Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 68
DAGBÓK 68 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI keyrir oft Álftanes-afleggjarann svokallaða. Þessi vegarspotti er rúmir fjórir kílómetrar og lítil sem engin byggð er við hann. Hann er auðkeyrður jafnt sumar sem vetur og eftir því sem Víkverji kemst næst eru um- ferðaróhöpp fátíð á veginum. Von- andi er að svo verði áfram. Nú síðustu misserin hafa ný íbúðarhverfi risið á Álftanesinu og m.a. vegna þeirra hefur verið tölu- verð umferð um afleggjarann. Fólk í fasteignahugleiðingum kemur til að skoða þessi nýju og glæsilegu hverfi og svo er það alkunna að Álftanesið státar af einstöku fugla- lífi og náttúrufegurð. Þar er t.d. ein af fáum ósnortnum og tiltölu- lega ómenguðum fjörum á höfuð- borgarsvæðinu. Þá virðast Bessa- staðir hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Nú fer einnig að líða að því að fyrstu ungarnir skríði úr eggjun- um og þá þurfa bílstjórar að halda vöku sinni, því ungamömmur labba beint yfir veginn með hópinn sinn í átt til sjávar, en sem betur fer hafa skilti verið sett upp sem eiga að minna á þessa fiðruðu vini okkar. EN Álftanesafleggjarinn gamlier s.s. orðinn töluvert þung umferðargata og er langt frá því að vera fáfarinn sveitavegur eins og einu sinni var. Þeir sem leggja leið sína um þennan spotta virðast ekki hafa áttað sig á þessari stað- reynd og halda að þessi tiltekni vegarspotti lúti öðrum umferðar- reglum en almennt gerist. Umferð- arhraðinn á Álftanesveginum er því ærið skrykkjóttur, eða allt frá því að teljast eðlilegur og niður í það að ökutækin séu stöðvuð á miðjum veginum. Þetta er stór- hættulegt háttalag og fellur alls ekki undir þá skilgreiningu að telj- ast eðlilegur akstursmáti. Of hæg- ur akstur getur einnig verið mjög streituvaldandi, því aðrir ökumenn hafa tilhneigingu til að reyna að komast fram úr lestarstjórunum. Það má heita daglegur viðburður að Víkverji þurfi að nauðhemla á beinum veginum til að lenda ekki aftan á einhverjum sem skyndilega dettur í hug að skoða kríuvarpið, nýfædd lömb, folöld eða heimilislíf- ið á Bessastöðum. Það er eingöngu að þakka árvekni Víkverja og þekkingu hans á þessu vandamáli að hann hefur ekki lent aftan á eða utan í bíl á þessum slóðum. x x x NÚ er Víkverji ekki að mælahraðakstri bót, síður en svo. En staðreyndin er hins vegar sú að þessir „afslöppuðu“ bílstjórar stofna ekki bara sjálfum sér í hættu með þessu háttalagi, heldur öllum öðrum sem um veginn fara. Enginn má leyfa sér að hanga hálf- sofandi í stýrinu. Víkverji hefur fullan skilning á þörf fólks til að afstressast og komast í rólegra umhverfi. En það að skoða náttúruna út um bíl- glugga á Álftanesafleggjaranum getur varla verið rétta aðferðin. Víkverji veltir því fyrir sér hvort ekki mætti koma til móts við þenn- an hóp með því að bæta við út- skotum beggja vegna vegarins og merkja þau rækilega. Nú hefur Víkverji ekki kynnt sér nýlega hvenær og hvernig nýr Álftanes- vegur verður byggður, en óskandi væri að þessi þáttur yrði tekinn með í dæmið. EFTIR þá reynslu sem komin er af afgreiðslutíma vínveitingahúsa frá því að hann var gefinn frjáls 20. júli 1999 og í ljósi þeirrar reynslu sem ég tel mig hafa, vill undirritaður koma eftirfarandi á fram- færi við borgaryfirvöld og lögreglu. Þegar öllum vín- veitingahúsum var lokað kl. 3 var stærsti ókostur- inn sá að fólk streymdi út á sama tíma. Það varð til þess að geysimikill mann- fjöldi safnaðist oft saman í miðbænum og sköpuðust þá mikil vandræði. Til að koma í veg fyrir slíkt var afgreiðslutími húsanna lengdur og breyttist þetta ástand mjög til batnaðar. En það eru ýmist ókost- ir við þennan lengda af- greiðslutíma og langar mig til að nefna nokkra þeirra hér. Fyrst ber að nefna að fólk fer tveimur til þremur tímum seinna að heiman en áður þannig að húsin eru nánast tóm fram yfir miðnætti og oft vel það. Rekstrarkostnaður eykst en innkoman verður ekk- ert meiri og gestirnir ekki fleiri. Ég tala nú ekki um þau leiðindi sem skapast á milli borgaryfirvalda og einstaka veitingamanna sem ekki hafa fengið langt leyfi vegna staðsetningar. Ef á að mismuna þeim um afgreiðslutíma eiga fleiri og betri rök að liggja því til grundvallar en gatan hér eða þar. Mín skoðun er sú að vínveitingahús eigi að hafa opið til kl. 3–4 um helgar en til kl. 1 á virkum dögum. Vínveitingaleyfið á hins vegar að vera frjálst þannig að það fólk sem komið er inn í húsin við lokun fái að skemmta sér að vild þann tíma sem það vill eða þar til vínveitinga- sölu er hætt og ákveðið er að rýma húsin. Kostirnir við þetta eru þeir, að fólk fer fyrr að heiman og ætti þar af leiðandi að skila sér fyrr heim aftur. Einnig væri fólk að fara á mis- jöfnum tímum út úr hús- unum sem myndi þýða að álag á lögreglu og leigubíla yrði álíka og áður en það er einmitt það sem verið er að leita eftir. Undirrit- aður hefur starfað sem lögreglumaður og dyra- vörður um margra ára skeið. Skúli Pálsson, kt. 180644-6879. Rammstein ÉG vil mótmæla því að engin skynsamleg takmörk voru sett fyrir fjöldakaup- um á Rammstein-miðum fyrr í vikunni. Dæmi voru um að fólk keypti um 20 miða (sem það gat síðar selt öðrum á okurverði); það finnst mér of mikið. Frekar átti að takmarka miðafjöldann við u.þ.b. 5 stykki. Svo var einnig sennilega nokkuð um að klíkuskapur væri notaður við að útvega sér miða; ákveðnir aðilar þurftu ekkert að hafa fyrir því að fá sér miða. Viðskiptavinir/notendur hjá Rautt.is nutu forrétt- inda með því að geta feng- ið miða pantaða fyrirfram, á síðunni stóð: ,,Ekki standa í röð eins og asni, tryggðu þér miða fyrir 15. júní ... þú sleppur við að bíða í leiðindabiðröð“. Þetta finnst mér óréttlátt! kt. 281180-5769. Að kaupa dýnu ÞAÐ er tæplega 11⁄2 ár síð- an ég keypti mér dýnu í Rekkjunni í Skipholti. Eins og sjá má í auglýs- ingu í Morgunblaðinu fyrir stuttu, eru þetta sagðar af- skaplega góðar dýnur, enda kenndar við kónga og drottningar. Í fyrstu var dýnan þægileg en nú er orðin breyting á. Miðjan fellur niður sem ekki er gott fyrir neinn – allra síst bakveika. Ég fór og kvart- aði. Maðurinn sem selur dýnurnar kom heim til að athuga málið. Stór og þungur skellti hann sér á dýnuna. Sá hélt nú að allt væri í besta lagi, alveg eins og það ætti að vera. Við mæðgurnar erum báð- ar talsvert léttari en hann, en okkur ber saman um að dýnan sé gölluð. Rekkjan neitar að taka á málinu, en ég neyðist þá til að henda dýnunni. Að selja hana geri ég ekki, því kaupand- inn myndi skemma á sér bakið. Einum þriðja hluta ævinnar eyðum við í rúm- inu. Við verðum því að vanda val á dýnum. Komi fyrir svona galli ætti kaup- maðurinn að bera meiri umhyggju fyrir viðskipta- vini sínum en að snúa út úr og fullyrða að ekkert sé að þegar aðrir sjá að eitthvað er að. Ekki gat hann held- ur tekið dýnuna og losað mig við hana. Helst hefði ég viljað fá peningana til baka upp í þá næstu, því nú mun ég leita annað til að fá góða dýnu. Ég hef frétt af fleirum sem fengu svona dýnu í Rekkjunni í Skipholti og einnig hef ég heyrt af fyrirtækjum sem létu nýja dýnu í stað þeirra gölluðu. Að sofa vel skiptir miklu máli og um- hyggjan fyrir viðskiptavini er afar mikilvæg. Ef svona kemur fyrir er það líka hagur kaupmannsins að sýna velvilja og gera sitt besta svo við séum ánægð. Vigdís Ágústsdóttir kt. 060644-2389. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um afgreiðslu- tíma vínveit- ingahúsa 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 blót, 8 skinn, 9 mynnið, 10 auð, 11gaffla, 13 ern- ina, 15 glingur, 18 nurla, 21 glöð, 22 glotta, 23 blóðsugan, 24 tíðan gest. LÓÐRÉTT: 2 snákur, 3 vatnafiskur, 4 birtu, 5 synja, 6 bílífi, 7 venda, 12 hrúga, 14 sefa, 15 frásögn, 16 svipað, 17 fín klæði, 18 verk, 19 hruns, 20 beitu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 flokk, 4 gegna, 7 eykur, 8 ámóta, 9 nýr, 11 kænu, 13 fann, 14 neita, 15 sund, 17 ráns, 20 ónn, 22 páf- ar, 23 ófætt, 24 ræður, 15 totta. Lóðrétt: 1 flesk, 2 orkan, 3 korn, 4 gjár, 5 glóra, 6 apann, 10 ýkinn, 12 und, 13 far, 15 separ, 16 nefið, 18 ágætt, 19 sötra, 20 órar, 21 nótt. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Arc- adia kemur og fer í dag, Laugarnes kemur í dag. Bakkafoss, Ocean Castle, Mánafoss og Lagarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Olga kom og fór í gær, Arney kom í gær Zam- oskvorechye fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Þriðjudaginn 5. júní, Búnaðarbankinn kl. 10.15, Sigvaldi með dans kl. 11. Miðvikudag- inn 6. júní verður Breið- holtskirkja heimsótt kl. 14, kaffiveitingar í boði Breiðholtssóknar, brott- för frá Aflagranda kl. 13.30, skráning í af- greiðslu s.562-2571. Árskógar 4. Kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 kaffi/dag- blöð, kl. 11.15 matur, kl. 13 spilað í sal, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an, kl. 9.45 leikfimi, Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 guðþjónusta, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag verður bridge kl. 13:30 og púttað á vell- inum við Hrafnistu kl. 14 til 16. Laugardag verður laugardagsgangan kl. 10 frá Hraunseli. 3 daga ferð til Hornafjarðar 9. júlí. Orlofið að Hótel Reykholti Borgarfirði 26. ágúst nk. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555- 0142. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Ath. farið verður í dags- ferð 10. júní austur í Mýrdal, farið verður m.a. niður að Görðum í Reynishverfi, upp í Heiðardal, að Skógum og Vík. Leiðsögn Ólöf Þórarinsdóttir. Skrán- ing hafin. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir-Grafn- ingur-Eyrarbakki. Hús- ið- Sjóminjasafnið á Eyrarbakka skoðað. Leiðsögn: Tómas Ein- arsson og Pálína Jóns- dóttir, skráning hafin, 19. til 22. júní Trékyll- isvík 4 dagar, gist að Valgeirsstöðum í Norð- firði, skráning hafin. Leiðsögn Tómas Ein- arsson. Silfurlínan opin á mánu- dögum og miðvikudög- um kl. 10–12. Ath. Opn- unartími skrifstofu FEB er kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111 Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Myndlistar- sýning Gunnþórs Guð- mundssonar stendur yfir. Almennur dans hjá Sigvalda á mánudögum kl. 15.30, allir velkomn- ir. (ekkert skráningar- gjald). Sumardagskráin er komin. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og útskurð- ur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leikfimi og spurt og spjallað. Bingó kl. 14 glæsilegir vinningar, kaffiveitingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9 dag- blöð, kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 almenn handavinna, kl. 10–11 kántrý, kl. 11–12 stepp, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Dags- ferð verður farin fimmtudaginn 7. júní. Lagt af stað kl. 10. Við- koma í Eden í Hvera- gerði. Farið verður á Njáluslóðir, Njálusafn skoðað með leiðsögn Arthurs Björgvins Bollasonar. Ekið um Stokkseyri og Eyrar- bakka, Eyrabakkar- kirkja skoðuð. Sr. Úlfar Guðmundsson tekur á móti hópnum. Kvöld- verður og dans á Hótel Örk. Sundlaug og heitir pottar fyrir þá sem vilja. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Upplýs- ingar og skráning í síma 562-7077. Ath takmark- aður miðafjöldi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bingó, kl. 14.30 kaffi. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verð- ur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugardög- um kl.15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Bandalag kvenna Reykjavík, fer í sína árlegu gróður- setningarferð í Heið- mörk12. júní. Farið frá Hallveigarstöðum kl. 17. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 7. júní: Halldóra 552-3955, Ágústa s. 553-3454, Björg s. 553-3439. Haukar, öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555- 0176 eða 555-0852. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma, Breið- holtskirkju við Þang- bakka. Skálholtsskóli, Ellimálanefnd Þjóð- kirkjunnar og Ellimála- ráð Reykjavíkurpró- fastsdæma efna til sumardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boð- ið er til fimm daga dval- ar í senn og raðast þeir þannig: 25. til 29. júní, 2. til 6. júlí og 9. til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557- 1666. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Líknarsjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Í dag er föstudagur 1. júní, 152. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (II.Tím. 1.-3.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.