Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 10

Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MATTHÍAS Bjarnason, fv. ráðherra og alþing- ismaður, er eini núlifandi ráðherrann íslenskur sem tók þátt í samningaviðræðum þeim sem leiddu til Óslóarsamkomulagsins. Matthías var ráðherra sjávarútvegsmála í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974–1978 og féllst fúslega á að fara aldarfjórðung aftur í tímann með lesendum Morgunblaðsins og rifja upp hvernig lending náðist í þessu mikilsverða máli. „Þegar Geir Hallgrímsson myndaði sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hinn 28. ágúst 1974 höfðu landhelgismálin verið mjög til umræðu og ekki síður versnandi af- koma í sjávarútvegi,“ segir Matthías. „Til skamms tíma höfðu erlendar þjóðir aflað um og yfir 50% af heildarbotnfiskafla landsmanna og voru þessar veiðar farnar að ganga mjög nærri fiskstofnunum. Útfærslan í 50 mílur árið 1972 hafði verið góður og merkur áfangi, en við vor- um margir sem töldum Íslendinga þurfa á betri aflabrögðum að halda, ekki síst eftir að Haf- rannsóknastofnun birti skýrslu um stórversn- andi ástand fiskistofna við landið. Ég hafði verið fylgjandi útfærslunni í 50 mílur fyrir kosning- arnar 1971 og í viðræðum um stjórnarmyndun 1974 lögðum við sjálfstæðismenn afar mikla áherslu á útfærslu í 200 mílur. Það gekk ekki þrautalaust að ná því fram, enda töldu margir í Framsókn of skammt liðið frá síðustu útfærslu, en á endanum varð niðurstaðan að binda í stjórnarsáttmála að lögsagan yrði færð út árið eftir, eða 1975.“ Gaf út reglugerð um útfærsluna Matthías gaf síðan út sem sjávarútvegsráð- herra reglugerð um útfærslu landhelginnar þann 15. júlí 1975 og hún kom síðan til fram- kvæmda um miðjan október sama ár. Hann seg- ir í gamansömum tón að þessi framkvæmd sé ein hin ánægjulegasta á sínum stjórnmálaferli. Hann minnist þess að fjöldi blaðamanna og ljós- myndara hafi verið viðstaddir útgáfu reglugerð- arinnar. Sjónvarpsmyndir séu hins vegar engar til af henni, enda hafi Sjónvarpið verið í fríi þennan mánuðinn. „Þar með hófst þriðja þorskastríðið við Breta og í raun varð mjög þungt í Þjóðverjum, Belgum og fleiri þjóðum við þessa ákvörðun. Jafnvel Sovétmenn létu í ljós óánægju sína, en á móti kom alþjóðleg hreyfing í þá átt að viðurkenna þennan rétt strandríkja. Það er óþarfi að tíunda átökin á miðunum, en oft skall hurð nærri hæl- um og margir urðu sárir á eftir. Hér heima vor- um við í ríkisstjórninni gagnrýndir nokkuð harkalega á stundum fyrir að beita okkur ekki frekar gegn Bretum og vera hálfvolgir í afstöðu okkar til landhelgismálsins. Slíkt var auðvitað fjarri öllum sanni, en við gerðum okkur hins vegar grein fyrir ógnarstyrk breska heimsveld- isins í hernaðarlegu tilliti og gátum með engu máti sagt Bretum formlega stríð á hendur. Við urðum að halda rétt á spilunum.“ Miklar og strangar samningalotur Matthías bætir því við að vissulega hafi Ís- lendingar skilið sjónarmið bresku sjómannanna sem stundað höfðu Íslandsmið öldum saman. „Þeir voru að missa mikið úr sínum aski og því var afskaplega eðlilegt að þeir snerust til varn- ar. En að bresk stjórnvöld skyldu halda slíku dauðahaldi í miðin undir hervernd var hins veg- ar allt annað en eðlilegt,“ segir hann. „Ég hef ekki tölu á öllum þeim samninga- viðræðum sem við tókum þátt í á þessum tíma víða um lönd. Ég sótti ófáa fundina, Einar Ágústsson utanríkisráðherra líka og sömuleiðis Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Það kom einnig fyrir að tveir okkar eða jafnvel allir þrír kæmu að viðræðunum, því okkur var vitaskuld mikið í mun að ná samkomulagi og rétti okkar fram. Þessar viðræður fóru fram á vettvangi Efnahagsbandalagsins, Norðurlandaráðs og Nato og ekki síst á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins, enda var hin vandræðalega staða farin að setja mjög mark sitt á samskipti aðildarþjóð- anna. Forystumenn bandalagsins, einkum þó framkvæmdastjórinn dr. Joseph Luns, reynd- ust okkur mjög vel og beittu sér fyrir sjónarmið- um okkar enda þótt þeir þyrftu vitaskuld einnig að taka tillit til voldugri aðildarþjóða á borð við Bretland og Vestur-Þýskaland. Eftir á að hyggja fer ekki á milli mála að Nato beitti Breta og Þjóðverja miklum þrýstingi til þess að ná fram lausn á þessari deilu.“ Það var einkum utanríkisráðherra Norð- manna, Knud Frydenlund, sem beitti sér í að koma deiluaðilum saman. Lagði hann til að gerð yrði úrslitatilraun til að ná samkomulagi á hlut- lausum stað og úr varð að fundað var í Ósló. „Við beittum okkur mjög í þessum viðræðum og þrátt fyrir mikinn þrýsting heiman frá ákváðum við að hvika hvergi frá þeirri leið sem hafði verið ákveðin. Við lentum í ýmsu og algengt var að heyra upphrópanir á borð við landráð og svika- samninga meðan á mestu gekk. Sömuleiðis voru hótanir, jafnvel alvarlegar, í síma ekki óalgeng- ar. Vitanlega tókum við þetta nærri okkur, en það hjálpaði til að hafa bjargfasta trú á því að við værum að gera rétt. Ég held að það hafi komið á daginn. „Enga svikasamninga hér!“ Mér er sérstaklega minnisstætt að strax eftir komuna til Óslóar fyrir lokafundinn fórum við Einar í sitthvorum bílnum á fundarstað, mót- tökuhús norsku ríkisstjórnarinnar. Allt í einu sáum við hóp af ungu fólki handan götunnar sem hafði uppi nokkra háreysti. Ekki fór á milli mála ÓHÆTT er að segja að íslenskir fjölmiðlar hafi verið uppfullir af fréttum af samkomulaginu þegar fréttist af því frá Ósló 1. júní 1976. Fréttir af gangi samningaviðræðna höfðu birst á for- síðum Morgunblaðsins dagana á undan og þegar samkomulagið var í höfn var öll forsíðan lögð undir og samkomulaginu lýst sem stórsigri fyrir málstað Íslands þar sem Bretar hefðu í reynd með því viðurkennt 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar. Þá var haft eftir Geir Hallgrímssyni, for- sætisráðherra, að Bretar geti nú aldrei framar beitt herskipum innan íslenskrar fiskveiðilög- sögu. Samkomulagið var afrakstur margs konar funda, bæði formlegra og óformlegra, sem átt höfðu sér stað í höfuðborg Norðmanna drýgstan hluta maímánaðar. Í upphafi mánaðarins hafði nokkrum sinnum slegið mjög verulega í brýnu úti fyrir landinu, en þess á milli fallið allt í dúna- logn. Þá vakti mikla athygli þegar breskir tog- arar létu verða af hótun sinni um að sigla út úr landhelginni til að mótmæla lélegri vernd breska flotans og ónógri veiði. Togararnir sneru raunar jafnskjótt aftur þegar þeim hafði verið lofað auk- inni vernd af hálfu stjórnvalda í Lundúnum. Aukinheldur hafði gangur mála á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York mik- ið að segja. Þar kom í ljós almennur vilji til að viðurkenna yfirráðarétt strandríkja yfir auðlind- um innan 200 mílna. Erjur tveggja aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins En staðan hafði ekki síst verið snúin og sér- stök sökum þess að um var að ræða erjur milli tveggja aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins, NATO. Eftir því sem deilan harðnaði varð stað- an viðkvæmari innan bandalagsins og hér heima heyrðust m.a.s. raddir á Íslandi um að kalla sendiherrann í höfuðstöðvum NATO heim og hóta jafnvel úrsögn úr bandalaginu. Svo fór þó ekki, enda stóð vilji ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks ekki til þess, enda þótt þingmenn í stjórnarandstöðu og raunar einnig úr stjórnarliðinu styddu þingsályktunar- tillögu um hið fyrrnefnda. Þvert á móti bendir margt til þess að aðild Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu hafi ráðið úrslitum um að samkomulag náðist á endanum. Málið var orðið hið vandræðalegasta fyrir aðrar þjóðir bandalagsins og verulegur skriður komst á málið í kjölfar vorfundar utanríkisráðherra bandalagsins í Ósló, en á fundinum kom land- helgisdeilan mjög til umræðu. Inngrip annarra aðildarþjóða NATO í deiluna urðu til þess að rekspölur komst á viðræðurnar. Alþýðublaðið sagði í forystugrein sinni að utan- ríkisráðherrar bandalagsríkjanna hafi sannar- lega reynt að fá Breta til að kalla herskip sín af Íslandsmiðum og bætti svo við þeirri spurningu hvort menn hafi hugleitt hver staða Íslendinga í þessari baráttu væri ef þeir hefðu ekki verið í Atlantshafsbandalaginu. Morgunblaðið bætti um betur í Reykjavíkur- bréfi og sagði umræður um úrsögn úr Nato og heimkvaðningu sendiherrans frá Brussel til marks um „móðursýkislega umræðu“. Blaðið fagnaði því um leið að lýðræðissinnar hefðu átt- að sig á því moldviðri sem upp hefði verið þyrlað og varaði eindregið við þeirri einangrunarstefnu sem fælist í því að slíta stjórnmálalegum sam- skiptum við umheiminn, eins og það var orðað. Bandaríkjamenn og Norðmenn þrýstu mjög á Breta að gefa eftir í deilunni við Íslendinga og Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, skýrði frá því að Henry Kissinger, hinn bandaríski starfs- bróðir hans, hefði lagt hart að Bretum að koma til móts við Íslendinga. „Ég hitti Kissinger og við ræddum landhelg- ismál. Kissinger sagði, að hann hefði látið mjög sterklega í ljós við bresku ríkisstjórnina, að Bandaríkjastjórn hefði áhuga á að fiskveiðideil- an leystist á þann hátt sem Íslendingar gætu sætt sig við,“ sagði Einar um þetta við Magnús Finnsson, blaðamann Morgunblaðsins, sem fylgdist náið með samningafundum um land- helgisdeiluna sem stóðu sleitulítið í Ósló í maí- mánuði 1976. Samkomulagið kom í raun ekki á óvart Viðræðurnar í Ósló vöktu mikla athygli og var sagt frá gangi mála í heimspressunni dag hvern, enda hafði þorskastríðið fyrir löngu vakið heimsathygli. Hér heima vöktu óformlegar við- ræður Einars Ágústssonar og Anthony Cross- lands, utanríkisráðherra Breta, mikla athygli og ekki síður eftir að Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra bættist óvænt í hóp fundarmanna. Þeir Geir og Einar höfðu einnig hitt að máli í Ósló þá Joseph Luns, framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins, og Knud Frydenlund, ut- anríkisráðherra Norðmanna, og jukust þá vonir um að samkomulag væri í nánd. Skýrðu m.a. breskir fjölmiðlar frá því 22. maí að friður á mið- unum væri í nánd. „Vonir um skjót endalok Aldarfjórðungur frá Óslóarsamkomulaginu við Breta um 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands Lýst sem stór- sigri fyrir mál- stað Íslands „Þið hafið svipt okkur lífsbjörginni,“ voru fyrstu við- brögð leiðtoga breskra togaraskipstjóra eftir sam- komulag það sem Bretar og Íslendingar gerðu í Ósló fyrir aldarfjórðungi, þann 1. júní 1976. Björn Ingi Hrafnsson rifjar upp atburðarásina á vormánuðum árs- ins 1976 af þessu tilefni og ræðir við þá íslensku for- ystumenn sem stóðu að því sögulega samkomulagi sem í reynd viðurkenndi 200 mílna fiskveiðilögsöguna. Matthías Bjarnason var sjávarútvegsráðherra þegar landhelgin var færð út í 200 mílur Mikilvægasta sam- komulag frá stofn- un lýðveldisins Morgunblaðið/Ól.K.M. Mikið mæddi á íslensku sendinefndinni í viðræðunum í Ósló. Hér eru þeir Einar Ágústsson, Þórarinn Þórarinsson og Guðmundur H. Garðarsson við komuna heim, en fyrir aftan sést Hans G. Andersen. Að baki Guðmundar er Sigfús Schopka. Í upphafi árs 1976 átti Geir Hallgrímsson forsætisráðherra fund með Wilson, forsætisráð- herra Breta, í Downingstræti nr. 10, í því skyni að reyna að ná sáttum. Hér kemur hann af fundinum, en að baki er Björn Bjarnason sem þá var skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.