Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 25

Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 25
SKÝRSLA HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 25 GRÉTAR Mar Jónsson, formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, segir tillögur Haf- rannsóknastofn- unar það svart- asta sem þaðan hafi komið. „Ég fer ekki leynt með það að ég tel orsakirnar fyrir þessu vera röng vinnubrögð Hafró og ranga fiskveiðistefnu. Ég held að stofn- unin afli ekki nægilega mikils af grunngögnum til þess að fylgjast með ástandinu frá degi til dags. Þeir þurfa að hafa betur fingurinn á púlsinum. Það á ekki síður við í uppsveiflu en í niðursveiflu. Í upp- sveiflunni var hægt að veiða miklu meira en við gerðum en í nið- ursveiflu verður vissulega að sýna varkárni. Við höfum lagt til jafn- stöðuafla til þess að komast hjá svona sveiflum. Við höfum lagt til að heimilt væri að veiða 300 þús- und tonn til fjögurra til fimm ára,“ segir Grétar Mar. „Það er ljóst að samkvæmt mæl- ingum Hafró er þorskstofninn helmingi minni en áætlað var. Ég hef alltaf haft mikinn fyrirvara á öllum stofnstærðarmælingum hjá Hafrannsóknastofnun vegna þess að það vantar grunnrannsóknirn- ar. Það er nánast viðburður að þeir fari um borð í veiðiskipin nema í togararallinu, sem fisk- veiðiráðgjöfin er nánast eingöngu byggð á. En það er alls ekki rétt að okkar mati að notast svo mikið við niðurstöður úr því. Við teljum að skipstjórarnir eigi að koma að þessu, þeir sem hafa haft það að ævistarfi, margir hverjir í allt að 50 ár, að elta fiskinn í sjónum. Við þurfum að koma á skipstjóraráði til þess að vinna með Hafró að því að móta tillögur og meta stöðuna, bæði hve mikið er hægt að veiða og til að meta stofnstærðina,“ seg- ir Grétar Mar. Skipstjórarnir hafi ekki hag af því að útrýma fiskistofnum eða of- veiða. „En við höfum oft meira vit og þekkingu á þessum málum. Það er ekkert stuðst við gögn frá skip- stjórum núna. Við þurfum að koma miklu meira inn í þessa ráðgjöf og ráðherra þarf að taka meira tillit til okkar skoðana,“ segir Grétar Mar. Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins Röng vinnu- brögð Hafró Grétar Mar HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Ís- lands, lýsir yfir miklum vonbrigð- um með stöðu mála en segir að ekkert annað sé hægt að gera en fara eftir ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fiskifræðingar hafi ofmetið þorskstofninn og aðra stofna. Þeir styðjast mikið við afla á togtíma en á sama tíma hafa veið- arfæri stækkað mikið og fiskileitar- tæki og staðsetningartæki breyst í grundvallaratriðum. Það hefði því fyrr þurft að taka meira mið af breyttri tækni og veiðarfærum við stofnmatið,“ segir Helgi. Helgi segir að meðaltogaratroll hafi stækkað frá 1980–1990 um 160% og þar með stóraukið veiðigetuna. „Það er skelfilegt hvað þetta gengur illa og það er galli í þessari ráðgjöf ef hægt er að týna fleiri hundruð þús- und tonnum af fiski. Hafrannsókna- stofnun fer reyndar með sín gögn ut- an og Alþjóðahafrannsóknaráðið fer yfir þau. Þetta er engin einkafiski- fræði hér á Íslandi. En ef gögnin eru röng sem eru sett inn í dæmið verður útkoman alltaf röng,“ segir Helgi. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands Taka hefði mátt meira mið af breyttri tækni Helgi Laxdal „ÞAÐ eru mikil vonbrigði að þetta skuli ganga svona fyrir sig. Þetta er mér þó ekkert undrunar- efni því ég hef í mörg ár talið að öll aðferðafræði við fiskveiði- stjórnunina og þær áherslur sem vísindamenn hafa lagt á í sínum rannsóknum séu meira en lítið vafasamar. Þegar þetta fer saman er ekki von á neinu nema þeirri þróun sem við erum að ganga í gegnum núna,“ segir Arth- ur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda. „Ég dreg það mjög í efa að kvótakerfi af því tagi sem við not- umst við sé nothæft gagnvart líf- fræði hafsins. Sú meginrökvilla sem er í úthlutun heildarkvóta, þar sem byggt er á þeirri hugsun að um einn stóran stofn sé að ræða, hvort sem þar er um þorsk, ýsu, ufsa, steinbít eða annað að tefla, getur ekki annað leitt af sér en nei- kvæða þróun. Enn hlýt ég að benda á að lífsnauðsynlegt er að stjórna nýtingu miðanna með svæðis- bundnum hætti. Þetta er því aug- ljósara sem stofnarnir eru stað- bundnari, sérstaklega steinbíturinn og ýsan. Nauðsynlegt er að veiða þessa stofna sem víðast. Ýsan er t.a.m. það staðbundin að lífsnauð- synlegt er að hverfa frá þeirri stefnu að líta á hana sem einn stofn sem hægt sé að úthluta úr með einni heildartölu,“ segir Arthur. Veiðiaðferðin skiptir máli Hann kveðst undrandi á því að það skuli ekki enn orðið meginmál í þessari umræðu hvernig veiðar eru stundaðar. „Ég er sannfærður um það að það skiptir ekki minna máli hvernig við veiðum en hve mikið við veiðum. Þarna á ég að sjálf- sögðu við beitingu veiðarfæra. Það er grafalvarlegt mál að horft skuli fram hjá svo mikilvægum þætti. Ég er sannfærður um það að ef ég sprengi dínamíttúpu í laxahylnum fæ ég vissulega alla fiskana en ég raska um leið lífríkinu mun meira en ef ég veiði alla fiskana á stöng. Kringum Ísland hefur verið stór floti að verki í áratugi við að mölva niður og jafna út allt sem á vegi þeirra verður til þess að komast að þeim kvikindum sem á svæðinu eru,“ segir Arthur. Hann lýsir undrun sinni á því að sjávarútvegsráðherra „elti tölur Hafrannsóknastofnunar“. „Það er sannfæring mín að það væri í góðu lagi að leyfa meiri veiði og ég hef ekki séð neina fylgni milli þess að farið sé að tillögum Hafró og það skili sér í uppbyggingu,“ segir Arthur. Arthur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda Vafasöm að- ferðafræði við fiskveiði- stjórnunina Arthur Bogason Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, segir skýrslu Haf- rannsóknastofn- unar mjög alvar- leg tíðindi við fyrstu sýn, þótt sér hafi ekki gef- ist tími ennþá til að skoða hana nánar. „Þetta eru mjög alvarlegar fréttir og mikil vonbrigði að þetta er áframhald- andi breyting í átt til hins verra, þannig að þau veðrabrigði sem urðu í þessu í fyrra halda áfram og veðrið versnar.“ Að mati Steingríms kallar þessi niðurstaða á rækilegt endurmat á stöðu þessara mála, bæði á fisk- veiðistjórnunarkerfinu og þeim að- ferðum sem þar hafi verið notaðar og jafnframt á grundvelli fiskveiði- ráðgjafarinnar og hvernig menn standa að vígi þar. Þar sé óvissan mikil varðandi mat á stofnstærð þorsksins og það hafi reynst fjarri vonum um að verið væri að byggja upp fiskistofnana. „Ég tel að skoða þurfi fiskveiði- stjórnunarkerfið sem slíkt, með hvaða veiðarfærum og á hvaða hátt við erum að veiða fiskinn, og að aðrar friðunaraðgerðir eins og reglur um veiðarfæri, línur og hólf og annað slíkt þurfi að skoðast. Síðan verður auðvitað að skoða hvaða gloppur eru í þessum líf- fræðilega og fræðilega upplýsinga- grundvelli sem við byggjum þessar ákvarðanir á. Maður saknar þess kannski að fá ekki meiri umræðu um það, um fjölstofnarannsóknir og hvort við höfum mögulega of- metið afrakstursgetu þorskstofns- ins við landið af því við erum alltaf að bera okkur saman við liðna tíð þegar við veiddum 300 til 400 þús- und tonn á ári. Er það kannski rangt, í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi, þegar menn eru jafn- framt að taka mikið af loðnu og rækju og öðrum tegundum neðar í fæðupýramídanum? Þetta eru hlutir sem leita á hugann þegar við stöndum frammi fyrir þessum al- varlegu tíðindum.“ 25% aflareglan er blekking Þá segir Steingrímur aflaregl- una um að veiða ekki meira en 25% af stofnstærð vera blekkingu sem hafi ekki verið virk í fyrra og verði það ekki á þessu ári þegar aflahá- mark sé lækkað að hámarki um 30 þúsund tonn. „Það eru líka alvarlegir hlutir og spurning hvort nóg sé að gert með því að taka kvótann niður um 30 þúsund tonn, ef menn taka mark á þessum upplýsingum á annað borð. Er þá í raun ekki alvarlegur glannaskapur að fara ekki jafnvel enn neðar með kvótann, þótt það sé kannski hart að segja það?“ Steingímur segist hins vegar ekki reiðubúinn til að skrifa undir slíka ákvörðun, en telur að nú þurfi menn a.m.k. að spyrja þeirr- ar spurningar hvort nógu langt sé gengið, taki menn yfirleitt mark á því að ástand fiskistofna sé þessum mun verra en áður var talið. „Þú getur auðvitað ekki bæði sleppt og haldið í þessu, annaðhvort tekur þú mark á þessari ráðgjöf eða ekki.“ Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG Endurmeta þarf fisk- veiðistjórn- ina og ráð- gjöfina Steingrímur J. Sigfússon minni en ella vegna þess að menn hefðu bara haldið áfram að veiða. „Þetta er alveg eins og það hefur alltaf verið. Það er stundum mikið og stundum lítið og það er ekkert óeðlilegt við það. Maðurinn stjórn- ar þessu ekki,“ sagði Jón Krist- jánsson. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.