Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 54

Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ grein þessari vil ég vekja athygli á því að í dag, 1. júní 2001, taka tveir laga- bálkar gildi sem fela í sér mikilsverða réttar- bót. Um er að ræða lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup og lög nr. 42/2000 um þjón- ustukaup. Nýju lögin um lausafjárkaup leysa af hólmi eldri lög frá 1922 en hér á landi hafa ekki verið í gildi sérstök lög um þjón- ustukaup. Á undanförnum ár- um hefur verið lögð mikil áhersla á aukna vernd fyrir neytendur á öllum sviðum og hefur umfang neytendaverndar vaxið ört hér á landi. Meðal nýlegra laga er lúta að neytendavernd má nefna lög um vernd neytenda gegn vill- andi auglýsingum, lög um hús- göngu- og fjarsölu, lög um neyt- endalán og lög um alferðir. Auk þess má nefna að ákvæðum samn- ingalaganna hefur verið breytt í því skyni að styrkja réttarstöðu neyt- enda gagnvart óréttmætum samn- ingsskilmálum í við- skiptum. Með þeim lögum sem taka gildi í dag eru frekari skref tekin til að auka vernd neytenda. Nútímavið- skiptahættir Lög um lausafjár- kaup leysa eins og áð- ur segir lög af hólmi sem hafa verið í gildi síðan 1922. Þau hafa fimm meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi er með lögunum verið að aðlaga ís- lenska viðskiptalög- gjöf nútímaviðskiptaháttum og þjóðfélagsumgjörð, í öðru lagi er lögunum ætlað að efla réttarstöðu neytenda sem er nú orðin sambæri- leg að lögum og tíðkast í nágranna- ríkjum okkar, í þriðja lagi að efla norræna réttareiningu og í fjórða lagi að leiða í lög hér á landi efnis- ákvæði samnings Sameinuðu þjóð- anna um sölu á vöru milli ríkja frá 1980 (United Nations Convention for the International Sale of Goods (CISG).) Með norrænni og fjölþjóð- legri réttareiningu geta þeir sem viðskipti stunda fremur reitt sig á að svipaðar reglur gildi um sömu réttaratriðin. Í fimmta lagi var við undirbúning laganna litið til til- skipunar 99/44/EB um tilteknar hliðar á sölu vöru til neytenda og ábyrgðaryfirlýsingar í því sam- bandi. Nýju lögin hafa að geyma fyllri reglur um lausafjárkaup en gilt hafa til þessa. Er lögunum ætlað að vera tæmandi um skyldur aðila í réttarsambandi kaupanda og selj- anda lausafjár. Reglur laganna eru frávíkjanlegar líkt og reglur eldri laga. Það á þó ekki við í neytenda- kaupum en í slíkum kaupum er óheimilt að víkja frá lögunum neyt- endum í óhag. Ekki var sérstaklega fjallað um neytendakaup í eldri lög- um. Ýmis önnur nýmæli er að finna í lögunum. Ólíkt eldri lögum taka þau bæði til aðal- og aukaskyldna kaupenda og seljenda lausafjár- muna, nokkuð breyttar reglur munu gilda um vanefndaúrræði vegna galla eða greiðsludráttar og ákvæði um vanheimildir seljenda eru fyllri en í eldri lögum. Þá má nefna að í lögunum er að finna regl- ur um kröfu á hendur fyrri sölu- aðila, sem kaupandi hefur ekki átt viðskipti við. Loks ber að geta þess að lögin ná til alþjóðlegra kaupa. Aukin vernd vegna kaupa á þjónustu Lögin um þjónustukaup eru eins og áður segir nýmæli. Markmið laganna er að auka verulega vernd neytenda þegar þeir kaupa þjón- ustu sem felur í sér að vinna er innt af hendi við lausafjármuni. Lögin taka því til hvers konar viðgerð- arþjónustu og annarra þjónustu- verkefna sem tengjast fasteignum, s.s. viðhaldi þeirra. Með aukinni hagsæld hefur hlutur þjónustu í einkaneyslu landsmanna sífellt far- ið vaxandi og útgjöld heimila til þessara þátta hafa einnig aukist. Mikilvægt er því að í lögum sé kveðið á um réttindi og skyldur að- ila að slíkum samningum, s.s. hve- nær telst verk gallað sem seljandi þjónustu hefur innt af hendi og hvaða úrræði standa neytendum til boða ef seljandi vanefnir samning sinn um viðgerð, o.þ.h. Kærunefnd og kynning Af þeim nýmælum í umræddum lagabálkum sem snerta neytendur vil ég vekja sérstaklega athygli á kærunefnd lausafjár- og þjónustu- kaupa sem mun starfa út árið 2005. Unnt er að leita álits hennar vegna ágreinings milli kaupanda og selj- anda í lausafjár- og þjónustukaup- um deiluaðilum að kostnaðarlausu. Kærunefndin mun hafa aðsetur í viðskiptaráðuneytinu og skal því beina erindum til hennar þangað. Mikilvægt er að neytendur og seljendur vöru og þjónustu þekki gildandi reglur um þau viðskipti sem þeir eiga. Til að kynna frum- varpið mun viðskiptaráðuneytið m.a. í haust standa fyrir ráðstefnu sem fjallar sérstaklega um hina nýju löggjöf. Ennfremur mun á næstunni koma út á vegum við- skiptaráðuneytisins bæklingur til kynningar á efni laganna. Lög um lausafjárkaup og lög um þjónustukaup setja reglur um við- skipti sem flestir eiga daglega. Ég hvet því bæði neytendur og selj- endur vöru og þjónustu til að kynna sér vel efni þessara laga. Gildistaka nýrra laga um lausafjárkaup og laga um þjónustukaup Valgerður Sverrisdóttir Lög Lög um lausafjárkaup og lög um þjónustu- kaup, segir Valgerður Sverrisdóttir, setja reglur um viðskipti sem flestir eiga daglega. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. ÞROSKAÞJÁLFAR eiga nú í samninga- viðræðum um kaup og kjör. Samningar hafa verið lausir á sjöunda mánuð eða síðan í októberlok á síðasta ári. Þroskaþjálfar hafa boðað til verk- falla frá og með 1. júní hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfall er nú þegar hafið hjá þroskaþjálfum starf- andi hjá Reykjavíkur- borg. Þroskaþjálfum ligg- ur á að ganga frá þessum samningum því hver liðinn mánuður er dýrmætur í krónum talið. Því er ekki þannig farið með viðsemjendur okkar þar sem hver liðinn mánuður skilar þeim nokkr- um illa fengnum krónum í vasann, þeir bæta ekki upp þessa glötuðu mánuði frá lokum síðasta samn- ingstímabils. Er það ekki siðleysi í stefnu viðsemjenda að ætlast til þess að launþegar fari í verkfall svo þeir geti greitt óverulega launahækkun fyrir það sem spar- ast í launakostnað á meðan? Jú, að mínu mati siðleysi og dónaskapur og sjálfum þeim til skammar. Lög- legt en siðlaust eins og svo margt annað í þessu samhengi. Nokkrar staðreyndir um störf og starfsvettvang: Þroskaþjálfar starfa á flestum þeim stöðum þar sem fatlaðir dvelja s.s. dagvistarstöðum, leik- skólum, grunnskólum, hæfingar- stöðvum, heimilum þeirra og skammtímavistunum. Auk þess starfar fjöldi þroskaþjálfa við greiningu og ráðgjöf. Þroskaþjálf- ar eru því að þjóna fólki frá vöggu til grafar. Þroskaheftir hafa oft á tíðum ýmsar hliðarfatlanir s.s. flogaveiki, atferlistruflanir og geð- sjúkdóma. Störf þroskaþjálfa eru því oftar en ekki erfið andlega og líkamlega og ósjaldan eru þeir að takast á við ofbeldi af ýmsum toga. Nokkrar staðreyndir um mennt- un þroskaþjálfa: Nám í þroskaþjálfun er yfir- gripsmikið, sértækt og faglegt 3ja ára nám á háskólastigi, að undangengnu stúd- entsprófi. Það spann- ar allt frá fósturfræði til öldrunarfræða. Nám í þroskaþjálfun skarast við mörg svið heilbrigðis- og félags- sviðs. Meðal þeirra námsgreina sem kenndar eru má nefna líffæra- og lífeðlis- fræði, erfðafræði, fósturfræði, sjúk- dómafræði og lyfja- fræði. Sálfræði, félagsfræði, geðfræði og barnageðfræði. Uppeldisfræði, kennslufræði, fatlanir, hreyfi- þroski, stjórnun, aðferðafræði og skipulögð vinnubrögð og er þá ekki allt upptalið. Það trúir því varla nokkur maður, eftir slíkt nám og sérhæfingu að laun þroskaþjálfa séu eftirfarandi:  byrjunarlaun eftir að námi líkur = 100.069 kr.  mánaðarlaun eftir 10 ár í starfi = 104.448 kr.  mánaðarlaun eftir 18 ár í starfi = 109.095 kr. Ofar nær launa- taflan ekki. Ofantalin launakjör lýsa fordóm- um og virðingarleysi stjórnvalda í garð þroskaþjálfa og þá um leið þeirra er þeir veita þjónustu, þ.e. þroskaheftra. Ekki fyrir svo löngu var haft eftir háttvirtum félagsmálaráð- herra, eitthvað á þá leið að „til starfa með þroskaheftum þyrfti góðhjartaðar konur með stórt hjarta, ekki endilega sérmenntað fólk“. Fullyrði ég ekki hvort þetta er rétt, en illt ef satt er. Mér dett- ur í hug hvort þetta séu ekki ein- mitt gildandi viðhorf ríkisvaldsins. Það má líkja því við að ekki sé endilega þörf á menntuðum hjarta- sérfræðingum á hjartadeildina, þar sé nóg að hafa leikmenn með brennandi áhuga á starfsemi hjart- ans. Þá er líka spurning hvort ekki mætti spara í grunnskólum lands- ins. Senda kennarana á sjóinn og hafa bara barngott fólk við kennsl- una. Þetta er úrelt viðhorf aum- ingjagæsku og ekki sæmandi sið- menntuðu samfélagi með hátt menntunarstig. Þroskaheftir eru ekki aumingjar sem þurfa á stór- hjörtuðu fólki að halda. Þroska- heftir eru fólk jafnt og ég og þú, fólk með fötlun. Þeir eiga rétt á sömu virðingunni og ég og þú og samkvæmt lögum um málefni fatl- aðra „rétt á sambærilegum lífs- kjörum á við aðra þjóðfélags- þegna“. Þeir eiga því rétt á þjónustu og sú þjónusta kostar peninga. Það gengur ekki lengur:  að við gortum okkur af gæðum í þjónustu við fatlaða, tökum stolt á móti gæðaverðlaunum en neit- um síðan að borga kostnaðinn.  að byggja sambýli fyrir 90 milj- ónir króna og geta svo ekki mannað þau vegna þeirra lágu launa sem í boði eru.  að senda þroskaheftum og að- standendum þeirra þau skilaboð að þau séu annars flokks þegnar og allt þeirra líf og allt í kring- um þau kosti of mikla peninga. Í því sambandi vil ég minna á að þroskaheftir hafa fæstir getu til að tjá opinberlega skoðanir sín- ar, þarfir eða langanir. Flestir aðstandendur eru orðnir svo langþreyttir og sárir eftir bar- áttuna við kerfið, fyrir annars lögbundnum réttindum að ekki er meira á þá leggjandi.  að við þroskaþjálfar sem berum hitann og þungann af þeim ár- angri sem náðst hefur varðandi aukin gæði í þjónustu við fólk með fötlun, skulum þurfa að leita í önnur og betur launuð störf til að framfleyta fjölskyld- um okkar.  að fleiri og fleiri heimili þroska- heftra séu mönnuð nær ein- göngu með ófaglærðu fólki og þeir fáu þroskaþjálfar sem til staðar eru berjist við kulnun í starfi vegna ómannlegs álags, stöðugt aukinna krafna og fyrir smánarleg laun.  að skella framan í fólk fjárlögum næsta árs og tala um aukna fjár- veitingu til málaflokksins. Reisa svo dýr og jafnvel óhagstæð hús, á kostnað þjónustunnar og lífs- gæða þeirra sem þar er ætlað að búa. Þegar inn er komið búa þroskaheftir við lágmarksþjón- ustu, undirmönnun, skort á fag- fólki og gífurlegt óöryggi vegna tíðra starfsmannaskipta. Þetta heitir einfaldlega að hirða aur- inn og kasta krónunni. Eðlilega þarf aukið fjámagn milli ára eins og annars staðar. Áfram fæðist fatlað fólk, með sömu réttindi, þarfir og langanir og aðrir og fatlaðir lifa lengur af sömu ástæðu og aðrir Íslendingar. Mér finnst kominn tími til að draga hausinn upp úr sandinum, horfast í augu við staðreyndir og sinna þessum málaflokki með virð- ingu og sæmd. Eins og ónefndur þroskaþjálfi (sem nú er horfinn í annað og betur launað starf) komst svo vel að orði „tímar Ingjaldsfíflsins eru löngu liðnir“. Ég vil skora á ráðamenn að ganga að launakröfum þroska- þjálfa áður en til verkfalls kemur. (Fólk getur horft á kröfu um 50% launhækkun og tekið bakföll af hneykslun, en ég bið þig heldur að skoða krónutöluna sem þroska- þjálfar eru að fara fram á í byrj- unarlaun sem eru 155 þús, og hneykslist sá sem vill.) Þeir forða þar með þroskaheftum og aðstand- endum þeirra frá frá röskun, álagi og þeim skaða sem skert þjónusta getur valdið og laungreiðendum frá miklum fjárútlátum í formi yf- irvinnu – ykkar er ábyrgðin. Illt ef satt er Ásta Knútsdóttir Kjarabarátta Launakjör þroskaþjálfa lýsa fordómum og virðingarleysi stjórn- valda í garð þeirra, seg- ir Ásta Knútsdóttir, og þá um leið þeirra er þeir veita þjónustu, þ.e. þroskaheftra. Höfundur er þroskaþjálfi. Njálsgötu 86, s. 552 0978 Handklæði með nafni 1.500 kr. Ryðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.900 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.