Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 31 Silhouette Cellulite baninn Silhouette er framleitt til að verka kröftuglega á þetta ástand 20% afsláttur Kynning í dag í Apótekinu Iðufelli Apótekið Kringlunni fimmtudaginn 7. júní Apótekið Hafnarfirði föstudaginn 8. júní Kynningar kl. 14-18 Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland LEIKKLÚBBNUM Sögu á Akur- eyri hefur hlotnast veglegur styrk- ur frá Evrópusambandinu að upp- hæð ríflega 3.5 milljónir króna. Styrkurinn er veittur á vegum verkefnisins Ungt Fólk í Evrópu á Íslandi og er til Fenris, samnor- ræns leiklistarverkefnis sem Saga tekur þátt í um þessar mundir. Fenris er leiksýning, sem unnin er af leikhópum ungs fólks á öllum Norðurlöndunum undir stjórn jafn- margra leikstjóra en aðalleikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Að sögn Kjartans Smára Hösk- uldssonar talsmanns Leikklúbbs- ins Sögu er þetta stærsti styrkur sem veittur hefur verið frá Ungu fólki í Evrópu og er ætlaður til að greiða ferðir og uppihald þeirra 80 ungmenna sem koma til Íslands til að leika með Leikklúbbnum Sögu. „Án þessa styrks hefði okkur verið ókleift að fjármagna þetta verk- efni,“ Kjartan. „Meginþema sýn- ingarinnar er kynþáttafordómar og hvernig við getum brugðist við þeim. Hver hópur hefur unnið með þetta á sinn hátt, en tímann sem hópurinn dvelur hér fram að frum- sýningu, munum við nýta til sam- hæfingar og æfinga, “ segir Kjart- an Smári. Ungmennin dvelja hér í tvær vikur meðan á lokaæfingum og frumsýningu á Fenris stendur, en sýningin verður sett á svið bæði á Akureyri og í Reykjavík. „Við hefj- um æfingar á Akureyri þann 29. júní og frumsýnum verkefnið í íþróttahúsi Glerárskóla þann 6. júlí. Síðan höfum við fengið vilyrði fyrir því að sýna í Borgarleikhús- inu í Reykjavík 9. júlí. Svo mun hópurinn ásamt Sögu ferðast hringinn í kringum landið til Seyð- isfjarðar og þaðan með Norrænu til Færeyja og Noregs. Verkið verður einnig sýnt í Færeyjum, Álandi, Svíþjóð og Danmörku,“ segir Kjartan Smári. Leikklúbburinn Saga fær Evrópustyrk KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur í tónleika- og keppnisför til mið- Evrópu á föstudag. Kórinn fer að þessu sinni til Búdapest, Prag og Vínarborgar og syngur á tónleikum í stóra sal Tónlistarakademíunnar í Búdapest, sem af mörgum er talinn glæsilegasti tónleikasalur mið-Evr- ópu, en hann rúmar 1.200 manns í sæti. Þeir tónleikar eru jafnframt liður í formlegri opnun á ræðis- mannsskrifstofu Íslands í Búda- pest. Ásamt Fóstbræðrum munu koma fram á tónleikunum þau Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósopran, Jónas Ingimundar- son píanóleikari og ungverski fiðlu- leikarinn Barnabas Kelemen. Daginn áður munu Fóstbræður syngja á tónleikum í borginni Kecskemét í Ungverjalandi, sem er m.a fæðingarbær ungverska tón- skáldsins Kodály. Á efnisskrá á tónleikaferðinni eru m.a. íslensk lög eftir Bjarna Þorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Þá syngur kórinn einnig verk eftir Francis Poulenc, Anton Bruckner, Frans Schubert, Orlando di Lasso, tékkneska tón- skáldið Leos Janácek og ungverska tónskáldið Zoltán Kodály. Í Prag munu Fóstbræður taka þátt í alþjóðlegri karlakórakeppni, auk þess sem þeir koma fram á opnunartónleikum, sem haldnir eru í tengslum við keppnina. Fóstbræð- ur munu vera eini íslenski karla- kórinn, sem tekið hefur þátt í al- þjóðlegum keppnum karlakóra, en Fóstbræður unnu önnur verðlaun í slíkri keppni í Llangollen í Wales árið 1972 undir stjórn Garðars Cortes og þriðju verðlaun í Lind- enholzhausen í Þýskalandi árið 1987 undir stjórn Ragnars Björns- sonar. Síðustu tónleikar Fóstbræðra, Rannveigar Fríðu Bragadóttur og Jónasar Ingimundarsonar í þessari ferð verða svo 18. júní n.k í Voitiv- kirkjunni í Vínarborg. Karlakórinn Fóstbræður fór í sína fyrstu utanlandsferð árið 1926, eða fyrir 75 árum. Þá fór kórinn til Noregs. Var farkosturinn norska gufuskipið Lyra og tók ferðin fjóra daga til Björgvinjar, þar sem kór- inn, sem þá hét Karlakór KFUM, söng sína fyrstu tónleika á erlendri grund. Að þessu sinni verður flogið í beinu leiguflugi Flugleiða til Vín- arborgar og má gera ráð fyrir að sú ferð taki um fjórar klukkustundir. Saga Fóstbræðra kemur út á bók Saga Karlakórsins Fóstbræðra er að koma út um þessar mundir. Er þar rakin saga kórsins allt frá árinu 1911, enda þótt kórinn hafi ekki verið formlega stofnaður fyrr en árið 1916. Bókin, sem er rituð af Páli Ás- geiri Ásgeirssyni blaðamanni og Fóstbróður, er heimildarrit um sögu kórsins og þróun tónlistarsög- unnar á Íslandi á síðustu öld. Stjórnandi Karlakórsins Fóst- bræðra er Árni Harðarson. Fóstbræður utan til keppni í kórsöng Karlakórinn Fóstbræður kemur fram í Búdapest, Prag og Vínarborg á næstunni.  ÁRBÓK Ferðafélags Íslands fyrir árið 2001 er komin út. Bókin nefnist Kjölur og kjalverðir og segir að þessu sinni frá Kili, leiðum yfir Kjöl að fornu og nýju, náttúrufari á Kili og fjallað um jöklana miklu til beggja handa við Kjalveg. Höf- undar efnisins eru Arnór Karlsson bóndi í Arnarholti í Biskupstungum og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á Orkustofnun í Reykjavík. Arnór ritar þáttinn Á Kili en Oddur þátt- inn Kjalverðir jöklar við Kjöl. Báðir höfundarnir eru gjörkunnir svæð- inu, Arnór hefir verið í fjárleitum á Kili hvert haust allt frá unglings- árum og farið margar ferðir upp á Kjöl þess utan. Oddur hefir stundað rannsóknir á jöklum miðhálendisins og farið þangað tugi rannsókn- arferða, einkum á Hofsjökul. Hann lagði til allar ljósmyndir í sinn þátt og nokkrar að auki og eru myndir hans margar frá fáförulum slóðum og af fásénum fyrirbærum. Arnór tók fjölda ljósmynda í sinn þátt, þ. á m. myndir er tengjast búskap- arnytjum af svæðinu. Jón Viðar Sig- urðsson jarðfræðingur á tugi ljós- mynda í bókinni en hann fór í sérstaka myndatökuleiðangra inn á Kjöl vegna árbókarinnar. Jóhann Óli Hilmarsson, hinn kunni fugla- ljósmyndari, á mikinn fjölda nátt- úrulífsmynda í bókinni og einnig landslagsmyndir. Nokkrir aðrir hollvinir Ferðafélagsins lögðu til myndir í bókina en ljósmyndir eru alls um 230 talsins. Birt eru samtals 18 stærðfræðikort og skýringarupp- drættir sem unnið hefir Guðmundur Ó. Ingvarsson landfræðingur. Útgefandi er Ferðafélag Íslands. Árbókin er 248 bls., prentuð í Grafík hf. Ritstjóri er Hjalti Kristgeirsson. Nýjar bækur DAGANA 18.–21. júní 1998 var haldin í Reykjavík ráðstefna um sögu norðurslóða og stóðu Sagn- fræðistofnun Háskóla Íslands, utan- ríkisráðuneytið og Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar á Akureyri að ráðstefnuhaldinu en skipulag og framkvæmd öll var að mestu leyti í höndum Inga Sigurðssonar prófess- ors. Þátttakendur í ráðstefnunni voru fjölmargir og komu víða að, flestir þó frá Evrópu og Vestur- heimi. Skipulag ráðstefnunnar var með þeim hætti að flutt voru erindi um þrjú meginefni, „Miðju og jaðar- svæði“, „Menningu frumbyggja og utanaðkomandi áhrif á hana“ og um landbúnað á norðurslóðum. Þá fóru fram hringborðsumræður um þrjú afmörkuð efni og loks flutti 21 fræði- maður fyrirlestra um ýmisleg efni. Allir voru þátttakendur á ráð- stefnunni á einu máli um að hún hefði tekist svo sem best varð á kos- ið. Fyrirlestrarnir og erindin, sem flutt voru, voru fróðleg og vel und- irbúin og flestir fóru þátttakendur fróðari heim. Margir stofnuðu og til fræðilegra sambanda og samskipta þessa vordaga og hafa a.m.k. sum þeirra þegar skilað nokkrum ár- angri. Á svo umfangsmiklum ráðstefnum sem þessari gefst þátttakendum sjaldnast kostur á að hlýða á mál allra fyrirlesara. Alltaf hlýtur eitt- hvað að verða út undan og oft er erf- itt að velja og hafna. Af þeim sökum er mikil nauðsyn á útgáfu ráðstefnu- rits þar sem birt eru sem flest þeirra erinda og fyrirlestra sem flutt eru. Bókin, sem hér er til umfjöllunar, er einmitt slíkt ráðstefnurit. Hún hefur að geyma alls 66 erindi og fyrirlestra er fluttir voru á Norðurslóðaráð- stefnunni í Reykjavík vorið 1998 og hygg ég að þar sé komið allt, eða nánast allt, það efni sem þar var rætt. Bókinni er skipt í kafla eftir ráð- stefnuefnunum, sem áður var lýst, og er efni hennar eins og gefur að skilja afar fjölbreytilegt. Hér eiga hlut að máli höfundar úr ýmsum fræðigreinum og heimshlutum og eru flestir í hópi helstu sérfræðinga á sínu sviði. Lestur þessa viðamikla rits er því hvort tveggja í senn stór- fróðlegur og áhugaverður og hlýtur bókin að verða öllum áhugamönnum um sögu og menningu þjóðanna á norðurslóðum kærkomin. Ritstjórn svo viðamikils rits sem þessa er ekkert áhlaupaverk. Rit- stjórum berast handrit í ýmiss konar ásigkomulagi og margir höfunda þurfa að skrifa á erlendu máli. það er þeim vitaskuld misvel lagið og reynir þá á hæfni ritstjóra að koma öllu efn- inu á frambærilegt mál, samræma frágang texta og tilvitnana og síðan að lesa prófarkir. Þar dugir ekkert annað en miskunnarlaus smásmygli og nákvæmni sem oft hlýtur að reyna á þolinmæðina. Ritstjórar þessarar bókar, þeir Ingi Sigurðsson og Jón Skaptason, hafa unnið verk sitt af alúð og er allur frágangur rits- ins þeim til sóma. Saga norðurslóða er tiltölulega ungt rannsóknarsvið og miklu minna hefur verið um hana fjallað en ým- issa þeirra svæða er sunnar liggja. Af þeim sökum hefur þessi bók mikið gildi fyrir alla þá er áhuga hafa á við- fangsefninu og er ekki að efa að mörgum muni hún nýtast vel á kom- andi árum. Fróðlegt ráð- stefnurit BÆKUR S a g n f r æ ð i – „Proceedings of the International Congress on the History of the arctic and Sub-Arctic Region, Reykjavík, 18.-21. júní 1998. Rit- stjórar: Ingi Sigurðsson og Jón Skaptason. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2000. 623 bls. „ASPECTS OF ARCTIC AND SUB-ARCTIC HISTORY“ Jón Þ. Þór LÁRA Stefánsdóttir hlaut 1. verð- laun í alþjóðlegri ballett- og dans- höfundakeppni í Finnlandi á laug- ardagskvöld fyrir dansverk sitt Elsa. Keppnin var haldin í Þjóð- aróperunni í Helsinki og er hluti af viðameiri keppni sem stendur yfir í Helsinki um þessar mundir. Flutningur verksins var í hönd- um Hlínar Diego Hjálmarsdóttur og Guðmundar Elíasar Knudsen við tónlist finnska dúettsins Pan Sonic. Búninga hannaði Elín Edda Árnadóttir og Páll Ragnarsson hannaði lýsingu. Um frumflutning á Elsu var að ræða á laugardag en verkið var endurflutt í gær- kvöldi þegar sérstök hátíðarsýn- ing fór fram á vegum keppninnar. Þar voru sýndir þeir dansar sem hlutu verðlaun í keppninni og var forseti Finnlands, Tarja Halonen, viðstödd sýninguna auk þess sem henni var sjónvarpað af finnska ríkissjónvarpinu. Keppnin í Finnlandi er talin í mjög háum gæðaflokki. Þátttak- endur koma frá mörgum heims- álfum og kröfurnar eru miklar. Keppt er í ýmsum flokkum, bæði meðal dansara og danshöfunda. Í danshöfundakeppnina, sem Lára hlaut 1. verðlaun í, bárust á átt- unda tug umsókna og voru ellefu verk valin til flutnings á stóra sviði finnsku óperunnar. Fyrirhugað er að frumsýna Elsu nú í haust á Íslandi. Hlýtur verðlaun í alþjóð- legri danskeppni Lára Stefánsdóttir, dansari og danshöfundur. Lára Stefánsdóttir danshöfundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.