Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi ISAL, segir mikla ánægju með niðurstöðuna. Hann segir nokkrar ástæður helstar fyrir hinni góðu afkomu, t.d. að tæknilegur rekstur verksmiðjunnar hafi gengið vel á árinu og voru framleidd 168.028 tonn sem er meira en nokkru sinni áður. „Álverð var einnig viðunandi á árinu og í fyrsta sinn voru aðeins seldir barrar en þeir eru verðmæt- ari en hleifarnir sem hafa fram til þessa verið hluti af framleiðslunni. Þá hafði gengisþróun jákvæð áhrif á rekstrarreikning, þar sem kaup- endur greiða fyrir álið með doll- urum,“ sagði Hrannar. ISAL stefnir að því að auka framleiðsluna enn á þessu ári og framleiða 169 þúsund tonn. Álverð það sem af er þessu ári er heldur lægra en meðalverð síðasta árs en gengi dollarans hefur hækkað og vegur það á móti lægra verði. Nokkrar framkvæmdir standa nú yfir hjá ISAL og ber þar hæst 4,3 milljóna dollara fjárfestingu við nýja barrasög sem tekin verður í notkun í árslok. Þá er vinna hafin vegna uppsetningar á nýjum ofni í steypuskála sem mun auka afkasta- getu skálans um 30 þúsund tonn á ári. Methagnaður hjá Íslenska álfélaginu í fyrra 3,1 milljarðs hagn- aður eftir skatta HAGNAÐUR Íslenska álfélagsins, ISAL, sem rekur álverið í Straums- vík, eftir skatta árið 2000 nam 3,1 milljarði króna. Velta fyrirtækisins var 22,9 milljarðar króna og skattgreiðslur ISAL vegna ársins 2000 voru tæpir 1,4 milljarðar króna. Þetta er mesti hagnaður í sögu fyrirtækisins. Tæknilegur rekstur gekk vel á árinu ALDARFJÓRÐUNGUR er í dag liðinn frá því Bretar og Íslendingar, ásamt fleiri þjóðum, undirrituðu samkomulag í Ósló í Noregi um 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands. Þar með lauk í reynd þorskastríðinu sem staðið hafði með hléum um margra áratuga skeið. Samkomulagið, sem var til sex mánaða, fól í reynd í sér viðurkenn- ingu Breta á útfærslu Íslendinga á landhelgi sinni og bann við veiðum breskra togara innan 200 mílna fisk- veiðilögsögu eftir gildistíma samn- ingsins. Í tilefni afmælis Óslóarsam- komulagins rifjar Morgunblaðið í dag upp átökin á Íslandsmiðum á áttunda áratugnum, viðbrögð enskra og íslenskra við samkomulaginu og ræðir við Matthías Bjarnason, fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, sem undirritaði reglugerðina um út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Matthías segir að þrátt fyrir óánægju stjórnarandstöðunnar í fyrstu, hafi brátt myndast samstaða meðal þjóðarinnar um samkomulag- ið. „Þegar síðasti breski togarinn hélt út úr landhelginni 1. desember 1976 varð endanlega ljóst að Íslend- ingar réðu einir yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu og aðrir kæmu þar ekki nærri án samninga. Ég fullyrði að samkomulagið frá í Ósló fyrir 25 ár- um og úrslit þessa máls sé langmik- ilvægasti atburðurinn í sögu þessar- ar þjóðar frá stofnun lýðveldisins. Það er mikilvægt að halda þennan dag í heiðri. Svona merkisviðburðir mega ekki falla í gleymskunnar dá,“ segir Matthías Bjarnason. Aldarfjórðungur frá Óslóarsamkomulaginu MIÐBORGARLÍFIÐ tekur ávallt hraustlega við sér þeg- ar sólin lætur sjá sig og kom- ast oft færri en vilja í sæti þeirra kaffihúsa sem bjóða upp á útisæti. Nokkrar Reykjavík- urdætur, sem urðu á vegi ljósmyndara í blíðunni í gær, hirtu lítt um hvort væri betri kostur, virðulegt sæti undir sólhlíf eða harður og sólbakaður gangstéttarkant- urinn, þar sem jafnvel má draga af sér skæði og viðra tærnar. Morgunblaðið/Golli Slakað á í sólskini VEGNA gríðarlegrar eftir- spurnar eftir miðum á tónleika þýsku rokkhljómsveitarinnar Rammstein í Laugardalshöllinni 15. júní hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika daginn eft- ir, 16. júní. Að sögn tónleikahaldara voru liðsmenn þýsku sveitarinnar gáttaðir yfir þessum mikla áhuga á tónleikunum og voru boðnir og búnir að leika á auka- tónleikum til þess að svara spurninni eftir miðum. Þýska rokksveitin Rammstein Aukatón- leikar 16. júní  Aukatónleikar/74 ÁFENGISVERÐ hækkar í dag, 1. júní. Bjór hækkar að meðaltali um tæp 4% og annað áfengi um 2,5%. Þá hækkar verð á tóbaki um 3,3%. Í fréttatilkynningu frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins segir að breytingar á áfengisverði stafi af nýju verði birgja en að ástæðan fyrir hækkun á tóbaks- verði sé gengishækkun Banda- ríkjadals og evru. Eldsneytisverð hækkar sömu- leiðis í dag. Reynir A. Guðlaugs- son, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir að beðið verði með að ákveða verðbreytinguna til há- degis í dag þar sem miklar sveifl- ur hafi verið á gengi krónunnar síðustu daga. Hann segir þó allt benda til þess að verðið muni hækka. Bensínverð á heimsmark- aði er nú 6% hærra en það var fyr- ir mánuði. Ekki var heldur búið að taka ákvörðun um verðbreytingar hjá Olíuverslun Íslands þegar Morgunblaðið fór í prentun. Bensín og áfengi hækka í dag NÍU stéttarfélög sömdu við atvinnu- rekendur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara náðust samningar milli samninga- nefndar ríkisins og Iðjuþjálfafélags Íslands, Stéttarfélags íslenskra sjúkraþjálfara, Stéttarfélags há- skólamanna á matvæla- og næring- arsviði, Tollvarðafélags Íslands, Starfsmannafélags Akureyrarbæj- ar, Félags viðskipta- og hagfræðinga og Starfsmannafélags sinfóníunnar. Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa samdi við Reykjavíkurborg, en á enn ólokið samningum við launa- nefnd sveitarfélaga og ríkið. Stétt- arfélag sálfræðinga samdi við launa- nefnd sveitarfélaga og Reykjanes- bæ. Viðræður Félags íslenskra fræða við viðsemjendur stóðu fram á nótt í húsnæði ríkissáttasemjara, og einn- ig viðræður bókasafnsfræðinga og meinatækna. Níu stéttarfélög sömdu í gærkvöldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.