Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 51 DAGBÓK AÐ LOKNU einvíginu við Bobby Fischer 1992 hefur Boris Spassky (2551) að mestu setið á friðar- stóli. Í þau fáu skipti sem hann hefur teflt hefur friðsemdin verið ríkjandi með aragrúa stuttra jafntefla. Á af- mælismóti Viktor Kortsnojs bar hins veg- ar svo við að gamli ref- urinn tefldi glimrandi góðar baráttuskákir. Hann hafði hvítt í stöð- unni gegn Nigel Short (2476). 37.Hxe6! Dxe6 38.Dxd4 He7 39.c7! Kf7 39...Hxc7 hefði engu bjargað þar sem hvítur vinnur hrókinn eftir 40.Dd8. 40.b6 Hd7 41.De3 Dc6 42.Dh6 Kg8 43.Rg6 Hf7 44.Rd5 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Netmót TG verð- ur haldið í kvöld, 13 maí. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Í dagsunnudaginn 13. maí verður áttræð Ólöf Hrefna Eyjólfsdóttir, nú búsett á Hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 2, Grafarvogi. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 13. maí, verður fimmtug Hildur Kristinsdóttir Wium, Hrauntúni 6, Breiðdalsvík. Eiginmaður hennar er Sæv- ar Sigfússon. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 14. maí, verður fimmtug- ur Marel Ingvi Þorbjörns- son. Hann tekur á móti gestum í Iðjubergi, Gerðu- bergi 1, Reykjavík, í dag sunnudaginn 13. maí frá kl. 15–18.          Árnað heilla Með morgunkaffinu Hann hefur ekki náð sér enn. Konan fór frá honum ... og KOM svo aftur. LJÓÐABROT SKARPHÉÐINN Í BRENNUNNI Buldi við brestur, brotnaði þekjan. Reið niður rjáfur og rammir ásar. Skall yfir eldhafið ólgandi, logandi, eldvargar runnu fram, hvæsandi, sogandi. Reykurinn glóðþrunginn gaus upp úr kafinu. Gaflaðið eitt stóð sem klettur úr hafinu. Nár var þá Njáll, nár var Bergþóra, burtu var Kári, brunninn Grímur, höggvinn Helgi, Héðinn stóð einn tepptur við gaflað og glotti við tönn. Hannes Hafstein STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Þú ert hugsjónamaður og setur öryggið á oddinn svo mjög að þú vilt enga áhættu taka í neinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það stoðar lítið að vera með eintrjáningshátt fyrst þú hefur á annað borð gefið þig í samstarf við aðra. Sýndu lipurð og sanngirni umfram allt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú verður framleiðnin að víkja um sinn fyrir mann- legu þáttunum. Gakktu fram fyrir skjöldu og sjáðu til þess að ykkur sé sýnd til- hlýðileg virðing. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu ósmeykur við að binda þig til langs tíma. Viðfangs- efnið er þess eðlis að þú get- ur ekki annað en grætt á því að skila því heilu í höfn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það kann ekki góðri lukku að stýra að blanda persónu- legum vandamálum sínum saman við starfið. Haltu þessu aðskildu en sinntu persónu þinni vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að læra að hafa betri stjórn á skapi þínu, þar sem þér hættir einkum til að særa þá sem nærri þér standa. Leystu eigin vanda- mál fyrst. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver mál sem hafa legið í þagnargildi brjótast upp á yfirborðið og valda þér ein- hverjum leiðindum. Þú þarft hins vegar ekkert að óttast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki aðra gera þig að blóraböggli þeirra mistaka. Stattu fast á þínu, hver sem í hlut á, öðruvísi getur þú ekki náð landi svo vel fari. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ágætt að hlusta á aðra, en ekki síður að lesa í það sem á bak við orðin býr. Útlit blekkir, það er það sem undir býr sem skiptir máli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu stoltur af sjálfstæði þínu og hikaðu ekki við að fara þína leið, ef þér sýnist hún sú skásta. Málamiðlun getur þó stundum átt við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getur ekki reynt aftur síðar. Mistökin eru til þess að læra af þeim. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhverjar góðar fréttir berast þér í dag og megir þú vel njóta. Láttu öfund ann- arra lönd og leið, hún smækkar þá en hefur engin áhrif á þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Góðu stundirnar á maður að geyma og gleðjast yfir þeim í góðu tómi. Stundum verður maður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang, þótt erfitt sé. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRESKA Hackett-fjölskyld- an og John Armstrong spiluðu úrslitaleikinn um NEC-bikarinn við japanska sveit undir forystu Teramoto. Spilaður var 64 spila leikur og unnu Bretarnir með 29 IMPa mun. Ritstjóri móts- blaðsins, Eric Kokish, bendir á að í raun hafi eitt spil leiks- ins ráðið úrslitum, þar sem vestur þurfti að finna rétt út- spil gegn doblaðri alslemmu á hættunni. „Veltan“ í spilinu var 31 IMPi: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKDG1082 ♥ 32 ♦ Á ♣ ÁG4 Vestur Austur ♠ 543 ♠ 96 ♥ G7 ♥ Á84 ♦ G52 ♦ 7643 ♣ 97632 ♣ D1084 Suður ♠ 7 ♥ KD10965 ♦ KD1098 ♣ K Hálfslemma í grandi er besti samningurinn í NS, en sex spaðar vinnast líka og þar enduðu Japanirnir á öðru borðinu og tóku 1430 fyrir. Hinum megin óðu Arm- strong og Paul Hackett í al- slemmu! Vestur Norður Austur Suður Imakura Armstrong Teramoto P. Hackett -- -- Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 lauf * Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 hjörtu Pass 7 grönd Dobl Pass Pass Pass Teramoto hefði gjarnan vilað eiga út sjálfur með hjartaásinn, en með doblinu var hann að reyna að fá makker til að kveikja á per- unni. Imakura lá lengi yfir stöðunni, en valdi loks tígul. Þar eð tígulgosinn fellur þriðji var sagnhafi ekki í vandræðum með að innbyrða alla slagina. Bretar unnu því nokkuð óverðskuldað 14 IMPa á spilinu, en hefðu tap- að 17 ef vestur hefði hitt á hjarta út, eða bara lauf, því það slítur samganginn við tígulinn í borði. Hvers vegna stökk Arm- strong í sjö grönd þegar mak- ker hans var búinn að spyrja um lykilspil og „ljúka“ sögn- um í hjartaslemmu? Arm- strong var óánægður með framvinduna – þriggja hjarta sögn hans var vond, því hún gaf makker tækifæri til að taka völdin og spyrja um lyk- ilspil. Armstrong vissi vel að eitt lykilspil var úti, en það gat allt eins verið hjartakóng- urinn og ásinn. Og jafnvel þótt vörnin væri með hjarta- ásinn voru þó helmingslíkur á því að hann væri „réttu“ megin. Þetta var því enginn afglapasögn hjá Armstrong heldur miklu frekar „útreikn- uð áhætta“ – sem heppnaðist vel í þetta sinn. Það er svo efni í heila bók að velta fyrir sér hvort vestur hefði átt að finna hjartaút- spilið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri ER BYRJUÐ AFTUR! Verið velkomin, Selma Pétursdóttir. Grensásvegi 50, sími 588 5566 Lífgaðu daufan háralit um leið og þú þværð hárið Haltu réttum lit og gljáa á lituðu hári. Láttu gráu hárin hverfa. Lýstu hárið ögn eða dekktu það smávegis. Sérfræðingar Origins hafa hannað litunarefni blönduð hressandi og hreinsandi jurtatei til að styrkja og glæða háralit sem farinn er að dofna. Sé sjampóið notað reglulega verður liturinn dýpri og fyllri. Felur gránaða rót. Engin mislitun. Og engin binding, því þegar þú ferð aftur að nota venjulegt sjampó þvæst liturinn úr eins eðlilega og hann þvæst í. Útsölustaðir: Apótek Keflavíkur, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáratorgi, Hagkaup Spönginni, Lyf og heilsa Austurstræti, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Melhaga, Lyf og heilsa Hafnarstræti, Akureyri. Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund kl. 15 í dag í Húnabúð, Skeifunni 11. Meðal þeirra sem koma fram eru Bragi Hlíðberg, hljómsveitir félagsins auk ungra nemenda. Allir eru velkomnir. Takið með ykkur gesti. Félag harmonikuunnenda Guðrún Arnalds verður með námskeið í Vestmannaeyjum helgina 18.—20. maí og í Reykjavík 26.—27. maí. Vorhreingerning á líkama og sál. Líföndun er góð leið til að leysa upp spennu og létta á hjartanu. Gleði er ávöxtur innri friðar. Guðrún Arnalds, símar 896 2396/551 8439. Líföndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.