Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 6

Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ DÓTTIR Auðar, Hrafnhildur Thor- oddsen, var 16 ára þegar hún lenti í alvarlegu bílslysi fyrir 12 árum sem varð til þess að hún slasaðist alvar- lega á mænu og hefur að mestu verið bundin við hjólastóð síðan. „Þegar hún var búin að átta sig á því hvað hún var illa farin langaði hana ekki til að lifa lengur,“ segir Auður sem er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað í 30 ár á skurðdeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. „Ég varð að gera eitthvað til að hjálpa henni og lofaði að ég myndi leita að endamörkum veraldar að lækningu því að það hlyti að vera hægt að gera eitthvað fyrir hana.“ Auður hafði samband við fjölda sérfræðinga og loks fimm árum eftir slysið hitti hún kínverskan skurðlækni, Zhang Sha- ocheng, sem hafði mikla reynslu í taugaskurðlækningum. Hann sam- þykkti að skera Hrafnhildi upp þótt hann teldi að of langur tími væri lið- inn frá slysinu. Hefur víða komið að luktum dyrum Eftir tvær aðgerðir gat Hrafn- hildur hreyft fæturna nokkuð, sem höfðu verið lamaðir í sex ár. Í kjöl- farið reyndi Auður að láta aðra lækna og samtök mænuskaddaðra um allan heim vita af þessum skurð- lækni í þeirri von að hægt yrði að hjálpa öðrum sem væru að leita að lækningu. Enginn virtist þó hafa áhuga á að heyra hvað hún hafði að segja. Auður var búin að reyna í mörg ár þegar hún loks sendi tillögu til WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, um að skipulagður yrði vinnufundur lækna og annarra sem hafa náð góðum árangri með mænu- skaddaða sjúklinga, þar sem hún taldi nauðsynlegt að upplýsingum yrði safnað á einn stað þar sem al- gengt væri að sérfræðingar vissu ekki hver af öðrum. WHO sam- þykkti þetta og að lokum var ákveð- ið að Auður myndi sjá um skipulagn- ingu fundarins og afla til hans fjár en WHO myndi fylgja málþinginu eftir. Tvö ár eru síðan þetta var og hefur Auður unnið hörðum höndum í frítíma sínum við að undirbúa mál- þingið. „Ég trúi ekki að þetta sé loks orðið að veruleika,“ segir Auður brosandi. 26 sérfræðingar víðs vegar að úr heiminum halda fyrirlestur á mál- þinginu. „Það sem er sérstakt við þetta málþing er að þarna verður ekki eingöngu fjallað um hefðbundn- ar lækningaaðferðir. Ég hef reynt að velja fyrirlesara á sem breiðustum grundvelli til að sýna fulltrúum al- þjóðastofnana sem þarna verða að það er verið að gera ýmislegt. En allir sem hingað koma eru hámennt- aðir og hafa náð miklum árangri með mænuskaddaða sjúklinga á ein- hverju sviði.“ Í lok þingsins verða pallborðsum- ræður þar sem fulltrúar frá Evrópu- ráðinu, WHO og Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sitja. „Markmiðið er að kynna fyrir þeim hversu fjöl- breyttar rannsóknir eru stundaðar um allan heim en þetta svið lækn- inga þarf að fá pólitíska aðstoð,“ seg- ir Auður. „Það verður að láta vís- indamennina fá peninga og aðstöðu til rannsókna til að ná árangri á þessu sviði því þetta spannar svo mörg svið lækninga og það þarf ein- hvern til að halda utan um allar rannsóknirnar.“ Auður segir að WHO muni stofna gagnabanka um mænuskaða í kjöl- far málþingsins sem verði öllum op- inn. Allir sérfræðingar og læknar muni geta sent þangað upplýsingar en Auður segir að læknar frá Aust- urlöndum eigi t.d. mjög erfitt með að fá birtar greinar eftir sig í virtum vísindatímaritum á Vesturlöndum. Gagnabankinn mun einnig nýtast þeim sem eru í upplýsingaleit því þar verður hægt að leggja inn fyr- irspurnir. Auður segir að þannig geti sjúklingar og aðstandendur þeirra sparað dýrmætan tíma, vinnu og fyrirhöfn en miklu máli skiptir að sjúklingur komist sem fyrst undir læknishendur. Taugar fluttar til og rafmagni dælt í vöðvana Hrafnhildur fór ekki í aðgerð fyrr en sex árum eftir slysið. Aðgerðin sem kínverski skurðlæknirinn gerði hafði aldrei áður verið framkvæmd á Vesturlöndum þegar Shaocheng kom hingað til lands til að gera að- gerðina á Hrafnhildi. Aðgerðin byggist á því að úttaugar eru fluttar fram hjá mænuskaðanum og látnar vaxa niður í fætur en taugarnar vaxa um 1 mm á dag. Shaocheng flytur fyrirlestur á ráðstefnunni sem og ítalskur læknir, Giorgio Brunelli, sem hefur tekið skyntaugar úr hönd- um og flutt þær í lær- og rassvöðva. Hrafnhildur hefur einnig tvisvar sinnum farið til Moskvu í rafmagns- meðferð hjá rússneska lækninum Anatoly Vitenson sem flytur sömu- leiðis fyrirlestur á málþinginu. Þá er rafmagni dælt í vöðvana þannig að fæturnir sveiflast til og frá en á eftir verða vöðvarnir styrkari. Meðal annarra fyrirlesara má nefna Harry S. Goldsmith, prófessor við Nevada- háskóla, sem mun fjalla um ígræðslu garnahengja í mænu en garnahengj- ur halda görnunum á sínum stað. Einnig mun Jack Edwards, verk- fræðingur sem hefur hannað spelkur sem senda rafboð í vöðvana þegar fólk gengur sem koma í staðinn fyrir taugaboð frá heila, segja frá rann- sóknum sínum. Þá verður fjallað um nálastungur, leysigeislastungur og ígræðslu stofnfruma, fósturfruma og hákarlafruma í mænu, svo dæmi séu tekin. Málþingið, sem fer fram í utanrík- isráðuneytinu, er lokað almenningi en læknar geta hlýtt á erindin. Íslenskur hjúkrunarfræðingur hefur frumkvæði að alþjóðlegu málþingi mænusérfræðinga á Íslandi „Trúi ekki að þetta sé loks orðið að veruleika“ Morgunblaðið/Sverrir Auður Guðjónsdóttir og nokkrir frummælendanna hittust við lokaundirbúning á heimili hennar í gær. Í dag hefst alþjóðlegt málþing á vegum WHO og íslenskra heilbrigðisyfirvalda um mænuskaða þar sem sérfræðingar víðs vegar að úr heiminum munu bera saman bækur sínar en þeir eiga allir mjög ólíkan bakgrunn. TÆPLEGA þrítugur Dani, Martin Sörensen, sem búsettur hefur verið hér á landi í hálft ár, braut og brák- aði fimm hryggjarliði og má teljast heppinn að hafa ekki lamast þegar hann brotlenti á Hellisheiði um síð- ustu helgi nokkurs konar sviffall- hlíf, eða „paraglider“ eins og loftfar- ið nefnist á frummálinu, en það hefur ekki hlotið viðurkennt ís- lenskt heiti. Ekki var um svifdreka að ræða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins af atburðinum sl. þriðjudag, en þær upplýsingar fengust frá lögreglunni. Í samtali við Morgunblaðið vonaðist Martin til að geta náð sér af meiðslunum á næstu þremur mánuðum og þá ætl- ar hann að svífa á ný. Martin var við íþróttaiðkun sína á Skarðsmýrarfjalli ásamt félaga sín- um, Ingþóri Guðmundssyni, sem varð vitni að því, þegar Martin skall niður utan í hlíð Stóra-Reykjafells á Hellisheiðinni. „Það var rosalegt að sjá þetta. Hann var í beygju þegar hann missti skyndilega hæð og skall harkalega í hlíðina á miklum hraða. Ekki er neinum sviptivindum um að kenna að svona fór, heldur líklega bara mannleg mistök. Í raun er það kraftaverk að hann skyldi ekki hafa slasast meira, því eftir að hann lenti skoppaði hann upp í um sjö metra hæð og niður aftur,“ sagði Ingþór. Hann gat ekki leynt undrun sinni á því, að Martin hefði verið sendur heim af Landspítalanum í Fossvogi rúmum 40 tímum eftir slysið, svona margbrotinn. Hvort það hefði verið sökum verkfalls hjúkrunarfræðinga eða ekki hefði sjúkralegan þótt heldur stutt.“ Hættuminna en svifdrekaflug Loftfarið er ekki algengt og að sögn Ingþórs stunda um 15-20 manns þessa íþrótt hér á landi. Íþróttin á sér einungis tíu ára sögu í heiminum, en vinsældir hennar hafa farið vaxandi. Ingþór sagði þessa fallhlíf einnig hættuminni en svif- dreka og slys væru fátíð. „Paraglid- er“ væri mun stærri en hefðbundin fallhlíf og væri t.d. opin áður en hlaupið væri niður fjallshlíðar þar sem loftuppstreymi væri til staðar. „Mér urðu á mistök í fluginu nið- ur af fjallinu og fólk má alls ekki fá þá hugmynd að þetta sé hættuleg íþrótt. Hún er það alls ekki,“ sagði Martin Sörensen, sem vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu honum til bjargar og hlúðu að honum. Tæpir þrír tímar liðu frá því að slysið varð þar til Martin var kominn undir læknishendur í Reykjavík með aðstoð lögreglu- og sjúkraliðs frá Selfossi. Tæplega þrítugur Dani í sviffallhlíf brotlenti á Hellisheiði Margbrotinn á hrygg en ætlar í loftið á nýjan leik Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Martin Sörensen liggur rúmfastur á heimili sínu með bakið spelkað og sér til aðstoðar hefur hann fengið verkfæri sem kemur sér vel þegar beita á fjarstýringunni á sjónvarpið, helstu dægrastyttinguna. LÖGREGLAN í Reykjavík og starfsmenn skattrannsóknarstjóra ríkisins gerðu húsleit í húsnæði nektardansstaðarins Bóhem við Grensásveg í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Forráðamenn staðar- ins voru yfirheyrðir fram undir kvöld en rannsókn mun vera á frumstigi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var lagt hald á bókhald staðarins og önnur rekstrargögn. Húsleitin var m.a. gerð vegna ásakana frá nektardansmeyjum um að þar væri stundað vændi og hvatt væri til þess af rekstaraðilum Bóhem. Sögðust hafa verið hvattar til þess að stunda vændi Í síðustu viku kærðu fjórar eist- neskar nektardansmeyjar forráða- menn staðarins fyrir að hvetja þær óbeint til þess að stunda vændi til að drýgja tekjur sínar. Í Morgunblaðinu á þriðjudag var greint frá því að Marie Fisker, dönsk nektardansmey sem starfaði á Bóhem í mars, segir að þegar hún var við störf þar í mars hafi fjöldi vændiskvenna unnið þar. Þetta kom fram í viðtali við Marie sem birtist í netútgáfu danska Extra-blaðsins. Lögreglan leggur hald á bókhald Bóhem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.