Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 11

Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 11 hvers lenskt fólkið var, því það kallaði: Farðu heim, Einar! Farðu heim, Matthías – Enga svikasamninga hér! Við gengum yfir götuna til ungmennanna og ræddum við þau og reyndum að skýra út okkar sjónarmið, að við mætum það svo að skynsam- legir samningar væru hið eina rétta í stöðunni. Fólkið var ekki á sama máli og heiftin í garð Breta var mjög áberandi. Áður en við héldum inn í húsið var okkur afhent bréf þar sem því var mótmælt að við værum að fara að semja við erkióvin íslensku þjóðarinnar, sjálfa bresku sjó- ræningjana. Þar stóð líka að íslenskum varð- skipum ætti að verða gert kleift að framfylgja lögum og beita sér gegn breskum landhelgis- brjótum. Auk þess ætti að senda bandaríska herinn burt úr landinu og ganga úr Nato. Þetta var hópur íslenskra námsmanna sem búsettir voru í Noregi og endurspeglaði aðeins þann hug sem stór hluti íslensku þjóðarinnar bar í garð Breta um þessar mundir. En við þurftum á skynseminni að halda innan dyra við samningaborðið. Ég minnist þess að Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta, var lipur við samningaborðið og ekki of mikið að velta sér upp úr smáatriðum. Varautanríkisráðherrann, Roy Hattersley, sem nú er lávarður, var miklu örari og ekki eins skynsamur samningamaður. Það skipti miklu í því hvernig til tókst að Anthony Crosland skildi muninn á aðal- og aukaatriðum og var ekki að eyða óþarfa tíma í smáatriði sem ekki skiptu höfuðmáli. Mikilvægt að halda þennan dag í heiðri Þegar samkomulagið var endanlega í höfn var sem þungu fargi væri af okkur létt. Mér leið mjög vel og var ánægður með niðurstöðuna. Ég veit að Einar var sama sinnis. En Crosland sagði við okkur að nú gætum við farið heim og hrósað sigri með þjóðinni. Hann þyrfti á hinn bóginn að mæta örlögum sínum heima fyrir. Við bentum honum þá á að heima væri verið að skipuleggja útifund á aðaltorginu í mótmæla- skyni og þar færi Alþýðusambandið fremst í flokki. Því átti hann mjög bágt með að trúa. Sá útifundur varð hins vegar hvorki fugl né fiskur og þrátt fyrir óánægju stjórnarandstöð- unnar með samningana myndaðist brátt sam- staða um þá meðal þjóðarinnar. Þegar síðasti breski togarinn hélt síðan út úr landhelginni 1. desember 1976 varð endanlega ljóst að Íslend- ingar réðu einir yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu og aðrir kæmu þar ekki nærri án samninga við okkur. Ég fullyrði að samkomulagið frá í Ósló fyrir 25 árum og úrslit þetta máls sé langmik- ilvægasti atburðurinn í sögu þessarar þjóðar frá stofnun lýðveldisins. Það er mikilvægt að halda þennan dag í heiðri. Svona merkisviðburðir mega ekki falla í gleymskunnar dá,“ sagði Matthías Bjarnason. FRÁ Ósló bárust fregnir af viðbrögðum samningamannanna sjálfra og m.a. var haft eftir Crosland utanríkisráðherra að sam- komulagið væri sigur heilbrigðrar skynsemi og í samræmi við þá heimshreyfingu sem stefndi að 200 mílna efnahagslögsögu. Crosland bætti því að vísu við að hann myndi eftir samningana eiga erfitt með að koma aft- ur í kjördæmi sitt á Englandi – Grimsby. Hann sagðist þó tala mál fólksins og það myndi því skilja sig. Annað hljóð var hins vegar að heyra frá Bretlandi. Forsvarsmenn bresks sjávar- útvegs lýstu samningnum þannig sem sigri Íslands en svikum við breskan fiskiðnað. Menn almennt mjög reiðir og tala um uppgjöf af hálfu Breta Jón Olgeirsson, þáverandi ræðismaður Ís- lands í Grimsby, sagði að það væri samdóma álit manna í Grimsby að samningurinn væri algjör uppgjöf af hálfu Breta. Sjálfur sagðist Jón hins vegar vera „í sjöunda himni“ með samninginn. „Almennt eru menn mjög reiðir og tala um samninginn sem þann versta, sem þeir hefðu nokkurn tíma heyrt um,“ sagði Jón og skýrði ennfremur frá því að David Cairns, breskur verkalýðsforingi, hefði í breska útvarpinu sakað Roy Hattersley, aðstoðarutanríkis- ráðherra, um það hvernig málum væri nú komið. Hattersley hefði ásamt Peart fiski- málaráðherra átt sök á því að samningar náð- ust ekki í fyrri tilraunum með stífni sinni. Sagði Cairns að ástandið hefði verið allt ann- að en nú, hefðu þeir haldið öðruvísi á spil- unum við samningaborðið haustið áður. Sama sem rothögg fyrir Hull James Johnson, þingmaður frá Hull, var einnig myrkur í máli í samtali við Morgun- blaðið eftir samkomulagið. Hann sagði þetta áfall til langs tíma og kallaði samningana óhagstæða. „Þeir munu valda miklu atvinnu- leysi, einkum í Hull. Þetta er áfall til langs tíma fyrir Hull sem hafnarborg,“ sagði John- son. Þingmaðurinn bætti því við að vissulega hafi menn vitað að samkomulag yrði að nást, en sagði svo: „En þið hljótið að vita að 24 skip eru óverulegt, það liggur við að það sé móðg- un, þegar við minnumst þess að margir okkar menn hafa veitt á þessum slóðum á liðnum ár- um. Þetta er sama sem rothögg fyrir Hull sem hefur ekkert nema þessi úthafsskip. Grimsby getur bjargað sér að vissu marki því þeir geta veitt á nálægari miðum og á Norð- ursjó og innmiðum, en ekki Hull. Við verðum í gífurlegum erfiðleikum.“ „Þið hafið svipt helvíti marga menn atvinnunni“ Í sama streng tók Tom Nielsen, fram- kvæmdastjóri samtaka breskra togaraskip- stjóra. „Þið hafið að minnsta kosti einhverju að fagna, það get ég sagt ykkur,“ voru fyrstu viðbrögð hans þegar Morgunblaðið innti hann álits á Óslóarsamkomulaginu á þessum degi fyrir 25 árum. Nielsen sagði samkomulagið hafa í för með sér að 60 togarar stöðvist og 1.200 menn missi þar með vinnu sína. Í landi gætu á bilinu sex til sjö þúsund manns misst vinnuna – færu á sveitina. „Ég held að þið getið verið mjög stoltir yfir þessu dagsverki,“ bætti hann við. Nielsen spurði síðan hvort hann mætti koma með eftirfarandi auglýsingu í Morg- unblaðinu: „Togaraskipstjórar með mikla reynslu að baki á Íslandsmiðum, stýrimenn og áhafnir óska eftir atvinnu. Við höfum eng- an áhuga á stjórnmálum, við viljum vinnu.“ Nielsen var þá spurður hvort ekki stæði hans ríkisstjórn næst að útvega þessum mönnum vinnu. „Við skulum vera alveg einlægir,“ svaraði hann, „en ríkisstjórnin í þessu landi er al- gjörlega getulaus, allir eru meira og minna atvinnulausir í þessu landi. Þetta sam- komulag er okkur því á allan hátt mikil von- brigði, því að þar með hafa fiskimenn okkar misst lífsbjörgina – þeir koma til Íslands til veiða svo þeir geti komið heim, landað afla og grætt peninga. Þetta er okkar einasta mark- mið í lífinu og þið hafið svipt okkur því.“ Hann bætti svo við þessum orðum: „Þið hafið unnið mikinn sigur og hann vil ég ekki taka frá ykkur. Hið dapurlega við þetta er hins vegar, að þið hafið svipt helvíti marga menn, góða harðduglega menn, atvinnunni.“ „Áfall til langs tíma“ Hörð viðbrögð í Bretlandi við samkomulaginu þorskastríðsins vakna að nýju“ sagði í fyrirsögn Times og Daily Mail sló upp á forsíðu sinni fyr- irsögninni „Vonir um frið“. Augsjáanlega var því eitthvað að gerast. Fregnin, 1. júní, um að samkomulag væri í höfn kom því ekki svo mjög á óvart, en engu að síður var um fátt annað rætt manna á meðal. Meginefni samkomulagsins sem undirritað var í Ósló fólst í sex mánaða gildistíma þess og því að eftir þann tíma væri Bretum óheimilt að veiða innan landhelginnar, hefði ekki komið til frekara samkomulags við íslensk stjórnvöld um slíkt. Þá var þeim togurum sem heimilt var að veiða fækkað niður í 24 að meðaltali á dag, eða um helming frá því sem verið höfðu að veiðum mánuðina og misserin á undan og aukinheldur féllust Bretar á að ábyrgjast að togarar þeirra virði skýrt afmörkuð friðunarsvæði í lögsög- unni. Veiðilínan færð utar „Í því skyni að vernda svæði þar sem mikið er af ungfiski eða hrygningarfiski á hafsvæðinu umhverfis Ísland ábyrgist ríkisstjórn Bret- lands, að breskir togarar stundir ekki þær veið- ar, sem íslenskum skipum eru bannaðar, af þar til bærum stjórnvöldum. Slíkar ráðstafanir, sem skulu byggðar á hlutlægum og vísindalegum sjónarmiðum og ekki fela í sér mismunum í reynd eða að lögum, munu tilkynntar ríkisstjórn Bretlands,“ sagði ennfremur í samkomulaginu og var túlkað sem mikill sigur fyrir verndar- stefnu á miðunum í kjölfar mikils aflabrests. Um langt skeið höfðu Bretar nefnilega snið- gengið sk. friðarsvæði á miðunum, veitt býsnin öll af smáfiski og jafnvel selt í gúanó í heima- höfn. Bretum var einnig gert að færa veiðilínu sína umtalsvert utar frá því sem verið hafði, eða úr 12 mílum frá landi í 20 mílur annars vegar og frá 20 mílum í 30 mílur hins vegar. Af þessu leiddi, auk fyrrnefndra verndunaraðgerða, að 52 þús- und fkm hafsvæðis varð algjörlega lokað Bret- um. Var þar um að ræða aukningu hafsvæðis upp á 43 þús. fkm frá því samkomulagi sem áður hafði verið í gildi. Ákvæðið um „bókun 6“ Bresk stjórnvöld ábyrgðust einnig að stað- setning breskra skipa sem stunduðu veiðar skv. ákvæðum samkomulagsins og aflamagn þeirra, yrði tilkynnt íslenskum stjórnvöldum og væri skip staðið að veiðum í bága við samkomulagið gætu hlutaðeigandi yfirvöld íslensk stöðvað það og rannsakað málsatvik og léki grunur á broti kallað til það aðstoðarskip breskt sem næst er. Brotlegir togarar yrðu tafarlaust strikaðir út af lista og þeim gert ókleift að halda áfram veiðum innan íslenskrar landhelgi. Einna veigamest í samkomulaginu varð síðan ákvæði þess efnis að Bretar beiti sér fyrir því að sk. bókun 6 hjá Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE) taki gildi eins og hún hefði alltaf verið í framkvæmd. Þetta fól í sér að tollar lækkuðu jafnmikið og þeir hefðu gert miðað við upphaf- leg fyrirheit bókunarinnar, en skv. henni áttu tollar á íslenskum útflutningsafurðum í EBE- löndum að lækka í áföngum. Þannig opnaðist að nýju markaður fyrir íslenskan freðfisk, ísfisk, rækju og lagmeti svo nokkuð sé nefnt. Að auki var samkomulag um að opna að nýju markaði fyrir íslenskan fisk í Bretlandi. Íslendingar ekki á eitt sáttir um samkomulagið Hér á Íslandi voru menn ekki á eitt sáttir um samkomulagið, þegar borist höfðu af því fregnir heim. Þannig var skipulagður almennur mót- mælafundur á Lækjartorgi, en aðsókn á hann varð ekki í samræmi við vonir aðstandenda og benti það til þess að almenningur væri sáttur við lyktir mála. Hagsmunaaðilar skiptust í tvö horn, þannig fagnaði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, samkomulaginu en Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagðist vera því al- gjörlega andvígur. Sagði hann allt hafa bent til þess að Bretar væru að gefast upp og því hefði samkomulag verið óþarft. Þrír skipherrar Landhelgisgæslunnar, sem staðið höfðu í ströngu í stríðinu við Breta, fögn- uðu samningnum hins vegar einum rómi. Gunn- ar H. Ólafsson sagðist einkum hrifinn af 10. gr., þar sem kveðið var á um sex mánaða gildistíma, en Helgi Hallvarðsson taldi samninginn þjóð- inni og íslenskum fiskimönnum til heilla, eins og hann orðaði það. Ólafur Valur Sigurðsson sagði samningana betri en hann hefði átt von á þegar ráðherrarnir fóru utan. Samkomulagið markar djúpstæð þáttaskil, að mati forsætisráðherra Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði samkomulag- ið marka djúpstæð þáttaskil í landhelgismálum Íslendinga. „Við höfum nú komist að samkomulagi við all- ar þjóðir varðandi útfærsluna í 200 mílur eða þær virða útfærsluna í reynd. Við höfum komið á friði á miðunum og afstýrt þar með slysum og manntjóni, sem hvenær sem var gat átt sér stað. Það er ávinningur hverri þjóð að leysa deilumál við aðra þjóð með samkomulagi, ekki síst miðað við þann árangur sem við náum skv. innihaldi þessa samkomulags í aflatakmörkunum, trygg- ingu friðunarsvæða og stjórn fiskveiða á Ís- landsmiðum,“ sagði forsætisráðherra. Hann kom ennfremur á framfæri þökkum til starfsmanna Landhelgisgæslunnar, íslensku samninganefndarmannanna og skoðanabræðra Íslendinga víða um heim. En þó fyrst og fremst frænda okkar og vina, Norðmanna, sem hefðu verið vakandi yfir velferð okkar í þessu máli. Utanríkisráðherrann Einar Ágústsson var ekki síður glaður í bragði yfir því að samkomu- lag væri í höfn. „Í þessum samningi tel ég þýð- ingarmesta atriðið og það sem mestan tíma hef- ur tekið að ná samkomulagi um, vera að eftir samningslok í desember falla niður fiskveiði- réttindi Breta innan 200 mílna fiskveiðilögsög- unnar við Ísland og þau verða ekki tekin upp aftur, nema með samþykki Íslendinga og þá á grundvelli gagnkvæmra fiskveiðiréttinda,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan andvíg samkomulaginu Leiðtogar stjórnarandstöðunnar tóku sam- komulaginu þó allt annað en fagnandi. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, sagði að alls ekki hefði átt að semja við Breta, Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagði mikla annmarka á samningnum og Karvel Pálmason, formaður þingflokks Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, sagði Þjóðverja þá einu sem gætu hrósað sigri. „Með þessum samningi er Bretum heimilað að veiða 35–40 þúsund tonn af fiski innan ís- lensku fiskveiðilögsögunnar fram til 1. desem- ber. En um leið þýðir samningurinn, að samn- ingurinn við Vestur-Þjóðverja gildir áfram og tryggir þeim 90 þúsund tonna afla á næstu 18 mánuðum. Ég hefði talið tvímælalaust að ekki ætti að semja við Breta og rifta um leið samn- ingnum við Vestur-Þjóðverja. Það er nefnilega alveg ljóst, að Bretar munu krefjast þess þegar þessi nýi samningur rennur út að fá að veiða jafnlengi og Þjóðverjar, eða fram til 1. desem- ber 1977, eða í heilt ár eftir að samningurinn rennur út,“ sagði Ragnar Arnalds og taldi ljóst að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur samn- ingum við Breta. Taldi hann einsýnt að Alþingi fjallaði um þessa samningagerð þar sem í 21. gr. stjórnarskrárinnar segði að engar kvaðir megi leggja á land né landhelgi nema með samþykkt Alþingis. Benedikt Gröndal sagði Alþýðuflokkinn sjá mikla annmarka á samningunum. „Við teljum að þeir hafi verulega galla og þess vegna erum við andvígir þeim,“ sagði hann. „Að vísu er það mikilvægt að ekki séu mannslíf í hættu lengur, en við erum ekki sammála íslensku ráðherrun- um sem samningana gerðu að viðurkenning sé nægilega skýr.“ Karvel Pálmason sagði V-Þjóðverja þá einu sem gætu hrósað sigri. „Þeir standa með pálm- ann í höndunum,“ sagði hann og bætti við: „En hinu er ekki að leyna, að ég var og er andvígur því að gengið yrði til samninga við Breta nú.“ Samkomulagið handsalað í Ósló. F.v. Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, og Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta. Forsíða Morgunblaðsins 2. júní 1976, dag- inn eftir samkomulagið. bingi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.