Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 70

Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 70
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Stjörnukisi fyllir á. ROKKSVEITIN sjóaða Stjörnukisi ætlar að fagna hlýj- um geislum sumarsólarinnar á Grand rokk í kvöld ásamt sveitunum Fidel og Theyr Theyr Thorsteinsson. Glaðbeittur Bogi Reynisson, bassaleikari Kisans, segir þetta vera í fyrsta skiptið sem sveitin treður upp á þeim mæta stað Grand rokk. „Við erum svona að fara að liðka efni af plötu sem er á leiðinni. Við erum byrjaðir að taka upp og hún kemur væntanlega út í september/október. Við ætlum að nýta sumarið í upptökur sem fram fara í okkar eigin hljóð- veri, Veðurstofunni.“ Af hinum sveitunum er það helst að segja að Fidel hefur verið lúsiðin við hljómleikahald að undanförnu. Til þessa hafa Fidel-limir einbeitt sér að ósungnu rokki en nú eru þeir farnir að þenja raddböndin, allir þrír meira að segja! Upplýsingar um Theyr Theyr Thorsteinsson eru af skornum skammti, því miður. Það sem er þó vitað er að einhverjir meðlimir slitu barnsskónum með hinni goð- sagnakenndu sveit Bleiku böstunum á sínum tíma. Gleðin hefst upp úr 22.00 en þá verður dyrum upp lokið. Miðaverð er 600 kr. og innifalið í því er eitt stk. af gerjuðum gosdrykk. Stjörnukisi á Grand rokk Kisinn hvæsir FÓLK Í FRÉTTUM 70 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU ERU söngvarar vinsælustu popphljómsveitanna á Íslandi í dag, Íris í Buttercup, Hreimur í Landi og sonum, Birgitta í Írafári og Berg- sveinn í Sóldögg. Þau, ásamt fjölda annarra, ætla að gefa vinnu sína til að styrkja ungt fólk sem á við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Með því vilja þau sýna gott fordæmi og vekja athygli á málstað sem snertir alla. En líta þau á sjálf sig sem fyrirmyndir? Hreimur: „Já, ég geri það. Ég held að við gerum það því við erum það mikið í fjölmiðlum. Ég hef lært að það skiptir máli hvað maður gerir. Maður verður stundum að líta í eigin barm þegar maður er farinn að láta illa.“ Íris og Birgitta: „Já við gerum það.“ Bergsveinn: „Ég leyfi mér ekki að gera hvað sem er.“ Krakkarnir vilja ekki sjá okkur bora í nefið Finnst ykkur þið bera einhverja ábyrgð sem fyrirmyndir? Hreimur: „Ég segi bara eins og Páll Óskar sagði í Popp í Reykjavík: „Krakkar vilja ekki sjá mig bora í nefið á almannafæri og ganga í jogg- ingbuxum.“ Krakkar sjá okkur eins og við erum. Þeir þekkja okkur að- allega af böllum og myndum á plötu- umslögum og öðru og vilja ekki sjá okkur veltast um niðri í bæ blindfull klukkan tíu á morgnana. Ég myndi segja að við hefðum kannski ekki neinum eiginlegum skyldum að gegna sem fyrirmyndir heldur verð- um við að passa okkur á því að gleyma ekki krökkunum og tala til þeirra og leyfa þeim að vera með.“ Bergsveinn: „Já, reyna að láta eitthvað gott af sér leiða og koma já- kvæðum skilaboðum til krakkanna.“ Hvetjum alla til að mæta Finnst ykkur atburðir á borð við þennan nauðsynlegir? Hreimur: „Já, það er mikilvægt að halda svona atburði og mætti vera meira um þá.“ Íris: „Þetta vekur líka athygli á málefninu.“ Birgitta: „Þetta sýnir krökkum að það er hægt að skemmta sér ógeðs- lega vel án áfengis.“ Bergsveinn: „Mér finnst að allir ættu að leggja þessu málefni lið til að gefa ungu fólki möguleika á því að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfeng- isneyslu.“ Birgitta: „Ég vil bara hvetja alla til að láta sjá sig. Þú ert að borga þig inn á skemmtilega tónleika og að styrkja gott málefni í leiðinni. Hvað segir þér að gera það ekki?“ Hreimur: „Það er mjög gott að það sé grundvöllur fyrir svona tónleikum. Við skulum bara vona að þetta geti orðið árlegur viðburður. Það má svo kannski koma því á framfæri að Grétar Örvarsson á hrós skilið fyrir tónleikana.“ Íris: „Já, þetta er heilmikil vinna. Þú hristir ekkert heila tónleika og geisladisk bara út úr erminni. Hann er búinn að vera að vinna að þessu í hálft ár.“ Geisladiskur væntanlegur Auk Írafárs, Buttercup, Lands og sona og Sóldaggar koma fram á tón- leikunum Sálin hans Jóns míns, Ein- ar Ágúst, Páll Óskar, Á móti sól, Two Tricky, Jóhanna Guðrún, House- builders, Jagúar, Ensími, Gos, Gildr- an og Andlát. Tónleikarnir eru styrktir af Símanum, Heklu og Bún- aðarbankanum. Í framhaldinu verður svo gefinn út geisladiskur með tónlist hljómsveit- anna sem spila á tónleikunum og rennur ágóðinn af sölu hans einnig til forvarnarstarfs SÁÁ. Títtnefndir tónleikar hefjast klukkan 18 og standa til miðnættis. Aðgangseyrir er einungis 1.500 krón- ur, aldurstakmark miðast við 14 ár og eins og áður sagði hvetja popp- ararnir alla til að mæta. „Það er hægt að skemmta sér ógeðslega vel án áfengis“ Í kvöld fara fram tónleikar í Laugardalshöllinni sem kallast Poppfrelsi. Þar stíga á svið flestar af frægustu popphljómsveitum landsins sem allar gefa vinnu sína en ágóði rennur óskiptur til SÁÁ. Af því tilefni hitti Birta Björnsdóttir þau Hreim Örn Heimisson, Bergsvein Arilíusson, Birgittu Haukdal og Írisi Kristinsdóttur yfir kaffibolla á Vegamótum. Styrktartónleikar SÁÁ í Laugardalshöllinni í kvöld Morgunblaðið/Arnaldur „Við hvetjum alla til að mæta.“ Hreimur, Birgitta, Íris og Bergsveinn. birta@mbl.is ÞAÐ ER orðin venja í Bandaríkjun- um að halda uppboð og bjóða til sölu ýmsar eigur fólks sem getið hefur sér frægðar á einhverjum sviðum. Eign- irnar eru af öllum stærðum og gerð- um og æði misjafnar. Nú stendur til að bjóða upp nokkrar af eigum Elvis heitins Presley og á meðal þess sem í boði verður eru fingraför konungsins. Uppboðið fer fram í Las Vegas og þar verður m.a. hægt að tryggja sér grænbláan aðskorinn samfesting sem Presley tróð upp í í Phoenix, eitt af Harley Davidson-mótorhjólum kapp- ans, einn þeirra bíla sem notaðir voru við jarðarför Presley og síðast en ekki síst fingraför, sem talin eru vera með þeim síðustu sem hann skildi eftir sig. Það er stjúpbróðir Presley, David E. Stanley, sem stendur fyrir uppboð- inu. Fingraför Elvis Presley boðin upp Kóngurinn með fingraförin dýrmætu. MIðasala í Hallgrímskirkju frá kl. 13-18 alla daga. Sími 510 1000. 1. júní - Kl. 21.00 Nordic Voices við miðnætursól Norski sönghópurinn Nordic voices flytur kórverk eftir Purcell, Schütz, Reger, Messiaen o.fl. 4. júní - Kl. 20.00 Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar „frá Tallin til Vancouver“ Mótettukór Hallgrímskirkju flytur mótettur eftir Pärt, Rautavaara, Jennefeldt, Nysted, Barber o.fl. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. 24. maí - 4. júní Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar) Miðasala í síma 511 4200 og á Netinu - www.midavefur.is Hópar: Hafið samband í síma 511 7060. Fös. 1. júní kl. 20:00 - örfá sæti laus Fim. 7. júní kl. 20:00 - nokkur sæti laus Síðustu sýningar fyrir frí 552 3000 opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 lau 2/6 síðasta sýning Sýningargestum er boðið upp á snigla fyrir sýningu. SÍÐUSTU SÝNINGAR Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fös 1/6 síðasta sýning í Reykjavík SÍÐUSTU SÝNINGAR HEDWIG FRUMSÝNDUR Í JÚNÍ 530 3030 Opið 12-18 virka daga Hádegisleikhús kl. 12 RÚM FYRIR EINN fös 1/6 nokkur sæti laus fös 15/6 nokkur sæti laus fim 21/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 ATH. Takmarkaður sýningarfjöldi! fim 7/6 nokkur sæti laus fös 15/6 nokkur sæti laus SÍÐUSTU SÝNINGAR Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar er hún opnuð í viðkom- andi leikhúsi kl. 16 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:            7  ( 489   ( 989   ( :89   ! '89    ( 4;89   ( 4589   ( 4989   "#"$ %! &'(  ## ) "  ( &489   ( &-89   ( &;89    ( &:89 * + ) " ( &'89  ! ,-.  // 0   12  ,"     !( &89   ( 4.89   ( 4-89   ( &&89 * + ) "! / # % 3 ,-.  // 0   12 sýnt í Bíóhöllinni á Akranesi  ! 4! 567 #! &'! < # #  ;-- 4.-3 ( 589  ( 389  ( 4.45(-.  # =#     ( 43( ! #8! """9 #8! 7 """  + #! :' %;#""  ""  *""! ,%"""  +!<= ! #! :>3:? %!3! #! :><&'! MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLD: Fös 1. júní kl. 20 - UPPSELT Lau 2. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 22. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR Í MAÍ. MIÐASALA Á SÝNINGAR Í JÚNÍ Í FULLUM GANGI: Í KVÖLD: Fös 1. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 1. júní kl. 23 - UPPSELT Lau 2. júní kl. 19 - UPPSELT Lau 2. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI Mán 4. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Fim 7. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 8. júní kl. 20 - UPPSELT Lau 9. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 9. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI Sun 10. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Fim 14. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 15. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla- höfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.