Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Baldursson þjóðleikhússtjóri stað- festi í samtali við Morg- unblaðið að Sigurjóna Sverrisdóttir, eiginkona Kristjáns Jóhannssonar, hefði komið til fundar við hann og kynnt honum hugmynd að uppfærslu á óperunni La Fanciulla del West eftir Puccini, með ósk um að Þjóðleik- húsið tæki þátt í henni. „Það kom því miður fljótt í ljós að hugmyndin var fullkomlega óraun- hæf,“ segir Stefán. „Okk- ar hlutur átti að felast í fjármögnun. Kostnaður við uppfærsluna hljóðaði upp á 50–60 milljónir og þeim peningum átti að ná inn með 10 sýningum í Laugar- dalshöll sem ég taldi óraunhæft; Þjóðleikhúsið hefur ekki burði til að leggja út í fjárhagslega áhættu af því tagi.“ Stefán segir enn fremur að þegar Þjóðleikhúsið ráðist í óperuupp- færslur vilji hann gera það í Þjóð- leikhúsinu sem sé enn besta húsið til óperuflutnings. Hugmyndin rædd í þaula „Ef við gerðum svona lagað í Þjóð- leikhúsinu myndum við líka sjálf vilja velja leikstjóra og hljómsveit- arstjóra og aðra flytjendur í samráði við þá, en þetta var bara tilbúinn pakki svo að það var ekki um það að ræða. Fólk fær oft hugmyndir en það verður að vera hægt að fylgja þeim eftir á vitrænum forsendum.“ Stefán Baldursson segir að Þjóð- leikhúsið sé hins vegar mjög opið fyrir samstarfi um listflutning við aðrar menningarstofnanir og hafi reyndar átt í viðræðum við aðila sem Kristján nefndi um slíkt og sennilegt sé að af slíku samstarfi geti orðið í náinni framtíð. Það náðist í Þórunni Sigurðardótt- ur, listrænan stjórnanda Listahátíð- ar í Reykjavík í Björgvin í Noregi, þar sem nú stendur yfir hin árlega listahátíð Björgvinjarbúa. „Það er ekkert launungarmál að Sigurjóna kom á minn fund, eins og reyndar fjöldamargir aðrir hafa gert, sem hafa hugmynd fyrir Listahátíð. Ég tek slíkum erindum vel og reyni að skoða málin frá fjárhagslegum jafnt sem listrænum hliðum. Ég benti henni hins vegar á að Listahátið „próduserar“ ekki óperur, það gera aðrar stofnanir. Þessar fjórar stofn- anir sem Kristján nefndi hafa verið í viðræðum í allan vetur um óperu- flutning,“ segir Þórunn. „Það hefur miðast við það að reyna að setja upp óperu á besta sviðinu sem við eigum, sem er Þjóðleikhúsið. Laugardals- höllin, sem Kristján talaði um er eins og allir vita ekki óperuhús. Það er nógu erfitt að flytja þar sígilda tón- list þótt ekki sé verið að tala um heila óperu með öllu tilheyrandi.“ Þórunn segir að hugmynd Krist- jáns og Sigurjónu hafi verið rædd í þaula. „Það var hins vegar mat okk- ar sem höfum verið að ræða saman um hugsanlegan óperuflutning að þessi hugmynd væri ekki raunhæf, og að Laugardalshöllin væri alveg út úr kortinu fyrir óperuflutning. Við sem stóðum að uppfærslunni á Baldri í fyrra vitum hvernig það er að vinna með sígilda tónlist í því húsi, og ég tala nú ekki um ef um er að ræða tæknilega flókna leiksýningu. Það er líka óraunhæft að ætla að flytja inn leikmynd til Íslands og sparar varla nokkra peninga. Von- andi eignumst við einhvern tíma hús fyrir svona hugmyndir. Í millitíðinni verður stefnt að því að koma upp óperu í sam- starfi þessara aðila sem nefndir hafa verið, og þá vonandi í Þjóð- leikhúsinu.“ Þórunn segir viðræður Þjóð- leikhúss, Sinfóníunnar, Óperunnar og Listahá- tíðar um óperuflutning hafa gengið vel í vetur og að þær séu langt komnar. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að þetta hafi verið hug- mynd um stóra og frísklega uppfærslu á verki Puccinis. „Fyrir Óperuna er þetta spurning um það hvernig eigi að forgangsraða verk- efnum. Það eru allir með langa lista af góðum hugmyndum, en þegar koma fram hugmyndir sem eru svona dýrar, og við höfum í sjálfu sér lítið með að gera, nema að vera boðið að fjármagna þær, þá er bara erfitt að ýta öðru til hliðar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta líka spurn- ing um starfsemi Íslensku óperunn- ar; við erum að reyna að byggja upp samfellda dagskrá, fastráða söngv- ara og reyna að fá samhengi í starf- semina, þá er ekki mjög álitlegt að verja kannski helmingi ársteknanna í sýningu sem er svona stór í sniðum og Óperan hefur í raun lítið með að gera.“ Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, staðfesti að rætt hefði verið við hann um þátttöku Sinfóníuhljómsveitar- innar í uppfærslu óperunnar, en vildi ekki tjá sig um málið frekar. Tilboð Kristjáns Jóhannssonar um uppsetningu á óperuvestra Puccinis Fullkomlega óraunhæf hugmynd Stefán Baldursson Bjarni Daníelsson Þröstur Ólafsson Þórunn Sigurðardóttir NÝVERIÐ var verkið „Out from Under“ eftir bandaríska listamann- inn Lawrence Weiner gefið út í bók- arformi af Dvir- galleríinu í Tel Aviv. Bókverkið, sem er að öllu leyti hugarsmíð Wein- ers, er um margt óvenjulegt þótt það sé samt sem áður einkennandi fyrir textatengda hugmyndalist hans. Bókin er til að mynda skrifuð á þremur tungumálum, arabísku, hebr- esku og ensku, og jafnlæsileg á þeim öllum þó að lesmáti þessara tungu- mála sé ólíkur. Weiner hefur alla tíð haft mikinn áhuga á þeim möguleikum sem gefast til að koma list inn í hversdagslíf ungs fólks, t.d. á söfnum, og til marks um það er þess skemmst að minnast er Weiner gaf bókasafni Háskólans á Akureyri verkið „Skrifað í sandinn...“ á síðastliðnu ári. Þetta nýja bókverk hugsar Weiner sem boðskap sinn til ungmenna á átakasvæðunum fyrir botni Miðjarð- arhafs sem alin eru upp við rótgróið hatur á hvort öðru. Með bókinni gerir hann tilraun til að leiða saman þrjá gerólíka menningarheima í samþætt- aðri listrænni orðræðu um sameigin- legt markmið. Markmiðið er friður en samkvæmt boðskap bókarinnar mun hann ekki ná fram að ganga öðruvísi en að allir aðilar deilunnar snúi baki við fortíðinni og þeim leiðtogum sem hafa fortíðarsýnina að leiðaraljósi, í skiptum fyrir framtíð sem grundvall- ast á nýjum viðhorfum. Framlag Weiners til friðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.