Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 39
„Fyrir íslensku ólympíunefndina
mundi það vera best ef annar hvor
Evrópubúanna tæki við. Það er ljóst
að þeir Íslendingar sem þekkja á
annað borð til innan alþjóðahreyf-
ingarinnar þekkja best til Rogge og
Schmitt, en að vísu kannast ég við
alla frambjóðendurna. En ég er í
persónulegu og beinu sambandi við
Rogge og Schmidt ef á þarf að
halda. Vonandi fer það þannig að
annar hvor þeirra vinni því hvað
sem mönnum finnst þá er alltaf gott
að þekkja þá sem halda um stjórn-
völin,“ segir Júlíus.
Umhverfismál hafa
vaxandi vægi
Íþrótta- og umhverfisnefndin
sem Júlíus á sæti í er skipuð 25
mönnum frá 18 þjóðum víðs vegar í
heiminum. Hún var sett á laggirnar
árið 1995 í kjölfar ráðstefnu sem
IOC hélt árið áður í tilefni af 100 ára
afmæli sínu. Þar settu umhverfis-
mál sterkan svip á umræður. Pál
Schmitt hefur verið formaður
nefndarinnar frá upphafi. Auk full-
trúa frá IOC sitja í nefndinni menn
frá ýmsum umhverfissamtökum og
einnig frá Sameinuðu þjóðunum.
„Ég kom inn í þetta meðan ég var
formaður Ólympíunefndar Íslands
en einnig af því að ég hafði verið for-
maður umhverfismálanefndar
Reykjavíkur um átta ára skeið. Það
eru ekki svo margir forystumenn úr
íþróttahreyfingunni sem hafa unnið
að umhverfismálum,“ segir Júlíus
sem segist hafa mikla ánægju af því
að starfa í þessari nefnd.
„Þegar IOC var stofnað voru
íþróttir fyrst og fremst á stefnu-
skránni. Síðar bættust menningar-
málin við en þriðji þátturinn í starf-
inu, og sá nýjasti, eru
umhverfismálin. Þau eru jafngild
öðrum málefnum. Einnig er nefndin
sú fjölmennasta á vegum IOC,“ seg-
ir Júlíus og leggur þunga áherslu á
að engin borg geti sótt um að halda
Ólympíuleika nema hún leggi fram
fullkomna áætlun í umhverfismál-
um. „Þessi þáttur hefur mjög breyst
í starfi IOC. Sumum þykir það vera
óþarfi, en að mínu mati er það ekki.
Eftir Ríó-samkomulagið í umhverf-
ismálum þá hafa allir tekið sig á í
umhverfismálum og Alþjóða ólymp-
íunefndin er þar enginn eftirbátur,
enda á ferðinni ein allra stærstu
samtök í heiminum sem hefur innan
sinna vébanda fleiri þjóðir en til
dæmis Sameinuðu þjóðirnar.“
Júlíus segir að mjög vel hafi verið
staðið að þáttum er tengjast um-
hverfismálum á Ólympíuleikunum í
Sydney.
Loftmengun er vandamál
„Umhverfismál eru nokkurt
vandmál í Aþenu, einkum það sem
snýr að loftmengun, eins og ég hef
áður komið inn á. Ég er hins vegar
bjartsýnn á að nokkrir þættir séu á
réttri leið. Hins vegar er það svo að
Alþjóðaólympíunefndin getur ekki
gert kröfu til algjörra umskipta í
borgum. En nefndin getur haft
áhrif á allt sem að Ólympíuleikun-
um snýr fari eftir ákveðnum
reglum. Það hefur verið eitt aðal-
verkefni nefndarinnar sem ég sit í
að vinna Staðadagskrá 21 fyrir Ól-
ympíuhreyfinguna. Hún liggur nú
fyrir og hefur verið send út til allra
ólympíunefnda í heiminum. Næsta
skrefið er að búa til dagskrá í um-
hverfismálum fyrir öll alþjóða sér-
samböndin og ólympíunefndirnar
með það fyrir augum að létta þeim
skrefin við uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja sem og skipulagningu
allrar keppni. Þetta starf mun taka
nokkurn tíma en þetta eru næstu
skrefin.
Að öðru leyti erum við í sambandi
við þær borgir sem halda leika
hverju sinni og nefndarmenn frá
okkur sitja í undirbúningsnefnd
næstu Ólympíuleika og einnig
þeirra nefnda sem vinna að um-
sóknum fyrir væntanlega kandíd-
ata,“ segir Júlíus og leggur ríka
áherslu á að IOC sé í góðu sambandi
við öll stærstu umhverfisverndar-
samtök í heiminum. „Þessi samtök
hafa fagnað starfi okkar og óskað
eftir að vinna með okkur og sagt að
það sé óskaplega þýðingarmikið að
Alþjóða ólympíunefndin taki á um-
hverfismálunum og vinni með okkur
því þekktasta vörumerki í heimin-
um séu ólympíuhringirnir fimm og
þegar þeir eru komnir að umhverf-
ismálunum með stærstu aðilum á
vegum umhverfisverndar þá hafi
það ómetanlega þýðingu.“
Hafa tekjur af
umhverfismálum
Júlíus nefnir sem dæmi að vegna
hinnar þungu áherslu sem Alþjóða
ólympíunefndin hefur lagt á um-
hverfismálin sé undirbúningsnefnd
ólympíuleika að fá tekjur af þessum
þætti. Það gerist hjá undirbúnings-
nefnd Vetrarólympíuleikanna í Salt
Lake City á næsta ári.
„Íþróttahreyfingin getur og á að
hafa mikil áhrif á umræðu í um-
hverfismálum á næstu áratugum.
Íþróttamenn eru þekktustu persón-
ur í heiminum fyrir utan kvik-
myndastjörnur. Í hverju landi eru
íþróttamenn, ég tala ekki um verð-
launahafa á Ólympíuleikum, mjög
áhrifamiklar persónur og þær ber
að virkja í þágu umhverfisins. Þar
af leiðandi á íþróttahreyfingin að
leggja sitt lóð á vogarskálina meðal
annars í gegnum sitt fólk sem allir
þekkja. Íþróttamennirnir eru og
verða bestu sendiherrar okkar í um-
hverfismálum eins og í öðrum efn-
um,“ segir Júlíus Hafstein, fulltrúi í
íþrótta- og umhverfisnefnd Al-
þjóðaólympíunefndarinnar.
Reuters
Miklar framkvæmdir eru nú við Maraþon, rétt utan Aþenu, þar sem verið er að koma upp aðstöðu fyrir róðra-
keppni Ólympíuleikanna. Framkvæmdirnar hafa vakið sterk viðbrögð umhverfissinna í landinu þar sem þeir
telja að mikil umhverfisröskun eigi sér stað á þessum sögufræga stað.
iben@mbl.is
FRÉTTIR
HEIMILI og skóli, landssamtök
foreldra, veittu Foreldraverðlaun-
in í sjötta sinn fimmtudaginn 10.
maí sl. Markmiðið með veitingu
Foreldraverðlaunanna er að vekja
jákvæða athygli á grunnskólunum
í landinu og því mikilvæga starfi
sem fram fer innan skólasam-
félagsins.
Verðlaunahafinn er valinn úr
hópi þeirra sem tilnefndir eru en
það voru tólf aðilar að þessu sinni.
Viðkomandi þarf að hafa unnið góð
störf í þágu foreldra og barna og
sérstaklega er litið til nýjunga og
verkefna sem efla tengsl heimila og
skóla og auka virkni foreldra,
kennara og nemenda í slíku starfi.
Skólastjórnendur Engjaskóla,
Hildur Hafstað skólastjóri og Guð-
rún Erla Björgvinsdóttir aðstoðar-
skólastjóri hlutu verðlaunin að
þessu sinni. Í greinargerð þeirra
sem tilnefndu þær stöllur, en það
voru foreldrafélag og foreldraráð
Engjaskóla, segir m.a: „Að frum-
kvæði og með virkri þátttöku
skólastjóra og aðstoðarskólastjóra
var Foreldra- og kennarafélag
Engjaskóla stofnað strax haustið
1995, þegar skólinn tók til starfa.
Þeirra fyrsta verk, þegar fyrsta
stjórn félagsins hafði verið kosin,
var að afhenda henni lykla að skól-
anum með þessum orðum: „þetta
væri ykkar skóli.“ Æ síðan hafa
þær stutt, ekki aðeins í orði heldur
í verki, hverja þá hugmynd for-
eldra sem stuðlað getur að öflugri
og betri samskiptum foreldra,
nemenda og skóla. Iðulega hafa
þær einnig átt frumkvæði að góð-
um hugmyndum og verkefnum og
leitað stuðnings hjá foreldrafélag-
inu með útfærslu og samstarf. Í
ljós hefur komið að foreldrar í
Engjahverfi eru hvað jákvæðastir í
garð síns skóla af foreldrum í
Reykjavík. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra ávarpaði
samkomuna og lagði áherslu á
hversu mikilvægt hlutverk for-
eldra er innan skólasamfélagsins.
Sagðist hann jafnvel geta séð það
fyrir sér í framtíðinni að valdið yfir
grunnskólanum yrði á höndum for-
eldra. Hildur og Guðrún þökkuðu
þann heiður sem þeim var sýndur
og greindu frá því hversu vænt
þeim þætti um að tilnefningin
skyldi einmitt hafa komið frá for-
eldrahópnum við skólann.
Engjaskóli
hlýtur Foreldra-
verðlaunin 2001
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
FLUGDAGUR
Í MOSFELLSBÆ
Í tilefni 20 ára afmælis Flugklúbbs Mosfellsbæjar
höldum við stærsta flugviðburð ársins á Tungubökkum,
Mosfellsbæ, laugardaginn 2. júní.
Vélflug, þyrluflug, listflug, fallhlífarstökk, svifflug,
svifdrekaflug og módelflug.
Dagskráin byrjar kl. 13:00 og endar með
lendingarkeppni kl. 17:00. Allir velkomnir á staðinn.
Nánari upplýsingar á www.simnet.is/moso