Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 10

Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI var í hátíðarsal Há- skóla Íslands í gær þegar tilkynnt var um útnefningar úr Nýsköpunar- sjóði námsmanna árið 2001 en þetta er í tíunda skipti sem veitt er úr sjóðnum. Af því tilefni voru allir fyrri styrkþegar boðnir til samkomunnar að ótöldum öllum styrkþegum ársins 2001 ásamt umsjónarmönnum þeirra og fulltrúum þeirra stofnana og fyr- irtækja sem tengst hafa og styrkt starfsemi Nýsköpunarsjóðs náms- manna á undanförnum árum. Alls barst 231 umsókn um styrki úr sjóðnum í ár og eru 150 þeirra styrkt- ar en alls standa 180 nemendur að verkefnunum og munu þeir því vinna að nýsköpunarverkefnum í sumar. Heildarstyrkupphæð nemur rúmum 37 milljónum króna en þegar mót- framlag frá fyrirtækjum er talið með nemur launaupphæð til námsmann- anna hátt í 60 milljónum króna. Páll Skúlason háskólarektorsagði í ávarpi sínu að Nýsköpunarsjóðurinn hafi á þessum áratug sem hann hefur starfað skipt verulegu máli í rann- sóknarstarfi ungs fólks. Rektor sagð- ist vonast til að sjóðurinn verði áfram sú hvatning til námsmanna að ná góðum árangri í starfi sínu sem hann hefur verið hingað til. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra tók undir orð Páls og sagði í ávarpi sínu að vonir væru bundnar við það starf sem nemendur væru að skila og það væri fagnaðarefni að rannsóknir, vísindi og nýsköpun nytu sífellt meiri virðingar í þjóðfélaginu og starf vísindamanna efldist með hverri dáð. Ráðherra sagðist vona að Nýsköpunarsjóðurinn yrði áfram sá vaxtarbroddur sem hann hafi verið í íslensku vísindastarfi og ýti áfram undir og styrki róttækar hugmyndir í rannsóknarstarfi. Fullmótaður rannsóknarsjóður Baldur Þórhallsson, formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs náms- manna, sagði tilefni samkomunnar þríþætt; að gefa styrkþegum sem vinna að nýsköpunarstarfi í sumar tækifæri til þess að kynna sig innan háskólasamfélagsins, að vekja at- hygli á þeim mikla fjölda verkefna sem unnið er að og í þriðja lagi að veita stúdentum og umsjónarmönn- um verkefnanna tækifæri til að kynna verkefni sín fyrir þeim stofn- unum og fyrirtækjum sem unnið verður í samvinnu við. Baldur sagði mikinn mun vera á starfi Nýsköpun- arsjóðsins nú og á upphafsárum hans þegar sjóðurinn var fyrst og fremst nokkurs konar atvinnubótasjóður en hann er í dag fullmótaður rannsókn- arsjóður. Umsóknir úr sjóðnum spanna nú nær allar fræðigreinar sem kenndar eru á Íslandi og sóttu nemendur úr 8 háskólastofnunum af landinu öllu um styrk frá sjóðnum í ár auk nema sem stunda nám við er- lenda háskóla. Hlutfall umsækjenda hefur einnig breyst þar sem kven- stúdentar eru nú í fyrsta skipti fleiri í hópi umsækjenda en karlstúdentar. Helga Jónsdóttir, borgarritari Reykjavíkurborgar, lagði í erindi sínu ríka áherslu á mikilvægi rann- sókna og nýsköpunar í háskólaborg- inni Reykjavík en samspil höfuðborg- ar og háskóla væri sífellt mikilvægara. Helga sagði flestum ljóst að með aukinni alþjóðavæðingu reyndist sífellt erfiðara að halda í gott fólk sem leitaði á milli landa og álfna eftir bestu menntun og starfi. Hún sagði borgina vera brjóstvörn sem ætti að stuðla að því að lífsgæði borgarbúa væru sambærileg eða betri hér en annars staðar og mann- auðurinn héldist innan landstein- anna. Verkefni Nýsköpunarsjóðsins væru þar mikilvægur hlekkur sem virkjaði sem best þann kraft sem býr í hugum ungs og vel menntaðs fólks. Hafsteinn Helgason verkfræðing- ur hjá Línuhönnun tók því næst til máls en hann hefur haft umsjón með tíu verkefnum á starfstíma sjóðsins. Hafsteinn sagðist telja að nýsköpun- arstarf háskólastúdenta væri afar gagnlegt fyrir íslenskt atvinnulíf og hann þekkti þess mörg dæmi að sum- arverkefni styrkþega hefðu velt af stað viðameiri þróunarverkefnum innan fyrirtækja. Hann sagði af- rakstur af samstarfi Línuhönnunar við Nýsköpunarsjóð m.a. hafa skilað einu einkaleyfi auk þess sem mörg sprotafyrirtæki hefðu verið stofnuð upp úr verkefnunum. Auk þess væri samstarfið atvinnuskapandi og gam- an væri að geta þess að afurðir tengd- ar starfinu væru komnar á markað. Samstarfið vekti líka athygli og virð- ingu út á við sem væri góð og jákvæð auglýsing fyrir þau fyrirtæki sem tækju þátt í starfinu. Hafsteinn sagð- ist því geta fullyrt að það tiltölulega litla fjármagn sem veitt væri til verk- efnanna skilaði miklum árangri beint til samfélagsins. Hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf og fræðigreinar Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður árið 1992 til að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og á fræða- sviði og veitir sjóðurinn námsmönn- um kost á að vinna að rannsóknum sem byggja á þeirra eigin hugmynd- um og tengjast Háskóla Íslands, öðr- um háskóla- og rannsóknarstofnun- um og fyrirtækjum. Sjóðurinn greiðir námsmanni styrk en fyrir- tæki eða umsjónaraðili sér fyrir að- stöðu og efniskostnaði. Sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum frá ríki og Reykjavíkur- borg en önnur sveitarfélög taka einn- ig þátt í kostnaðinum. Á seinni árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki fjármagni verkefnið að hluta. Til þess að verkefni hljóti styrk þarf það að uppfylla þær tvær meginkröfur að verða að reyna á hæfni námsmanns og sjálfstæði í vinnubrögðum en einn- ig þarf það að hafa hagnýtt nýsköp- unargildi fyrir atvinnulíf eða stuðla að fræðilegri nýsköpun í viðkomandi fræðigrein. Þeir námsmenn sem þykja hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði náms- manna koma svo til greina sem verð- launahafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem veitt hafa verið ár hvert frá árinu 1996. Úthlutanir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna kynntar í tíunda sinn í gær Vaxtar- broddur í íslensku vís- indastarfi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nemendur og umsjónarmenn þeirra verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna í ár auk Páls Skúlasonar háskólarektors og Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. DAGINN eftir gildistöku nýrra laga, sem afnema einkarétt Háskóla Ís- lands á að útskrifa viðskiptafræð- inga, brautskráði Viðskiptaháskólinn á Bifröst fyrstu 10 viðskiptafræð- ingana frá skólanum. Á fjölmennri Háskólahátíð í Reykholtskirkju s.l. laugardag voru einnig brautskráðir frá skólanum 46 rekstrarfræðingar með diplomagráðu eftir 2ja ára nám. Skömmu fyrir þingslit Alþingis í vor, var afgreidd lagabreyting sem heimilar Viðskiptaháskólanum að út- skrifa nemendur með BS gráðu og starfsheitið viðskiptafræðingar og tók hún gildi 1. júní. Hingað til hafa einungis þeir sem hafa útskrifast með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands haft rétt á því að kalla sig viðskiptafræðinga, sem er lögverndað starfsheiti. Þetta er 7. hópurinn sem útskrifast frá Bifröst með BS gráðu, sem hingað til hefur heitið BS gráða í rekstrarfræðum, en lögin heimila hins vegar að verði BS gráða í viðskiptafræðum og veiti rétt til notkunar á starfsheitinu við- skiptafræðingur. Í hátíðarræðu hvatti rektor Við- skiptaháskólans, Runólfur Ágústs- son, útskriftarnemendur til að líta á heiminn allan sem sinn starfsvett- vang og að nota þá alþjóðlegu mennt- un sem þeir hefðu fengið. Hann gagnrýndi einangrunarhyggju í ís- lensku samfélagi og talaði fyrir auk- inni alþjóðahyggju og nánara sam- starfi við Evrópulönd í efnahags-, menningar- og stjórnmálum. Framsýni og frumkvöðlastarf Mikil uppbygging á sér stað við skólann, 400 manna háskólaþorp með nýjum nemendaíbúðum, hönnun á nýju skólahúsi, nýrri deild, Lög- fræðideild, sem farið hafi vel af stað, og aukinni aðsókn ár frá ári. Rektor benti á að þessi atriði séu ekki gefnir hlutir en hins vegar þjóni skólinn enn í dag sama meginmarkmiði og við stofnun hans árið 1918. Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, var heiðursgestur hátíðarinnar. Afhenti hún fyrstu við- skiptafræðingunum sem útskrifast frá háskólanum, skírteini sín og hrósaði skólanum í ávarpi sínu fyrir framsýni og frumkvöðlastarf á meðal íslenskra háskóla. Ráðherra benti á að tengsl skólans og atvinnulífsins væru stöðugt að eflast, sem stuðlaði að nýjungum og aukningu á fram- leiðni á Íslandi. Sagði ráðherra að Viðskiptaháskólinn skilaði fólki með ferskar hugmyndir inn í atvinnulífið. Í þrjár deildir skólans, Frum- greinadeild, Viðskiptadeild og Fjar- námsdeild voru skráðir í vetur 184 nemendur. Af útskrifuðum við- skiptafræðingum með BS gráðu náðu þau Bernhard Þór Bernhar- dsson og Birna Þorbergsdóttir best- um árangri, en Bernhard útskrifast með 8,60 sem er hæsta meðalein- kunn nemanda sem útskrifast frá Bifröst af háskólastigi frá upphafi og Birna hlaut 7,75. Bestum árangri rekstrarfræðinga náðu þær Ásthild- ur Magnúsdóttir (7,93), Sigrún Hjartardóttir (7.79) og Jenný Lind Tryggvadóttir (7,77). Á hátíðinni var boðið upp á tónlist listamannanna Stefáns Arnar Arn- arssonar sem lék á selló og Halldóru Friðjónsdóttur sem söng við undir- leik Zuzsönnu Budai á píanó. Páll Ingólfsson flutti kveðju frá stjórn skólans en fyrir hönd útskriftarnema töluðu þau Sigrún Hjartardóttir og Ólafur M. Einarsson, en hann þakk- aði skólanum það að gefa tækifæri til náms þeim sem eru búnir að vera í atvinnulífinu í nokkur ár. Fyrstu tíu viðskiptafræðing- arnir brautskráðir frá Bifröst Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Nýútskrifaðir viðskiptafræðingar ásamt öðrum sem brautskráðust frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. MIKILL erill var hjá lögreglunni í Borgarnesi um hvítasunnuhelgina en alls voru 97 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Það eru um helmingi fleiri en voru stöðvaðir um síðustu hvítasunnuhelgi. Lögreglan vill þó ekki slá því föstu að þetta sé til marks um aukinn hraðakstur heldur sé það fremur vegna öflugs umferðareftirlits um helgina. Alls urðu sjö umferðar- óhöpp í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi um helgina. Borgarfjörður 97 stöðvaðir vegna hrað- aksturs ELLERT Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist sáttur við hugmyndir Vegagerðarinnar um hönnun nýrrar Reykjanesbrautar að því undanskildu að lagt sé til að framkvæmdum við mislæg gatnamót við Seilubraut, Reykjanesbraut og Hafnarveg verði frestað. Hann segir mikilvægt að greiða úr umferð á þessum stað og til þess þurfi umrædd gatnamót. Hann kvaðst sáttur við tillögurnar ef mis- lægu gatnamótin fylgja eins og stefnt hafi verið að. Mislægum gatnamótum ekki frestað Bæjarstjóri Reykjanesbæjar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.