Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 1
125. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. JÚNÍ 2001 ÓEIRÐALÖGREGLA í höfuðborg Nepals, Katmandu, hélt uppi ströngu útgöngubanni í gær en á mánudag kom til mikilla óeirða og tveir menn féllu, að sögn fyrir byssum lögreglumanna. Fólkið mót- mælti skýringum stjórnvalda á morðinu á konungsfjölskyldunni á föstudag. Þriggja manna rannsókn- arnefnd sem skipuð hafði verið gat ekki hafið störf í gær vegna þess að einn nefndarmanna, leiðtogi stjórn- arandstöðuflokks marxista, taldi til- högunina stríða gegn stjórnarskrá. Birendra konungur, Aiswarya drottning, tvö börn þeirra og sex manns að auki létu lífið á föstudag og var í fyrstu sagt að Dipendra rík- iserfingi hefði myrt fjölskyldu sína. Hann hefði síðan reynt að skjóta sjálfan sig. Dipendra mun hafa verið í öndunarvél en lést á sunnudag. Síð- ar var fullyrðingin um þátt hans dregin til baka, sagt að um slysaskot hefði verið að ræða. Tugir manna handteknir Fólkið sem mótmælti á mánudag grét og kallaði nafn hins látna kon- ungs sem afsalaði sér einveldi 1990 og samþykkti að komið yrði á lýð- ræði og fjölflokkaskipulagi. Margir lýstu reiði sinni í garð ráðamanna. „Refsið hinum raunverulegu morð- ingjum!“ var hrópað og lýst andúð á nýjum konungi, Gyanendra. Tveir tugir ungra manna voru handteknir í gær er þeir gengu að konungshöll- inni, veifuðu þjóðfánanum og kröfð- ust skýringa. Fjölmiðlar tóku undir kröfur um að allur sannleikurinn yrði leiddur í ljós. Gyanendra er yngri bróðir Bir- endra og tók við embætti á mánudag en í millitíðinni hafði Dipendra prins verið við völd að nafninu til þar sem hann var réttborinn til erfða. Gyan- endra þykir hafa eyðilagt trúverðug- leika sinn með því að segja að slysa- skot hafi orðið fjölskyldunni að fjörtjóni sem þykir ósennileg skýr- ing. „Enginn trúir honum,“ sagði verslunareigandi í Katmandu í gær. Nepal er landlukt ríki í Himalaja- fjöllum, íbúarnir um 23 milljónir og fátækt mikil. Margs konar orðrómur var þar á kreiki, meðal annars var grannþjóðinni Indverjum kennt um morðin, einnig skæruliðum maóista. Um 1600 manns hafa fallið í átökum skæruliða og hersins síðustu árin. Óeirðalögregla framfylgir útgöngubanni í höfuðborg Nepals Nýjum konungi illa tekið AP Nepalskir lögreglumenn vísa fólki á brott af götum Katmandu í gær. Tveir féllu og 19 manns slösuðust í óeirð- um sem urðu í borginni á mánudag en kyrrt var að mestu í gær.  Sannfærðir um/28 Katmandu, Nýju-Delhí. AP, AFP. HAMAS-samtökin eru ekki bundin af vopnahléinu sem Yasser Arafat, for- seti heimastjórnar Palestínumanna, lýsti yfir í síðustu viku og munu halda áfram uppreisn (intífata) gegn Ísrael- um, að því er andlegur leiðtogi sam- takanna, Ahmend Yassin, tilkynnti í gær. Fregnir bárust af því að skipst hefði verið á skotum á svæðum Pal- estínumanna og var það haft til marks um hve tæpt vopnahléið stæði. Stuðningur Hamas-samtaka mús- líma við vopnahléið sem Arafat lýsti yfir sl. laugardag er talinn nauðsyn- legur til að það vari. Samtökin sögðu að maðurinn sem sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir utan skemmtistað í Tel Aviv sl. föstudagskvöld, með þeim af- leiðingum að 20 ungmenni létust, hefði verið félagi í samtökunum. Hafa þau lýst sig ábyrg fyrir fjölda sprengjutilræða gegn Ísrael. Í gærmorgun sagði í dreifiriti sem undirritað var af hernaðararmi Ham- as og Fatah-samtökum Arafats að vopnahléið yrði virt. En ekki leið á löngu þar til lykilmenn í Hamas drógu það í efa og gáfu í skyn að dreifiritið kynni að vera falsað. Yassin sagði í gær að „svonefnt vopnahlé“ væri milli tveggja herja. „Við erum ekki her. Við erum fólk sem þarf að verja sig og vinna gegn yfirgangi.“ Peres segir vopnahléð halda Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði aftur á móti að dregið hefði úr ofbeldisaðgerðum Palestínu- manna undanfarna daga og það væri til marks um að vopnahlé væri í raun komið á. Hann sagði enn fremur að Ísraelar krefðust þess að allt yrði með kyrrum kjörum í tvo mánuði áður en friðarviðræður gætu hafist en Palest- ínumenn gerðu kröfu um að viðræður hæfust einum mánuði eftir að átökum linnti. Yassin var í hópi um tvö þúsund Palestínumanna sem komu saman á Gaza-svæðinu í gær og minntust þess að 34 ár voru liðin frá upphafi sex- dagastríðsins milli Ísraela og araba. Báru menn myndir af Arafat og Yass- in og hrópuðu að uppreisninni yrði haldið áfram uns fullur sigur ynnist. Síðla á mánudag hafði Arafat kall- að saman fund leiðtoga í Fatah-sam- tökunum og Hamas og í sameigin- legri yfirlýsingu sagði að frá og með miðnætti yrði hætt árásum í Ísrael. En skömmu síðar neitaði Yassin því að kannast nokkuð við yfirlýsinguna. Powell ræðir við Arafat Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Arafat í síma í gær, í annað sinn á einum sólar- hring, að því er opinber fréttastofa Palestínumanna, WAFA, greindi frá. Hefði Powell hringt í Arafat og þeir rætt um „versnandi stöðu á palest- ínskum landsvæðum.“ Þrátt fyrir skærur á stöku stað sagði George W. Bush Bandaríkjafor- seti í gær að auknar friðarhorfur rétt- lættu að yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA), Georg Tenet, héldi til Mið-Austurlanda. Mun Tenet halda þangað í dag og taka þátt í við- ræðum um öryggismál. Er þetta til marks um að Bandaríkjamenn ætli að auka viðleitni sína til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er í fyrsta sinn síðan í októ- ber sem Tenet fer til Mið-Austur- landa en lægra settir CIA-menn hafa undanfarið ár setið fundi með báðum deiluaðilum en ekki orðið ágengt. Að minnsta kosti 450 Palestínumenn, 110 Ísraelar og 13 ísraelskir arabar hafa fallið í átökum fyrir botni Miðjarðar- hafs síðan uppreisn Palestínumanna gegn Ísrael hófst í september sl. í kjölfar þess að friðarumleitanir fóru út um þúfur. Hamas-samtökin lýsa sig óbundin af vopnahléi Jerúsalem, Gaza. AP, AFP, Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ leit- aði í gær stuðnings aðila í fisk- iðnaði við áætlanir sem binda eiga enda á ofveiði er stefnir þorsk- og ýsustofnum í voða. Áætlanirnar eiga þó um leið að tryggja afkomu samfélaga er byggja á fiskveiðum. Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sagði á fundi með um það bil 400 fulltrúum sjó- manna, vísindamanna, um- hverfisverndarsinna og ann- arra aðila í sjávarútvegi að hann vildi taka meira tillit til viðhorfa þeirra við gerð áætl- ana um róttækar umbætur á fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins. ESB vill hindra ofveiði Brussel. AP. FRÁ og með deginum í dag eru valdahlutföllin í öldungadeild Bandaríkjaþings breytt. Demókrat- ar hafa fengið þar eins sætis meiri- hluta í kjölfar þess að þingmað- urinn James Jeffords (til vinstri) sagði sig úr Repúblikanaflokknum og tekur í dag sæti sem óháður. Hér er hann ásamt Joe Lieberman, þing- manni demókrata. Repúblikanar hafa haft völdin í öldungadeildinni síðan 1995. Jeffords hefur lýst því yfir að hann muni veita demókröt- um stuðning í ýmsum mikilvægum málum. Þetta auðveldar demókröt- um að andæfa stefnu stjórnar Georges W. Bush forseta því nú ráða þeir því hvaða lagafrumvörp öldungadeildin tekur fyrir. AP Breytt valdahlutföll HUNDRUÐ manna lentu í átökum við óeirðalögreglu á götum Leeds á Englandi í gærkvöldi. Var kveikt í bílum og lögreglan grýtt. Hópur manna af asískum uppruna réðist gegn lögreglunni og kastaði flöskum og plastkössum. Einn maður slasað- ist í átökunum. Talið er að orsök óeirðanna sé handtaka manns úr hverfi Bangladesa í borginni fyrir tveim dögum. Vika er síðan til óeirða kom milli kynþátta í borginni Old- ham á Englandi. Óeirðir í Leeds Leeds. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.