Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 9 TVÍTUGUR maður var í fyrradag dæmdur í árs fangelsi vegna inn- brota og þjófnaðar, brots gegn vopnalögum og fyrir að hafa þýfi undir höndum. Með brotunum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt en hann átti þá ólokið 210 dögum af afplánun refs- ingar. Afbrotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru framin frá 4. mars til 12. apríl sl. Ákæran var í 11 liðum en maðurinn var sýkn- aður af þremur ákæruatriðum. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er ákæra sýslumannsins í Kópavogi nokkuð gagnrýnd fyrir óná- kvæmni. Í dóminum kemur fram að mað- urinn hóf neyslu áfengis um ferm- ingaraldur og var háður fíkniefn- um 16 ára gamall. Meðal fíkniefna sem hann kýs helst séu e-töflur og amfetamín. Að mati sérfræðings hefur geðheilbrigðissaga hans ein- kennst af ofvirkni og athyglis- bresti frá barnæsku, auk þess sem vímuefnaneyslan, þunglyndi, kvíði og alvarlegar hegðunartruflanir hafi markað líf hans. Maðurinn lauk 6 mánaða vímu- efnameðferð í febrúar sl. en þegar hann var handtekinn nokkrum dögum síðar var hann undir mikl- um vímuefnaáhrifum eftir neyslu e-taflna og áfengis. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dæmdur fyrir fjölda afbrota FÓLK Í FRÉTTUM LÖGREGLAN í Reykjavík fór ekki fram á gæsluvarðhaldsvist yfir þeim fjórum mönnum sem voru handtekn- ir vegna rannsóknar á hnífstungu- árás við Grettisgötu á mánudags- kvöld. Tveir mannanna sitja þó í fangelsi en þeir hafa hafið afplánun á eldri dómum. Hnífurinn sem maður- inn var stunginn með fannst á þriðju- dagsmorgun skammt frá árásar- staðnum. Líðan mannsins mun vera eftir atvikum góð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var maðurinn stunginn eftir að upp kom ágreiningur vegna auðg- unarbrots. Ekki farið fram á gæsluvarð- hald vegna hnífstungu LÖGREGLAN í Borgarnesi hand- tók fjóra menn vegna innbrots í sum- arbústað í Hvítársíðu aðfaranótt þriðjudags. Innbrotið var tilkynnt lögreglu um kvöldið. Mennirnir voru handteknir um nóttina en þeir dvöldu í sumarbústað skammt frá. Einn þeirra játaði á sig innbrotið og vísaði lögreglunni á þýfið sem var að mestu leyti óskemmt. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfir- heyrslum. Brotist inn í sumarbústað í Hvítársíðu GRUNUR leikur á að kveikt hafi verið í byggingarefni við áhaldahús Mosfellsbæjar í fyrradag. Þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang um klukkan sex log- aði þar talsverður eldur. Slökkvi- starfi lauk um klukkan átta en slökkviliðið var aftur kvatt á vett- vang síðdegis en þá logaði enn í glæðum. Eldur við áhaldahús Mosfellsbæjar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Sportlegur fatnaður Ferðadress, léttar yfirhafnir, bermúdabuxur, bolir og skyrtur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Í brúðkaupið, útskriftina Glæsilegur fatnaður Opið laugardag frá kl. 10—16 Lagersala á Bíldshöfða 14 Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19, laugardaga milli kl. 12 og 16. www.sokkar.is oroblu@.sokkar.is Skór frá kr. 750 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, s. 562 2862 ÍTALSKUR SUMARFATNAÐUR Hörskokkar frá 2.990 Gallaskokkar frá 2.990 Silkiskokkar frá 3.990 Kvartbuxur frá 3.990 stærðir 36-46 Laugavegi 54 - s. 552 5201 Kringlunni — sími 568 1822 Hlífðarföt vind- og vatnsheld Jakki og buxur. Stærðir 110-170 sm. Litur: Dökkblár. Verð kr. 4.500. Kr. 450 Röndóttu sumarbústaðatöskurnar komnar Skólavörðustíg 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.