Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 21
og því er raunvirði eigna hærra en
kemur fram í töflunum. Eignir alls að
frádregnum skuldum, ríkisverðbréfa-
eign og verðbréfaeign innan fríeigna-
marka mynda eignarskattsstofn.
7,2 milljarðar í opinber gjöld
Samkvæmt skýrslu Ríkisskatt-
stjóra eru framteljendur 67 ára og
eldri 31.002 talsins og þar eru sam-
skattaðir að sjálfsögðu taldir tveir
einstaklingar, en eru hér nefnd hjón.
Á sama tíma telst Ríkisskattstjóra til
að 26.866 einstaklingar hafi fengið
ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkis-
ins. Mismunurinn er 4.136 framtelj-
endur, sem ætla má að séu í hópi
þeirra, sem hafa of miklar tekjur til að
fá ellilífeyri eða eru yngri makar elli-
lífeyrisþega. Samkvæmt útreikning-
unum teljast ellilífeyrisþegar vera
14,8% af öllum framteljendum og
greiða þeir samtals 7,2 milljarða í op-
inber gjöld eða 8,5% af öllum opinber-
um gjöldum.
Auk þess greiða ellilífeyrisþegar
um 25% af öllum fasteigna- og fjár-
magnstekjusköttum á landsvísu. „Það
sýnir að eignastaða margra aldraðra
er yfirleitt góð, en þar sem tekjustað-
an er ekki jafngóð, reynist oft erfitt að
greiða skatta og skyldur af eignunum.
Matsverð á íbúðarhúsnæði hefur
hækkað um 33% á undanförnum
tveimur árum, sem aðeins hefur í för
með sér aukin útgjöld fyrir þá, sem
eru að berjast við að búa í eigin hús-
næði og eru ellilífeyrisþegar nú í vax-
andi mæli farnir að selja eignir sínar
til þess að geta lifað af,“ segir Pétur
Guðmundsson, stjórnarmaður í FEB.
Ólafur, sem er fyrrverandi land-
læknir, bætir við að frá því að hann
byrjaði að starfa í heilbrigðisgeiran-
um hafi það ætíð verið yfirlýst stefna
yfirvalda að gera fólki kleift að búa
heima hjá sér eins lengi og mögulegt
er. Slíkar útgjaldahækkanir án tekju-
lagfæringa gengju þvert á þá fögru
stefnu. „Elli- og hjúkrunarheimili eru
engin draumalönd eldri borgara. Það
er mikill leiði á þessum stofnunum og
60–70% þeirra, sem þar dvelja, eru að
meira eða minna leyti á lyfjum vegna
óyndis. Fólk á ekki að fara inn á stofn-
un fyrr en það þarf orðið mjög mikla
aðstoð. Þróunin erlendis hefur orðið
sú að að elliheimilisrýmum hefur farið
fækkandi á síðasta aldarfjórðungi, en
í staðinn hefur heimaþjónusta verið
efld. Við viljum fylgja þeirri stefnu að
fólk fái að vera heima hjá sér á meðan
það getur að mestu séð um sig sjálft.“
Ef rýnt er í tölur Ríkisskattstjóra,
kemur í ljós að í lægsta tekjuflokkn-
um eru 376 einstaklingar, sem hafa
undir 150 þúsund krónum á ári og
þrettán hjón, sem hafa minna en 300
þúsund króna árstekjur til samans.
Þannig hafa 402 einstaklingar mán-
aðartekjur, sem að meðaltali eru und-
ir 4.500 krónum. Líklegt er að hér sé
um að ræða fólk, sem býr á hjúkr-
unarheimilum eða hefur framfærslu
eftir öðrum leiðum en að fá lífeyris-
greiðslur frá Tryggingastofnun ríkis-
ins og er þeim því sleppt í eftirfarandi
tölum.
3,6 milljarðar tryggja 100 þús.
kr. mánaðartekjur
Ef litið er til þeirra einstaklinga,
sem hafa minna en 50 þúsund krónur í
tekjur á mánuði eða hjóna með sam-
anlagt innan við 100 þúsund krónur á
mánuði, sýna niðurstöður útreikninga
að það vantar um 340 milljónir króna
til þess að hver ellilífeyrisþegi hefði
að lágmarki 50 þúsund krónur í mán-
aðartekjur árið 1999. Þarna er um að
ræða 1.252 einstaklinga eldri en 67
ára og maka.
Sömu útreikningar sýna að 6.758
framteljendur eldri en 67 ára hafa
undir 75 þúsund krónum í mánaðar-
tekjur, en til að tryggja ellilífeyris-
þegum 75 þúsund króna lágmarks
mánaðarlaun, vantar 1,430 milljónir á
ári. Þar af hafa 2.394 einstaklingar
heildartekjur upp á 1.356 milljónir
eða 47.192 krónur á mánuði. Þá vant-
ar þar af leiðandi 27.808 krónur á
mánuði til að ná 75 þús. kr. tekju-
markinu sem samtals gerir 799 millj-
ónir kr. á ári. Hjón eru 4.364 einstak-
lingar með 3.297 milljóna kr.
heildartekjur eða 62.956 kr. á mánuði.
Það þýðir að hvern einstakling vantar
12.044 kr. á mánuði til að ná 75 þús-
und kr. tekjumarki á mánuði. Hjón
þurfa því 631 milljón á ári til að ná
þessum tekjum.
Þegar svo litið er í aðeins hærri
tekjuflokk, kemur í ljós að liðlega
helmingur framteljenda 67 ára og
eldri, eða samtals 16.553 framteljend-
ur, hafa undir 100 þúsund krónum í
brúttótekjur á mánuði og vantar þar
af leiðandi 3,668 milljónir króna inn í
tryggingakerfið til að tryggja öllum
100 þúsund króna lágmarkstekjur á
mánuði. Þar af eru 6.935 einstakling-
ar með heildartekjur upp á 6,150
milljónir á ári eða 73.906 kr. á mánuði
og vantar 2,172 milljónir úr ríkiskass-
anum í viðbót svo þeir næðu 100 þús-
und króna lágmarkstekjum. Hjón eru
9.618 einstaklingar með 10.046 millj-
ónir í árstekjur eða 87.041 kr. á mán-
uði hvort um sig. Þau þyrftu 1,496
milljarða í viðbót til þess að hvort um
sig hefði 100 þús. kr. í mánaðartekjur.
Forsendur þingmanna
Að mati þeirra Ólafs og Péturs hafa
aldrei áður fengist frá opinberum að-
ilum betri upplýsingar um stöðu aldr-
aðra en hér um ræðir. „Þessi skýrsla
er gulls ígildi enda borguðum við fyrir
hana, sem í sjálfu sér má teljast
merkileg gjaldtaka. Upplýsinga-
skylda ríkisstofnana virðist ná
skammt þó að lög kveði á um slíka
skyldu. Fyrir okkur eldri borgara er
skýrslan þó peninganna virði vegna
þess að hún sýnir okkur betur en
nokkuð annað hvernig staða eldri
borgara í raun og veru er. Það vekur
furðu að engir stjórnmálamanna okk-
ar, að því að við best vitum, hafa beðið
um slíka skýrslu á undan okkur. Okk-
ur er spurn á hvaða forsendum al-
þingismenn taka ákvörðun um hag
aldraðra og bætur til þeirra,“ segir
Pétur og bætir við: „Þessir útreikn-
ingar sýna að löggild gamalmenni eru
í heild ekki sú byrði á þjóðfélaginu,
sem margir stjórnmálamenn vilja
vera láta. Við höldum sem sé nokkuð
vel við í þá, sem ennþá eru á vinnu-
markaði í skattgreiðslum. Það er
hinsvegar engin opinber stofnun, sem
virðist telja sér það skylt að kveða upp
úr um það hvað beri að telja lág-
marksframfærslumörk. Að sjálfsögðu
höfum við áhyggjur af öllum þeim
eldri borgurum, sem eru með minna
en 100 þúsund krónur í brúttótekjur á
mánuði. Meira en helmingur framtelj-
enda 67 ára og eldri voru undir þeim
mörkum árið 1999 og á meðan svo er,
getum við ekki stært okkur af því að
búa í velferðarþjóðfélagi.“
’ Ef við fáum ekki almennilega lausn áokkar málum, förum við í slag og erum við
nú þegar að undirbúa okkar aðra lögsökn á
hendur ríkinu. ‘
!
!1+
23 !+ 5!
%
2
4
25 !+ 5!
6.!*!*&!
7
.!*
8.!*
9
+*
*+:(5+
9
+*'$
+ *+5:(5
9
+*;!! !+ *+5:(5
7!.& /
+
:*
# $(( <(
+
=!
>.( 5!&
!
*
1
*<?6 5!
*
>%!
!
* ! !
* ", $(('$!
"
1
"
+6
7
8
!"
#"$
%
!&
' .
9
, )
"
,
,
,
/
/)
/
/)
,
9
/
/
/ ,
"
"
#
$%
#
#
'::8;
+<
=>
?
< "
2 @
+<
=
?
< +<
2 +<
!1+
!1+ 1 ?2
4250
+!+
*.!!+
+ 1+
42!*'
%
% 1 ?2
1 4
!
4$! 45(
!
!
4
!
'::8;
+7
1
!
!"
"
(#
%)"
"
!
***
>A
A99=.-
A.9-
,+,/,
9.-
+) ,
>.-
9>>-
.AA-
"+/
+,
+"/
+ , ,
A
..>-
A=.-
,+", )
=9.=-
+ )
.-
=A=-9
>->
+" /
+")
, )
,)" ,
B
&
' #
9
.9
.
A9
A
9
9
9
+<
1+ *
&
+,"
"
(#
!1+ *-
+7
17
@
-
+
-@
-.
+
-.@
-=
+
-=@
-
+
-@
-
+
-@
-
+
-@
-.
+
-.@
-=
+
-=@
-
+
-@
-
+
-@
-
+
-@
-.
+
-.@
-=
+
-=@
A-
+
A-@
.-
+
.-@
9-
+
9
+
’ Það er alveg klárt að þjónustuhækkanir íþjóðfélaginu koma verr niður á ellilífeyr-
isþegum en öðrum þjóðfélagshópum þar
sem kaupmáttur lífeyrisþega hefur hækkað
mun minna en annarra hópa. ‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 21
Nú er um að gera að grípa
tækifærið og gera það sem
við köllum GÓÐ KAUP!