Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VINNA við endurbætur á Ferðavef Austurlands er nú á lokastigi. Vef- urinn hefur verið opinn í tæp tvö ár og fengið mjög jákvæða umfjöllun, m.a. fyrir hversu aðgengilegur hann er. Ferðamálasamtök Austur- lands hafa yfirumsjón með vefnum, ásamt Samtökum sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og Þróun- arstofu Austurlands. Ásmundur Gíslason í Árnanesi hefur fyrir hönd Ferðamálasamtakanna unnið öt- ullega að gerð vefjarins og end- urbótum. Hann var spurður um helstu breytingar. „Á síðasta vetri héldum við Árni Björgvinsson, sem sér um tækni- vinnu, áfram með vefinn og betr- umbættum hann með ljósmyndum og fleiru. Í haust bjuggum við svo til þriggja ára áætlun um eflingu vefj- arins. Í fyrsta lagi lagi þýddum við hann úr ensku yfir á íslensku. Í ann- an stað skiptum við úr Flashforriti yfir í gagnagrunnsumhverfi, þ.e. Front Page, sem var heljarmikið verkefni. Þetta gerðum við einfald- lega til að geta uppfært vefinn sjálf. Þá útbjó ég svæða- og leiðarlýsingar á íslensku fyrir allan fjórðunginn og við fjölguðum ljósmyndum veru- lega, bæði með íslenska og enska textanum og í sjálfri aðkomu vefj- arins. Síðan er búið er að setja upp viðburðaskrá. Hún nær yfir eitt ár í senn og er ekki einasta forvitnileg fyrir ferðamenn heldur einnig heimafólk. Skipt var um forsíðu og settir inn ýmsir valkostir, m.a. fréttarammi þar sem vakin er at- hygli á því markverðasta sem er að gerast í fjórðungnum hverju sinni. Einn svona vefur er svo auðvitað ei- lífðarmál eins og menn þekkja. Vinnan er aldrei búin.“ Umferð um vefinn stóraukist Á vefnum er hægt að ná upp svæðisbundnum kortum og stækka þau að óskum. Ásmundur segir að verið sé að vinna að nýrri kort- análgun þannig að einnig sé hægt að fara inn á hvaða stað sem vera skal í fjórðungnum og fá fram allar helstu upplýsingar um það svæði. Þá er ætlunin að hvert svæði um sig hafi umsjón með og endurnýi upplýs- ingar um sitt svæði á vefnum, eins og kostur er. Ritstjórn heldur utan um heildina og fylgist með að allt sé í lagi. Umferð um vefinn hefur að sögn Ásmundar aukist verulega. „Fyrirspurnir hafa aukist mjög,“ segir hann, „og þarf nú að fara að skipuleggja markvisst svörun fyr- irspurna. Nú eru orðin fjögur til fimm stöðugildi ferðamálafulltrúa í fjórðungnum og við þurfum að stilla okkur vel saman í þessum verk- efnum.“ Færri sem setja skilti út á veg og láta þar við sitja Klassísk spurning í þessum geira er hvernig gangi að fá ferðaþjón- ustuaðila til að vera með. Ásmundur svarar því til að menn séu seinir eins og alltaf hefur verið, en þeim fækki stöðugt sem setja skilti út á veg og láta þar við sitja. „Menn eru að vakna til vitundar um breytt mark- aðsumhverfi. Markaðsstofa Austur- lands hefur sannað sitt hlutverk og það eru allir að vinna með henni. Markaðsstofan ruddi að miklu leyti brautina fyrir t.d. nýundirritaðan samstarfssamning um menningar- mál á Austurlandi. Þetta er allt ann- að umhverfi að vinna í en áður var, en menn verða samt að halda vöku sinni.“ Slóðir inn á Ferðavef Austurlands eru east.is, youriceland.com og southeast.is. Endurbætur gerðar á Ferðavef Austurlands Egilsstaðir Upplýsingamiðstöð ferðamála á Egilsstöðum er til þjónustu reiðubúin. Þangað koma þúsundir ferðamanna í upplýsingaleit hvert sumar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í SÍÐUSTU viku útskrifaði Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri tutt- ugu og fimm búfræðinga, þar af þrjá sem höfðu verið í fjarnámi all- an námsferilinn. Tveir af þessum þremur eru konur úr sunnanverð- um Snæfellsbæ, önnur úr Staðar- sveit og hin úr Breiðuvík. Margrét Þórðardóttir á Furubrekku í Stað- arsveit hóf reyndar búfræðinámið fyrir réttum tuttugu árum, en hætti fljótlega vegna barneigna. Hún tók síðan upp þráðinn á ný haustið ’99 á sama tíma og Guðný Jakobsdóttir í Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík fór inn á annað námsárið. Báðar reka þær kúabú, ásamt eiginmönnum sínum, þeim Halldóri Jóhannessyni og Guðjóni Jóhannessyni, en þeir bræður eru ættaðir frá Furu- brekku. Svilkonurnar fögnuðu námslok- um með veglegu samsæti í Lýsu- hólsskóla með ættingjum, vinum og nágrönnum og sögðu við það tæki- færi að námið hefði nú þegar nýst þeim vel við búreksturinn og ætti örugglega eftir að gera það enn betur í framtíðinni. Margt nýtt hefði komið fram síðan eiginmenn þeirra stunduðu búfræðinám og þróun og framfarir væru örar í landbúnaði, jafnt og í öðrum starfs- greinum. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Hjónin Halldór Jóhannesson og Margrét Þórðardóttir á Furubrekku og Guðný Jakobsdóttir og Guðjón Jóhannesson í Syðri-Knarrartungu. Búfræðingar úr fjarnámi Hellnar/Snæfellsbær Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri FRAMHALDSSKÓLA Húsavíkur var slitið við fjölmenna og hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju laugardag- inn 26. maí sl. Alls brautskráðust 20 nemendur, þar af 18 með stúdents- próf og 2 með verslunarpróf. Alls hafa 390 nemendur útskrifast frá Framhaldsskólanum á Húsavík frá stofnun hans 1987, þar af eru 202 stúdentar, 62 nemendur af iðnbraut- um og 126 af öðrum starfsnáms- brautum. Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari kom víða við í ræðu sinni, sagði m.a.: „Við lifum á spenn- andi tímum um þessar mundir þar sem við horfum alls staðar á breyt- ingar, óvissu og jafnvel rótleysi. Við erum ekki fyrr búin að laga okkur að breytingum á einhverju sviði þegar nýjar aðstæður koma upp og við verðum að laga okkur að þeim á ný. Við slíkar aðstæður reynir heldur en ekki á manninn, hvern einstakling. Hvernig honum tekst að greina og leysa öll þau vandamál sem koma upp á skömmum tíma.“ Gunnar Baldursson aðstoðarskóla- meistari flutti annál skólaársins, Björgvin Rúnar Leifsson áfanga- stjóri stjórnaði útskriftarathöfn og afhendingu viðurkenninga fyrir góð- an námsárangur. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Birna Geirfinns- dóttir sem stundaði nám á málabraut. Birna fékk fjórar viðurkenningar, frá Máli og menningu fyrir íslensku, frá Bókaverslun Þórarins Stefánssonar fyrir frönsku, frá þýska sendiráðinu fyrir þýsku og frá Vátryggingafélgi Íslands fyrir ensku. Aðrir nemendur sem einnig fengu viðurkenningar voru Sigurbjörg Hjartardóttir sem fékk tvær viðurkenningar, fyrir hag- fræði-greinar frá Pricewaterhouse- Coopers á Húsavík og fyrir félags- störf frá tómstundanefnd Húsavíkur. Sigurbjörg Stefánsdóttir fékk tvær viðurkenningar, fyrir hagfræðigrein- ar frá Landsbanka Íslands á Húsavík og frá tómstundanefnd Húsavíkur fyrir félagsstörf. Guðný Stefánsdótt- ir fékk einnig tvær viðurkenningar, frá danska menntamálaráðuneytinu fyrir dönsku og frá þýska sendi- ráðinu fyrir þýsku. Kristey Þráins- dóttir fékk viðurkenningu frá Fram- haldsskólanum á Húsavík fyrir dönsku, Pétur Veigar Pétursson frá tómstundanefnd Húsavíkur fyrir félagsstörf, Ásta Halldóra Ólafsdótt- ir frá Íslandsbanka á Húsavík fyrir samfélagsgreinar og Baldur Krist- insson frá Tækniþingi ehf. fyrir jarð- fræði og eðlisfræði. Aðalbjörg Krist- björnsdóttir, stúdent á náttúrufræðibraut, fékk viðurkenn- ingu frá Menningarsjóði þingeyskra kvenna fyrir dug, áræði og góðan námsárangur, en Aðalbjörg dreif sig í skóla eftir langt hlé frá námi. Pétur Veigar Pétursson flutti ávarp ný- stúdenta og Erna Björnsdóttir lyfja- fæðingur flutti ávarp 10 ára stúdenta. Baldur Baldvinsson söng nokkur lög við athöfnina við undirleik Valmars Valjouts. Í kveðjuorðum skólameist- ara til þeirra sem útskrifuðust sagði m.a.: „Látið ykkur annt um heima- byggðina og verið fús að rétta hjálp- arhönd ef þið fáið tækifæri til. Munið að hér er verk að vinna þegar þið haf- ið lokið undirbúningi fyrir lífsstarfið og hugið að því hvar skal setjast að til framtíðar.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Útskriftarhópurinn úr Framhaldsskóla Húsavíkur. 390 hafa útskrifast frá stofnun framhaldsskólans Húsavík NÚ er að hefjast uppbygging á nýju byggingarsvæði á svokölluðu Hofatúni á Flúðum. Fyrir skömmu tók fyrsti hús- byggjandinn, Bjarni Sverrisson, fyrstu skóflustunguna að einbýlis- húsi sem verður það fyrsta í hverf- inu. Í fyrra var svæðið gert tilbúið til bygginga með öllum lögnum og gerðar þrjár götur sem einungis er eftir að setja á bundið slitlag. Þarna er um að ræða afar fallegt bygging- arsvæði, verða þar 11 einbýlishús, 10 íbúðir í parhúsum og 6 í rað- húsum. Húsnæði hefur skort á Flúðum á undanförnum árum og lóðaskortur verið tilfinnanlegur. Þegar er búið að úthluta tveimur einbýlishúsalóðum og einni par- húsalóð en að sögn oddvitans, Lofts Þorsteinssonar, eru miklar fyrir- spurnir um lóðir á nýja svæðinu. Á síðasta byggingarnefndarfundi voru samþykktar 7 teikningar í sveitinni, m.a. er mikil uppbygging á sum- arhúsum og ný hverfi koma til út- hlutunar í sumar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Loftur oddviti færði Bjarna Sverrissyni og Sigurbjörgu dóttur hans blómvönd. Nýtt bygg- ingarsvæði á Flúðum Hrunamannahreppur AÐ undanförnu hafa tíu einstaklingar af eldri kynslóðinni í Bolungarvík set- ið tölvunámskeið. Meðalaldur þátt- takenda var rúmlega 68 ár en elsti þátttakandinn 76 ára. Námskeiðið var 30 kennslustundir, á vegum Rolands, tölvuþjónustu og ráðgjafarfyrirtækis í Bolungarvík. Kennt var tvisvar í viku þrjá tíma í senn. Að sögn Roland Smelt leiðbeinanda var námskeiðið hugsað sem byrjunar- námskeið í tölvulæsi þar sem helm- ingur þátttakenda hafði aldrei kveikt á tölvu, kennd voru undirstöðuatriði í Windows og grunnritvinnslu. Einnig var kennt að nota Netið með aðstoð Internet Explorer. Mikilvægast var þó, sagði Roland, hvað þátttakendurnir á þessu nám- skeiði höfðu gaman af því að koma saman og læra að tileinka sér þessa tækni, en einnig var skemmtilegt kapp þeirra í milli um að gera kræs- ingarnar í kaffipásunni glæsilegri en í kaffitímanum á undan. Þátttakend- urnir, átta konur og tveir karlar, fengu að lokum skírteini til staðfestu þess að hafa numið í tölvufræðum. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Ásdís Hrólfsdóttir og Hulda Eggertsdóttir njóta leiðsagnar Rolands Smelt á námskeiðinu. Eldri borg- arar á tölvu- námskeiði Bolungarvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.