Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 36
LISTIR/KVIKMYNDIR
36 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRUMSÝNINGAR
Along Came a Spider Háskólabíó,
Laugarásbíó
Spy Kids Stjörnubíó, Laugarásbíó,
Regnboginn
Say It Isn’t So Stjörnubíó
Janice Beard Háskólabíó
Spot Bíóhöllin, Kringlubíó
Lalli Johns
Íslensk. 2001. Leikstjóri og handrit:
Þorfinnur Guðnason. Lífshlaup síbrota-
mannsins Lalla í hálfan áratug séð
með vökulli linsu eins okkar besta
kvikmyndagerðarmanns. Viðfangsefnið
sérkapítuli útaf fyrir sig; Mr. Johns er
flottur á sinn hátt með skopskynið í
lagi. Óborganleg og gráglettin.
Háskólabíó.
Memento
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og hand-
rit: Christopher Nolan. Aðalleikendur:
Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe
Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um
mann með ekkert skammtímaminni.
Frábærlega útsmogin og úthugsuð,
spennandi og fyndin. Bíóborgin.
Traffic
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven
Soderbergh. Handrit: Stephen Gaghan.
Aðalleikendur: Michael Douglas, Beni-
cio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzm-
an. Yfirgripsmikil, margþætt spennu-
mynd um dópsmyglið frá Mexíkó til
Bandaríkjanna. Kong, þó glædd mikilli
frásagnargleði og flestir kaflarnir trú-
verðugir í heimildarmyndarstíl.
½
Bíóborgin.
Blow
Bandarísk. 2001. Leikstjóri Ted
Demme. Handrit: Nick Cassavetes. Að-
alleikendur: Johnny Depp, Rachel Grif-
fiths, Penelopé Cruz. Látlaus, vel gerð
og mjög áhugaverð mynd um ævi um-
svifamesta kókaínsmyglara í Bandaríkj-
unum á áttunda áratugnum. Depp er
góður að vanda, sömuleiðis aðrir leik-
arar. Háskólabíó.
State and Main
Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit
David Mamet. Aðalleikendur Alec
Baldwin, William H. Macy. Skondin og
skemmtileg mynd um þegar stjörnur
ráðast inní smábæ og setja allt á ann-
an endann. Frábær leikarahópur en
Philip Seymour Hoffman er bestur.
Háskólabíó, Regnboginn.
Crimson Rivers
Frönsk. 2000. Leikstjóri Matthieu
Kassovitz. Handrit: Kassovitz og Jean-
Christopher Grange. Aðalleikendur:
Jean Reno, Vincent Cassell. Óhugn-
anleg en spennandi, franskur tryllir,
sem er aðeins of ruglingslegur en fín-
asta skemmtun. Stjörnubíó.
Kirikou og galdrakerl-
ingin
Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit:
Michel Ocelot. Aðalraddir: Óskar Jör-
undarson, Stefán Karl Stefánsson, Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir. Einfalt æv-
intýri um gott og illt í frumskógum
svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börn-
in. Háskólabíó.
Leiðin til Eldorado
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Eric
Bergeron. Handrit: Don Paul. Teikni-
mynd. Segir frá tveimur svindlurum
sem finna gulllandið El Dorado, Útlitið
fullkomið, einsog vænta má, hið sama
er ekki hægt að segja um söguna eða
tónlistina. Bíóhöllin.
Miss Congeniality
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald
Petrie. Handrit: Mark Lawrence. Aðal-
leikendur: Sandra Bullock, Benjamin
Bratt, Michael Caine. Prýðileg gam-
anmynd um FBI-löggu sem tekur þátt í
fegurðarsamkeppni gegn vilja sínum.
Bíóhöllin.
The Mummy Returns
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og hand-
rit: Stephen Sommers. Aðalleikendur:
Brendan Fraser, Rachel Weisz, John
Hannah. Múmían snýr aftur með mikl-
um látum. Ósvikin fjölskylduskemmtun
með mögnuðum brellum. Háskólabíó, Bíóhöllin.
Nýi stíllinn keisarans –
The Emperor’s New
Groove
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Din-
dal. Handrit: Thomas Schumacher. Það
kveður við nýjan tón í nýjustu Disney-
myndinni, sem fjallar um spilltan keis-
ara sem breytist í lamadýr og lærir
sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn
og fullorðna. Bíóhöllin, Regnboginn.
Dungeons and Dragons
Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit:
Courtney Solomon. Aðalleikendur: Just-
in Whalin, Marlon Wayans, Thora Birch.
Gamaldags ævintýramynd með prins-
essum og drekum og ungum hetjum
sem bjarga málunum. Regnboginn.
Someone Like You
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tony Gold-
wyn. Handrit: Elizabeth Chandler. Aðal-
leikendur: Ashley Judd, Greg Kinnear,
Hugh Jackman. Þokkalega gerð og vel
leikin en efnislega villuráfandi kvenna-
mynd. Bíóhöllin, Regnboginn.
Exit Wounds
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Andrzej
Bartkowiak. Handrit: Ed Horowitz. Aðal-
leikendur: Steven Seagal, DMX. . Has-
armynd með Seagal og hefur öll hans
helstu persónueinkenni: Beinbrot, bíla-
eltingaleiki, o.s.frv. Bíóhöllin, Kringlubíó.
Get Over It
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tom
O’Haver. Handrit: R. Lee Fleming Jr.
Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Bill Fost-
er, Sisgo. Misheppnuð unglingamynd
með aulahúmor. Leikararnir ágætir en
bjarga engu.
Regnboginn.
Pokémon 3
Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael
Haigney. Handrit Haigney og Norman
Grossfeld. Þriðja Pokémon myndin er
einsog þær fyrri; realísk stuttmynd
kemur á undan háskaævintýrinu þar
sem Pokémonar berjast og Ash bjargar
málunum. Óaðlaðandi og óspennandi
að öllu leyti.
Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn.
Tomcats
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og hand-
rit: Gregory Poirier. Aðalleikendur:
Shannon Elizabeth, Jerry O’Connell,
Jake Busey. Nokkrir vinir veðja um hver
verður síðastur að kvænast. Er tveir
standa eftir, hefst mikill hamagangur á
Hóli. Heldur klént, alltsaman.
Laugarásbíó.
Sweet November
Leikstjóri: Pat O’Connor. Handrit: Her-
man Raucher. Aðalleikendur: Keanu
Reeves, Charlize Theron. Afleit
óraunsæisvella um hrokagikk og dauð-
vona fegurðardís sem gerir úr honum
mann. Er hægt að óska sér einhvers
betra? ½
Bíóhöllin, Kringlubíó.
Valentine
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James
Blanks. Handrit: Tom Savage. Aðalleik-
endur: Denise Richards, David Bor-
eans. Hryllilega óspennandi hryllings-
mynd með réttdræpum persónum. ½
Bíóborgin, Kringlubíó.
Bíóin
í borginni
Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir
GILLY Noble (Chris Klein) er frá
Indiana og vinnur sem dýragæslu-
maður. Hann ræður einkaspæjara til
þess að hafa uppi á móður sinni og er
í leiðinni á höttunum eftir einu réttu
stúlkunni til þess að eyða ævi sinni
með.
Hann verður ástfanginn af hinni
klaufalegu hárgreiðslukonu Jo
Wingfield (Heather Graham) og ást-
in milli þeirra blómstrar en þá kemst
einkaspæjarinn að því að móðir Gilly
er Valdine Wingfield, sem vill svo til
að er einnig móðir Jo. Þar með halda
ástarfuglarnir að þau séu systkini.
Jo flytur til Oregon en Gilly kemst
að því að um misskilning er að ræða
og heldur til Oregon í leit að henni og
á leiðinni verða margir furðufuglar á
vegi hans.
Þannig er söguþráðurinn í banda-
rísku gamanmyndinni Say It Isn’t So
sem grínbræðurnir Peter og Bobby
Farelly framleiða en leikstjóri er J.
B. Rogers og er þetta hans fyrsta
mynd. Handritið gera Peter Gaulke
og Gerry Swallow en með aðalhlut-
verkin fara Chris Klein, Heather
Graham, Sally Field, Richard Jenk-
ins, Orlando Jones og Eddie Cibrian.
Gaulke og Swallow unnu fyrir sér
sem uppistandarar þegar þeir
ákváðu að skrifa handrit að gaman-
myndum árið 1998. Fyrsta verk
þeirra var Mountain Fever og þeir
fylgdu því eftir með Say It Isn’t So.
„Peter fékk þessa hugmynd að gera
bíómynd um mann sem verður óvart
skotinn í systur sinni en kemst svo
að því að það þarf ekki endilega að
vera að hún sé systir hans,“ er haft
eftir Swallow.
Þeir félagar töldu að handritinu
þeirra væri best borgið í höndunum
á grínparinu Bobby og Peter Far-
elly, sem kunnir eru fyrir grófar
gamanmyndir á borð við There is
Something About Mary og Me, My-
self and Irene. Bræðurnir skemmtu
sér hið besta yfir handritinu. „Þetta
er einmitt efni sem á vel við okkur,“
er haft eftir Peter. „Það er ekki bara
fyndið og yfirgengilegt heldur líka
alvöru ástarsaga um fólk sem verður
að skilja fyrir misskilning. Allt verð-
ur það mjög flókið og brjálæðislegt
en á endanum er það ástin sem hefur
sigur.“
Chris Klein fannst handritið snið-
ugt. „Ég las það um borð í flugvél og
gat ekki hætt að hlæja,“ segir hann,
„þangað til fólk var farið að stara á
mig.“
Heather Graham, sem er ein af
efnilegustu ungu leikkonunum í
Hollywood í dag, hafði sérstaka
ánægju af því hvernig sagan bland-
aði saman gamansemi og tilfinninga-
semi. „Það er mjög átakanlegt að
Gilly og Jo geti ekki verið saman.
Eins og í Rómeó og Júlíu.“
Leikarar: Chris Klein, Heather Graham,
Sally Field, Richard Jenkins, Orlando
Jones og Eddie Cibrian. Leikstjóri: J. B.
Rodgers.
Misskilningur og ást
Atriði úr bandarísku gamanmyndinni Say It Isn’t So sem frumsýnd er í
Stjörnubíói og Sambíóunum Álfabakka.
Stjörnubíó og Sambíóin Álfabakka
frumsýna bandarísku gamanmyndina
Say It Isn’t So með Heather Graham í
aðalhlutverki.
ÞÆR hafa nú ekki verið nein
meistaraverk unglingahrollvekjur
seinustu missera, en margar hverjar
bara býsna skemmtilegar á sinn
hátt. En Valentine er vart áhorfan-
leg. Sögufléttan er svo sem ekkert
vitlausari en gengur og gerist en öll
framkvæmd myndarinnar er hin öm-
urlegasta. Endirinn kemur reyndar
á óvart og maður er svo þakklátur
fyrir það eftir þrautarsetuna að mað-
ur sættir sig við að vera skilinn eftir í
lausu lofti með spurningar á vörun-
um.
Unglingspilti nokkrum er neitað
hvað eftir um dans hjá sætustu gel-
luklíkunni í skólanum og er afskap-
lega sár fyrir vikið. Nú þegar hann
er orðinn stór tekur hann sig til við
að hefna sín grimmilega á þeim öll-
um á Valentínusardaginn. Þetta
handrit er alveg gelt. Bæði fram-
vinda og atvik eru hreinlega
heimskuleg, og samtölin ömurleg.
Ekki bætir úr skák að leikararnir
eru hryllilega lélegir en verst er að
þessar vinkonur eru svo leiðinlegar
og ómerkilegar mannverur að maður
hlakkar til að sjá þær hverfa af sjón-
arsviðinu. Í þessari hryllingsmynd
er engin spenna, afskaplega tak-
mörkuð og klisjukennd hryllingsat-
riði.
Mesti hryllingurinn felst í smekk-
leysunni og almennum leiðindum,
þannig að vart verður annað sagt en
að heilagur Valentínus skjóti langt
frá markinu í þetta sinnið.
Hryllilega illa gerð
hryllingsmynd
KVIKMYNDIR
S a m b í ó i n
Leikstjórn: Jamie Blanks. Handrit:
Wayne og Donna Powers eftir
skáldsögu Tom Savage. Aðal-
hlutverk: Denise Richards, Adam
Carr, Marley Shelton, Daniel Cos-
grove og Jessica Capshaw. 96 mín.
Warner Bros 20001.
VALENTINE 1 ⁄2
„Mesti hryllingurinn felst í smekkleysunni og almennum leiðindum.“
Hildur Loftsdótt ir