Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Trjábolir með sveppum eru við innganginn. Vatn á fyrstu hæð sýningarinnar. „OG nú getið þið falið ykkur í þok- unni,“ sagði listfræðingurinn og leikskólakrakkarnir lögðust upp við veggi listasafnsins og hurfu í gufu sem var hleypt inn í salinn. Þetta var á þriðju hæð listasafns- ins Kunsthaus Bregenz (KUB) í Austurríki. Byggingin var lögð undir listaverk Ólafs Elíassonar „The mediated motion“ (Miðluð hreyfing) frá 31. mars til 13. maí. Talsmaður safnsins sagði að sýn- ingunni hefði verið vel tekið. „Við áttum von á að margir spyrðu hvar skúlptúrarnir og málverkin væru, en svo varð ekki.“ Nokkrir niðurskornir trjábolir, vaxnir sveppum, standa í röð við gráan steinvegg í holi listasafns- ins. Bak við vegginn er steinstigi upp á fystu hæð. Salurinn liggur undir vatni. Smágerðar vatnajurt- ir fljóta í því. Einföld trébrú liggur að sér- byggðum tréstiga upp á næstu hæð. Þar er salargólfið sam- anþjöppuð jörð. Í þokunni uppi á þriðju hæð hangir hengibrú þvert yfir salinn. Listasafnsbyggingin í Bregenz er listaverk út af fyrir sig. Sviss- neski arkitektinn Peter Zumthor teiknaði hana og hún var opnuð fyrir nokkrum árum. Hún er kassalaga, klædd sérgerðum gler- plötum sem skipta litum eftir veðri og vindum að utan. Sýningarvegg- irnir eru steypugráir. Salirnir eru lýstir upp með dags- og rafmagns- ljósi sem flæðir inn ofan frá. Ólafur segir í sýningarskránni að hann hafi tekið bygginguna sjálfa með í reikninginn þegar hann vann innsetningarverkið í huganum. Byggingin er hluti af því. Landslagsarkitektinn Günther Vogt í Zürich aðstoðaði Ólaf við uppsetningu verksins. Ólafur er þekktur fyrir að tengja náttúru og tækni saman í list sinni. Í þetta sinn tekur hann safnið sjálft, „íkon arkitektúrsins“með í myndina. Leikskólakrakkarnir fyrr- nefndu höfðu gaman af heimsókn- inni á listasafnið. Það er ekki á hverjum degi sem þau mega leika sér í listaverki. Listfræðingurinn sagði þeim að starfsmenn safnsins sprautuðu vatni á trjábolina við innganginn á hverjum morgni og borðuðu sveppina. Hann benti þeim á hreyfinguna sem komst á vatnið þegar þeir gengu um brúna eða stungu fingri í vatnið á fyrstu hæð, titring jarðarinnar þegar þeir hoppuðu á annarri hæð og bað þá að hugsa um hreyfinguna sem komst á hengibrúna þegar þeir gengu um hana í þokunni á þriðju hæð. Innsetningarverk Ólafs „Sur- roundings Surrounded“ (Umhverfi umkringt) verður til sýnis í ZKM, Zentrum für Kunst und Medientec- hnologie, í Karlsruhe í Þýskalandi í allt sumar. Sýningin verður opn- uð 30. maí og stendur til 26. ágúst. Aðgangur er ókeypis. „Surround- ings Surrounded“ var sýnt í Graz í Austurríki í fyrra. Ólafur Elíasson er búsettur í Berlín. Ólafur Elíasson eftirsóttur í Evrópu Bregenz. Morgunblaðið. Hengibrú í þoku á þriðju hæð. LISTIR 18 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  PÍSLARSAGA séra Jóns Magn- ússonar. Þar lýsir séra Jón kvölum þeim sem hann verður fyrir vegna meintra galdraofsókna feðga á Kirkjubóli, sem báðir heita Jón Jónsson og eru síðan brenndir á báli. Þegar píslum séra Jóns linnir ekki telur hann að dóttirin Þuríður stundi galdrasending- arnar og hafi numið listina af föður sínum og bróður. Hún neitar, snýr vörn í sókn og kærir séra Jón fyrir ofsóknir. Þá er klerki nóg boðið og hann skrifar lýsingu á þeim þján- ingum sem yfir hann hafa dunið, um leið og hann áfellist yfirvöld fyrir slælega framgöngu gagnvart galdra- mönnum. Matthías Viðar Sæmundsson sá um þessa útgáfu Píslarsögunnar, þar sem jafnframt eru dregin saman og prentuð öll tiltæk frumgögn, flest áður óbirt, um séra Jón, æviferil hans og galdramál. Þar má nefna einkabréf séra Jóns, vísitasíur bisk- upa og bréf þeirra, kirkjuúttektir, brot úr Alþingisbókum Íslands og sjálfan brennudóminn, sem er prent- aður í fyrsta sinn eftir frumskjali í bókinni. Auk þess er prentaður dóm- ur um galdramál Árna Loftssonar. Þá skrifar Matthías Viðar tvær ritgerðir í bókina; Ævi séra Jóns Magnússonar og Galdur og geðveiki – um píslarsögur og galdrasóttir á 17. öld. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 440 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Anna Cynthia Leplar. Verð: 8.990 kr. Nýjar bækur Matthías Viðar Sæmundsson Í SAFNASAFNINU á Svalbarðs- strönd hafa verið opnaðar sex nýjar sýningar og síðar í sumar bætast fjórar við, þar af ein útisýning. Við innganginn standa sjö steinsteyptar höggmyndir eftir Ragnar Bjarna- son, í brúðuherbergi eru 412 brúður. Í miðrými er sýning á stóru skipslík- ani eftir Hafstein Vilhjálmsson á Ak- ureyri ásamt munum úr sjávarút- vegi. Í suðursal er raðað upp 144 blikkboxum. Í hornstofu er sýning á lágmyndum eftir Sigurð Sveinsson í Reykjavík, 96 ára gamlan. Gefin hefur verið út litprentuð sýningarskrá með grein um alþýðu- list eftir Níels Hafstein. Í anddyri safnsins eru til sölu og sýnis útsag- aðir körfuboltakappar eftir Harald Níelsson. Safnasafnið tekur um þessar mundir þátt í alþjóðlegri samsýn- ingu í Hamborg og sýnir þar 70 skúlptúra eftir Björn Guðmundsson frá Laufási í Víðidal. Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10–18, en hægt er að taka móti pöntunum á öðrum tímum með stuttum fyrirvara. Nýtt í Safnasafninu SÚ breyting hefur orðið á dagskrá vorfundar Félags íslenskra háskóla- kvenna í Þing- holti, Hótel Holti, 17. maí að Viðar Hreinsson bók- menntafræðingur mun halda aðaler- indi kvöldsins um Kanada, Vestur- Íslendinga og Stephan G. Steph- ansson. Dagskrá- in og matseðillinn er samkvæmt venju helgaður menningu og matar- hefð viðkomandi lands og hefur Kan- ada orðið fyrir valinu að þessu sinni. Félag háskólakvenna Viðar Hreinsson Ræðir um Vestur-Ís- lendinga og Stephan G. Lækninga- minjasafnið opnað SÝNING Lækningaminjasafnsins í Nesstofu við Neströð á Seltjarnar- nesi verður opnuð eftir vetrarlokun 15. maí. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga frá 13–17. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.