Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Við vilja biðja um loyvi til at lata doríu fylgja hvörjum skipi. Við taka alt við í land. Fræðsluefni til forvarna Skrefi á undan Bindindissamtökin áÍslandi í samvinnuvið Foreldrafélag misþroska barna og Geð- rækt eru nú að gefa út for- varnarefni sem nefnist Skrefi á undan og er ætlað foreldrum barna í ákveðn- um áhættuhópum á að ánetjast áfengi og vímu- efnum. Útgáfan er styrkt af áfengis- og vímuvarna- ráði og góðgerðafélagið Stoð og styrkur hefur gef- ið út geisladisk sem heitir Ljúft og létt, sem mikið er á af gömlum, íslenskum dægurlögum og verið er að selja í símasölu til styrktar þessu málefni nú. Elín El- ísabet Jóhannsdóttir hefur ritstýrt og tekið saman Skrefi á undan. „Ég hef unnið efnið í nánu sam- starfi við marga af okkar bestu sérfræðingum í málefnum barna með ákveðnar raskanir, svo sem eins og ofvirkni, misþroska, kvíða- raskanir og þunglyndi, en þetta eru allt börn sem eru í aukinni hættu á að ánetjast áfengi og vímuefnum.“ – Hvers konar efni er þetta sem þú hefur valið? „Þarna eru greinar um ýmsa áhættuþætti og hvers vegna ákveðnar raskanir eru áhættu- þáttur. Þarna eru líka mörg hald- góð ráð fyrir foreldra, leikskóla- kennara og kennara sem gagnast í uppeldi barna frá smábarnsaldri og upp öll unglingsárin. Það er talið að hægt sé að finna áhættu- börnin býsna snemma.“ – Hvernig má gera það? „Við höfum öll okkar skapgerð þótt segja megi að fólk skiptist að þessu leyti í þrjá meginflokka. Það eru börn með erfitt skap, við- kvæm og kvíðagjörn börn og svo dagfarsprúð börn sem auðvelt er að koma á reglu í sambandi við svefn og næringu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru mjög krefj- andi strax frá upphafi. Eru mjög viðkvæm og gera meiri kröfur á uppalendur sína en önnur börn. Eigi maður svoleiðis barn er gott að hafa það á bak við eyrað að það þurfi að vinna á annan hátt með það en hin börnin. Lítið barn sem er mjög kröfuhart á athygli og umönnun, sefur lítið og virðist ætla að taka völdin á heimilinu gæti verið ofvirkt og þá þarf að vera vakandi fyrir ýmsum þáttum svo barnið og foreldrarnir lendi ekki vandræðum síðar meir. Við- kvæm börn, sem eru viðkvæm fyr- ir breytingum, og stundum fælin og feimin, gætu á síðari stigum þróað með sér kvíðaröskun eða þunglyndi sem setti þau þá í um- ræddan áhættuhóp.“ – Hvað er til ráða? „Fyrst og fremst þarf að styrkja sjálfsmynd barnanna, finna sterku hliðarnar. Stundum myndast vítahringur í uppeldinu sem þarf að rjúfa og foreldrar eru oft mjög gjarnir á að kenna sjálfum sér um hvernig komið er fyrir barninu. En það er ekki svo, barnið fæddist svona og þeim hefur verið falið það vandasama verkefni að ala upp þetta barn. Barnið þarf skýran ramma til að finna til öryggis svo eitthvað sé nefnt.“ – Hvernig á að dreifa þessu efni, Skrefi á undan? „Eirð, fræðslu- og ráðgjafar- þjónusta um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga hefur í mörg ár haldið námskeið fyrir foreldra barna með ofvirkni. Við ætlum að gefa Eirð talsvert upplag af Skrefi á undan sem þeir geta gefið þeim foreldrum sem koma á námskeið og þeir þá notað efnið sem upp- flettirit til upprifjunar á því sem þeir hafa lært á námskeiðinu. Einnig mun Foreldrafélag mis- þroska barna fá efnið í hendur til dreifingar til sinna félagsmanna. Hluti af efninu fer inn á Geðrækt- arvefinn og það er í skoðun hvort einnig eigi að dreifa efninu til Félagsþjónustunnar. Efnið verð- ur boðið til sölu til grunnskólanna og leikskólanna í landinu með haustinu.“ – Hvers vegna var farið út í þessa útgáfu? „Það var vegna þess að áfengis- og vímuvarnaráð hafði á sínum tíma sett af stað margar litlar nefndir úr ýmsum hópum þjóð- félagsins, nefna má nefndir frá heilbrigðisþjónustunni, skólunum, ýmiskonar tómstundastarfsemi og þarna var líka unglinganefnd sem ég var fengin til að halda utan um. Allar þessar nefndir hittust á fundi og báru saman bækur sínar. Það mátti lesa á milli línanna að við værum með ákveðna þekkta áhættuhópa sem lítið hafði verið sinnt. Í þeim hópum voru m.a. þessir einstaklingar sem rætt var um áðan. Út frá þessari vinnu kviknaði þessi hugmynd og hún fékk góðan hljóm- grunn. Efnið er unnið þannig að sérfræðing- ar hafa komið í viðtöl eða lagt til efni. Það sem er nýtt við þetta að þarna er allt efnið á ís- lensku en meðferðar- aðilar hafa hingað til haft lítið annað en ljóstrit úr erlendu efni til að dreifa frítt til foreldra.“ – Er fyrirhugað framhald á svona útgáfu? „Það hefur ekki verið rætt um það að gagni ennþá. Hins vegar er samstarf á milli bindindissamtak- anna og Götusmiðjunnar þar sem unnið er með foreldrum þeirra sem þangað hafa leitað. Skrefi á undan er ætlað að byrgja brunn- inn áður en barnið dettur ofan í, ef svo má segja. Elín Elísabet Jóhannsdóttir  Elín Elísabet Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1984 og kennaraprófi 1990 frá Kennaraháskóla Íslands. Í vetur hefur hún stundað nám við Há- skóla Íslands í hagnýtri fjöl- miðlun. Hún hefur starfað við námsefnisgerð í mörg ár en er nú ritstjóri Æskunnar og ung- lingablaðsins Smells. Maður El- ínar er Kristmundur Krist- mundsson vélfræðingur og eiga þau samtals 4 börn. Hef unnið efn- ið í nánu sam- starfi við marga okkar bestu sér- fræðinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.