hefur bilið milli þeirra og
annarra þjóðfélagshópa farið breikk-
andi á undanförnum árum, að sögn
forsvarsmanna í Félagi eldri borgara,
sem ætla á næstu mánuðum að beina
kröftum sínum að því að berjast fyrir
því að ríkisvaldið tryggi öldruðum
sómasamlegar lágmarkstekjur. Við-
mælendur Morgunblaðsins taka það
hinsvegar skýrt fram að ekki liggi
fyrir upplýsingar um hvað talist geti
lágmarksframfærslumörk einstak-
linga í íslensku þjóðfélagi enda væri
það ekki lagt á neina ríkisstofnun að
reikna það út þótt ganga megi að slík-
um tölum vísum í nágrannalöndun-
um. Að mati formanns Félags eldri
borgara eru nýlegar tillögur ríkis-
stjórnarinnar um hækkun á bótum til
ellilífeyrisþega, sem kynntar voru á
blaðamannafundi sl. þriðjudag, aðeins
örlítill plástur á stórt sár og gerir
hann ráð fyrir að hörð mótmæli eigi
eftir að hrannast upp á næstunni.
Undirbúa aðra lögsókn
„Við eigum sem einstaklingar rétt á
því að geta framfleytt okkur, burtséð
frá því hvort við erum í sambúð eða
ekki,“ segir Ólafur Ólafsson, formað-
ur Félags eldri borgara í Reykjavík.
„Við höfum á skipulegan hátt verið
að afla okkur staðreynda, sem ekki
verða hraktar, til að styðja okkar mál-
stað enda förum við ekki í deilur nema
hafa allt á hreinu. Tími bænabréfa er
liðinn að fenginni biturri reynslu. Það
verður ekki efnilegt fyrir stjórnmála-
menn að vera með aldraða sem sína
helstu andstæðinga í næstu kosning-
um. Ef við fáum ekki almennilega
lausn á okkar málum, förum við í slag
og erum við nú þegar að undirbúa
okkar aðra lögsókn á hendur ríkinu.
Fyrra málið fjallar um ágreining við
fjármálaráðuneytið um skattalega
meðferð lífeyrissjóðstekna, en aldrað-
ir vilja að tveir þriðju hlutar lífeyr-
issjóðstekna verði viðurkenndir sem
fjármagnstekjur og skattlagðir í sam-
ræmi við það eða um 10%. Í öðru lagi
vitum við að í undirbúningi er inn-
heimtubréf á hendur fjármálaráðu-
neytinu sem við hyggjumst fylgja eft-
ir með lögsókn verði kröfur okkar
ekki virtar. Þess verður krafist að
aldraðir fái uppbót á sinn lífeyri á
sama máta og jafnafturvirkt og ör-
yrkjar fengu í kjölfar frægs hæsta-
réttardóms þar um í desember sl.
enda fékkst þá úr því skorið að öll
tekjutenging er lögbrot og stenst ekki
stjórnarskrá. Kjarni málsins er að
ríkisvaldið hefur viðurkennt að dóm-
urinn í heild eigi jafnt við um eldri
borgara og öryrkja með því að greiða
öldruðum sérstaka uppbót á lífeyri
frá og með 1. janúar sl. að telja til
samræmis við þá uppbót, sem öryrkj-
ar hafa fengið á sinn lífeyri. Á hinn
bóginn finnst okkur bæði sjálfsagt og
eðlilegt að láta á það reyna, úr því að
viðurkennt er að öryrkjadómurinn
gildi jafnt um aldraða, hvort við eig-
um ekki rétt á afturvirkum greiðslum
til þriggja ára, líkt og öryrkjar fengu
eða aftur til áramótana 1996/1997,“
segir Ólafur.
Miða skal við launaþróun
Ljóst er að dregið hefur í sundur
með lífeyrisþegum og þeim sem verst
hafa kjörin á vinnumarkaðnum eftir
að klippt var á tengsl launa og lífeyr-
isgreiðslna árið 1995. Ákveðið var
með lögum, sem tóku gildi í ársbyrjun
1998, að bætur almannatrygginga
skuli taka mið af launaþróun í land-
inu, en hækka þó aldrei minna en
verðlag samkvæmt vísitölu neyslu-
verðs. Síðan hafa lífeyrisgreiðslur
nær undantekningarlaust verið mið-
aðar við það sem lægst hefur gefið líf-
eyrisþegum, vísitölu neysluverðs í
stað launavísitölu. „Við viljum að líf-
eyrisgreiðslur haldist í hendur við al-
menna launaþróun í landinu,“ segir
Ólafur.
Meira en helmingur aldraðra er
með framfærslueyri undir lægstu
launum og aðeins 40% lífeyrisþega
hefur nú óskerta tekjutryggingu. Á
síðustu fimm árum hafa grunnlífeyrir
og tekjutrygging hækkað um nálægt
25%, en launavísitala hinsvegar
hækkað á sama tíma um 41,5%.
Grunnlífeyrir og tekjutrygging voru
samtals 51,7% af meðaldagvinnulaun-
um verkamanna á árinu 1991 en 1999
var hlutfallið komið niður í 43,8%.
Gera má ráð fyrir því að aukin lífeyr-
issjóðsréttindi muni bæta kjör eldri
borgara á komandi árum og hlutur al-
mannatrygginga í eftirlaunum
minnka, en að sögn Ólafs, er það
seinni tíma mál og kemur ekki til góða
fyrir þá sem nú eru á eftirlaunaaldri.
„Það er alveg klárt að þjónustu-
hækkanir í þjóðfélaginu koma verr
niður á ellilífeyrisþegum en öðrum
þjóðfélagshópum þar sem kaupmátt-
ur lífeyrisþega hefur hækkað mun
minna en annarra hópa,“ segir Ólafur,
en Félag eldri borgara fór þess á leit
við Torben Friðriksson, fyrrum rík-
isbókara, að hann kannaði verðsam-
anburð á ýmsum þjónustuliðum í
samanburði við hækkun grunnlífeyris
og tekjutryggingar síðustu tíu árin.
Samkvæmt þeim athugunum hefur
ýmis þjónusta hækkað mun meira en
lífeyrisgreiðslurnar sjálfar, eins og
sjá má í töfluformi hér á síðunni.
„Ég spyr hvort það sé stefna
stjórnvalda að lífeyrisþegar eigi að
lifa ódýrar en aðrir,“ segir Ólafur.
„Eiga eldri borgarar ekki að geta lifað
eins og aðrir í þessu þjóðfélagi? Eiga
þeir kannski að nota síma, strætis-
vagna og bensín minna en aðrir?“
Ríkisskattstjóri gerir úttekt
Að beiðni Félags eldri borgara, hef-
ur embætti ríkisskattstjóra unnið að
tölulegri samantekt um hag eldri
borgara á Íslandi sem eru 67 ára og
eldri. Óskað var eftir því að embættið
tæki saman ýmsar upplýsingar um
tekjur, tekjuskiptingu, eignir og
skatta ellilífeyrisþega í samanburði
við aðra aldurshópa og eru gögnin
byggð á skattframtölum tekjuárið
1999. Í töflum, sem fylgja gögnum
Ríkisskattstjóra er gjaldendum raðað
í flokka eftir tekjum. Tekjur eru skil-
greindar sem tekjuskattsstofn að við-
bættum frádrætti vegna fjárfestingar
í hlutabréfum og ívilnun skv. 66. grein
laga um tekju- og eignarskatt, fjár-
magnstekjur og skattfrjálsar
greiðslur. Að ósk Félags eldri borg-
ara er söluhagnaður, sem greiddur er
af 10% fjármagnstekjuskattur, sér-
staklega tilgreindur í töflunum. Í töfl-
unum vísar dálkurinn eignir alls til
allra framtalsskyldra eigna svo sem
fasteigna, ökutækja og verðbréfa.
Hlutabréf eru talin fram á nafnverði
Liðlega helmingur aldraðra hér á landi er
með framfærslueyri undir lægstu launum
og hefur bilið milli kaupmáttar lífeyris-
greiðslna og lægstu launa sífellt verið að
breikka. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við
þá Ólaf Ólafsson og Pétur Guðmundsson,
forvígismenn í Félagi eldri borgara í
Reykjavík, sem ætla ásamt öðrum „löggilt-
um gamalmennum“, eins og þeir orða það,
að berjast fyrir sómasamlegum lágmarks-
tekjum til handa öldruðum.
Pétur GuðmundssonÓlafur Ólafsson
Morgunblaðið/Þorkell
Tími
bænabréfa
er liðinn
’ Við eigum semeinstaklingar rétt á
því að geta fram-
fleytt okkur, burtséð
frá því hvort við er-
um í sambúð eða
ekki. ‘
’ Þessir útreikning-ar sýna að löggild
gamalmenni eru í
heild ekki sú byrði
á þjóðfélaginu sem
margir stjórnmála-
menn vilja vera
láta. ‘