Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 55
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 55
SEIN einkunnaskil
kennara hafa löngum
verið til vandræða við
Háskóla Íslands. Stúd-
entar hafa liðið fyrir
þessi vinnubrögð þar
sem námslán eru ekki
greidd út fyrr en
námsárangur er stað-
festur. Fyrir ári kom
Stúdentaráð undir for-
ystu Röskvu á fót ein-
kunnaskilasíðu á
heimasíðu ráðsins,
student.is, þar sem
einkunnaskil kennara
eru sýnd. Slík síða hef-
ur nú verið sett upp í
fjórða skiptið. Þau
próf sem komin eru fram yfir 3
vikna frestinn eru rauðletruð. Síð-
ast en ekki síst er birtur topp tíu
listi yfir þau próf sem eru í mestum
vanskilum.
Aukinn þrýstingur á kennara
Einkunnaskilasíðan hefur skilað
verulegum árangri og lagt aukinn
þrýsting á kennara að skila ein-
kunnum innan tilskilins frests. Þeg-
ar einkunnaskilasíðan var sett upp í
fyrsta skiptið síðasta vor var þriðj-
ungi prófa skilað of seint, þetta
hlutfall lækkaði í jólaprófunum í
21%. Einkunnaskil bötnuðu því um
34% á hálfu ári. Aðgerðir Stúdenta-
ráðs höfðu því ótvírætt skilað sér
og bætt einkunnaskil til muna.
Vönduð vinnubrögð
Stúdentaráðs
Hinn 24. maí síðastliðinn birtist
grein í Morgunblaðinu eftir tvo
Stúdentaráðsliða Vöku. Í greininni
er sett fram furðuleg gagnrýni á
einkunnaskilasíðu Stúdentaráðs.
Því er haldið fram að starfsmenn
skrifstofu Stúdentaráðs stundi
óvönduð vinnubrögð við uppfærslu
síðunnar. Þetta er af og frá.
Einkunnaskilasíðan byggist á
beinhörðum upplýsingum frá Há-
skólanum sjálfum, þ.e. þeirri
staðtölusíðu sem kennslusvið HÍ
hefur komið upp. Listarnir eru
margyfirfarnir og gott samráð er
haft við Nemendaskrá. Áður en síð-
an fór í loftið sendi undirritaður
starfsmönnum Háskólans bréf þar
sem óskað var eftir ábendingum og
þeir hvattir til að láta vita af hugs-
anlegum félagslegum ástæðum fyr-
ir því að ekki sé unnt
að skila einkunnum á
réttum tíma. Í ljósi
þessa er augljóst að
gagnrýni minnihlutans
er úr lausu lofti gripin.
Furðuleg gagnrýni
Fulltrúar minnihlut-
ans hafa sömuleiðis
gagnrýnt að þau nám-
skeið þar sem ein-
kunnum er skilað á
réttum tíma skuli ekki
vera birt. Þetta er enn
furðulegri gagnrýni en
sú fyrrnefnda þar sem
á einkunnaskilasíðunni
er að finna upplýsingar um ein-
kunnaskil allra námskeiða vorann-
arinnar og því einnig um þau sem
skilað er innan tilskilins frests.
Ógerlegt er að birta einhvers konar
topp tíu lista yfir þá kennara sem
standa sig best því þeir skipta tug-
um sem skila á réttum tíma. Eina
leiðin er að birta lista yfir öll nám-
skeiðin sem er skilað á réttum tíma
og það er einmitt það sem er gert.
Virkt aðhald skilar árangri
Staðreyndir málsins tala sínu
máli. Stúdentaráði undir forystu
Röskvu hefur tekist að bæta ein-
kunnaskil kennara til muna með því
að veita þeim virkt aðhald. Jafnvel
hefur verið gripið til þess ráðs að
auglýsa í þessum fjölmiðli eftir
prófum sem voru í vanskilum. Stúd-
entar hafa lýst yfir ánægju með síð-
una enda eiga þeir mikið undir því
að kennarar skili einkunnum á rétt-
um tíma, m.a. fjárhagslega afkomu
sína. Það vekur því furðu mína að
Vaka skuli kjósa að gagnrýna síð-
una með þessum hætti. Því miður
virðist sem staðreyndir málsins
þurfi að víkja fyrir vilja minnihlut-
ans til að koma pólitísku höggi á
meirihluta Röskvu.
Stúdentaráð undir forystu
Röskvu mun hins vegar halda kröf-
um sínum um bætt einkunnaskil á
lofti og ekki láta deigan síga fyrr en
nemendur við Háskóla Íslands geta
treyst því að einkunnum sé skilað á
réttum tíma. Forysta Stúdentaráðs
mun hér eftir sem hingað til vera
tilbúin að nota fjölbreyttar aðferðir
til að veita einkunnaskilum kennara
virkt aðhald enda sýnir reynsla
undanfarins árs að þannig næst ár-
angur.
Einkunnaskila-
síða skilar árangri
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson
Próf
Forysta Stúdentaráðs,
segir Þorvarður Tjörvi
Ólafsson, er tilbúin að
nota fjölbreyttar
aðferðir til að veita
einkunnaskilum kenn-
ara virkt aðhald.
Höfundur er formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands.