Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 24
SKÝRSLA HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR
24 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hafrannsóknastofnun kynnti í gær skýrslu um nytja-
stofna sjávar árið 2000/2001 og aflahorfur fiskveiði-
árið 2001/2002 og í kjölfarið greindi sjávarútvegs-
ráðherra frá reglugerð um leyfilegan heildarafla á
næsta fiskveiðiári.
Almenn vonbrigði með niðurstöðurnar koma fram í
máli þeirra aðila sem Morgunblaðið leitaði til vegna
skýrslunnar og virðast flestir sammála um að endur-
skoðunar sé þörf í vinnubrögðum Hafrannsókna-
stofnunar við mat á stærð fiskistofna. Í máli margra
kemur raunar fram hörð gagnrýni á aðferðafræði
stofnunarinnar.
Almenn vonbrigði
með niðurstöðuna
FRIÐRIK J.
Arngrímsson,
framkvæmda-
stjóri Landssam-
bands íslenskra
útvegsmanna,
segir að niður-
staða Hafrann-
sóknastofnunar sé
mikil vonbrigði,
einkum hvað varði
þorskinn.
Hann sagði að
samkvæmt því sem fram kæmi nú
virtist Hafrannsóknastofnun hafa of-
metið stofninn allverulega og menn
hlytu að setja spurningarmerki við
það hvort þetta mat væri rétt. Það
væri ekki hægt annað.
„Þetta eru veruleg vonbrigði og
menn hljóta þar á bæ að þurfa að taka
verulega til hjá sér, enda eru þeir að
því, það er alveg ljóst,“ sagði Friðrik.
Hann sagði að það væri erfitt að
áætla hver veiðistofninn væri og meta
það sjálfstætt, en menn hlytu að setja
spurningarmerki við þessa úttekt al-
veg eins og þá sem hefði komið í fyrra
og hitteðfyrra.
Hann sagði að við hlytum áfram að
byggja á vísindalegri nálgun og vís-
indalegum rökum og reyna á hverjum
tíma að efla þau. Það væri ekki hægt
að gefast upp í þeim efnum.
Aðspurður hvort kvótakerfið og
samspil þess við þær vísindalegu að-
ferðir sem beitt væri gæti átt þarna
hlut að máli, sagði hann að það væri
vitleysa að halda slíku fram. Eitt væri
vísindaleg ráðgjöf og annað væri
hvernig við ætluðum að veiða leyfileg-
an heildarafla. Þetta væri tvennt
óskylt.
„Það hvaða vísindaráðgjöf við fáum
og svo aftur hvernig við ákveðum að
ná í þann heildarafla sem ákveðið er
að veiða er bara tvennt óskylt,“ sagði
Friðrik.
Hann sagði að auðvitað þyrfti að
hafa brottkast í huga. Það væri vitað
að það væri fyrir hendi og væri of
mikið og auðvitað yrði að taka á því.
En það væri líka brottkast í frjálsum
veiðum, því miður.
„Það að einfalda málið svona og
tengja saman aflamarkskerfið og
fiskveiðiráðgjöfina, það eru engin rök
fyrir því,“ sagði Friðrik.
Hann sagði að við hlytum að byggja
á vísindalegri ráðgjöf í þessum efnum
hverju sinni, þó þessi niðurstaða væri
alveg gríðarleg vonbrigði. „En það
bara þýðir að við hljótum að þurfa að
efla vísindastarfið. Það er ekkert ann-
að svar við því,“ sagði Friðrik enn-
fremur.
Hann benti á að þarna væri um afar
flókið samspil mjög margra þátta að
ræða og það væri alveg ljóst að menn
hefðu ekki náð utan um þetta. Það
væri verkefnið að vinna í því.
Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ
Þurfum að
efla vísinda-
starfið
Friðrik
Arngrímsson
SÆVAR Gunn-
arsson, formaður
Sjómannasam-
bands Íslands,
segir að skýrsla
Hafrannsókna-
stofnunar sé kol-
svört og ein sú
ljótasta sem hafi
komið í heilan
áratug eða
meira. Hann seg-
ir að skoða verði
alla þætti þessa máls, bæði vísinda-
legar aðferðir fiskifræðinganna og
fiskveiðistjórnarkerfið.
„Það sem verra er að samkvæmt
skýrslum sem við höfum fengið áð-
ur og síðast í fyrra var gert ráð fyr-
ir að veiðistofninn verði tæp milljón
tonn í ár og svo koma þeir með
þessar fréttir að hann sé innan við
600 þúsund tonn,“ sagði Sævar.
Hann sagði að á síðasta ári hefði
komið fram mikil gagnrýni á nið-
urstöður Hafrannsóknastofnunar
og þá hefði verið fenginn sérfræð-
ingur að utan til þess að staðfesta
vinnubrögðin. Það hefði verið gert á
haustdögum og síðan liði ekki nema
hálft ár þar til þessar upplýsingar
kæmu fram og þá væri bara sagt að
vísindin væru ekki nákvæmari en
þetta.
„Þetta er ekki nógu trúverðugt
fyrir mig,“ sagði Sævar.
Hann sagðist hafa sérstaklega
tekið eftir því á fundi með fiski-
fræðingunum og forstjóra Hafrann-
sóknastofnunar í gærmorgun að
þeir hefðu lagt mikla áherslu á að
ekki mætti blanda saman vinnu
þeirra og fiskveiðistjórnuninni.
Hann vildi meina að með því að
segja að ekki mætti blanda þessu
saman væru þeir að skipta sér af
fiskveiðistjórnuninni. Ef fiskveiði-
stjórnunin hefði einhvers staðar
áhrif hvað það varðaði að gefa vís-
indamönnunum rangar upplýsing-
ar, eins og t.a.m. hvað varðaði fisk
sem væri hent, fisk sem væri land-
að fram hjá vigt og fleira,segði sig
sjálft að það væri skekkjuvaldur í
þeim vísindaaðferðum sem beitt
væri.
Hann sagði að ekki væri hægt að
greina á milli þessa tvenns og að
horfa yrði á þetta vandamál opnum
augum og leita að ástæðum fyrir
því hvert við værum komnir með
þorskstofninn. „Mín skoðun er sú
að kerfið hafi áhrif á þetta. Það eru
alveg hreinar línur. Í mínum huga
getur það ekki verið að við séum að
veiða 3–400 þúsund tonn á ári í 5–6
áratugi á síðustu öld, en við kom-
umst ekki út úr þessu hjólfari 200
þúsund tonn síðan þetta kerfi var
tekið upp,“ sagði Sævar.
Hann sagði að það væri eitthvað
meira en lítið að, hvort sem þar
væri um að kenna kerfinu, vísind-
unum eða náttúrunni. Það yrði að
skoða þetta allt saman ef ekki ætti
illa að fara.
Hann benti á að þótt ráðgjöfin
samkvæmt nýju reglunni frá því í
fyrra geri ráð fyrir 190 þúsund
tonna veiði hefði gamla aflareglan
leyft veiðar upp á 145 þúsund tonn
og það sé ekkert smáræði að vera
kominn niður í þau mörk. Þar vær-
um við komin fram á þá hengibrún
sem rætt hefði verið um fyrir ára-
tug. Þá hefði verið sagt að við
mættum ekki fara neðar því þá
væri hætta á þetta hryndi undan
okkur. „Ég sé ekki annað en við
séum komin á þennan stað aftur,“
sagði Sævar.
Hann bætti því við að það væri
svipaða sögu að segja af ýsunni.
Það væri alltaf verið að spá stofn-
inum svo og svo stórum og það
gengi ekki eftir. Nú væri kynnt að
1993 árgangurinn væri horfinn og
kæmi ekkert inn í veiðina núna öll-
um að óvörum. 1993 árgangurinn
hefði verið smáfiskur að koma inn í
veiðina 1998 og 1999 þegar afli
hefði verið hvað mestur. „Hvað
varð um hann? Af hverju finnst
hann ekki núna? Hann hefur aldrei
veiðst og hann finnst ekki,“ sagði
Sævar.
Hann varpaði því fram hvort þar
væri ef til vill á ferðinni smáfisk-
urinn sem talað hefði verið um að
hefði verið hent í svo miklum mæli
þegar veiðar hefðu verið með
skásta móti árin 1998 og 1999.
Sævar Gunnarsson,
formaður Sjómanna-
sambands Íslands
Kolsvört
skýrsla
Sævar
Gunnarsson
ÞÓRÐUR Frið-
jónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofn-
unar, telur ekki
að áhrif skertra
veiðiheimilda
verði umtalsverð
og telur raunar
að talsverður
hluti af áhrifun-
um sé þegar
kominn fram.
Hann segir einn-
ig að gengislækkun krónunnar
komi fyrirtækjum í sjávarútvegi
vel og vegi þannig upp tíðindin nú.
„Ég reikna með að talsverður
hluti af áhrifum skýrslunnar á
efnahagslífið hafi þegar verið kom-
inn fram, bæði í lækkun á gengi
krónunnar vegna orðróms um að
ráðgjöfin yrði í þessa veru og
sömuleiðis lækkun á verði hluta-
bréfa,“ segir Þórður. „Ég er því
ekki viss um að áhrifin, að því er
varðar þessa þætti, eigi eftir að
verða mikil enda þótt alltaf megi
búast við titringi í einhverja daga.“
Þórður bendir á að á umliðnum
árum hafi oft komið til viðlíka sam-
dráttar. „Við höfum oft áður séð
breytingar í námunda við þetta,
jafnvel enn meiri breytingar, og
svipað hefur átt sér stað þrisvar
sinnum á síðustu tíu til tólf árum.
Þetta er þannig eitthvað sem alltaf
má búast við í hagkerfi eins og því
íslenska. Sjávarútvegur er sveiflu-
kenndur og við eigum að vera í
stakk búin til þess að taka svona
ágjöfum og hneppa aðeins þéttar
að okkur í bili.“
Hagvöxtur dregst saman um
hálft prósentustig
Að sögn Þórðar hefur rekstr-
arstaða sjávarútvegsfyrirtækja
breyst mjög til batnaðar að und-
anförnu vegna gengislækkunar
krónunnar. Þess vegna eigi tíðind-
in nú ekki að þurfa að hafa afger-
andi áhrif á afkomu greinarinnar.
Fjárhagsstaðan kunni þó að verða
erfið tímabundið vegna gengis-
bundinna lána.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar
segir að bein áhrif skertra veiði-
heimilda þýði um 0,4% minni hag-
vöxt og að viðbættum áhrifum á
aðra þætti hagkerfisins megi ætla
samdráttinn í hagvexti 0,5%.
„Þetta eru ekki sérstaklega stór-
ar tölur í samhengi við það sem við
höfum áður séð. Framundan er
tímaskeið þar sem líklegt er að hlé
verði á örum hagvexti meðan aðrar
greinar byggjast upp, t.d. ferða-
mennska og þekkingariðnaður, þar
sem spáð er verulegum vexti á
næstu árum. Gangi áform um frek-
ari uppbyggingu stóriðju síðan eft-
ir, er ljóst að hagvaxtarhorfur til
lengri tíma væru með ágætum.“
Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhags-
stofnunar
Eigum að
vera í stakk
búin til að
taka við
svona
ágjöfum
Þórður
Friðjónsson
KRISTINN Pét-
ursson, fram-
kvæmdastjóri
Gunnólfs hf. á
Bakkafirði, segir
að Hafrann-
sóknastofnun
dragi enn og aft-
ur rangar álykt-
anir af þeim
gögnum sem
stofnunin hafi afl-
að sér með fyrri
rannsóknum og taki ekki mið af
staðreyndum og reynslu fyrri ára
við mat á veiðiálagi. Kristinn segir
að meðalveiðiálag á þorskstofninn
hafi verið 45% á árunum 1972 til
1975, að báðum árunum meðtöldum,
sem hafi skilað sér í helmingsstækk-
un þorskstofnsins á árunum 1975 til
1980. Það hafi gerst þrátt fyrir að
sagt hafi verið að draga þyrfti úr
veiðinni úr 360 þúsund tonnum ár-
lega niður í um 230 þúsund tonn til
að koma í veg fyrir hrun þorsk-
stofnsins samkvæmt svörtu skýrsl-
unni árið 1975.
„Þess vegna er reynsla fyrir því
að þetta var engin áhætta. Hátt
veiðiálag virtist leiða til stóraukinn-
ar „framleiðslu“ náttúrunnar á
þorski. Það er margsinnis búið að
sýna sig að lágt veiðiálag, eins og
síðustu ár, virðist leiða til þess að
þorskstofninn dregur úr fram-
leiðslu. Stofninn virðist þannig laga
sig sjálfur að veiðiálagi og umhverf-
isaðstæðum.“
Að sögn Kristins byggir hann nið-
urstöður sínar eingöngu á því sem
reynslan hafi sýnt og reynslan verði
að teljast alvöru raunvísindi. Krist-
inn segist hafa skoðað þessi mál í
nærri 15 ár og niðurstöður þeirra at-
hugana hafi oftast sýnt að rannsókn-
ir Hafró skili ágætum gögnum en
ályktanirnar, eða sú tölfræði sem
notuð er til að meta veiðiþol, séu ein-
faldlega rangar. „Þess vegna tel ég
áhættulaust að miða t.d. við 40%
veiðiálag, sem myndi gefa 240 þús-
und tonna afla, á meðan verið er að
skoða þessi mál betur í heild sinni.“
Tilraunastarfsemi sem
náttúran hefur ítrekað hafnað
Kristinn segir ráðgjafa bera
ábyrgð á því að 600 þúsund tonn af
þorski hafi týnst s.l. tvö ár, sem að
verðmæti séu um 420 milljarðar
miðað við 700 krónur á kílóið eins og
þorskkvótinn hafi verið seldur á.
Ráðgjafar hafi haldið fram fullyrð-
ingum síðustu ár sem ekki hafi stað-
ist og eigi að bera ábyrgð á þeim
fullyrðingum. Þá telur Kristinn að
nýjar fullyrðingar um ofmat á fyrri
mælingum séu órökstuddar og út í
hött. Gagnagrunnurinn hafi verið sá
sami síðustu árin og því jafn mark-
tækur og rétt sé að spyrja hvort
náttúrulegur dánarstuðull þorsks
hafi hækkað vegna þeirrar friðunar-
stefnu sem rekin hafi verið.
„Hafi náttúrulegur dánarstuðull
hækkað vegna þess hve við veiddum
lítið er ekki ólíklegt að náttúran sjálf
hafi leitað jafnvægis vegna friðunar-
stefnunnar. Við veiddum ekki þann
afla sem var í boði og þorskurinn
virðist hafa drepist. Hvað gerist ef
við spyrjum hvort dánarstuðullinn
hafi verið 40% í staðinn fyrir 20%
eins og ráðgjafar miða við og við
biðjum þá að setja 40% inn í líkanið?
Hvað er þorskstofninn þá stór? Er
hugsanlegt að stofninn tvöfaldist þá
í líkaninu og við höfum verið að
veiða 12,5% en ekki 25%? Ég tel
bæði minni áhættu og meiri ábyrgð
felast í því að byggja á sannaðri
reynslu heldur en halda til streitu
tilraunastarfsemi með tilgátum sem
náttúran hefur endurtekið hafnað.“
Kristinn Pétursson,
framkvæmdastjóri
Taka þarf
mið af
reynslu
fyrri ára
Kristinn
Pétursson
JÓN Kristjáns-
son fiskifræðing-
ur segir að það
komi sér ekki á
óvart að þorsk-
stofninn sé á nið-
urleið. Hann hafi
séð merki um
það á árinu 1998
sem sýndu það
að þorskstofninn
var að minnka þá
þegar og reynsl-
an sé sú þegar fiskstofn minnki að
sveiflan niður á við taki 4–5 ár og
sveiflan upp á við taki jafnlangan
tíma.
„Við vorum búin að vera í upp-
sveiflu frá 1994–98. Þá er mjög
mikið af fiski alls staðar og það er
lítið veitt,“ sagði Jón.
Hann sagði að það hefði til dæm-
is sést á nýtingu í fiskvinnslunni að
hún hefði lækkað vestanlands og á
Norðurlandi vestra. Fiskurinn
hefði verið horaður og fréttir og
upplýsingar hefðu komið fram um
að þorskur sem veiddist í Breiða-
firði hefði verið að éta undan sér.
Hann hefði verið fullur af þorski.
„Þegar svona gerist að stofninn
stækkar hömlulaust fer að sverfa
að ungviðinu og annaðhvort drep-
ast fiskar eða fara að éta hver ann-
an og stofninn fer þá að fara niður.
Samkvæmt fyrri reynslu varir
þessi niðursveifla í 4–5 ár og það
fær ekkert stöðvað hana þegar hún
er komin í gang,“ sagði Jón.
Hann bætti því við að þegar
menn hefðu barið sér á brjóst árið
1998 um það að uppbygging stofns-
ins hefði tekist hefðu strax verið
teikn á lofti um það að stofninn
væri á niðurleið. Það hefði hann
sagt í fjölmiðlum og víða á þeim
tíma og menn gert lítið með það,
en núna stæðum við því miður eina
ferðina enn með stofninn á nið-
urleið án þess að hafa nýtt upp-
skeruna á sínum tíma og þar með
getað dregið eitthvað úr sveiflunni
niður.
„Hvað ætla menn að gera nú?
Ætla menn að læra af þessari
reynslu eða á að halda vitleysunni
áfram? Nú er komið að stjórn-
málamönnunum að taka ákvarðan-
ir, því að Alþjóðahafrannsóknaráð-
ið og Hafrannsóknastofnun virðast
ekkert læra,“ sagði Jón enn frem-
ur.
Hann sagði að þetta væri enn ein
sönnunin fyrir því að sú hug-
myndafræði sem fylgt hefði verið
gengi ekki upp. Í Noregi væri það
sama uppi á teningnum, en ef litið
væri til Færeyja, sem hefðu hent
þessu kerfi 1995 eða 1996 þegar
þeim hefði verið sagt að draga úr
veiðum vegna þess að þeir hefðu
séð að það var fullt af fiski að vaxa
upp og hefðu haldið áfram að veiða,
væri þar sóknarkerfi, togararnir
fyrir utan ákveðin mörk og strand-
veiðiflotinn á grunninu. Flotanum
væri stýrt á ákveðin svæði og
svæðum lokað eftir þörfum. Allir
væru ánægðir með kerfið og þorsk-
stofninn á uppleið aftur eftir smá-
lægð sem hefði væntanlega orðið
Jón Kristjánsson
fiskifræðingur
Merki um
minnkandi
þorskstofn
1998
Jón
Kristjánsson