Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 33

Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 33 MEÐAN við bíðum öll spennt eft- ir marktækri félagsvísindalegri könnun á hlustunarvenjum landans, er skorið getur úr um hvað trónir efst á vinsældalista sígildrar tónlist- ar (og hvers vegna), virðist til bráða- birgða mega ímynda sér, að meðal sinfónista sé vísitala Tsjækovskís enn aðskiljanlegum stigum ofar en Prokofjevs á þessu landi, sé rífleg miðlungsaðsóknin í gærkvöld borin saman við húsfyllinn fyrir hálfum mánuði. Hafi einleikshljóðfæri kvöldsins eitthvað að segja um að- dráttarafl, er og ekki nema von, að skærstrengd skrattafiðlan (þá í höndum Vadims Gluzmans) höfði til fleiri en básúnan sem nú var í boði; til skamms tíma grafin í lúðradeild- um hljómsveita og átti hvergi upp á sólistapallborðið – a.m.k. ekki fyrr en sænski snillingurinn Christian Lindberg reif hana upp úr gleymsku og dá, enda tileinkunarþegi yfir 60 básúnukonserta á aðeins aldarfjórð- ungs ferli. Burtséð frá þeim bollaleggingum var áberandi stærri partur tónleika- gesta í yngri kantinum að þessu sinni, en víst vænlegast að henda sem fæstum getum að orsökum þess. Trauðla mætti þannig ætla „Út- farartónlist“ (þ.e. Musique funèbre eða Muzyka zalobna á frummálinu) eftir Witold Lutoslawski (1913-94) vænlega til að ginna að múg og margmenni við fyrstu sýn, þótt markað hafi tímamót á ferli pólska módernistans við frumflutninginn 1958 og nú sé jafnan talin meðal meistaraverka síns tíma. Það var fjögur ár í smíðum, samið til minn- ingar um Bela Bartók út frá per- sónulegri nálgun Lutoslawskis á raðtækni, að virðist með einhverri hliðsjón af verkum ungverska meist- arans eins og Tónlist f. strengi, slag- verk og selestu og Dívertímentó f. strengjasveit. Frómlega skal játað, að verkið var eitt af vanræktum göt- um í sáldróttri þekkingu undirrit- aðs, og kom því satt að segja á óvart hvað það reyndist hlustvænt við fyrstu kynni. Þrátt fyrir alvörugefið upphaf, að maður segi ekki drunga- legt, komst stykkið fljótt á skrið í plastískum flutningi sinfóníu- strengjanna og hélt manni á nálum allt til enda, þökk sé m.a. makalaust litauðugri útfærslu tónskáldsins, er kallaði fram á innri skjáinn áhrifa- miklar afstraktmyndir í síbreytileg- um formum, ekki sízt með einstak- lega dramatískum klasahljómum, er nutu sín til fullnustu í magnaðri spilamennsku stroksveitarinnar. Álíka myndauðgi gat einnig víða að heyra í frumflutningi Christians Lindbergs og SÍ á nýjum konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir af- kastamesta tónskáld Íslendinga af yngri kynslóð, Áskel Másson, er hann nefnir „Canto Nordico“ – Nor- rænan söng. Að sögn höfundar mun verkið unnið úr hugmyndum frá fyrri básúnukonsert hans frá 1987, sem Christian Lindberg frumflutti sömuleiðis sem sólisti með SÍ á sín- um tíma. Vænlega var farið af stað á náttmyrkum nótum er leiddu hug- ann að ógnum burknaskóga Júra- skeiðsins með tannprúðar risaeðlur í ætisleit, en þróaðist síðan yfir á vit viðkunnanlegra ævintýraheima inn á milli dramatískra hljómadranga með fjöldann allan af skemmtilegum effektum. Einleikarinn fékk að taka á hinum stóra sínum í m.a. tveim löngum kadenzum, ýmist lagrænt syngjandi á (og í) básúnuna eða hríðskjótandi út úr sér tónabunum af mikilli tví- og þrítyngjandi lipurð, auk þess sem allur lagerinn af dempurum var hafður til taks, svo að útvarpshlustendur mættu halda að ólíkustu einleikshljóðfæri kæmu við sögu umfram það sem flestir myndu skynja sem óbreytta sleða- básúnu. Það er ekki ofsögum sagt að Christian Lindberg hafi farið á kost- um og fór greinilega létt með það. Hljómsveitin lét ei heldur sitt eftir liggja í snörpum og samtaka leik. Hins vegar lét framvindukynngi verksins þegar áleið nokkuð á sér standa, þrátt fyrir fjölda eftirtekt- arverðra staða og hefði að manni virtist haft gott af smávegis grisjun í breidd og aðallega í lengd. Eftir hlé var komið að 5. sinfóníu Prokofjevs. Hún var samin sumarið 1944 í húsasamstæðu sovézka tón- skáldasambandsins í Ivanovo, 14 ár- um eftir fyrra framlag Prokofjevs til hljómkviðugreinarinnar og í svipað- an mund og 8. píanósónatan og pí- anósvítan úr ballettinum Ösku- busku. Til þess var þá tekið hvað skap tónskáldsins hefði mildazt í hinu friðsæla sveitaumhverfi, og vissulega má til sanns vegar færa, að sjaldan hafi Sergei náð fram meiri aðlandi samblöndu af erkitýp- ískri, hörundsárri viðkvæmni, krass- andi hranaleika og gróteskum óstýrilátum en einmitt í þessu verki. Lagræn, rytmísk og orkestrunarleg andagift Prokofjevs fagnar svo ótelj- andi mörgum sigrum í 5. sinfóníunni að fylla mætti heila bók og verður að láta nægja að geta þess, að Sinfón- íuhljómsveitin rúllaði sig svo kyrfi- lega út undir skeleggri stjórn Bern- harðs Wilkinson að stundum mætti halda að heimskunnur stjörnudír- ígent héldi á sprotanum. Ef nokkuð var, saknaði maður kannski helzt meiri epískrar breiddar í fyrri hluta III. þáttar (Adagio), en að öðru leyti fóru allar deildir sveitarinnar með jafnvel mest krefjandi spretti þessa makalaust vel upplagða meistara- verks eins og að drekka vatn. Hér var leikið af bæði nákvæmni og til- finningu, alla leið upp í fítonsflug. Kvöldstundin í Háskólabíói skildi eftir uppörvandi unaðsstund í hug- um hlustandans af því tagi sem kem- ur manni til að rjúka út í plötubúð næsta dag, ef fyrir handvömm skyldi vanta í heimadiskótekið þann fjölundra ævintýraheim í hljóðriti sem heitir 5. sinfónía Prokofjevs. Á fítonsflugi TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Lutoslawski: Útfarartónlist. Áskell Másson: Canto Nordico, básúnukonsert (frumfl.). Prokofjev: Sinfónía nr. 5 í B Op. 100. Christian Lindberg, básúna; Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinson. 30. maí kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Golli Áskell Másson, Christian Lindberg og Bernharður Wilkinson. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.