Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 15
Höldur ehf.
notaðir bílar
Til sölu MMC Pajero 2,8 DT 5.d skr. 7/99
ek. 72 km. ssk interc. 33“ breyttur
áhv. kr. 1.675 þús. til 72 mán.
Verð 2.790 þús.
símar 461 3020 og 895 2525
Aðalfundur
Skógræktarfélags Eyfirðinga
verður haldinn fimmtudaginn 7. júní nk. í Vaðlaskógi.
Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Farið verður frá Gróðrarstöðinni í Kjarna kl. 20 með rútu.
Fundurinn mun að nokkru leyti fara fram utandyra og eru fundarmenn
beðnir að vera klæddir til útivistar. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki
um kl. 23. Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins.
HEILDARSKULDIR íþróttafélaganna á Akur-
eyri námu 220 milljónum króna um síðustu áramót
en þar af námu skuldir KA, Þórs og Golfklúbbs
Akureyrar, GA, um 210 milljónum króna.
Heildarskuldir KA um síðustu áramót námu
rúmum 123 milljónum króna, skuldir Þórs námu
rúmum 57 milljónum og GA rúmum 30 milljónum
króna. Þetta kemur fram í greinargerð starfshóps
um skuldir íþróttafélaganna á Akureyri. Heild-
arskuldir íþróttafélaganna í bænum voru rúmar
171 milljón króna, samkvæmt ársreikningum frá
árinu 1999 og hækkuðu skuldir þeirra því um tæp-
ar 50 milljónir króna á milli áranna 1999 og 2000.
Bæjarstjórn Akureyrar skipaði þriggja manna
starfshóp í lok nóvember á síðasta ári, sem taka
átti upp viðræður við Íþróttabandalag Akureyrar
um fjárhagsstöðu og framtíðarrekstur íþrótta-
félaganna í bænum. Bæjarráð fjallaði um tillögur
starfshópsins til úrbóta á fundi sínum í gær og
samþykkti að fela bæjarstjóra að taka upp við-
ræður við íþróttafélögin á grundvelli þeirra.
Félögin ráða ekki við það
sem þau eru að gera
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði ljóst að
samkvæmt tillögum starfshópsins væri kostnaður
bæjarins um 175 milljónir króna en ekki væri þó
sjálfgefið að farið yrði að öllu leyti að tillögu hans.
„Þessi niðurstaða styrkir mig í því máli sem ég
hélt fram fyrir einu og hálfu ári varðandi málefni
íþróttahreyfingarinnar og þá sérstaklega þessara
þriggja félaga. En ég gleðst alls ekkert yfir því að
hafa haft á réttu að standa. Félögin ráða ekkert
við það sem þau voru að gera miðað við þann fjár-
hagsramma sem þau höfðu úr að spila. Það er end-
anlega staðfest með þessum tillögum.“
Vilji til að greiða úr flækjunni
Kristján Þór sagði að menn yrðu með einhverj-
um hætti að komast í gegnum þetta allt saman og
að það muni kosti átök. „Það er líka jafnljóst, mið-
að við þá stöðu sem uppi er, að það er ekki hægt að
ætlast til þess af nokkrum manni að standa í þess-
um rekstri miðað við núverandi skilyrði.“
Kristján Þór sagði að vilji bæjarfulltrúa stæði
til þess að greiða úr þessari flækju en að eftir
stæði spurninginn um það hvað skattgreiðendur í
bænum séu að fá fyrir þá peninga sem þeir ætli að
leggja þarna inn. „Það er eitthvað sem bæði
íþróttahreyfingin sjálf og bæjarstjórn verða að
svara í framhaldinu.“
Lagt til að eignir verði keyptar
Starfshópurinn leggur til að gerður samstarfs-
samningur við ÍBA þar sem fram komi meginregl-
ur í samskiptum bæjarins og ÍBA. Jafnframt legg-
ur hópurinn áherslu á að ÍBA ráði sér
fjármálastjóra sem kostaður verði af Akureyr-
arbæ. Starfshópurinn leggur til að Akureyrarbær
leggi fram fjárveitingar til kaupa á eignum til að
létta skuldastöðu íþróttafélaganna, samtals að
upphæð 148 milljónir króna. Er þar m.a. lagt til að
bærinn kaupi hlut KA í íþróttahúsi félagsins fyrir
95 milljónir króna, kaupi búningaaðstöðu Þórs í
kjallara Hamars fyrir fjölnota íþróttahús á 37
milljónir króna og hlut í aðstöðu GA vegna bún-
ingaaðstöðu og vélageymslu fyrir 13 milljónir
króna. Þetta fjármagn verði notað til að greiða
niður skuldir félaganna. Eftir standi þá að KA
skuldi, 29 milljónir, Þór 20 milljónir og GA 17
milljónir króna.
Þá leggur starfshópurinn til að bærinn leggi
fram fjárveitingar vegna framtíðaruppbyggingar
íþróttamannavirkja og fjármagni allar nýfram-
kvæmdir. Bærinn tryggi fjárframlag til reksturs
þessara mannvirkja, þannig að tryggt verði að
félögin fjárfesti ekki umfram getu.
Starfshópurinn leggur til að skipaður verði
starfshópur sem í eiga sæti bæjarstjórinn á Ak-
ureyri og formenn Þórs og KA. Starfshópnum
verði ætlað að fara yfir og leggja fram tillögur að
samstarfi Þórs og KA á sviði afreksíþrótta, m.a.
varðandi samstarf/sameiningu deilda, stjórna og í
rekstri mannvirkja. Einnig leggur starfshópurinn
til að Þór, KA og GA breyti lögum sínum á þann
veg að ekki sé heimilt að skuldsetja félögin nema
með samþykki aðalstjórnar.
Heildarskuldir íþróttafélaga á Akureyri 220 milljónir um síðustu áramót
KA, Þór og GA skulda
samtals 210 milljónir
STARFSMANNAFÉLAG Akur-
eyrarbæjar, STAK, og launanefnd
sveitarfélaga skrifuðu í vikunni
undir nýjan kjarasamning. Samn-
ingurinn nær til um 320 félags-
manna sem starfa hjá Akureyrarbæ
en áður höfðu þeir fellt kjarasamn-
ing milli þessara samningsaðila frá
því fyrr í vetur. Þá var stefnt að því
að ganga frá nýjum samningi við
ríkið í gærkvöld, fyrir tæplega 300
félagsmenn STAK.
Arna Jakobína Björnsdóttir for-
maður STAK vildi ekki tjá sig efn-
islega um samninginn við launa-
nefnd sveitarfélaga að svo stöddu,
þar sem unnið væri að því að kynna
hann félagsmönnum þessa dagana.
Hún sagði þó að um breytingar
væri að ræða frá fyrri samningnum
sem var felldur á dögunum. Hann
gilti frá 1. apríl sl. til 31. mars 2005
eða þremur mánuðum skemur en
fyrri samningurinn, sem gilti frá 1.
janúar sl. Atvæðagreiðsla um nýja
samninginn fer fram þann 8. júní
nk.
Félagsmenn í STAK sem starfa
hjá ríkinu fóru sömu leið og félagar
þeirra hjá Akureyrarbæ og felldu
nýgerðan kjarasamning við fjár-
málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs í
síðustu viku. Arna Jakobína sagði
að viðræður við ríkið um nýjan
samning hefðu staðið yfir að und-
anförnu og var stefnt að því að
skrifa undir nýjan kjarasamning í
gærkvöld.
Tónlistarskólakennarar afar
óánægðir með kjör sín
Þá hefur STAK skrifað undir
viðræðuáætlun við launanefnd
sveitarfélaga vegna kennara við
Tónlistarskólann á Akureyri en
kjarasamningur þeirra rennur út
31. júlí nk. Arna Jakobína sagði að
tónlistarskólakennarar væru afar
óánægðir með kjör sín og að fram-
undan væru erfiðar samningavið-
ræður við launanefnd sveitarfélaga.
Aðalfundur STAK fór fram í vik-
unni og sóttu hann um 100 manns.
Þar fór fram fyrsta kynning á nýj-
um samningi við launanefnd sveit-
arfélaga og einnig var farið yfir
stöðuna í kjaraviðræðunum við rík-
isvaldið. Þá var Arna Jakobína end-
urkjörin formaður til næstu þriggja
ára.
Arna Jakobína
endurkjörin
formaður STAK
Samið
við ríki
og bæ
„ÞETTA hefur gengið alveg ágæt-
lega, það hefur verið gott að vinna
hér og strákarnir hafa verið góðir
við mig,“ sagði Hannes Stein-
grímsson, sem lét af störfum hjá
Stáltaki hf. á Akureyri nú um mán-
aðamótin eftir rúmlega 30 ára starf.
Hannes hefur síðustu áratugi
haft umsjón með spilbúnaði drátt-
arbrautarinnar við upptöku skipa
og á að baki farsælan starfsferil.
Hannes sagðist ekki vita hvað hann
hafi verið við upptöku margra skipa
en að þau væri orðin ansi mörg.
Hannes sagði að stærsta skipið sem
tekið hefði verið upp í brautina væri
trúlega gamli Hofsjökull.
Hann hóf störf árið 1967 hjá
Slippstöðinni, eins og fyrirtækið hét
lengst af, eftir að hafa stundað sjó-
mennsku til fjölda ára. Hann byrj-
aði strax að vinna við minni drátt-
arbraut Slippstöðvarinnar en frá
1980 hefur hann haft umsjón með
spilbúnaði stóru dráttarbraut-
arinnar. Búnaður dráttarbraut-
arinnar er sá sami og í upphafi en
Hannes sagði að gerðar hefðu verið
ýmsar lagfæringar og endurbætur
á honum, síðast sl. vetur.
Aðspurður hvað nú tæki við sagði
Hannes, „nú leggst maður bara á
góðan bekk með tærnar upp í loft.
Það er ekkert annað að gera og ég
fer héðan sáttur.“
Morgunblaðið/Kristján
Hannes Steingrímsson sýnir arftaka sínum, Hermanni Harðarsyni,
réttu handtökin við spilbúnað dráttarbrautarinnar.
„Leggst nú á góðan bekk
með tærnar upp í loft“
Hannes Steingrímsson hefur tekið upp skip í yfir 30 ár
SUMARSTARFIÐ er nú að hefjast
hjá Golfklúbbi Akureyrar og verður
fyrsta mótið haldið um komandi
helgi. Það er kennt við fyrirtækið
Radionaust, sem leggur til verðlaun
og eru þau í frumlegri kantinum,
m.a. skref-, hita- og vindmælar sem
komið geta golfurum að góðu gagni.
Ýmsar breytingar hafa verið gerð-
ar á rekstri klúbbsins, m.a. hefur
veitingasalan fengið andlitslyftingu.
Þar verður kaffikynning á morgun,
laugardag frá kl. 15 til 17, en í sumar
verður mikið úrval kaffidrykkja á
boðstólum.
Fimm daga námskeið verða flest-
ar vikur í sumar fyrir yngri kynslóð-
ina, eða frá 7 ára aldri. Þá bjóða
kennarar klúbbsins byrjendum að
koma kl. 18 á miðvikudögum, þar
sem hægt verður að ræða náms-
ferilinn eða kaupa kennslutíma. Sér-
stök námskeið fyrir stúlkur og konur
verða einnig haldin í sumar.
Fyrsta mót
sumarsins
um helgina
Sumarstarfið að
hefjast á Jaðarsvelli
KRISTINN Sigmundsson óperu-
söngvari og Jónas Ingimundarson
píanóleikari halda tvenna tónleika í
Eyjafirði í næstu viku á ferð sinni um
landið.
Fyrri tónleikarnir verða haldnir í
Laugaborg í Eyjafjarðarsveit mánu-
daginn 4. júní kl. 20.30 og daginn eft-
ir, þriðjudaginn 5. maí, í Dalvíkur-
kirkju á sama tíma.
Þeir Kristinn og Jónas bjóða upp á
fjölbreytta efnisskrá, íslensk söng-
lög, þýskan ljóðasöng, bandaríska
negrasálma og aríu eftir Verdi.
Miðasala á tónleikana fer fram við
innganginn.
Kristinn Sigmundsson
og Jónas Ingimundar-
son á ferð um landið
Tvennir
tónleikar í
Eyjafirði
♦ ♦ ♦