Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 20

Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGAR úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum ákváðu það snemma í haust að á sumri komanda ætluðu þeir sér að græða upp þau sár sem mynduðust í hlíðum Klifs og í Hánni í jarð- skjálftanum mikla 17. júní í fyrra. Það var Svavar Steingrímsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Helga- felli, sem hafði orð á þessu á fundi í klúbbnum síðastliðið haust og var ákveðið nú í vor í samráði við Land- græðsluna og Olís að græða upp þau sár sem mynduðust þegar mik- ið hrundi úr fjöllunum í skjálftanum 17. júní sl. Margir félagar úr Helgafelli tóku þátt í verkinu. Ærin vinna var að bera hálft tonn af áburði og fræi upp allar Hlíðarbrekkur undir Klifi og á Hánni fyrir ofan Hástein. Þá var farið í brekkurnar undir Molda við Fiskhellanef þar sem töluvert hrun varð síðastliðinn vetur og þar var einnig sáð. Að sögn Svavars Steingrímssonar hefði náttúran sjálf grætt upp sín sár en þeir Kiw- anisfélagar voru bara að hjálpa henni til að það takist fyrr enda sár- in víðast hvar mjög mikil og stór. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Svavar Steingrímsson gengur með poka á öxlinni og heldur á fötu í hendi á leið upp Hlíðar- brekkur, en maðurinn er alvan- ur fjalla- og sigmaður úr Hellis- ey sem væntanlega hefur komið sér vel þótt ekki væri um mikla svaðilför að ræða í þetta sinn. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nokkrir Kiwanisfélagar við störf í Hlíðarbrekkum. Kiwanismenn græða upp eftir jarðskjálfta Vestmannaeyjar ÞÁTTTAKENDUR í opn- um mótum Golfklúbbs Sel- foss á Svarfhólsvelli á Sel- fossvelli eiga þess kost að vinna nýja Toyota Yaris bifreið nái þeir að fara holu í höggi á einverju af þeim sex mótum sem fyr- irhuguð eru í sumar. Fyrsta opna mótið verður 2. júní. Golflklúbbur Selfoss og Bílasala Suðurlands, sem er umboðsaðili Toyota á Suðurlandi, gerðu með sér samning um verðlaunabíl- inn á opnu mótunum. Verðmæti bílsins er um 1,4 milljónir króna. Guð- jón Öfjörð Einarsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Selfoss, sagði það einsdæmi að svo vegleg verðlaun væru í boði fyrir holu í höggi á opnum mótum. Hann sagði mikla grósku í golfíþróttinni á Selfossi, fjölgun í klúbbnum og uppsveifla í unglingastarfinu. „Við erum að styðja gott mál- efni og vekjum um leið athygli á nýrri og glæsilegri aðstöðu okkar í 1.200 fermetra nýbyggingu bíla- sölunnar við Suðurlandsveg. Svo er líka gaman að taka þátt í svona verkefni með öflugu félagi eins og Golfklúbbi Selfoss,“ sagði Haukur Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Bílasölu Suður- lands. Opin mót Golfklúbbs Selfoss Yaris í verðlaun fyrir holu í höggi Morgunblaðið/Sig. Jóns. Guðjón Öfjörð Einarsson, framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Selfoss, og Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Bílasölu Suðurlands, handsala samninginn um Yaris-bílinn í verðlaun fyrir holu í höggi á opnu golfmótunum á Selfossi í sumar. Selfoss NEMENDUR úr tveimur efstu bekkjum Lýsuhólsskóla halda á næstu dögum í skólaferðalag til Danmerkur. Áhugi fyrir Dan- merkurferð vaknaði þegar einn nemandi skólans fluttist þangað, en hann er reyndar kominn til baka í sinn gamla skóla og verð- ur því þátttakandi í ferðinni en ekki gestgjafi. Hópurinn dvelur nokkra daga í Holsted á Jótlandi en þaðan munu nemendur fara til að heimsækja skólann í Höjmark á Jótlandi. Einnig verður dvalið nokkra daga í Kaupmannahöfn og Krebs’ skólinn heimsóttur. Markmiðið með þessum heim- sóknum er að stofna til vina- tengsla við skólana. Nemendur sem eru fullir tilhlökkunar, hafa safnað fyrir skólaferðalaginu í vetur. Þeir seldu m.a. kartöflur sem þeir fengu gefins hjá bænd- um á Hraunsmúla gegn því að taka þær upp sjálf, með gerð og sölu á jólakortum, með sölu á sal- ernispappír og kaffisölu við skólaslit. Auglýsingasala og út- gáfa skólablaðs gaf töluvert af sér og Búnaðarbankinn í Borg- arnesi, Ferðaþjónustan Böðvars- holti og Norræna félagið veittu þeim styrk. Ekki má gleyma þeim styrk sem þau hlutu frá Snæfellsbæ, en hann fengu þau fyrir umhverfisverkefni tengt Staðardagskrá 21 sem þau unnu í vetur og umhverfissýningu sem þau settu upp við skólaslit. Fararstjórar í ferðinni verða Klara Bragadóttir sálfræðingur og prestsfrú á Staðastað og Rósa Erlendsdóttir kennari við Lýsu- hólsskóla. Lýsuhólsskóli Skólaferðalag til Danmerkur Morgunblaðið/Haukur Þórðarson Nemendur 9. og 10. bekkjar Lýsuhólsskóla. Hellnar/Snæfellsbær ÁRLEGUR fundur bæjarstjóra á landinu og borgarstjóra Reykjavík- ur var að þessu sinni í boði bæj- arstjórna Fjarðabyggðar og Aust- ur-Héraðs. Fyrst var fundað á Egilsstöðum. Að fundi loknum héldu bæjarstjór- ar og borgarstjóri ásamt mökum til Fjarðabyggðar þar sem þeir skoð- uðu m.a. Stríðsára-safnið á Reyð- arfirði, Kirkju- og menningarmið- stöðina á Eskifirði, fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og nýreist snjóflóðavarnamannvirki í Neskaupstað. Loks var hópurinn boðinn til kvöldverðar og skemmt- unar í Hótel Egilsbúð þar sem tón- listarmenn í Blús-, rokk- og jazz- klúbbnum á Nesi léku listir sínar. Þegar fréttaritara Morgunblaðs- ins bar að garði var hópurinn staddur í kalsaveðri uppi á snjó- flóðavarnargarðinum. Þótti mönn- um ótrúlegt hvað mannvirkið, sem var svo lítið áberandi frá bænum séð, var stórt og mikið þegar að garðinum var komið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Bæjarstjórar Árborgar, Ólafsfjarðar, Vestmannaeyja og Hafnar voru kampakátir í nýrri frystigeymslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Stjórnendur bæjarfélaga hittast Neskaupstaður Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hópurinn skoðaði m.a. snjóflóðavarnargarðinn í Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.