Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 21
Kr. 39.995
M.v. 2 í herbergi með morgunmat,
flug, skattar.
Skógarhlíð 18
sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt helg-
arævintýri til Mílanó, þann 22. júní, á
hreint frábærum kjörum. Nú getur þú
kynnst þessari einstöku borg sem er
miðstöð tísku og hönnunar á Ítalíu. Þú getur notið
þess að skoða mörg frægustu listasöfn Ítala, séð síðustu kvöldmáltíð Le-
onardos með eigin augum, Il Duomo dómkirkjuna í miðbænum, þriðju
stærstu dómkirkju heims, verslað í Galeria Vitorio Emanuelle, eða
kannað veitingastaðina og næturlífið í Corso Como. Við höfum tryggt
okkur herbergi á góðu 3ja stjörnu hóteli í hjarta borgarinnar, Hotel Sop-
erga. Öll herbergi eru með sjónvarpi,
síma, baði og loftkælingu.
Beint flug
5 nætur
Aðeins 10 herbergi
Kr. 36.433
M.v. hjón með barn, flug, hótel,
skattar.
5 daga
helgarferð til
Mílanó
22. júní
frá 36.433 kr.
HÓTEL Bjarkalundur hefur hafið
sumarstarfsemi sína eftir mikla end-
urbætur. Búið er að bæta alla að-
stöðu og er hún nú vistleg og öllum
ferðamönnum sæmandi.
Gisting er fyrir 32 í vistlegum her-
bergjum og hafa þau verið máluð
sem og aðrar vistarverur. Herbergin
fá fuglanöfn og eru þannig merkt.
Hótel Bjarkalundur bíður ferðafólki
upp á litla verslun, veitingar í miklu
úrvali og þeir sem vilja eyða ein-
hverju af sumarfríinu sínu þar geta
líka fengið leigt tjaldstæði og bensín
á bílinn. Þá er boðið upp á silungs-
veiði.
Hótelstjóri verður Ásta Sjöfn
Kristjánsdóttir. Hótelið stendur
undir Vaðalfjöllum en þau eru úr
innskotsbergi og er góð gönguleið
þaðan upp á hnúkinn og er leiðin um
6 til 7 km. Þaðan er útsýni mikið og
fjölbreytt.
Sveinbjörn Kristinn hannaði nýtt
merki fyrir hótelið og prýðir það
matseðil þess og leirtau.
Eigandi hótelsins er Kaupfélag
Króksfjarðar.
Morgunblaðið/svennikr
Það var fallegt um að litast í Bjarkalundi um helgina, enda lögðu fjölmargir þangað leið sína.
Sumarstarfsemi hafin
í Hótel Bjarkalundi
Reykhólasveit