Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSnilldartilþrif ungmennaliðsins í rokinu á Skipaskaga /B3 Handknattleikslandsliðið tekur stefnuna á EM/B4 12 SÍÐUR 48 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s til þess að rútan valt á hliðina. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík voru hinir slös- uðu fluttir á slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík. Ekki er talið að þeir hafi verið alvarlega slasaðir. ÞRENNT slasaðist þegar rúta valt á hliðina við afleggjarann að Bláa lóninu um sjöleytið í gærkvöldi. Sex farþegar voru í rútunni auk ökumanns en mjög hvasst var á þessum slóðum í gær og er jafnvel talið að öflug vindhviða hafi orðið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út vegna slyssins. Rútan var á leið milli Þingvalla og Grindavíkur og var ætlunin að setja farþegana út við Bláa lónið og sækja aðra sem þar biðu. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Björgunarsveitarmenn og lögregla aðstoða við að koma fólkinu út úr rútunni. Þrír slösuðust er rúta valt við Bláa lónið AÐALMEÐFERÐ í máli ákæru- valdsins gegn konu sem sökuð er um að hafa svikið út fé eða nýtt sér bágindi átta karlmanna var frestað í gær eftir að algjörlega ný staða kom upp í málinu. Sam- kvæmt ákærunni hafði konan um 56 milljónir upp úr svikunum. Fyrir dómi í gær kom fram að konan hygðist ekki tjá sig frekar við réttarhöldin. Við þingfestingu málsins í apríl játaði hún á sig öll ákæruatriðin. Hún dró síðar játningu sína til baka og kvaðst hafa misskilið ákæruna og talið að verið væri að spyrja um hvaða upphæðum hún hefði tekið við úr hendi karlmann- anna. Hún hefði hins vegar hvorki svikið út féð né nýtt sér bágindi mannanna til að fá þá til að af- henda sér fé. Fjórir karlmannanna sem konan er ákærð fyrir að hafa svikið fé af neituðu að bera vitni fyrir dómi og óskuðu eftir að bera vitni í gegn- um síma. Tveir þeirra báru fyrir sig bágt heilsufar en hinir tveir báru fyrir sig aðrar ástæður og sagðist annar þeirra ekki koma fyrir réttinn ótilneyddur. Ekki yfirheyrt símleiðis Helgi Magnús Gunnarsson, sem sækir málið fyrir hönd ríkislög- reglustjóra, óskaði eftir að menn- irnir yrðu yfirheyrðir símleiðis. Þeirri bón hafnaði dómurinn og sagði að heimildir til þess bæri að túlka þröngt. Gildar ástæður, svo sem sannanleg veikindi, þyrftu að hamla því að þeir gegndu vitna- skyldu með því að gefa skýrslu fyrir dómnum. Í bókun Guðjóns St. Marteins- sonar héraðsdómara segir að ljóst sé að niðurstaða málsins muni að verulegu leyti ráðast af sönnunar- gildi framburðar konunnar hjá lög- reglu og hins vegar af framburði meintra tjónþola. Því þyki varleg- ast að fara fram á það við dóm- stjóra að þrír héraðsdómarar skipi dóminn. Fjórir af þeim sem konan er sökuð um að hafa svikið fé út úr eða nýtt sér bágindi þeirra hafa ritað bréf þar sem þeir falla frá bótakröfum. Þá lýsti sá sem sam- kvæmt ákærunni tapaði mestum fjármunum því að hann „felldi nið- ur allt“ gagnvart konunni og syni hennar, sem einnig er ákærður í málinu, en konan er sökuð um að hafa svikið tugi milljóna af mann- inum. Ríkislögreglustjóri stendur samt sem áður við ákæruna, þrátt fyrir þau bréf sem borist hafa. Aðalmeðferð frestað yfir konu sem sökuð er um að hafa svikið tugi milljóna út úr átta karlmönnum Þrír héraðsdómarar munu skipa dóminn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær ríkið af kröfu Lífeyr- issjóðs sjómanna um greiðslu á rúm- lega 1,3 milljörðum króna í skaða- bætur. Sjóðurinn taldi að ríkisvaldið hefði skert eignir hans með því að breyta lögum um sjóðinn árið 1981 á þann veg að skylda sjóðinn til þess að greiða sjóðfélögum á aldrinum 60–65 ára óskertan lífeyri. Með lagabreyt- ingunni var stuðlað að lausn kjara- deilu en ekkert samráð hefði verið haft við sjóðsstjórnina. Þessi skylda hefði ekki verið felld niður fyrr en með lögum árið 1999. Sjóðurinn taldi að auknar greiðslur og greiðsluskuldbindingar af þessum sökum næmu 1.365 millj- örðum samkvæmt útreikningum fyr- irtækisins Talnakönnunar hf. Frá þessari fjárhæð mætti draga til skuldajafnaðar 292 milljónir sem rík- isvaldið hefði á árunum 1982–1984 greitt í sjóðinn. Þessi greiðsla hefði falið í sér viðurkenningu ríkisins á skyldu þess að greiða lífeyrissjóðn- um bætur fyrir aukin útgjöld hans. Héraðsdómur taldi hins vegar óumdeilt að löggjafanum væri heim- ilt að lögbinda starfsemi Lífeyris- sjóðsins, þar með að kveða á um skyldur hans sem lögaðila og hver skuli vera réttindi og skyldur félaga. Með lögum sem afnámu skerðingu á lífeyri þeirra sem hófu töku hans fyr- ir 65 ára aldur voru þeim hópi fengin aukin réttindi fram yfir þá sem tóku lífeyri með sama hætti á gildistíma fyrri laga. Um hafi verið að ræða til- færslu réttinda á milli félaga í LS sem þyki ekki vera þess eðlis að sjóð- urinn hafi með henni verið skyldaður til þess að láta eign sína af hendi í skilningi stjórnarskrárinnar. Ríkið sýknað af kröfu Lífeyris- sjóðs sjómanna VETUR konungur minnti á mátt sinn og megin í gær, því þótt sum- arið eigi að vera hafið samkvæmt dagatalinu var hitinn um frost- mark á Norður- og Norðaust- urlandi og fór vindhraðinn upp í 15-20 metra á sekúndu. Víða varð fólk að skafa snjó af bílum í gær- morgun, eins og þessi kona á Siglufirði. Vegir urðu víða ófærir fólks- bílum og hafa ökumenn á sum- ardekkjum komist í vandræði. Nokkuð var um útafkeyrslur og bílveltur, til dæmis á Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði í gærkvöld, en þar var glerhált. Þá var Vík- urskarð lokað fólksbílum sem og vegir víða í Suður-Þingeyjarsýslu. Sunnan við Húsavík valt bíll í gær og rúta fór út af á leiðinni í Mý- vatnssveit. Einnig var norð- anstrekkingur á suðvesturhorninu í gær. Veðrið ætti að verða skaplegra í dag og þá sérstaklega þegar líða tekur á daginn, samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Íslands, en bæði á að draga úr vindi og úr- komu þegar líða tekur á daginn. Morgunblaðið/Halldór Halldórsson Kuldakast í sumarbyrjun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur gefið út stefnu ASÍ gegn ríkinu vegna lagasetningar Alþingis á verk- fall sjómanna í fyrra mánuði og fallist á flýtimeðferð. Málið verður þingfest í dag. Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennt verði að fyrstu þrjár greinar laganna um kjaramál fiski- manna og fleira taki ekki til Verka- lýðsfélags Stykkishólms, Verkalýðs- félagsins Stjörnunnar í Grundarfirði og Verkalýðsfélagsins Snæbjarnar. Þá verði viðurkennt að umræddar þrjár fyrstu greinar laganna feli í sér ólögmæta skerðingu á samningsfrelsi og verkfallsrétti fjölmargra félaga á landinu sem höfðu aflýst verkfalli eða áttu ekki aðild að verkfalli sjómanna. Málið þing- fest í dag Kæra ASÍ á lög vegna sjómannaverkfalls ♦ ♦ ♦ MORGUN- BLAÐINU í dag fylgir sérblað um færeysk- grænlenska kaupstefnu sem haldin verður í Perlunni í Reykja- vík 7. til 9. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.