Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HANN er 64ára gamall,lágvaxinnog sköllótt- ur en hvatlegur og lít- ur út fyrir að vera mun yngri, ætíð sól- brenndur og hraust- legur. Kosningafundir hans minna oft á sam- komur hjá rokkstjörn- um, kona sem náði að kyssa hann ærðist af fögnuði. „Drottinn minn dýri, ég get ekki trúað þessu, hann kyssti mig á móti!“ sagði ung kona sem tókst að ryðjast gegn- um röð lögreglumanna eftir fund í Palermo á Sikiley. Silvio Berlusconi er tvíkvæntur, á alls fimm börn og núverandi eiginkona er ljóshærð, fyrrverandi leikkona. Hann tjáir sig ekki síður með svipbrigðum en orð- um en getur tekið stórt upp í sig. Eitt sinn sagði hann að kommúnist- ar „ætu smábörn“ og gerðu enn verri hluti. En hver er Silvio Berlu- sconi? Er hann fyrst og fremst fulltrúi frelsis og markaðshyggju í stjórnmálum, stefnu sem löngu er kominn til tími til að framfylgja í landi þar sem óhófleg ríkisafskipti af atvinnuvegum, klíkuskapur og opinbert sukk hafa verið dragbítur á framfarir? Eða ber að líta á hægrileiðtogann og forsætisráð- herraefni bandalags hægri- og miðjuflokka, Húss frelsisins, sem hættulegan mann sem misnoti blygðunarlaust peningavald sitt og ofurtök sín á einkareknum fjölmiðl- um? Um þetta deila menn ákaft, á Ítalíu og annars staðar í Evrópu, einnig í Bandaríkjunum. Harðir andstæðingar segja að hann sé trúður sem hafi villst úr skemmt- anaiðnaðinum inn í pólitík. Orku- búntið Berlusconi er bankastjóra- sonur og lögfræðingur sem sagður er hafa byrjað að vinna sér inn aukaskilding í menntaskóla með því að skrifa ritgerðir fyrir latari skóla- félaga fyrir dálitla þóknun. Á há- skólaárunum vann hann sem þjónn á skemmtiferðaskipum og um tíma seldi hann ryksugur. Völdin í öflugu ríki Um 80% af einkareknum sjón- varpsmarkaði Ítalíu er á hendi Berlusconis og úrslitin í dag skipta af ýmsum ástæðum miklu máli fyr- ir þróun stjórnmála á Vesturlöndum. Víðar en þar í landi er deilt um áhrif fjölmiðlakónga sem reyna beint og óbeint að hafa áhrif á kosningar. Og Ítalir eru eitt af mestu iðnveldum heims, þjóðarbú- skapur þeirra er álíka mikill að vöxtum og Breta, aðeins Þjóðverjar og Frakkar eru öflugri í Evrópu. Þótt atvinnuleysi, léleg menntun og mafíutök í atvinnulífi og stjórnsýslu séu enn einkennandi fyrir mörg af syðstu héruðunum er annað upp á teningnum á Norður-Ítalíu. Hag- fræðingar álíta að svæðið sé hið auðugusta í allri Evrópu, hvergi sé efnaleg velmegun jafn mikil á svo stóru landsvæði. Mílanó og Tórínó eru meðal helstu miðstöðva heims- ins í fjármálum, hönnun og tísku, bílasmíði og ýmiss konar hátækni. Berlusconi er talinn vera þriðji auðugusti maður Evrópu, líklega á hann og fjölskylda hans um 12 milljarða dollara, yfir 1100 milljarða króna. Hann stofnaði markaðs- hyggjuflokk flokk sinn, Forza Italia (Áfram Ítalía!) árið 1994 og nafnið var engin tilviljun. Hann var þegar orðinn landsþekktur fyrir að hafa keypt AC Milan og gert það á ný eitt sigursælasta knattspyrnulið Evrópu. Orðfærið nokkrum mánuð- um seinna í kosningabaráttunni var oft einfalt og grípandi. Ítalir áttu „að sækja fram völlinn“, hann not- aði orð og hugtök sem knattspyr- nutrylltum Ítölum líkar betur við en þurrlegt stjórnmálaglamur. Berlus- coni virtist vera töframaður og hann kunni að notfæra sér aðstæð- urnar og leiða fólksins á gömlu and- litunum. Hann vann, fékk 30,4% fylgi og var forsætisráðherra í sjö mánuði. En Þjóðarsambandið, flokkur Um- bertos Bossis á Norður-Ítalíu, hætti stuðningi við samsteypustjórn hægrimanna, hálf önnur milljón verkamanna fór í kröfugöngu í Róm til að mótmæla áætlunum um að skera niður lífeyrisgreiðslur. Berlu- sconi lenti strax haustið 1994 í mikl- um hremmingum vegna rannsókn- arherferðar á svonefndu Tang- entopoli, landlægri spillingu fjármálamanna og stjórnmálaleið- toga landsins, aðgerðarinnar „Hreinar hendur“ sem var nýhafin. Hann hrökklaðist loks frá í desem- ber og pólitíski ferilinn virtist vera á enda. Er hann var við völd reyndi hann að binda enda á rannsóknir sak- sóknaranna en þeir og dómarar landsins brugð- ust ókvæða við. Berlusconi varð að draga í land. Líklega verður hann aftur að treysta á Bossi ef hann myndar stjórn. Bossi hefur á síðari árum dregið úr kröfum sínum um að Norður-Ítalía fái leyfi til að slíta tengslin við fátæku suðurhéruðin sem hann sagði að væru eins og hver annar baggi á norðrinu. Nú vill Bossi aðeins valddreifingu og segir að stjórn Berlusconis muni tryggja framgang slíkra aðgerða. Bossi hefur fundið nýjan óvin í stað Suður-Ítala: innflytjendur. Bossi og menn hans hafa að sögn breska íhaldsblaðsins The Daily Telegraph ekki hikað við að spila á strengi andúðar í garð útlendinga sem hafa flykkst til hinna auðugu norðurhéraða síðari árin. Fjöldi Afríkumanna, Albana og Austur- Asíubúa starfar nú í stórborgunum. Á Norður-Ítalíu eru þeir samanlagt um 8% íbúanna. Meðal almennings er það útbreidd trú að útlending- arnir eigi sök á flestum glæpum, stelist inn í Scala-óperuna án þess að kaupa sér miða eða ráfi iðjulaus- ir um göturnar á fullum bótum. Berlusconi á einnig kosningasam- starf við Þjóðarbandalag Gianfranc- os Finis, en flokkurinn er arftaki gamla fasistaflokksins og elur eins og Norðursambandið á andúð á út- lendingum. Árás The Economist Sjálfur hefur Berlusconi látið duga að mæla með hertum reglum til að draga úr innflytjenda- straumnum. En hann hefur hótað að reka úr starfi óþæga starfsmenn ríkissjónvarpsins, afnema ýmis lög sem hafa verið notuð í skattamála- ferlum gegn honum og hann hefur látið stjórnendur og þáttagerðar- menn í sjónvarpsstöðvum sínum hundsa markvisst málflutning and- stæðinga sinna. Breska tímaritið The Economist, sem birti nýlega harkalega gagn- rýni á Berlusconi, sagði hann van- hæfan til að gegna leiðtogaembætti á Ítalíu. Það gaf í skyn að allt of margar vísbendingar væru um að hann væri sjálfur ósvífinn spilling- arfursti sem í upphafi ferilsins á sjöunda áratugnum hefði beitt óheiðarlegum aðferðum til að auðg- ast á braski með byggingarlóðir. Einnig væri hann grunaður um tengsl við mafíuna. Berlusconi á miklar eignir utan Ítalíu, m.a. eign- arhlut í sjónvarpsstöð á Spáni og er grunaður um að hafa staðið fyrir skattsvikum þar. Þarlendur sak- sóknari, Balthasar Garzon, hefur krafist þess að þinghelgi Berluscon- is verði aflétt til að hægt verði að fá hann framseldan til Spánar. Óttinn við Berlusconi birtist víða. Fræðimannastofnun í Flórens, styrkt af Evrópusambandinu, er að sögn The Daily Telegraph ekki í vafa um að sigri fjölmiðlajöfurinn muni hann verða hættulegur evr- ópsku lýðræði. Ekki verði um venjuleg umskipti að ræða. „Ber- lusconi fer fyrir risaveldi þar sem um er að ræða skaðlega samþjöpp- un á peningavaldi og fjölmiðlastýr- ingu. Enginn með nútímalegan skilning á lýðræði getur varið slíkt,“ segir í yfirlýsingu stofnunar- innar. Berlusconi hyggst lögsækja The Economist fyrir rógburð. Margaret Thatcher, merkisberi markaðs- hyggjunnar í Evrópu síðustu ára- tugina, veitti hins vegar Berlusconi mikilvægan siðferðisleg- an stuðning í vikunni er hún sendi ítölskum dag- blöðum bréf. Þar tók hún undir með Berlu- sconi sem hefur sagt að erlendir fjölmiðlar hafi tekið þátt í samsæri um að rægja sig. Thatcher hrósaði kosninga- stefnuskrá Berlusconis sem boðaði „minna skrifræði og bætta stjórnun til þess að minnka og einfalda skatt- lagningu“. Mótherji með róttækni-fortíð Vinstri- og miðjumenn eru nú við stjórnvölinn á Ítalíu og forsætisráð- herrann er Giuliano Amato, gam- alreyndur og snjall en þótti ekki lík- legur til að geta sigrað Berlusconi. Í staðinn var ákveðið að bjóða fram Francesco Rutelli, hávaxinn og glæsilegan 46 ára gamlan mann sem er fráfarandi borgarstjóri í Róm, en hann tók við því starfi 1993, var endurkjörinn 1997. Hann þykir hafa staðið sig vel í því starfi, hefur skorið niður skrifræði og komið á ýmsum umbótum. Hann var lengi róttækur vinstrimaður og græningi, barðist fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga og réttindum sam- kynhneigðra en gegn áhrifum Páfa- garðs á ítölsk stjórnmál, Berlusconi kallar Rutelli gjarnan „nytsaman kjána“ sem sé ekkert annað en of- dýrkaður kynningarfulltrúi. Rutelli- hjónin sættust árið 1995 við páfann og létu gefa sig saman í kirkju. En Rutelli hefur ekki gengið vel að vekja athygli á sér og málstað sín- um enda við ramman reip að draga. Einkareknir fjölmiðlar sýna honum flestir lítinn áhuga. Séu þeir í eigu Mediaset, eignarhaldsfyrirtækis Berlusconis, draga þeir dár að hon- um eða hundsa hann alveg. Berlu- sconi neitaði staðfastlega að mæta honum í sjónvarpseinvígi, segir að Rutelli sé „ekki þess virði“. Í síðustu könnunum sem gerðar voru var munurinn á kosninga- bandalagi Berlusconis, Húsi frels- isins og samtökum Rutellis, er kenna sig við Ólífutréð, aðeins fjög- ur prósent sem gæti þýtt að hvor- ugur fengi meirihluta á þingi. Fari svo gætu fjórir litlir flokkar komist í oddaaðstöðu og er einn þeirra Listi Emmu Bonino er var um hríð í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og er ákafur femínisti. Öflugastur smáflokkanna er komm- únistaflokkurinn, sem fékk 8,6% at- kvæða í síðustu þingkosningum 1996 en hefur síðan klofnað. The Economist, sem seint verður grunað um vinstristefnu, segir að lágmarkið sé að Berlusconi selji fjölmiðlaveldi sitt til að komast hjá hagsmunaárekstrum ef hann sigri, en auk þess rekur hann öflugt fjár- festingafélag, Fininvest. Bæði fyr- irtækin eru eignarhaldsfélög sem eiga síðan hlut í meira en tuttugu fyrirtækjum. Fleiri heimsþekktir og virtir fjölmiðlar hafa varað Ítali við Berlusconi, nefna má The Fin- ancial Times, The New York Times, Le Monde, El Pais og Die Zeit. En hvaða áhrif hefur slík for- dæming erlendis á kjósendur á Ítal- íu, yfirlýsingar sem Berlusconi seg- ir að séu hluti af kommúnista- samsæri? Enginn getur fullyrt neitt um það. En margir Ítalir virðast vera sammála einum fréttaskýr- anda bandaríska blaðsins The Wall Street Journal, Michael Gonzalez, sem bendir á að enn hafi ekki tekist að sanna umtalsverð afbrot á Berlu- sconi. Og allir viti að ekki hafi verið hægt að stunda viðskipti á Ítalíu án þess að fara á svig við lög sem oft séu fáránleg; embættismenn hafi jafnvel af góðsemi oft bent fólki á leiðir til þess. Þáttaskil í Evrópu? Gonzalez segir að sigri Berlus- coni geti það verið merki um að oftrú á gagnsemi opinberra afskipta sé loks á enda í Evrópu. Ítalski leið- toginn vilji lækka skatta, draga úr ríkisafskiptum og koma á valddreif- ingu og allt sé þetta ógnun við hefð- bunda kerfiskalla og hugsjónir margra vinstrimanna. Komist fjöl- miðlakóngurinn á ný til valda verði það staðfesting á þróun um allan heim í átt til markaðshyggju sem kjör George W,. Bush í Bandaríkj- unum, Vicente Fox í Mexíkó og nú Junichiro Koizumis í Japan sýni vel. „Þótt sumir efist um að trú Berlus- conis á lögmál hins frjálsa markaðar sé rótgróin og bendi á nokkra óaðlaðandi félaga hans í stjórnmál- unum er hann að minnsta kosti að segja réttu hlutina,“ segir Gonzalez. Ítalskir kjósendur munu kveða upp úrskurðinn í dag og athygl- isvert er að í könnunum hefur meirihluti þeirra gefið í skyn að þeir sjái ekkert athugavert við feril Berlusconi, hann sé ekki verri en aðrir stjórnmálamenn. Þeir virðast margir velta því meira fyrir hvort hann hafi með velgengni sinni í við- skiptum sannað að hann sé rétti maðurinn til að stjórna með styrkri hendi og koma á umbótum. Orkubúntið ríka og efasemdir Fyrir nokkrum vikum bentu kannanir á Ítalíu til þess að hægrimenn myndu vinna mikinn sigur í kosningunum í dag en síðan hafa vinstrimenn sótt í sig veðrið. Kristján Jónsson kynnti sér stöðuna og deilurnar um leiðtoga hægrimanna, Silvio Berlusconi. AP Stuðningsmaður Forza Italia, flokks Berlusconis, með fána á síðasta stórfundinum sem flokkurinn hélt fyrir kosningarnar og var á Piazza del Popolo í Róm á föstudag. Blöðrurnar eru skærbláar eins og peysur ítalska landsliðsins í knattspyrnu. Silvio Berlusconi Var sagður vanhæfur til að gegna leið- togaembætti Margaret Thatcher hrós- aði stefnuskrá Berlusconis Francesco Rutelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.