Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 27
ingar best væri að nota og hvernig
best væri að hvetja bændur til að
auka velferð dýranna. Í ritgerðinni
var einnig fjallað um hvernig mis-
munandi siðfræðikenningar taka á
dýravelferð og reynt að meta kosti
og galla þeirra aðferða sem til eru til
að meta dýravelferð.
„Þessar aðferðir ætti að vera hægt
að nota til gæðaeftirlits á búi í sam-
vinnu við bóndann. Hægt væri að
gera almenna úttekt og spá í hvað
þarf að laga, hvað sé mikilvægast og
hvað mundi skila mestum árangri.
Meta kosti og galla þeirra valkosta
sem bjóðast. Ég býst við að margir
mundu vilja fá mat af og til á því
hvernig þeir geta bætt velferð dýr-
anna. Engum bónda eða dýraeig-
anda er sama um velferð dýra sinna.
En mikið veltur á hefðum og kannski
sjá ekki allir hvernig hægt er að
breyta hlutunum. Oft er þetta spurn-
ingin um hvort viðkomandi hafi efni á
að bæta velferð dýranna. Stundum
sér fólk ekki leið út úr því og sættir
sig því við óbreytt ástand.
En slíkar úttektir eru tiltölulega
nýjar af nálinni og varla stundaðar
enn sem komið er nema helst í Aust-
urríki og Sviss. Ég er hræddur um
að slík úttekt þyki dýr hér á landi, en
ég finn fyrir miklum áhuga hér á
landi á þessum málum.“
Vandamálin leyst ef
kjötið væri 20% dýrara
„Sú einstefna sem hefur einkennt
umgengni við náttúruna bæði hér og
annars staðar er að breytast. Hér fór
umræðan um umgengni við náttúr-
una kannski fyrst virkilega á flug
þegar hugmyndir um álver fyrir
austan fór af stað. Stærstu skilin í
umræðu um búfjárhald urðu senni-
lega í Evrópu þegar kúariðufarald-
urinn varð að ógnun við neytendur. Í
fyrsta skipti náði hin gagnrýna um-
ræða til allra laga þjóðfélagsins í stað
þess að vera bundin við sjálfskipuð
hagsmunasamtök. Almenningur
hætti að taka orð vísindamanna sem
heilagan sannleik og æ fleiri eru
farnir að efast um að meira og ódýr-
ara sé rétta leiðin. Allt kemur þetta á
sama tíma og lífræna bylgjan skellur
á Evrópu. Okkur er að skiljast að
náttúran er ekki bara ein stór mal-
arnáma, sem við getum gengið í,
heldur flókið og dýrmætt lífkerfi sem
við erum hluti af. Í framhaldi af því
er eðlilegt að við spyrjum okkur
hvernig við getum farið með allt líf í
kringum okkur og hvaða aðferðum
við eigum að beita til að meta gildi
þess.“
Torfi segir að sem neytendur ber-
um við mikla ábyrgð á velferð dýra
og umhverfismálum.
„Neytendur heimta að fá ódýra
kjúklinga,“ segir hann. „Til þess að
hægt sé að framleiða þá þurfa búin
að vera stærri, hvert dýr fær minna
pláss og þarf að nýta fóðrið betur. En
svo hneykslast neytendur ef eitthvað
bjátar á og upp koma smitsjúkdóm-
ar. Hér má ekki nota mörg lyf, en aft-
ur á móti er heil bók yfir lyf sem nota
má í kjúklingaframleiðslu í Dan-
mörku til að auka afurðirnar. Samt
sem áður heimtum við að fá kjúk-
linga á sama verði og í Danmörku.
Það er ekki óalgengt í kjúklingabú-
um í Danmörku að kjúklingarnir
vaxi svo hratt að lappirnar halda
þeim ekki uppi og þeir leggjast á
hnén eða þeir fótbrotna hreinlega.
Auk þess brenna þeir oft á leggj-
unum vegna þess að þeir liggja í úr-
gangi. Þessi ofvöxtur kemur við of-
fóðrun og vegna þess að
kjúklingarnir hafa verið kynbættir
með tilliti til vaxtarhraða. Ekki hef-
ur verið hugað að því að bæta beina-
bygginguna samhliða þessu. Hér á
landi hefur þessi vandi komið fram í
svínarækt þar sem notuð voru norsk
svín til að kynbæta þau íslensku til
að fá fram meiri vaxtarhraða en
vandinn fólst í veikum fótum sem
ekki héldu uppi þessum þungu
skrokkum.
Í ljós hefur komið að í Hollandi og
Danmörku væri hægt að leysa öll
helstu velferðarvandamálin við iðn-
vædda svínakjötsframleiðslu ef
neytendur væru tilbúnir að greiða
20% hærra verð fyrir kílóið af svína-
kjöti. Ábyrgð neytandans er því gíf-
urleg.
Það eina sem neytendur hafa sér
til afsökunar er að í hvert skipti sem
þeir velja ákveðna vöru er ekki alveg
augljóst hvaða afleiðingar val þeirra
hefur. Dómgreind fólks ruglast svo
mikið úti í búð. Þess vegna kaupum
við alltaf ódýrari vörur þótt við ætl-
um kannski ekki að gera það. Við
þurfum að velta því fyrir okkur
hversu miklu betri búskaparhætti
við gætum haft og hversu miklu
verra ástand á búum við gætum sætt
okkur við til að ná fram 10% lækkun
á kjötverði. Þetta er samviskuspurn-
ing fyrir hvern og einn.
Framleiðendur mega gera mun
betur í að kynna framleiðsluaðferðir
sínar fyrir neytendum svo þeir hafi
raunverulegt val. Ýmiss konar
gæðamerki sem ákveðnar fæðuteg-
undir fá í auknum mæli, hjálpa okk-
ur við valið. Þar sem fæstir neyt-
endur hafa tækifæri til að
heimsækja framleiðendur varanna
sem þeir kaupa, verða þeir að geta
treyst á vottanir og gæðamerki, sem
gefa til kynna undir hvaða kringum-
stæðum varan var framleidd. Fólk er
í auknum mæli að láta þessi mál sig
varða og margir vilja borga meira
fyrir lífrænar vörur eða aðrar vörur
framleiðenda sem tryggja velferð
dýra.“
Húsdýrin hafa tilfinningar
Torfi segir að við getum ekki
treyst því að dýrum sem skila mikl-
um afurðum eða árangri líði endilega
vel.
„Íþróttamenn sem eru í hámarks-
þjálfun eiga oft við meiðsli að stríða
og dansarar sem æfa stíft líða marg-
víslegar þjáningar. Dýr sem eru í há-
marksþjálfun eða hámarksfram-
leiðslu eru oft viðkvæm og þarf lítið
að bregða út af til að þau heltist eða
verði veik.
Að þessu leyti stendur sauðfjár-
ræktin mjög sterkt. Hún flokkast
undir lágflæðibúskap. Litlu er bætt
inn í kerfið í formi kjarnfóðurs og
lyfja, dýrin eru mikið úti og búskap-
urinn er mjög sjálfbær en gefur ef til
vill ekki hámarksafurðir. Ærin skil-
ar um 25 kg á ári á meðan gylta skil-
ar hátt í tonni af kjöti. En það er ekki
hægt að segja að ef framleiðslan sé
góð hljóti dýrunum að líða vel. Held-
ur ekki að ef þau eru í náttúrulegu
umhverfi hljóti þeim að líða vel. Þá
ættum við til dæmis ekki að þurfa að
byggja yfir hestana okkar. Hundar
eða kettir sem búa í blokk geta haft
það mjög gott. Fyrst og fremst þarf
að huga að tegundinni og hreyfiþörf
hennar og uppfylla aðrar grunnþarf-
ir dýrsins.“
– En ættu allir að fá að eiga dýr,
hvort sem þeir hafa einhverja þekk-
ingu til þess eða ekki?
„Það mega allir eiga börn!“ svarar
hann snöggt, en bætir svo við: „Það
má reyndar velta því fyrir sér hvort
ekki eigi að gera sérstakar kröfur til
fólks varðandi dýrahald. En það er
erfitt að segja til um það. Í sjálfu sér
ættum við að hafa ákveðið kerfi á
dýrahaldi, hvort sem um er að ræða
einn hund eða heilt kúabú. Við höf-
um að sjálfsögðu dýraverndunarlög-
gjöf, og lög um búfjárhald, en í sjálfu
sér getur hver sem er keypt dýr.
En umræðan um velferð dýra er
oft svo öfgakennd og getur því orðið
erfið. Ef við notum nytjasiðfræðina
sem grunn hljótum við að segja sem
svo að það skipti ekki máli hvar dýrið
er heldur hvort því líður vel eða illa.
Ef við höfum góða þekkingu á at-
ferli, lífeðlisfræði dýranna ættum við
að geta metið það. Við verðum að
hafa í huga að húsdýrin hafa sann-
anlega tilfinningar sem eru að
mörgu leyti svipaðar og okkar. Al-
mennt er talið að þau skynji sárs-
auka, reiði, leiða, hræðslu, gleði, þó
ekki séu allir sammála um hvernig
skilgreina eigi þessar tilfinningar
hjá dýrum. En með skírskotun til
þróunarfræði, taugalífeðlisfræði og
atferlisfræði getum við verið nokkuð
viss um að þar er um stigsmun að
ræða en ekki eðlismun.
Við höldum hesta og gæludýr ein-
göngu vegna þess að okkur langar til
þess. Ef til vill er það örvænting-
arfull aðferð mannsins til að komast í
snertingu við náttúruna. Ef út í það
er farið höfum við ekki raunverulega
„þörf“ fyrir loðdýr og aðeins lítinn
hluta af þeim dýrum sem við notum
til matar. Sama má segja um þörfina
fyrir aðrar afurðir svo sem mjólk og
egg. Við neytum þessara afurða
vegna þess að okkur langar til þess –
ekki vegna líffræðilegrar þarfar. Það
er ekkert slæmt við það. Við þurfum
bara að vera meðvituð um að dýra-
hald og búfjárrækt er á vissan hátt
ákveðinn munaður, ekki síður en svo
ótal margt annað sem við gerum s.s.
að aka um á bíl með hita í sætunum,
fara í skíðaferðalög eða rækta rósir í
upphituðum húsum. Stóra spurning-
in er hvort við eigum að sætta okkur
við að vellíðan dýra sé misboðið, til
að við getum veitt okkur þennan
munað. Hér getum við notað nytja-
siðfræðina til að vega saman þá lífs-
fyllingu sem við fáum og vellíðan
dýranna – eða vanlíðan. Það skiptir
ekki öllu máli hvort við erum að tala
um tamningaraðferðir á hestum eða
framleiðsluaðferðir á kjúklingum.
Við verðum að axla ábyrgðina á okk-
ar hegðan – valið er okkar.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 27
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
Dísa í World Class segir:
„Loksins sýnilegur
árangur!“
„Loksins kom krem þar sem virknin
finnst þegar það er borið á húðina og
jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli
eindregið með Silhouette fyrir konur á
öllum aldri og eftir barnsburð er það al-
veg nauðsynlegt.
Nýja Body Scrubið er kærkomin
viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette-
kremsins á húðina.“
Dísa í World Class