Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 49

Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 49 ✝ Finnbogi Ingi-mar Guðmunds- son fæddist á Fjalli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 6. febr- úar 1913. Hann lézt á heimili sínu á Dal- braut 21 í Reykjavík 20. maí síðastliðinn. Foreldrar Ingimars voru hjónin Guð- mundur Snorri Finnbogason, far- kennari og bóndi í Þverdal í Aðalvík og síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 2. apríl 1890, d. 7. október 1969, og Jónína Sveinsdóttir húsmóðir, f. 25. september 1883, d. 7. júlí 1973. Systkini Ingimars eru 1) Garðar Hannes, f. 13. ágúst 1917, d. 28. júlí 1971, kvæntur Bertu Guðbjörgu Hannesdóttur, f. 6. júní 1919. 2) Sveinn Benedikt, f. 7. febrúar 1923, kvæntur Berg- þóru Skarphéðinsdóttur, f. 17. júlí 1926. 3) Margrét Sólveig, f. 7. febrúar 1923, gift Hjálmari Benedikt Gíslasyni, f. 22. des- ember 1918. 4) Magnús, f. 18. október 1925, kvæntur Hallveigu Hannesdóttur, f. 3. október 1927. 5) Sigurður Sturluson, fóstur- kvæntur Kolbrúnu Finnsdóttur, f. 13. október 1947 og eiga þau Áslaugu K., f. 15. janúar 1967, gift Páli Stefánssyni, börn þeirra eru Stefán og Kolbrún; og Ingi- mar, f. 14. mars 1973, sambýlis- kona Arna Kristinsdóttir. Börn Sigþrúðar frá fyrra hjónabandi eru 1) Friðrik Þórisson, f. 23. september 1934, kvæntur Ingi- gerði Guðmundsdóttur, f. 6. maí 1948. Börn þeirra eru Þórir Ingi, f. 18. nóvember 1967, Sigþrúður Hrönn, f. 10. janúar 1970, Þóra Björk, f. 5. janúar 1973, og Frið- rik Þór, f. 9. nóvember 1974. 2) Nína Þ. Þórisdóttir, f. 12. janúar 1936, gift Katli Péturssyni, f. 15. ágúst 1933, d. 29. maí 1998. Börn þeirra eru Inga Sigþrúður, f. 28. maí 1964, sambýlismaður Mal- colm Armistead, og Kristín Elfa, f. 9. júní 1971. Ingimar bjó síðar með Margréti Guðmundsdóttur, f. 31. ágúst 1923, d. 18. janúar 1984. Synir hennar eru Þorsteinn Skúli Ásmundsson, f. 5. maí 1949, og Guðmundur Ingi Ásmundsson, f. 23. október 1955. Ingimar fluttist á öðru ári með foreldrum sínum frá Skagafirði til Aðalvíkur þar sem foreldrar hans bjuggu fyrst í Görðum og síðar í Þverdal en fluttist alfar- inn þaðan 1937. Starfsævi Ingi- mars var fjölbreytt en lengst af starfaði hann sem kaupmaður í Reykjavík. Útför Ingimars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. bróðir, f. 14. desem- ber 1915, kvæntur Maríu Pálsdóttur, f. 30. ágúst 1916, d. 13. febrúar 1975. Hinn 25. september 1943 kvæntist Ingi- mar Sigþrúði Helga- dóttur, f. 12. nóvem- ber 1915, d. 26. maí 1978. Foreldrar hennar voru Helgi Steinberg Þórðarson verkamaður, f. 27. júlí 1883, d. 14. jan- úar 1964, og Sigur- borg Bjarnadóttir húsmóðir, f. 30. mars 1886, d. 21. júní 1948. Börn þeirra eru 1) Ingimar Haukur, f. 6. september 1943, kvæntur Guðrúnu V. Sverr- isdóttur, f. 15. júlí 1955, og eiga þau Hauk, f. 24. september 1986, og Högna Rúnar, f. 29. maí 1990. Ingimar Haukur eignaðist með fyrri konu sinni, Kristínu Mjöll Kristinsdóttur, f. 13. mars 1943, Hrannar, f. 27. september 1972, sambýliskona Katrín Ingvadóttir, sonur hennar Viktor Ingvi; og Ingunni, f. 14. desember 1975, gift Páli Borg; og Helgu, f. 24. nóvember 1980. 2) Guðmundur Snorri, f. 22. febrúar 1948, Maður býr að því alla ævi að kom- ast til manns norður í Aðalvík. Og Ingimar var sannarlega mikill mað- ur, sterkur, lífsglaður nútímamaður sem horfði framávið til síðasta dags. Á þessum tæplega níutíu árum sem hann lifði hefur allt breyst. Og það voru menn eins og Ingimar sem lögðu grunninn að því Íslandi sem við búum á í dag. Farsællega. Ingimar var afi konunnar minnar, langafi, sem spilaði og söng. Langafi, sem bjó neðar í götunni, langafi, sem byggði húsið okkar, langafi, sem smíðaði í skúrnum á lóðinni okkar á Dalbraut til síðasta dags. Langafi, sem miðlaði úr fortíð til barnanna okkar Áslaugar Snorradóttur, Stef- áns og Kolbrúnar, sem voru nær áttatíu árum yngri, langafi, sem var með GSM, átti bláan bíl og raf- magnsbíl, og söng í hundrað kórum. Glaður maður, sem spilaði og söng. Elsku Ingimar, það var gæfa að kynnast manni eins og þér, sem horfði alltaf syngjandi glaður fram veginn. Með málverk af Aðalvík á besta stað í íbúðinni, þar sem þú gast rennt augunum til baka, eitt augna- blik. Áður en skroppið var á kóræf- ingu. Páll Stefánsson. Í dag kveðjum við einstakan mann og góðan vin, Ingimar Guðmunds- son, sem lést 20. maí síðastliðinn. Kynni okkar of honum hófust fyrir alvöru þegar hann hóf sambúð með móður og tengdamóður okkar, Margréti G. Guðmundsdóttur, fyrir rúmum 20 árum. Það þurfti ekki löng kynni til þess að komast að því hvaða mannkosti Ingimar hafði að geyma. Einstök glaðværð, hlýja og jákvætt viðhorf til lífsins fylgdi honum hvert sem hann fór. Ingimar ólst upp í Að- alvík á Ströndum en flutti til Reykja- víkur og bjó þar síðan, lengst af á Dalbraut 3 í húsi sem hann byggði sjálfur. Hann vann alla ævina allt til dauðadags. Starfsorkan var gríðar- leg og hverju verki sinnt af dugnaði, útsjónarsemi og kappi. Hin síðari ár kom hann sér upp trésmíðaverk- stæði í bílskúr við Dalbrautina og smíðaði þar ýmislegt. Þekkt eru upp- þvottagrindurnar, eldhúsáhöld ým- iss konar ásamt garðborðunum sem hann seldi víða. Verkstæðið var í raun öllum opið og greiðasemi hús- ráðanda lítil takmörk sett. Smá við- vik eða aðstoð voru auðfengin. Til- veran á trésmíðaverkstæðinu snerist ekki einungis um smíðar. Verkstæð- ið var einnig félagsmiðstöð vina hans úr hverfinu. Menn komu, ræddu málin, leystu vandamál samfélagsins og gerðu grín að sjálfum sér og um- hverfinu. Alltaf var létt í mönnum þrátt fyrir ákafa þjóðmálaumræðu og ólíkar skoðanir. Um það sá Ingi- mar með kímnum innskotum. Ingimar og Margrét áttu fá en góð ár, en hún lést 1984. Samskipti okkar við Ingimar þessi ár voru náin en þau bjuggu á nýstofnuðu heimili okkar síðasta árið sem Margét lifði. Á þess- um árum mynduðust tengsl við Ingi- mar sem aldrei rofnuðu. Í nábýli fólks af sitthvorri kynslóðinni getur reynt á. Til þess kom þó ekki og er það einkum Ingimari að þakka. Hann sýndi okkur mikla tillitssemi og aldrei urðum við þess vör að hann vildi skipta sér af okkur. Hins vegar hafði hann mikil áhrif á líf okkar ómeðvitað. Hann kenndi okkur að takast á við morgundaginn á jákvæð- an hátt. Lestur góðra bóka var eitt af áhugamálum Ingimars. Fyrir mann sem alla tíð fylgdist með þjóðmál- unum urðu ævisögur í sérstöku uppáhaldi. Líklega las hann flestar þær sem gefnar voru út. Þeir sem umgengust hann skynjuðu fljótlega þetta áhugamál því oft vitnaði hann í þessi rit í frásögn sinni. Oftar en ekki urðu frásagnirnar líflegar og skop- leg hlið mála dregin fram. Þegar fundum okkar bar saman hafði oftast fæðst hugmynd hjá Ingimari sem þarfnaðist úrlausnar. Málin voru rædd og reynt að finna lausn. Fjöl- breytni hugmyndanna voru lítil tak- mörk sett. Margar þeirra sneru að smíðum hans en aðrar voru til þess fallnar að auðvelda honum lífið og gera hann sjálfbjarga eins lengi og kostur var. Áður en hafist var handa við smíðar var verkið upphugsað, verkfæri eða uppstillingar smíðaðar svo framkvæmdin yrði auðveld. Út- koman bar síðan vott um útsjónar- semina. Ingimar var sérstaklega barngóð- ur og gaf sér ævinlega tíma til þess að ræða við börnin beint og veita þeim athygli. Þau minnstu fengu hoss á hnjánum eða vagg á leggnum. Þessarar umhyggju munu afabörnin minnast og sakna. Við kveðjum Ingi- mar með þakklæti í huga fyrir sam- fylgdina og vináttuna í gegnum árin. Hans verður sárt saknað. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Ingi Ásmunds- son, Sigrún Ólafsdóttir. Góður vinur og félagi hefur kvatt og er okkur félögum hans í Söng- sveitinni Drangey ljúft að minnast hans í eftirfarandi ljóði sem við sung- um oft saman og hann hafði mikið dálæti á. Nótt að beði sígur senn sofnar gleði á vörum, samt við kveðjum eina enn áður en héðan förum. Ingimar var einn af máttarstólp- um Söngsveitarinnar Drangey. Hug- ur hans snerist mikið um félagsskap- inn og starfið okkar í Drangey og fylgdist mjög vel með og margt gerði hann til þess að styrkja innviðinn. Honum var mikið í mun að hagur kórsins væri sem mestur. Ingimar var góður söngmaður og einlægur stuðningsmaður sönglist- arinnar og nutum við kórfélagar hans góðs af því. Hann var einn af þessum síungu mönnum, mikill gleðigjafi og sannur vinur okkar allra og hnyttin tilsvörin hans vöktu oft hlátur í hópnum. Ingimar var einstakur samferða- maður og sérlega vel af Guði gerður eins og oft er sagt um drengi góða og hagleiksmenn. Hann átti ættir að rekja til Skagafjarðar og líkt og margir sem þaðan koma var hann ekkert að tvínóna við það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann lét sig t.d. ekki muna um þegar hann átti erindi til Rússlands að kaupa góðan og fal- legan flygil og gefa Félagsheimilinu okkar Drangey við Stakkahlíð. Hon- um var mikið í mun um að það væri farið vel með hann og ber okkur að gæta þess og heiðra minningu Ingi- mars með því. Söngsveitinni Drangey er mikill missir af Ingimar, en við deilum ekki við skaparann heldur erum þakklát fyrir að hafa átt hann að og að hafa einnig átt pínulítinn þátt í lífi hans. Við vottum fjölskyldu hans alla okk- ar samúð og þökkum honum ógleym- anlega samfylgd. Söngsveitin Drangey. Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur, eldri félögum Karlakór Reykjavíkur, eldri félag- ar, samanstendur af söngmönnum sem flestir hafa sungið árum saman í hinum sístarfandi kór, sem á nú að baki 75 ár. Á máli sumra söngfélag- anna er hann kallaður aðalkórinn eða yngri kórinn til aðgreiningar frá eldri félaga kórnum sem kallar sig þá í gamni lávarðadeildina. Allt er það í léttum tón eins og löngum þar sem sönggyðjan er með í för. Kór eldri félaganna kveður nú ald- ursforsetann í hópnum, Ingimar Guðmundsson frá Þverdal í Aðalvík, 88 ára að aldri. Hann var einn af fjór- um bræðrum sem gengu til liðs við Karlakór Reykjavíkur eftir að hafa flust til borgarinnar að vestan og störfuðu með honum í áraraðir. Allir voru þeir liðsmenn góðir í söng og málefnum kórsins. Þegar litið er um öxl til samveru- stunda með Ingimar er það tvennt sem einkennir þær öðru fremur: glaðværðin og góðvildin sem ég hygg að hafi verið hans förunautar alla tíð. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað slíkir menn ylja upp mannlífið og lýsa götu samferðamannanna með þessum góðu eiginleikum. Ingimar var sannur og heill í orð- um sínum og athöfnum. Hann mátti ekki vamm sitt vita í einu eða neinu, var hagleiksmaður mikill, harðdug- legur og vinnuharður en harðastur við sjálfan sig. Það særði réttlætis- kennd hans ef honum þótti ranglæti viðhaft og lét hann þá gjarnan í sér heyra. Þegar á samstöðuna reyndi í sönghópnum var Ingimar hinn trausti hlekkur. Það var metnaðar- mál hans að láta sig og sitt framlag aldrei vanta, þrátt fyrir háan aldur. Já, það var góð sending sem Karlakór Reykjavíkur fékk frá Þver- dal í Aðalvík, Ingimar og bræður hans allir. Eldri félagar í Karlakór Reykja- víkur kveðja nú þennan trausta vin sinn og félaga og þakka hinar fjöl- mörgu samverustundir á söngæfing- um, söngferðalögum og á söngpall- inum þar sem reyndi á samstilltan hug og hljóm. Yfir minningunni um Ingimar er birta góðvildar og gleði. Við hinir gömlu söngfélagar hans fögnum því að mega syngja við útför hans í dag. Með því að stilla saman strengi okk- ar á máli söngsins sendum við ást- vinum og aðstandendum öllum inni- legar samúðarkveðjur. Ástvaldur Magnússon. INGIMAR GUÐMUNDSSON Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Persónuleg þjónusta Slóð á heimasíðu okkar er utfarir.is Símar 567 9110 & 893 8638 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. /                                    6   7 6585.. 0 , #  !&% 2 *          %    0## 1 # ( "%!!% 8- &'   '! - !&! #&% %0& 8- &'    !! ' %2! 9+>   #!& 8- &'   *! 8- !  "! - !&&'   9% !%9> !  #%!>-- 9> ! ,            * / 5     #   ! "# # 2" %  &'( #( +     1   %    3( % # ( 45(..( /!9+>  #% %B2-%! !%   ! 8%##% !!#% &'   >   ! &&!C !!% &'   +'!   !   .'-%&'   9% !%9> !  9% !%9% !%9> ! ,            6D =.85../ 0 ,  %?%2   % # )-# , = 2+ 9 % ;E /!! F+% 2    6  *% %  &'( #( )    #  -%!! =  +,!! #%9  !% &'   > !& =  +,!! 9+>  =  !&'   9% !%9> !  9% !%9% !%9> !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.