Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi ISAL, segir mikla ánægju
með niðurstöðuna. Hann segir
nokkrar ástæður helstar fyrir hinni
góðu afkomu, t.d. að tæknilegur
rekstur verksmiðjunnar hafi gengið
vel á árinu og voru framleidd
168.028 tonn sem er meira en
nokkru sinni áður.
„Álverð var einnig viðunandi á
árinu og í fyrsta sinn voru aðeins
seldir barrar en þeir eru verðmæt-
ari en hleifarnir sem hafa fram til
þessa verið hluti af framleiðslunni.
Þá hafði gengisþróun jákvæð áhrif
á rekstrarreikning, þar sem kaup-
endur greiða fyrir álið með doll-
urum,“ sagði Hrannar.
ISAL stefnir að því að auka
framleiðsluna enn á þessu ári og
framleiða 169 þúsund tonn. Álverð
það sem af er þessu ári er heldur
lægra en meðalverð síðasta árs en
gengi dollarans hefur hækkað og
vegur það á móti lægra verði.
Nokkrar framkvæmdir standa nú
yfir hjá ISAL og ber þar hæst 4,3
milljóna dollara fjárfestingu við
nýja barrasög sem tekin verður í
notkun í árslok. Þá er vinna hafin
vegna uppsetningar á nýjum ofni í
steypuskála sem mun auka afkasta-
getu skálans um 30 þúsund tonn á
ári.
Methagnaður hjá Íslenska álfélaginu í fyrra
3,1 milljarðs hagn-
aður eftir skatta
HAGNAÐUR Íslenska álfélagsins, ISAL, sem rekur álverið í Straums-
vík, eftir skatta árið 2000 nam 3,1 milljarði króna. Velta fyrirtækisins var
22,9 milljarðar króna og skattgreiðslur ISAL vegna ársins 2000 voru
tæpir 1,4 milljarðar króna. Þetta er mesti hagnaður í sögu fyrirtækisins.
Tæknilegur rekstur gekk vel á árinu
ALDARFJÓRÐUNGUR er í dag
liðinn frá því Bretar og Íslendingar,
ásamt fleiri þjóðum, undirrituðu
samkomulag í Ósló í Noregi um 200
mílna fiskveiðilögsögu Íslands. Þar
með lauk í reynd þorskastríðinu sem
staðið hafði með hléum um margra
áratuga skeið.
Samkomulagið, sem var til sex
mánaða, fól í reynd í sér viðurkenn-
ingu Breta á útfærslu Íslendinga á
landhelgi sinni og bann við veiðum
breskra togara innan 200 mílna fisk-
veiðilögsögu eftir gildistíma samn-
ingsins. Í tilefni afmælis Óslóarsam-
komulagins rifjar Morgunblaðið í
dag upp átökin á Íslandsmiðum á
áttunda áratugnum, viðbrögð enskra
og íslenskra við samkomulaginu og
ræðir við Matthías Bjarnason, fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra, sem
undirritaði reglugerðina um út-
færslu fiskveiðilögsögunnar í 200
mílur.
Matthías segir að þrátt fyrir
óánægju stjórnarandstöðunnar í
fyrstu, hafi brátt myndast samstaða
meðal þjóðarinnar um samkomulag-
ið. „Þegar síðasti breski togarinn
hélt út úr landhelginni 1. desember
1976 varð endanlega ljóst að Íslend-
ingar réðu einir yfir 200 mílna fisk-
veiðilögsögu og aðrir kæmu þar ekki
nærri án samninga. Ég fullyrði að
samkomulagið frá í Ósló fyrir 25 ár-
um og úrslit þessa máls sé langmik-
ilvægasti atburðurinn í sögu þessar-
ar þjóðar frá stofnun lýðveldisins.
Það er mikilvægt að halda þennan
dag í heiðri. Svona merkisviðburðir
mega ekki falla í gleymskunnar dá,“
segir Matthías Bjarnason.
Aldarfjórðungur frá
Óslóarsamkomulaginu
MIÐBORGARLÍFIÐ tekur
ávallt hraustlega við sér þeg-
ar sólin lætur sjá sig og kom-
ast oft færri en vilja í sæti
þeirra kaffihúsa sem bjóða
upp á útisæti.
Nokkrar Reykjavík-
urdætur, sem urðu á vegi
ljósmyndara í blíðunni í gær,
hirtu lítt um hvort væri
betri kostur, virðulegt sæti
undir sólhlíf eða harður og
sólbakaður gangstéttarkant-
urinn, þar sem jafnvel má
draga af sér skæði og viðra
tærnar.
Morgunblaðið/Golli
Slakað á í sólskini
VEGNA gríðarlegrar eftir-
spurnar eftir miðum á tónleika
þýsku rokkhljómsveitarinnar
Rammstein í Laugardalshöllinni
15. júní hefur verið ákveðið að
efna til aukatónleika daginn eft-
ir, 16. júní.
Að sögn tónleikahaldara voru
liðsmenn þýsku sveitarinnar
gáttaðir yfir þessum mikla
áhuga á tónleikunum og voru
boðnir og búnir að leika á auka-
tónleikum til þess að svara
spurninni eftir miðum.
Þýska rokksveitin
Rammstein
Aukatón-
leikar
16. júní
Aukatónleikar/74
ÁFENGISVERÐ hækkar í dag,
1. júní. Bjór hækkar að meðaltali
um tæp 4% og annað áfengi um
2,5%. Þá hækkar verð á tóbaki um
3,3%. Í fréttatilkynningu frá
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
segir að breytingar á áfengisverði
stafi af nýju verði birgja en að
ástæðan fyrir hækkun á tóbaks-
verði sé gengishækkun Banda-
ríkjadals og evru.
Eldsneytisverð hækkar sömu-
leiðis í dag. Reynir A. Guðlaugs-
son, innkaupastjóri hjá Skeljungi,
segir að beðið verði með að
ákveða verðbreytinguna til há-
degis í dag þar sem miklar sveifl-
ur hafi verið á gengi krónunnar
síðustu daga. Hann segir þó allt
benda til þess að verðið muni
hækka. Bensínverð á heimsmark-
aði er nú 6% hærra en það var fyr-
ir mánuði. Ekki var heldur búið að
taka ákvörðun um verðbreytingar
hjá Olíuverslun Íslands þegar
Morgunblaðið fór í prentun.
Bensín og áfengi
hækka í dag
NÍU stéttarfélög sömdu við atvinnu-
rekendur í gærkvöldi. Samkvæmt
upplýsingum frá ríkissáttasemjara
náðust samningar milli samninga-
nefndar ríkisins og Iðjuþjálfafélags
Íslands, Stéttarfélags íslenskra
sjúkraþjálfara, Stéttarfélags há-
skólamanna á matvæla- og næring-
arsviði, Tollvarðafélags Íslands,
Starfsmannafélags Akureyrarbæj-
ar, Félags viðskipta- og hagfræðinga
og Starfsmannafélags sinfóníunnar.
Stéttarfélag íslenskra félagsráð-
gjafa samdi við Reykjavíkurborg, en
á enn ólokið samningum við launa-
nefnd sveitarfélaga og ríkið. Stétt-
arfélag sálfræðinga samdi við launa-
nefnd sveitarfélaga og Reykjanes-
bæ.
Viðræður Félags íslenskra fræða
við viðsemjendur stóðu fram á nótt í
húsnæði ríkissáttasemjara, og einn-
ig viðræður bókasafnsfræðinga og
meinatækna.
Níu stéttarfélög
sömdu í gærkvöldi