Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 34

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILEFNI þessara greina eru skrif Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍÚ, í Fiskifréttum 15. tlb. 19. árg. undir fyrirsögninni „Emil, kyrkt ’ann!“ um skýrslu, er undirritaður vann fyrir Byggða- stofnun, „Sjávarút- vegur og byggðaþróun á Íslandi“. Einnig um- mæli sem forstöðumað- ur hagfræðideildar Há- skóla Íslands viðhafði við útkomu skýrslunnar og nú nýverið um tillög- ur OECD um auðlinda- gjald. Í grein sinni dregur Sveinn fram eftirfarandi niðurstöðu úr framan- greindri skýrslu: „Ljóst er að ákvæði laganna um frjálst framsal veiðiheim- ilda hefur haft víðtækar afleiðingar á þróun byggðar í landinu með tilflutn- ingi aflaheimilda á milli landshluta og einstakra byggðarlaga. Þetta hefur leitt til verulegrar skuldaaukningar í sjávarútvegi, lækkunar launa í fisk- vinnslu í samanburði við aðrar at- vinnugreinar og fólksflótta af lands- byggðinni.“ Um þessa niðurstöðu og skýrsluna í heild segir Sveinn með tilvitnun í aðra skýrslu Byggðastofnunar: „Auðvitað er þessi síðasta tilvitnun í skýrslu Byggðastofnunar frá 1998 sennilegri skýring en fljótaskriftin um kvótakerfið, sem Nýsir hf. hefur sett á blað sérstaklega fyrir stjórn stofnunarinnar.“ Hér lætur Sveinn að því liggja að við vinnslu skýrsl- unnar hafi verið viðhöfð óvönduð vinnubrögð og skýrslan unnin skv. pöntun. Ummæli sem þessi hafa jafn- an verið viðhöfð þegar rök hafa þrotið og dæma sig sjálf. Á öðrum stað í greininni undir fyr- irsögninni „Búsetan skiptir ekki höf- uðmáli“ segir Sveinn: „Það skiptir ekki höfuðmáli varðandi nýtingu fiskimiðanna hvar þeir aðilar búa í landinu, sem veiða og verka fiskinn, heldur það hvernig tekst að hámarka þær tekjur, sem sjávar- útvegurinn hefur af nýtingu fiskimiðanna og halda tilkostnaði í lágmarki.“ Þetta sjón- armið hagfræðings LÍÚ gengur þvert á eitt af meginmarkmiðum laga um stjórn fiskveiða sem fram koma í 1. gr. laganna, en hún hljóðar sem hér segir: „Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sameign þjóðarinn- ar. Markmið laga þess- ara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheim- ilda samkvæmt lögum þessum mynd- ar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Hér gerir hagfræð- ingur LÍÚ lítið úr því ákvæði laganna er varðar trausta atvinnu og byggð í landinu. Viðurkenning Sveins á að búsetan skipti ekki máli þegar fiskveiðistjórn- unin er annars vegar er afar mikil- væg en í henni felst viðurkenning á orsökum þess hvernig komið er í bú- setu og afkomu fólks víða um landið. Tilflutningur á aflaheimildum og búseturöskun Vart getur það talist tilviljun að þeir tveir landshlutar, þ.e. Vestfirðir og Austfirðir, þar sem aflaheimildir hafa dregist mest saman, hafa misst flest fólk frá sér að undanförnu. Hlutfall þeirra sem vinna við sjáv- arútveg er einna hæst í þessum landshlutum, þ.e. um 30% á Aust- fjörðum og 35% á Vestfjörðum. Þar af leiðandi hefur hvert tonn í veiði- heimildum, sem fer frá þessum landshlutum, meiri búseturöskun í för með sér en þar sem þetta hlutfall er lægra. Ekki er að sjá að dregið hafi úr fólksfækkun í þessum landshlut- um á síðustu misserum, þvert á það sem er að gerast víða annars staðar á landinu. Mynd 1 sýnir veiðiheimildir í afla- markskerfinu, bæði í þorski og þorskígildum sem hlutfall af veiði- heimildum 1992/1993, annars vegar fyrir Vestfirði og Austurland saman og hins vegar fyrir allt landið. Mynd- in sýnir einnig fólksfækkun á sama tímabili í þessum landshlutum. Súl- urnar sýna íbúafækkun en línurnar veiðiheimildir á hverjum tíma sem hlutfall af veiðiheimildum 1992/1993. Á níu ára tímabili fækkar íbúum Vestfjarða og Austurlands samtals um 2.862, eða um 12,5%. Veiðiheim- ildir þessara landshluta í þorskígild- um árið 2000 eru 60% af því sem þær voru 1992, þegar þær eru að með- altali á landinu öllu 77%. Í þorski eru veiðiheimildirnar 71% af því sem þær voru 1992, þegar þær aukast í 108% á landinu öllu. Þannig má ljóst vera að samhliða verulegri minnkun veiði- heimilda fækkar fólki umtalsvert. Veiðiheimildir dragast saman bæði í þorskígildum og í þorski. Slíkur sam- dráttur veiðiheimilda getur vart ann- að en haft mikil áhrif á íbúaþróunina, þar sem um og yfir 30% vinnubærra manna vinna við sjávarútveg. Eins og mynd 2 sýnir hefur hlut- deild veiðiheimilda í þorski af heild- arveiðiheimildum í þorski í afla- markskerfinu samtals á Vestfjörðum og Austurlandi minnkað úr 31% 1992 í 20,5% árið 2000. Að sama skapi hef- ur hlutdeild í þorskígildum minnkað úr 26,3% í 20,5%. Vart verður deilt um áhrif þessa á búsetuþróun í þeim landshlutum sem hér eiga hlut að máli. Grindavík er dæmi um byggðarlag þar sem tilflutningur á aflaheimild- um á síðustu árum hefur haft jákvæð áhrif. Svo dæmi sé tekið af gagnstæðri þróun þá hafa veiðiheimildir í Grindavík aukist nokkuð á sama tíma og fjallað er um hér að framan. Í þorski úr 77% árið 1995 af því sem þær voru árið 1992 í 197% árið 2000. Þær hafa tvöfaldast í magni frá árinu 1992. Sömuleiðis hafa veiðiheimildir í þorskígildistonnum aukist í 110% ár- ið 2000 af því sem þær voru árið 1992. Til samanburðar eru heildarveiði- heimildir í þorskígildum 77% af því sem þær voru árið 1992 á landinu í heild. Áhrifin hafa heldur ekki látið á sér standa. Frá árinu 1997 hefur íbúun- um í Grindavík fjölgað um 188, sem er 9% aukning. Á þessum tíma fjölg- aði íbúum á landinu öllu um 4% og á Suðurnesjum um 5%. 14.000 ný störf Á undanförnum misserum hafa orðið til um 14.000 ný störf og um- frameftirspurn hefur verið eftir vinnuafli. Hvar hafa þessi störf orðið til? Eins og mynd 4 sýnir hefur störf- um á sama tíma fækkað um 1.330 í sjávarútvegi og um 700 í landbúnaði. Samtals eru þetta 2.030 störf. Þessi störf voru svo til eingöngu á lands- byggðinni. Öll hagræðing í sjávarútvegi sem leiðir til fækkunar starfa kemur með meiri þunga fram í þeim landshlutum og byggðarlögum, þar sem veiði- heimildir minnka. Þar fækkar störf- um vegna hagræðingar og vegna minni afla, sem berst til vinnslu. Þannig liggur fyrir að vegna til- flutnings á veiðiheimildum frá Vest- fjörðum og Austurlandi komi fækkun starfa í sjávarútvegi þar fram með meiri þunga en þar sem veiðiheim- ildir aukast. Til dæmis fækkar ekki störfum í sjávarútvegi í Grindavík þótt þar náist fram mikil hagræðing, þar sem auknar veiðiheimildir og aukinn afli, sem á land berst, vega þar upp á móti og gott betur. Störf- unum fækkar í þeim landshlutum og byggðarlögum þar sem veiðiheimild- irnar dragast saman og minni umsvif verða í fiskvinnslunni í landi með áhrifum á aðrar atvinnugreinar. Þannig má ætla að fækkun þeirra 1.330 starfa, sem orðið hefur í sjávar- útvegi frá árinu 1996, hafi að stórum hluta orðið á Vestfjörðum og Austur- landi. Enda eru fólksflutningar frá þessum landshlutum mestir. Fólksflutningar af landsbyggðinni eru mestir frá þeim byggðarlögum, þar sem aflaheimildir hafa dregist mest saman. Á sama tíma og því er haldið fram að tilflutningur aflaheim- ilda hafi ekki áhrif á búsetu fólks fjölgar um 14.000 störf í öðrum at- vinnugreinum, að stórum hluta á höf- uðborgarsvæðinu. Vandinn í hnotskurn Þetta er vandinn í hnotskurn. Fólk er að flytja af landsbyggðinni vegna þess að það missir vinnu og vegna lágra launa. Á sama tíma kallar höf- uðborgarsvæðið á þetta sama fólk vegna skorts á vinnuafli og þar sem betri laun eru í boði. Sjávarútvegur og nýting fiskimið- anna ræður ekki við að standa undir blómlegu atvinnulífi hringinn í kring- um landið. Auðlindin er takmörkuð og frekari vaxtarmöguleikar sjávar- útvegs þar af leiðandi takmarkaðir. Með hliðsjón af þessu, og ef mark- miðið er að halda landinu í byggð, verður að líta til annarra atvinnu- tækifæra fyrir landsbyggðina ásamt störfum í sjávarútvegi. Búseta á landsbyggðinni mun ráðast af því hvernig til tekst á sem skemmstum tíma að skapa eftirspurn eftir vinnu- afli fyrir aðrar atvinnugreinar en sjávarútveg á landsbyggðinni. Mikilvægt er að það verði viður- kennt að fólk er að flytja af lands- byggðinni vegna atvinnumissis og lágra launa. Í annarri grein verður fjallað um skuldaaukningu í sjávarútvegi í sam- hengi við lækkun launa í fiskvinnslu í samanburði við aðrar atvinnugrein- ar. Heimildir eru fengnar hjá Fiski- stofu, Þjóðhagsstofnun og Hagstofu Íslands. Mikilvægt er að það verði viðurkennt, segir Haraldur L. Haraldsson í fyrri grein sinni, að fólk er að flytja af landsbyggðinni vegna atvinnumissis og lágra launa. Höfundur er hagfræðingur hjá Nýsi hf. Haraldur L. Haraldsson SJÁVARÚTVEGUR OG BYGGÐAÞRÓUN Á ÍSLANDI Mynd 1 Mynd 2 Mynd 3 Mynd 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.