Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 01.06.2001, Síða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ OUTLET 10 ++++merki fyrir minna++++ Faxafeni 10, s. 533 1710 OUTLET 10 Faxafeni 10, s. 533 1710 S U M A R D A G A R Opið mán.-fös. 12-18 laugardag 11-17 Merkjavara og t ískufatnaður á 50-80% lægra verði Verðdæmi: Verð frá Jakkaföt 12.500 Dragtir 5.800 3.500 3.500 1.900 1.900 990 1.900 5.900 990 2.900 990 500 1.900 3.900 2.900 2.900 gallabuxur gallabuxur gallabuxur skyrtur toppar bolir jakkar bolir skór sandalar skór strigaskór strigaskór strigaskór strigaskór Levis Diesel Amazing Morgan Kookai Kookai InWear Matinique DKNY Bull Boxer Bassotto Cat Nike Fila Puma NÝ SENDI NG H Ú S G A G N A - Ú T I M A R K A Ð U R laugardag kl. 12.00-17.00 fyrir utan Outlet 10, Faxafeni 10 NOTUÐ HÚSGÖGN úr verslunum galleri sautján, eva, company o. fl. FRÁBÆRT VERÐ Gerið tilboð borðstofuskápar borðstofuborð leðursófar stórir speglar stólar ljós teppi græjur búðarkassar o. fl. o. fl. T.d. ÞAÐ er ekki oft sem erlendar takt- rímssveitir heiðra landann með nær- veru sinni og því fagnaðarefni að fá hér inn ferskan andvara frá henni Ameríku. Lone Catalysts er ung og efnileg sveit, skipuð þeim J. Rawls, sem sér um hljóm og takta og J. Sands, sem sér um rímið. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, sem ber ein- faldlega nafnið Hip Hop, kom út fyr- ir stuttu og þeir félagar hafa einnig átt í samstarfi við nokkra þekkta rapplistamenn eins og t.d. Mos Def, Talib Kweli og Hi-Tek. Vert er og að geta þess að J. Rawls samdi taktinn í laginu „Brown Skin Lady“ sem er að finna á meistara- stykki Mos Def & Talib Kweli, Black Star, en sú plata er af fjölfróðum tal- in vera eitt það besta sem út hefur komið í hipp-hoppi. Platan var gefin út árið 1999 af hinu virta Rawkus merki. Þetta er fyrstu tónleikar Lone Catalysts utan Bandaríkjanna en það er íslenska Hipp-hopp sveitin Forgotten Lores sem flytur þá kappa inn ásamt hinum hipp-hopp- vænu samtökum TFA (www.tfa.is) „Alvöru“ tónlist Að sögn Rawls búa þeir félagar í tveimur borgum og halda nánu sambandi í gegnum rafpóst. „Sands býr í Columbus en ég í Pittsburgh. Það var sameiginlegur vinur að nafni Buka sem kynnti okkur er við vorum í skóla saman í Cincinnati. Þannig að við nefndum útgáfuna okkar eftir honum [B.U.K.A.].“ Hann segir markmiðið með útgáf- unni vera að hjálpa listamönnum í Miðvestur-Bandaríkjunum að koma sér á framfæri því það sé ekkert grín. „Þetta er miklu auðveldara ef þú ert frá New York, L.A. eða Atlanta. Svo þarftu helst að vera með mynd- band undir höndunum, flotta sport- bíla og glingur. Við erum ekkert hrifnir af svoleiðis hlutum. Við erum ekkert stórir í Bandaríkjunum og njótum meiri virðingar t.d. í Evrópu og Asíu.“ Hann segir það þó ekki vera neina sérstaka stefnu að vera neðanjarð- arsveit. „Við erum neðanjarðar vegna þess að við erum ekki komnir með samn- ing. Við viljum að allir geti heyrt tón- listina okkar en það er að sjálfsögðu ekki mögulegt nema þú fáir stóran samning.“ Rawls segir þá leika hipp-hopp af gamla skólanum og er umhugað að búa til „alvöru“ tónlist. „Hipp-hoppið hefur þróast út í það að snúast um peninga og hið ljúfa líf. Hipp-hopp- menningin er runnin frá þeim sem „áttu ekki“ en nú eru margir innan þess geira sem „eiga“ svo að tónlistin er farinn, kannski eðlilega, að snúast um það.“ Spurður um áhrifavalda nefnir hann A Tribe Called Quest og De La Soul og frumherja eins og t.d. Funky Four Plus One. Hann segir að sam- starfið við Mos Def og Talib Kweli hafi vakið á þeim athygli enda eru þeir með virtari hipp-hopplista- mönnum samtímans. „Ég var mjög gæfusamur að fá þetta tækifæri. Að hitta Kweli og af- henda honum segulbandið mitt. Þetta eru náungar sem eru að gera þetta frá hjartanu.“ Rawls segist ekkert vera sérstak- lega mikið inni í evrópsku/skandin- avísku rappi en hipp-hoppgeirarnir í Danmörku og Svíþjóð hafa t.a.m. verið mjög virkir og frjóir undanfar- in ár. „Það fer lítið fyrir þessu í Banda- ríkjunum,“ segir hann. „Því sem ég hef kynnst er í gegnum útgáfuna Groove Attack í Þýskalandi [sem gaf út einyrkjaskífu Rawls, The Essence Of]. Þeir halda mér upplýstum og þar kynntist ég t.d. Looptroop og Subterranean sem ég vissi nú ekki að væru frá Íslandi fyrr en fyrir stuttu!“ Gróska Íslensk hipp-hoppmenning er full af grósku um þessar mundir og verða tónleikarnir ágætis þing að því leytinu til því íslenskar sveitir og skífuskankarar munu koma fram með sveitinni. Dagskráin verður á þessa leið: Í kvöld spila Lone Catalysts á Spotlight ásamt íslensku sveitunum Souls of Orpheus og Forgotten Lor- es. Black Fist kemur og fram með Souls of Orpheus. Staðurinn verður opnaður kl. 23, aðgangseyrir er 850 kr. og aldurstakmark 20 ár. Á morgun, laugardag, munu Lone Catalysts svo spila í félagsheimilinu Drangey (í Stakkahlíð, á milli Tóna- bæjar og Blindrafélagsins). Einnig munu Forgotten Lores og O.N.E. troða upp. Staðurinn verður opnaður kl. 21, aðgangseyrir er 850 kr. og ald- urstakmark 16 ár. Skífuskankarar öll kvöld verða B Ruff, Intro, MAT, Total Kayoz og Magic. Hipp-hoppsveitin Lone Catalysts á Íslandi Morgunblaðið/Sigurður Jökull J. Rawls, taktsmiður og skankari í Lone Cata- lysts. Hipp-hopp af gamla skólanum Bandaríska Hipp-hopptvíeykið Lone Catalysts mun halda tvenna tónleika hér á landi um helgina. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við taktsmiðinn og skankarann J. Rawls. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.