Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 29

Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 29 ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ var í upphafi öryggissáttmáli milli nokkurra fullvalda ríkja – og formlega er það enn með nítján aðildarríki. En um leið og Evrópu- sambandið bæði samlagast og stækkar er NATO í raun og veru að verða að bandalagi Bandaríkj- anna og Evrópu. Næstum því öll evrópsk aðild- arríki NATO eru einnig aðilar að ESB, og nýjustu þrjú NATO-ríkin eiga nú í samningaviðræðum um aðild að sambandinu. Pólitískar forsendur aðildar að NATO og ESB eru hinar sömu. Skörun NATO og ESB er því nýr og hnattrænt mikilvægur heims- hernaðarveruleiki. Horfast þarf í augu við hann á næsta ári á fund- um ESB í Kaupmannahöfn og NATO í Prag. Þar eð ESB mun halda áfram að stækka – nú standa yfir aðild- arviðræður við ellefu ríki – liggur í hlutarins eðli að það væri fárán- legt ef framtíð NATO væri bundin við varnir einungis þriggja fjórðu af Evrópusambandinu. Slík staða myndi leiða til verulegs óöryggis þess fjórðungs sem væri óvernd- aður. Ógnin sem einu sinni stafaði af Sovétríkjunum er horfin, og Rússland stendur nú í erfiðri end- ursjálfskilgreiningu. Afleiðingin er sú, að NATO er að breytast úr varnarbandalagi er beinist gegn mjög greinilegri ógn í samþætt öryggisbandalag sem nær yfir Evrópu-Atlantshafssvæðið og getur brugðist við ógnun við frið- inn bæði innan þess svæðis og í grennd við það. Í ljósi þessa veruleika, hvað liggur næst fyrir varðandi stækk- un NATO? Þar eð NATO er hern- aðarbandalag og ekki einhliða trygging fyrir vernd verða allir aðilar þess að vera skuldbundnir til sjálfsvarnar með trúverðugum hætti og ennfremur vera reiðu- búnir til að leggja til áþreifanlegt framlag til heildaröryggis jafnvel þegar ekki stafar ógn að þeim sjálfum. Til þess að stækkunarferlið verði áfram pólitískt mikilvægt er einnig mikilvægt að nýjustu þrír aðilarnir standi fyllilega við þær skuldbindingar sem þeir gengust undir áður en þeir fengu aðild. Ef Pólland, Ungverjaland eða Tékk- land myndi bregðast þessum skyldum myndu andstæðingar stækkunar áreiðanlega notfæra sér það. En núna er aðildarferlið að NATO óútreiknanlegt og háð póli- tískum duttlungum. Svona ætti það ekki að vera. Stækkun NATO ætti ekki að vera bókhaldsæfing, skrifræðisvæddur spurningaleik- ur eða pólitískur basar. Vegna pólitísks sjálfstrausts þeirra ríkja sem vilja vera með þarf að gera aðildarferlið hlutlæg- ara, fyrirsjáanlegra og trúverð- ugra – jafnvel þótt það stjórnist á endanum af pólitískum og her- fræðilegum þáttum. Umfram allt þarf það að endurspegla skýra framtíðarsýn á umfang og lögun Evrópu og á tengsl hennar við Atlantshafsbandalagið. Með öðru orðum, það er kominn tími til að binda enda á óvissuna. NATO þarf að taka fjögur skref: – Öll ríki sem talin eru tæk í ESB ættu sjálfkrafa að vera einn- ig tæk í NATO, að því gefnu að þau séu reiðubúin til að veita hlut- lægt mælanlegt framlag til eigin varna og til öryggisaðgerða NATO í heild. – Núverandi blanda af pólitísk- um, félagslegum, efnahagslegum og um fram allt hernaðarlegum viðmiðunum ætti áfram að gilda fyrir ríki sem sækjast eftir NATO-aðild á undan eða fyrir ut- an ESB-aðild. – Prag-ráðstefnan ætti að veita þeim ríkjum sem nú vilja ganga í NATO formlegt boð um að ganga í bandalagið. Formlegt staðfest- ingarferli ætti í hverju tilviki að vera háð viðeigandi viðmiðunum fyrir NATO-aðild. Bandalagið ætti að koma á hefðbundinni for- skrift að árlegri endurskoðun á stöðu hvers og eins umsækjanda. – Í tilviki þeirra umsækjenda sem standa best að vígi ætti NATO að samþykkja aðild þeirra á Prag-ráðstefnunni og hefja hið nauðsynlega staðfestingarferli. Þessar aðgerðir myndu ekki taka af allan vafa og ekki verða nákvæm áætlun, en þær myndu verða til marks um að mikilvæg skref hafi verið tekin til að auka traust á að stækkun NATO sé við- varandi ferli. NATO og ESB þurfa að vaxa saman European Viewpoint. Stækkun NATO ætti ekki að vera bók- haldsæfing, skrif- ræðisvæddur spurn- ingaleikur eða pólitískur basar. eftir Zbigniew Brzezinski Zbigniew Brzezinski var þjóð- aröryggisráðgjafi í stjórnartíð Jimmys Carters Bandaríkja- forseta frá 1977 til 1981. Reuters Colin Powell (t.v.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við Javier Solana, æðsta talsmann Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Ung- verjalandi í vikunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.