Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á www.postur.is Veit Pósturinn hvar þú býrð GRÁSLEPPUVEIÐIN hefur gengið upp og ofan undanfarna daga sakir rysjótts veðurfars en að sögn Arthurs Bogasonar, for- manns Landssambands smábáta- eigenda, hefur þó sums staðar gert ljómandi gott fiskerí. Menn hafa verið að fá mjög góða veiði á handfæri úti fyrir Snæfellsnesi en einnig hefur steinbítsveiði verið góð á sunnanverðum Vest- fjörðum. „Það hefur verið vel vart á miðunum og í heildina séð get ég fullyrt að veiði sé býsna góð,“ sagði Arthur en síðustu daga hafa upp undir 700 bátar haldið til veiða. Afar hátt fisk- verð virkar hvetjandi á smábáta- sjómennina og hafa margir ýtt fyrr úr vör en oft áður. Morgunblaðið/Golli Grásleppukarlarnir í Hafnarfjarðarhöfn gerðu að færum sínum eftir vel heppnaðan túr. Fiskast vel á grá- sleppunni ♦ ♦ ♦ ÍSLENDINGAR þurfa ekki að ótt- ast að landhelgin fyllist af togurum ESB-ríkja við hugsanlega aðild Ís- lands að ESB. Þetta kemur fram í máli dr. Franz Fischler, yfirmanns sjávarútvegsmála hjá Evrópusam- bandinu, í viðtali við Morgunblaðið. Með aðild Íslands að Evrópusam- bandinu myndi Ísland falla undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins en með núverandi fyr- irkomulagi ákveður sambandið leyfðan heildarafla en fyrirkomulag- ið á fiskveiðistjórnun er í höndum að- ildarríkjanna, hvort sem þau nota framseljanlegan kvóta eða annað fyrirkomulag. Fischler segir ótta við að íslensk stjórnvöld geti þurft að opna land- helgina fyrir erlendum togurum ef til aðildar Íslands að ESB kemur ástæðulausan því þrátt fyrir að öll aðildarríki ESB fylgi sameiginlegri fiskveiðistefnu sé notast við reglu um svokallaðan hlutfallslegan stöð- ugleika sem felst m.a. í því að fisk- veiðiréttindi byggjast á fortíðinni. „Þannig að ef Íslendingar hafa einir veitt á ákveðnum svæðum í fortíð- inni, er það virt,“ segir Fischler. Hann segir breytingar á þessari meginreglu ekki fyrirsjáanlegar. Vald hugsanlega fært til einstakra svæða Varðandi hugsanlegar undanþág- ur frá sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunni segir Fischler ljóst að sambandið útiloki almennt að veita undanþágur. „Að veita undanþágur er ekki besta leiðin til að takast á við vandamál samfara aðild að ESB. Í viðkvæmum greinum er nauðsynlegt að geta beitt ýmsum aðferðum, þ.á m. að breyta reglum sam- bandsins á þann hátt að þær komi til móts við óskir ákveðins aðila.“ Aðspurður segir Fischler ótíma- bært að ræða um afleiðingar hugs- anlegrar aðildar Íslands að ESB fyr- ir fiskveiðistjórnun hér á landi. „Við erum nú þegar að ræða umbætur á sjávarútvegsstefnunni og ef við náum árangri þar, mun valdið í aukn- um mæli verða fært til einstakra svæða. Í þessu tilviki myndi það þýða að Íslendingar færu með vald yfir auðlindum sínum sjálfir. En í lok þessa árs mun liggja fyrir skýrari mynd af því hvernig sjávarútvegs- stefna ESB mun líta út, þangað til þá er ekki tímabært að svara spurning- um um afleiðingar fyrir einstök ríki.“ Fischler segir að því fyrr sem ríki gerast aðilar að Evrópusambandinu, þeim mun meiri áhrif geti þau haft á stefnumótun, t.d. sjávarútvegsstefn- unnar, innan ESB þar sem Íslend- ingar gætu gegnt lykilhlutverki. Hann segir að þróun sambandsins haldi áfram óháð því hversu mörg ríki gerist aðilar, en því seinna sem ríki gerist aðilar þeim mun lengra verði þróunin á veg komin og mögu- leikar á breytingum verði takmark- aðri. Fischler segir að fámenni íslensku þjóðarinnar eigi ekki eftir að verða fjötur um fót komi til aðildar Íslend- inga þar sem fámenn ríki eigi jafn- góða möguleika á að fá sínu fram- gengt innan sambandsins og þau fjölmennu. Hann bendir einnig á að tengsl ESB og Íslands séu mjög góð, t.d. samanborið við samningaviðræð- ur við sum ríki Austur-Evrópu. ESB mun virða rétt Íslendinga til veiða á ákveðnum svæðum komi til aðildar Fiskveiðiréttindi eru byggð á fortíðinni  Íslendingar/10 HÆKKUN vísitölu neysluverðs um 1,4% frá síðasta mánuði hefur leitt til þess að verðtryggðar skuldir heim- ilanna hækka um nálægt 6 milljarða króna vegna vísitölutengingar lána, skv. upplýsingum sem fengust hjá Má Guðmundssyni aðalhagfræðingi Seðlabankans. Neysluverðsvísitalan hefur hækk- að um 3,5% frá áramótum og má ætla að verðtryggðar skuldir heimilanna hafi hækkað um nálægt 15 milljarða króna á þessu tímabili. 50–60% lána til fyrirtækja eru í erlendri mynt Skuldastaða heimila og fyrirtækja hefur aukist mikið vegna verðlags- og gengisþróunar að undanförnu en stór hluti skulda einstaklinga og heimila er bundinn vísitölu og meiri- hluti lána fyrirtækja er í erlendri mynt. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, er ein- kennandi fyrir lánakerfið á Íslandi að vísitölutengingin er miklu víðtækari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. „Í öðru lagi er mikil hlutdeild er- lendra lána í lánakerfinu mjög ein- kennandi fyrir lánakerfið hér. Þannig er til dæmis meira en helmingur lána fyrirtækja í landinu erlend lán. Um 10% lána heimilanna eru gengis- tengd en 50 til 60% af lánum til fyr- irtækja eru í erlendri mynt,“ segir Þórður. Skuldir heimilanna hafa hækkað mikið á árinu Verðtryggð lán hafa hækkað um 15 milljarða 98% SLÖKKVILIÐSMANNA í að- alstarfi greiddu atkvæði með boðun verkfalls 30. maí nk. í atkvæða- greiðslu hjá Landssambandi slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna í gær. Tæplega 92% slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, sem greiddu at- kvæði um stuðning við verkfallsboð- un landssambandsins, sögðu já, en þeir hafa sjálfir ekki verkfallsrétt. Ekki hefur áður reynt á verkfall hjá slökkviliðs- og sjúkraflutninga- mönnum. Guðmundur Vignir Ósk- arsson, formaður landssambandsins, segir að gert sé ráð fyrir því að allt almennt starf slökkviliðanna verði í lágmarki en neyðarútköllum verði sinnt. Verkfallið mun t.a.m. bitna á almennum sjúkraflutningum, t.d. milli spítala með tilheyrandi erfið- leikum í rekstri þeirra. Gæti valdið erfiðleikum í rekstri spítalanna Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn boða verkfall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.