Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ JAFNRÉTTISÁTAK Háskóla Ís- lands og Jafnréttisstofu stendur í sumar fyrir fjölbreyttum stjórnun- ar- og starfsframanámskeiðum, sk. sumarskóla, þar sem megináhersla er lögð á að undirbúa kvennemendur Háskólans fyrir ábyrgðarstörf á framtíðarstarfsvettvangi þeirra. Námskeiðin eru einkum ætluð kven- nemendum á lokaári Háskólans en eru einnig opin karlnemendum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði á kynningarfundi verkefnisins að ráðuneytið vildi leggja sitt af mörkum til að efla þátt- töku kvenna í forystustörfum og at- vinnurekstri. Hún sagði þörfina ríka og nefndi sem dæmi að í 100 stærstu fyrirtækjum landsins væri aðeins ein kona í forstjórastól, engin kona væri stjórnarformaður og aðeins 10 konur sætu í stjórn fyrirtækjanna. Það væri því mikil vinna fyrir höndum og ánægjulegt að sjá verkefni sem þessu ýtt úr vör. Rósa Erlingsdóttir, verkefnis- stjóri jafnréttisátaksins, sagði þá staðreynd liggja að baki þessum hluta jafnréttisátaksins að þrátt fyr- ir aukna menntun kvenna og fjöl- breyttara námsval þeirra væri náms- og starfsval enn mjög kyn- bundið og það væri sérstaklega áberandi hversu fáar konur væru í stjórnunar- og forystustörfum í þjóðfélaginu. Þetta gilti um öll svið atvinnulífsins og ljóst væri að konur þyrftu að koma meira að stjórnun og stefnumótun í samfélaginu en nú væri. Námskeiðin væru því eins kon- ar áskorun til kvenna að búa sig vel undir framtíðarstörf sín og starfs- frama og meta tekjumöguleika við val á framhaldsnámi og starfi í sam- ræmi við hvar hæfileikar þeirra njóta sín best. Páll Skúlason rektor sagði Há- skólann vilja leggja sitt af mörkum til að jafna hlutdeild kynjanna í þekkingarþjóðfélagi framtíðarinnar. Páll sagðist enda telja að framtíð þjóðfélagsins ylti á hvernig til tækist með þátttöku kvenna í stjórnun og forystu svo um væri að ræða sameig- inlegt hagsmunamál allrar þjóðar- innar. Rektor sagði þróun í þessa átt hafa gengið allt of hægt, við Háskóla Íslands væri t.d. 91% prófessora karlar en aðeins 9% konur, þannig að á sama tíma og konum hefði fjölgað mikið í langskólanámi hefði þeim ekki fjölgað að sama skapi í stjórn- unarstöðum hvort heldur sem væri innan Akedemíunnar eða á vinnu- markaði. Þær skila sér s.s. ekki inn í hæstu stöður fyrirtækja líkt og jafn- menntaðir og -hæfir karlar gera. Rósa tók undir orð Páls og sagði ungar konur í dag vanta fyrirmynd- ir. Jafnréttisátakið stendur einnig fyrir útgáfu bæklingsins Lykillinn að velgengni en markmið hans er að gefa þeim sem eru að fara út á vinnu- markaðinn góðar leiðbeiningar við atvinnuleit, atvinnuumsóknir og vinnumarkaðinn. Þar verður m.a. að finna upplýsingar og leiðbeiningar um gerð starfsferilskráa, hvað hafa þarf í huga í atvinnuviðtali og hvern- ig meta skuli atvinnutilboð. Einnig er fjallað um laun og mat á launa- tilboðum, velgengni í starfi, mikil- vægi símenntunar o.s.frv. Við þetta efni bætast heilræði fjölda kvenna sem eru í ábyrgðarstöðum á flestum sviðum atvinnulífsins. Sumarskóla jafnréttisátaks Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu ýtt úr vör Áberandi fáar konur í stjórn- unarstöðum í þjóðfélaginu Morgunblaðið/Jim Smart Aðstandendur námskeiðanna: F.v. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarsmiðju IMG, Rósa Erlings- dóttir verkefnisstjóri, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, háskólarektor Páll Skúlason, Charlotte Sig- urðardóttir, verkefnisstjóri Impru, og Guðrún Bachmann, kynningarstjóri Þjóðleikhússins. SJÓPRÓF fóru fram í gær í Hér- aðsdómi Reykjavíkur vegna fimm- tán gáma sem féllu í sjóinn af leiguskipi Atlantsskipa M/V Wilke á laugardag í seinustu viku. Skipstjóri gaf skýrslu Skipstjóri skipsins var meðal þeirra sem komu fyrir dóminn og gáfu skýrslu um atburðinn. Að sögn Stefáns Kjærnested, fram- kvæmdastjóra Atlantsskipa, kom ekkert annað fram en að orsök þessa slyss hefði verið mjög slæmt veður. Farið verður nánar yfir fram- lögð gögn á næstu dögum áður en niðurstaða sjóprófanna liggur fyr- ir. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var skipið á sigl- ingu norður af Miklabanka undan ströndum Nýfundnalands þegar gámarnir féllu útbyrðis. Í einum gámnum voru m.a. fjögur málverk eftir þjóðkunna íslenska listamenn en þau var verið að flytja til lands- ins ásamt búslóð þeirra Svavars Gestssonar sendiherra og Guðrún- ar Ágústsdóttur úr ræðismannsbú- staðnum í Winnipeg í Kanada. Sjópróf vegna 15 gáma sem féllu af leiguskipi Atlantsskipa Óhappið er rakið til veðurs VERKFALL sem um 400 félags- menn Hlífar í Hafnarfirði hafa boðað frá miðnætti í kvöld myndi hafa víðtæk áhrif. Þannig verður leikskólum lokað strax á mánudag takist samningar ekki og að sögn Magnúsar Gunnarssonar, bæjar- stjóra í Hafnarfriði, mun starfsemi allra grunn- og framhaldsskóla stöðvast nokkrum dögum eftir að verkfall skellur á þar sem ræst- ingafólk í skólum og öðrum stofn- unum Hafnarfjarðarbæjar leggur niður störf. Sáttafundur í dag Félagsmenn Hlífar felldu samn- ing, sem gerður var við launanefnd sveitarfélaga, öðru sinni í seinustu viku og var sáttafundur sl. föstu- dag árangurslaus. Boðað hefur verið til nýs sáttafundar í dag. Magnús sagði erfitt að meta stöð- una í viðræðunum þar sem samn- ingar hefðu verið felldir tvisvar sinnum. „Nú er bara að bíða og sjá hvort menn ná lendingu,“ sagði hann. Víðtæk áhrif verkfalls Hlífar í Hafnarfirði Leikskólum lokað og skól- ar stöðvast fljótlega VERÐ á innfluttum vörum hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs frá apríl til maímán- aðar en þær hækkuðu um 2,5% í mánuðinum. eins og fram kom í blaðinu í gær hækkaði neyslu- verðsvísitalan í apríl um 1,4%. Verð á innlendum vörum og grænmeti hækkaði um 1%. Þá hækkaði verð á húsnæði og þjón- ustu um 0,72%. Af einstökum liðum vísitölunnar varð mest hækkun á verði á bens- íni og olíu sem hækkaði um 6,9% og verð á nýjum bílum hækkaði um 3,6%. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% og markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3% sem jafngildir 13,7% verð- bólgu á ári. Hækkun neysluverðsvísitölunnar Verð á bensíni og olíu hækkaði um 6,9%                                                 !   " "#$!%& ' (  )  #$!   '(*!$& +*+    !    ,#*! %!*  )   & *  )  " #$ %$  )-! !.(  / /0(!  (       #*  !&    1& 2! ,   &'%# %() #   !"#" $%&#'%() *+ , -. 3  3 3  * 3 3 / /-.0 * 3 * + 4  4  3 , 3 " * + 3 / *, - ♦ ♦ ♦ BOÐIÐ verður til fyrirlestrar og mál- þings um réttindaskrá Evrópusam- bandsins í Hátíðasal Háskóla Íslands á morgun, mánudaginn 14. maí, á svo- nefndum Schuman degi, kl. 16. Það er Háskóli Íslands sem býður til mál- þingsins í samstarfi við fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB í Osló. Dagskráin er tvíþætt fyrst flytur Daniel Tarschys, prófessor við Há- skólann í Stokkhólmi, fyrrum fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins og einn höfunda Réttindaskrár ESB fyrir- lestur. Síðan hefst málþing með ís- lenskum fyrirlesurum um evrópsku réttindaskrána og áhrif hennar á Ís- landi. Framsögumenn og þátttakend- ur í pallborði eru Björg Thorarensen lögfræðingur, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Herdís Þorgeirsdóttir, stjórn- mála- og þjóðréttarfræðingur og dr. Vilhjálmur Árnason prófessor. M.a. verður fjallað um muninn á innihaldi Réttindaskrár ESB, Mannréttinda- sáttmála Evrópu og mannréttinda- kafla íslensku stjórnarskrárinnar. Fjallað um réttindaskrá ESB í HÍ Schuman-fyrirlest- ur og málþing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.