Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Noregur yrði í lykilhlutverki í end- urskoðun sjávarútvegsstefnunnar, sem aðildarríki. Það er að sjálfsögðu skynsamlegra að nálgast sameigin- leg vandamál saman.“ Aðspurður segir Fischler að ná- kvæmlega það sama eigi við um Ís- land. „Að sjálfsögðu á það sama við um Ísland. Menn verða að átta sig á því að því fyrr sem ríki gerast að- ilar, þeim mun meiri áhrif geta þau haft á stefnumótun innan ESB. Mín skoðun er sú að þróun sambandsins heldur áfram óháð því hversu mörg ríki eiga aðild, en því seinna sem ríki gerast aðilar, því lengra er þró- unin á veg komin. Möguleikar á breytingum verða æ takmarkaðri. Nú þurfa ríkin þrettán sem bíða eft- ir aðild að samþykkja aðild að sambandinu eins og það er þegar að aðild kemur, en þaðan í frá eiga þau svo sömu möguleika og önnur aðild- arríki á að taka þátt í þróun og stefnumótun sambandsins. Það sama átti við um heimaland mitt, Austurríki, þegar við gerðumst að- ilar árið 1994, við þurftum að sætta okkur við stöðuna eins og hún var þá. Við gerðumst aðilar vegna áhrifaleysisins sem fólst í því að vera utan sambandsins.“ Sérfræðiþekkingin á sviði landbúnaðar Franz Fischler er fæddur í Týról í Austurríki árið 1946. Hann lauk doktorsprófi í landbúnaðarhagfræði frá Landbúnaðarháskólanum í Vín árið 1978. Hann starfaði í Landbún- aðarráði Týról á árunum 1979-1989, sem forstöðumaður fjögur síðustu árin. Fischler var landbúnaðarráð- herra Austurríkis á árunum 1989- 1994 og þingmaður á árunum 1990- 1994. Hann hefur átt sæti í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins frá árinu 1995 og situr nú annað kjörtímabil sitt til ársins 2004. Fyrra tímabilið, frá 1995 til 1999 fór Fischler með landbúnaðarmál og byggðaþróun í framkvæmdastjórn- inni en árið 1999 bættust sjávarút- vegsmálin við. Það er ljóst að sérfræðiþekking Fischlers er á sviði landbúnaðar og þaðan hefur hann mikla reynslu. Það hefur einnig vakið nokkra at- hygli að Austurríkismaður sé æðsti yfirmaður sjávarútvegsmála ESB, þar sem Austurríki liggur hvergi að sjó. „Það er ljóst að þegar ég hóf störf sem yfirmaður sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu, hafði ég ekki fullkomna þekkingu á sjávar- útvegi og vissi ég ekki mikið um sértæk vandamál geirans,“ segir Fischler. „Ég hef með tímanum öðl- ast mun umfangsmeiri þekkingu á sjávarútveginum og því sem honum tengist sérstaklega. En ákvarðana- taka byggist á grundvallarreglum og þegar allt kemur til alls er margt líkt með sjávarútvegi og landbúnaði. Ég hef mikla reynslu af því að taka þátt í ákvarðanatökuferlinu innan ESB og ég get fullyrt að það er tek- ið fullt mark á mér af hagsmuna- aðilum innan geirans!“ Í ræðu sinni í Ósló sagði Fischler m.a. að fámenn ríki ættu jafngóða möguleika á að fá sínu framgengt innan ESB og þau fjölmennu. „Evr- ópusambandið er ekki stofnun þar sem þeir stóru koma vilja sínum lands að ESB kemur. Aðspurður segir Fischler Íslendinga ekkert hafa að óttast. „Öll aðildarríki ESB fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu sem þýðir að grundvallarreglurnar eru þær sömu. Samt sem áður not- umst við við regluna um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika sem felst m.a. í því að fiskveiðiréttindi byggj- ast á fortíðinni. Þannig að ef Íslend- ingar hafa einir veitt á ákveðnum svæðum í fortíðinni, er það virt.“ Reglan um hlutfallslegan stöðug- leika hefur verið grundvallarregla við úthlutun fiskveiðiheimilda innan ESB. Reglan byggist á þremur grundvallaratriðum: Veiðireynslu, sérstöku tilliti til landsvæða sem eru mjög háð fiskveiðum og tilliti til taps á veiðimöguleikum vegna út- færslu fiskveiðilögsögu annarra ríkja. Ljóst er að ef að aðild Íslands að Evrópusambandinu kæmi, yrði það Íslendingum í hag að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika yrði viðhaldið. Í grænbók ESB um fyrirhugaðar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru ekki fyrirhugaðar breytingar á reglunni um hlutfallslegan stöðug- leika. Í grænbókinni segir: „Fram- kvæmdastjórnin sér eins og er eng- an valkost við regluna um hlutfalls- legan stöðugleika, sem gæti skilað niðurstöðu sem jafnmikil sátt er um. Samráðsferlið leiddi í ljós að þetta viðhorf er ríkjandi um allt sam- bandið. Það er því engin knýjandi ástæða fyrir róttækri endurskoðun núverandi kvótaúthlutunarkerfis. Þegar skipulagsvandi sjávarút- vegsins hefur verið leystur og betri félagslegur og efnahagslegur stöð- ugleiki hefur náðst í greininni kann að koma sá tími að ástæða þyki til að endurskoða þörfina á að viðhalda reglunni um hlutfallslegan stöðug- leika og á því að leyfa markaðsöfl- unum að verka með sama hætti í sjávarútveginum eins og í öðrum greinum efnahags ESB.“ Fischler segir afstöðu fram- kvæmdastjórnarinnar ljósa: „Við er- um á móti breytingum á reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.“ Hann segir að líða þurfi mörg ár áð- ur en ástæða þyki til að endurskoða þörfina á að viðhalda reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. „Þetta er einungis á umræðustigi og ekkert hefur verið ákveðið. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika gildir þangað til svo verður. Það tekur mörg ár að breyta slíku grundvall- aratriði.“ ESB aðili að Íslandi Fischler ítrekar, varðandi áhyggjur Íslendinga af því að land- helgin fyllist af togurum ESB-ríkja DR. FRANZ FISCHLER, YFIRMAÐUR SJÁVARÚTVEGSMÁLA HJÁ EVRÓPUSAMBANDINU Íslendingar hafa ekkert fram á kostnað þeirra minni … sambandið er hlynnt fámennum ríkjum. Allir hafa rétt á sinni skoð- un og engum er gert að fórna þjóð- arhagsmunum.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Fischler aðlögun fámennra þjóða að sambandinu hafa gengið vel og ekk- ert benda til annars en svo verði áfram. Hann nefnir Lúxemborg sem dæmi og Malta er einnig á meðal þeirra ríkja sem nú bíða eftir aðild að sambandinu. „Tengsl Evrópu- sambandsins við Ísland eru mjög góð. Samanborið við samningavið- ræður við sum ríki Austur-Evrópu og ýmis vandamál í viðræðunum um stækkun Evrópusambandsins yrði aðild Íslands að ESB og aðlögun af- ar auðveld.“ Ýmsir hafa gagnrýnt að vægi á milli atkvæða þjóða innan sam- bandsins hafi verið breytt minni þjóðunum í óhag með Nice-sáttmál- anum. „Nice-sáttmálinn leiddi ekki til áhrifaleysis lítilla aðildarríkja. Það hefði verið ómögulegt, þar sem breytingar á sáttmála ESB verða að vera samþykktar einróma,“ sagði Fischler m.a. í ræðu sinni. Hann benti einnig á að í framtíðinni myndi hvert aðildarríki eiga sinn fulltrúa í framkvæmdastjórninni og eftir árið 2005 yrðu stærri aðildarríki að gefa annan fulltrúa sinn eftir. Einnig að hvert aðildarríki ætti eitt atkvæði í leiðtogaráði ESB þar sem fámenn- asta ríkið og hið fjölmennasta væru jafnrétthá. Fyllist landhelgin af ESB-togurum? Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið tekur hvorki til land- búnaðar né sjávarútvegs og hafa því verið gerðir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambands- ins um þessi mál. Með aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi Ís- land einnig falla undir sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna. Fyrirkomu- lagið er nú þannig að sambandið ákveður leyfðan heildarafla en fyr- irkomulagið á fiskveiðistjórnun er í höndum aðildarríkjanna, hvort þau nota kerfi framseljanlegs kvóta eða annað fyrirkomulag. Íslendingar hafa í gegnum tíðina þurft að kosta miklu til að ná og tryggja 200 mílna landhelgi og byggist íslenskt atvinnulíf að stórum hluta til á sjávarútvegi. Meðal Íslendinga hefur verið uppi sú skoðun að þrátt fyrir að aðild- arríki ESB hafi enga fiskveiði- reynslu í íslenskri landhelgi og að- ilarnir eigi ekki sameiginlega fiskistofna geti íslensk stjórnvöld þurft að opna landhelgina fyrir er- lendum togurum ef til aðildar Ís- Reuters Dr. Franz Fischler sem fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins segir Íslendinga ekki þurfa að óttast að landhelgin fyllist af togurum ESB-ríkja við hugsanlega aðild Íslands að ESB. Áfram verði notast við regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem felst m.a. í því að fiskveiðiréttindi byggjast á fortíðinni. ESB muni virða það að Íslendingar hafi einir veitt á ákveðnum svæðum í fortíðinni. Stein- gerður Ólafsdóttir ræddi við Fischler í Ósló. Í LÖNDUM Evrópu er 9. maí 1950 minnst sem dags sem markaði upp- hafið að Evrópusam- starfi, en þá lýsti þá- verandi utanríkis- ráðherra Frakklands, Robert Schuman, stofnun Kola- og stál- bandalags Evrópu. Í tilefni dagsins hélt dr. Franz Fischl- er fyrirlestur í Ósló þar sem hann ræddi m.a. um fámenn ríki og ESB, mitt í umræðunni um endurskoðun á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB). Fischler fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Í sam- tali við Morgunblaðið leggur hann áherslu á að samskipti ESB og Ís- lands séu afar góð og að sambandið myndi bjóða Íslendinga velkomna í raðir aðildarríkja Evrópusambands- ins, ef og þegar þar að kæmi. „Einn stærsti kosturinn við aðild er að aðildarríkin eiga hlut í ákvarð- anatökuferlinu innan sambandsins. Þau geta haft áhrif á grundvallar- reglur og stefnumótun sam- bandsins. Ríki sem standa utan sambandsins geta ekki gert annað en að fylgjast með og aðlaga sig ákvörðunum sambandsins í ýmsum geirum. Þetta eru skýr merki um kosti þess að gerast aðilar. Einnig er ljóst að Evrópusam- bandið þykir aðlaðandi þar sem þrettán ríki bíða eftir aðild um þess- ar mundir. Fleiri ríki hafa einnig mikinn áhuga. En við beitum engan þrýstingi, heldur erum alltaf tilbúin til viðræðna. Öll Evrópuríki eiga að vera frjáls til að ákveða sig sjálf og ef kostir við aðild eru að þeirra mati fleiri en gallar, eiga þau að sækja um, annars ekki. Við virðum það.“ En myndi aðild Íslands breyta ásýnd og stefnumótun Evrópusam- bandsins? „Það myndi enn auka á fjöl- breytnina innan sambandsins. Á Ís- landi er ýmislegt sem finnst hvergi annars staðar í heiminum og það gerir landið mjög heillandi og sér- stakt. Ísland er fámennt ríki og í efnahagslegu tilliti myndi aðild Ís- lands ekki breyta miklu fyrir sam- bandið.“ Ræðu Fischler í Ósló var eðli málsins samkvæmt beint til Norð- manna en hann komst m.a. svo að orði: „…mér þykir það mjög miður að Evrópusambandið þurfi að end- urskoða [sjávarútvegsstefnuna] án þess að Noregur sé á meðal aðild- arríkja sambandsins, þar sem mark- mið okkar eru sameiginleg og fiski- miðin einnig. Við getum og munum halda áfram tvíhliða samstarfi, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.