Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 32

Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 32
BJARTAR sumarnætur nefnist tónlistarhátíð í Hveragerði, sem Tríó Reykjavíkur hefur gengist fyrir og haldið í Hvergerðiskirkju sl. fimm ár. Hveragerðiskirkja er sérlega hljómgott hús, en þó við efri mörk endurhljómgunar, svo flytjendur mega varast of mikil hljómátök og þurfa ekki að beita sér með fullum eða ýtrasta styrk. Tónleikarnir, sem haldnir voru á þungbúnum en gróðursælum sum- ardegi, sl. laugardag, hófust á Tersetto op. 74 eftir Dvorák. Verk- ið er samið 1887, fyrir tvær fiðlur og lágfiðlu og má segja að það sé hæverskt, nokkuð smálegt í gerð en mjög vel og fallega ritað fyrir fiðlurnar. Skersóið er skemmtileg- ur „furiant“ en lokakaflinn er byggður upp í tilbrigðaformi, þar sem tilbrigðin eru ekki aðskilin en samtengd í skemmtilegri gegnum- færslu og stöðugt breytilegri tón- stöðu. Lokakaflinn endar svo á til- vitnun í upphafsstefið. Verkið var mjög fallega flutt en Almita Vamos og Guðný Guðmundsdóttir léku á fiðlurnar og Roland Vamos á lág- fiðluna og var leikur þeirra borinn upp af listfengi, með klassísku yf- irbragði, sem er í anda þessa elskulega og látlausa verks. Tríó Reykjavíkur, Guðný, Peter og Gunnar, léku Píanótríó í g-moll, op.15 eftir Smetana. Þetta tríó er nær það eina sem Smetana gerði á sviði kammertónlistar á fyrri hluta ævinnar. Það er sérkennilegt, að sá rómantíski vængur, sem tilheyrði Wagner, Liszt, Smetana og síðar Richard Strauss (eftir 1886), áttu nær ekkert við gerð kammertón- listar, á sama tíma og Schumann, Brahms og Dvorák sömdu mikið af kammerverkum. Dvorák, sem var bæði nemandi Smetana og lék m.a. í óperuhljómsveitinni í Prag undir stjórn hans, var eins og Smetana, þjóðlegur í hugsunarhætti. Dvorák fór samt ekki að ráðum kennara síns, að fylgja tónsmíðahugmynd- um Liszts í gerð sinfónískra ljóða, heldur átti hug hans hin klassísku viðhorf, sem var grunnur að hug- myndafræði Brahms. Tríóið eftir Smetana er mjög „orkestral“ í rithætti. Í heild er verkið skemmtilegt og átakamikið, er var leikið af töluverðum tilfinn- ingaþunga, sérstaklega í upphafi fyrsta þáttar, en inn á milli mátti heyra fallegar og ljóðrænt leiknar tónhendingar, sérstaklega í selló- inu, sem andstæðu við voldug átök- in. Verkið var mjög vel flutt, en á köflum nokkuð yfirspennt og átak- smikið, sérstaklega á móti þykkri hljómskipaninni í píanóinu, en í heild glæsilega mótað og með ljúf- lega „sungnum“ einleiks tónlínun inn á milli. Á síðari hluta tónleikanna söng Jóhann Friðgeir Valdimarsson við undirleik Selmu Guðmundsdóttur fimm söngverk, Vokalísuna eftir Rachmaninov, Ídeale eftir Tosti, Vaghissima Sembianza eftir Don- audy, De’ miei bollenti spiriti, úr 2. þætti óperunnar La traviata eftir Verdi og E lucevan le stelle (Oh dolci bacio) úr 3. þætti óperunnar Tosca eftir Puccini. Jóhann er glæsilegur tenórsöngvari, er gefin sérlega falleg og karlmannleg rödd, sem bæði býr yfir þróttmik- illi dýpt og glæsilegri hæð. Hér er á ferðinni sjaldgæft efni og óþarft að taka fram hvaða lög voru best sungin, því allt féll að einu og það eina sem Jóhann á eftir að bæta við sig er fágun, er aðeins fæst með samstarfi við þá sem slípað hafa verktak sitt í áralangri og þrotlausri sjálfsögun. Það má spá þessum unga einsöngvara glæsi- legri framtíð og að hann eigi eftir leggja heiminn að fótum sér, ef allt fer sem horfir og vonir standa til. Selma Guðmundsdóttir fylgdi Jó- hanni hið besta og átti fallega mót- aðar tónlínur í Verdi-aríunni en þó sérstaklega í hinni undurfögru „stjörnuaríu“ eftir Puccini. Á þungbúnum en gróð- ursælum sumardegi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Tónlistarfólkið sem fram kom á Björtum sumarnóttum í Hveragerði. TÓNLIST H v e r a g e r ð i s k i r k j a Tríó Reykjavíkur, Almita og Roland Vamos, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Selma Guðmundsdóttir fluttu verk eftir Dvorák, Smetana og söngverk eftir Rachmaninov, Tosti, Donaudy, Verdi og Puccini. Laugardagurinn 2. júní 2001. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson LISTIR 32 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ legum kynni eftir að greina frá verk- um og höfundum þeirra; að mörgu leyti ágætt fyrirkomulag sem getur aukið nálægð milli áheyrenda og flytjenda. En hvað Konsert Händels í F-dúr Op. 4 nr. 4 varðar hefði kannski mátt koma fram, að orgel- konsertarnir voru samdir fyrir orgel án pedals til flutnings í hléum á Óra- tóríum tónskáldsins með höfundinn í einleikshlutverki. Nr. 4 var upphaf- lega saminn fyrir orgel, 2 óbó, 2 fiðl- ur og fylgibassa.Strengjakvintettinn lék ofan af orgellofti, og tók það óhjákvæmilega broddinn úr diskant- hljóminum, en jafnvægið var samt undragott og spilamennskan lífleg í hröðu útþáttunum og sæt sem plómuvín í Corelli-angandi Andante- þættinum (II.). Einleikarinn lék flest létt og frísklega, en þó mátti heyra af einstaka agógískri núðlu að Jörg Sondermann væri ekki allskostar sáttur við seinsvörulan loftknúinn traktúr Hveragerðiskirkjuorgelsins. Fyrri óperuaría Händels, Where’er you walk, kveðja Júpíters til daðurdrósarinnar metnaðarfullu Semele í samnefndri enskumæltri óperu-óratóríu frá 1744, er ein af þessum meistaralegu hjarðsælum sem Händel var dáður fyrir, líkt og í hinni enn frægari seinni aríu hans, Ombra mai fù úr Serse (Xerxes, 1738), einni af síðustu óperum Sax- ans mikla á ítölsku. Arían er oft köll- uð „Largó Händels“, mikið sungin við brúðkaup og m.a.s. við jarðarfar- ir, þótt textinn sé aðeins lofgjörð Persakonungs til trés. Miðað við pastoralt yfirbragð beggja aría, og bljúgleika Ave Maria Schuberts næst á eftir, hefði Jóhann Friðgeir Valdimarsson í heild mátt syngja á aðeins kyrrlátari nótum við dún- mjúkan píanóundirleik Selmu Guð- mundsdóttur. Að því leyti virtist honum hins vegar sá vandi á hönd- um, að glæsilegur tenórhljómur hans á fullum styrk vildi dofna áber- andi fyrir neðan mezzoforte. Þrátt fyrir lofsverða viðleitni til að gæða túlkunina fjölbreytni með styrkræn- um andstæðum, sem ekki mun ýkja algeng meðal hérlendra óperuten- óra, var engu líkara en að söngvar- inn væri fyrst nýlega farinn að gefa veikum söng nánari gaum og eigi enn eftir að ná hljómfyllingu í þeirri tjáningarvídd. Kirkjuarían eftir Stradella, Pietà Signore, ætti eftir bænartextanum að dæma að vera svipaðs eðlis og Ave Maria, en tón- listin býður engu að síður upp á tölu- vert meiri tilþrif í hæð og styrk, enda var Jóhann þar greinilega í essi sínu og söng af miklum glæsibrag. Hinn vinsæli Silungakvintett Schuberts, kenndur við tilbrigði IV. þáttar um sönglag hans Die Forelle, var síðastur á dagskrá. Verkið varð til í sumarhúsi í sveit á undraskömm- um tíma. Ein sagan segir, að radd- irnar hafi verið samdar án raddskrár um leið og þær voru skrifaðar út, ein af annarri. Verkið er fjölþátta dív- ertímentó að hætti garðtónlistar Mozarts og Septetts Beethovens. I. þáttur (Allegro vivace) var leikinn frekar settlega en ekki til skaða, þó að staka fígúrasjón snerist í vinstri hönd Peters Máté. Hins vegar voru punktuðu hendingar hans í II. (And- ante) fallega mótaðar í dæmigerðum schuberzkum samstíga áttundum. Hér sem víðar kom fram helzti styrkur flytjenda, að draga fram dul- úðuga andstæðukafla hvers þáttar með sérlega vel mótuðum veikum hendingum, þó að veikleiki hópsins birtist á hinn bóginn í stundum frem- ur ósamtaka leik á sprettharðari stöðum, enda verkið gegnsætt og kröfuharðara í samspili en það lætur yfir sér. Þá vildi kontrabassinn, þrátt fyrir sveigjanlegan nettleik Hávarðs Tryggvasonar, ofóma („búma“) á sumum nótum umfram aðra, og verður staðbundinni akústík líklega helzt kennt um. Scherzóið var eldfjörugt og skemmtilegt áheyrnar þrátt fyrir nokkurn hráleika, þó að Tríókaflinn skæri sig að mínum smekk fullmikið úr ramma sínum með mun hægara hraðavali. Í IV. þætti, „Tema con variazioni“, hefði fiðlufylgiröddin í 2. tilbrigði mátt vera hreinni, en prestó-flúr píanósins í 3. var glæsi- legt. Vínarstemmningin í 4. var óvið- jafnanleg, og sömuleiðis söngur sell- ósins í 5. og sellós og víólu í 6. Hinn tiplandi polka-lokaþáttur var og í mörgu uppörvandi. Þrátt fyrir fáeina órólega píanóstaði, nokkrar óhreinar toppnótur í efri strengjum og ávæn- ing af hrynrænni ósamstöðu í forte- köflum (illdræpur fylgifiskur fáeinna daga samæfinga í stað mánaða), gustaði víða af innlifuðum leik hóps- ins. Og hver veit nema andrúmsloftið hafi ekki einmitt verið þessu líkt, þegar Silungakvintettinn hljómaði í fyrsta sinn í austurrísku ölpunum með hinum 22 ára gamla Franz Pet- er Schubert við slaghörpuna, flytj- endum jafnt sem áheyrendum til ómældrar skemmtunar. TÓNLISTARÞRÍDÆGRAN Bjartar sumarnætur rann upp á föstudagskvöldið og var í fimmta sinn í Hveragerðiskirkju, einu af kammertónlistarvænustu guðshús- um í landnámi Ingólfs, en við heldur dræmari aðsókn en oft áður. Höfuð- snillingur laglínunnar á síðbarokks- keiði var fyrstur á dagskrá með org- elkonsert og tveim aríum, þ.e.a.s. Georg Friedrich Händel, eða „George Frideric Handel“ eins og hann sjálfur skrifaði sig eftir að hafa setzt að í London. Rökin fyrir að rita samt nafn hans á þýzku eru vegna hefðar. Händel er enn stafsettur svo á Norðurlöndum (jafnvel Frakkar halda þýzka hljóðvarpsframburðin- um í „Haendel“), og væri að færa sig út úr okkar menningarsvæði að taka upp rithátt enskumælandi landa. Að vanda lét tónleikaskrá munn- TIL ÓMÆLDRAR SKEMMTUNAR TÓNLIST H v e r a g e r ð i s k i r k j a Händel: Orgelkonsert í F Op. 4,4; tvær aríur. Stradella: Pietà, Sig- nore. Schubert: Ave Maria; Sil- ungakvintettinn. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór; Selma Guð- mundsdóttir, píanó; Jörg Sonder- mann, orgel; Almita Vamos, fiðla; Roland Vamos, víóla; Gunnar Kvar- an, selló; Peter Máté, píanó og Háv- arður Tryggvason, kontrabassi. Föstudaginn 1. júní kl. 20:30. BJARTAR SUMARNÆTUR Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLEIKARNIR hófust á píanó- kvintett eftir undirritaðan, verk sem er unnið um íslensk þjóðlög og frum- samin stef og þó vart sé viðeigandi að fjalla um eigið verk, er rétt að geta þess, að flutningur verksins var í alla staði svo sem best verður á kosið. Á þremur tónleikum undir yfirskriftinni Bjartar sumarnætur, sem voru haldn- ir s.l. föstudag, laugardag og sunnu- dag, var sama skipan höfð á efnisskip- an tónleikanna, að Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng íslensk og erlend söngverk á öllum þremur tónleikun- um en á móti söng hans voru flutt kammerverk fyrir strengi og píanó og konsert fyrir orgel. Á tónleikunum s.l. sunnudag söng Jóhann með undirleik Peter Maté fjögur íslensk sönglög, Í fjarlægð eft- ir Karl O. Runólfsson, Þú ert eftir Þórarinn Guðmundsson, Heimir eftir Sigvalda Kaldalóns og Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, allt knalllög, sem Jóhann söng með til- þrifum og naut þar sinnar glæsilegu raddar en þó vantaði „punktinn yfir iið“, sérstaklega vegna æskuóþols og jafnvel galsa, er helst kemur niður á fágun í söng og túlkun. Þetta verður að segjast, því hér er á ferðinni slíkt efni, sem ekki má halda, að allt sé unnið án fyrirhafnar og að við öll við- fangsefni, hversu lítil sem þau eru, þarf að vanda sig sem best, því það sem vangert er á „fyrri skipunum kemur niður á þeim seinni“. Í ítölsku lögunum, Napoletana eftir Costa, Marechiare eftir Tosti og Coré ngrato eftir Cardillo, gat að heyra hversu glæsilega rödd þessi ungi söngvari hefur en einnig, að hann á mikið eftir ógert, sem hann verður að vanda sig við, til að ná sem lengst sem listamað- ur. Jóhann hefur röddina en listin er harður húsbóndi og þar tekst engum undan að víkja, að aga sig og tukta og sínkt og heilagt að læra og betrum- bæta sig. Það mun Jóhann gera í átökum við erfið verkefni á komandi árum og eigum við þá í Jóhanni sann- kallaðan stórsöngvara. Lokaverk tónleikanna var einhvert ástríðumesta kammerverk, sem sam- ið hefur verið, Píanókvintett í f-moll eftir Cesar Franck. Samtímamenn Francks töldu að heyra mætti í verk- inu ávæning af „erótískum hugmynd- um“, sem á þeim tíma þóttu í öllum til- fellum vera eitthvað sem ekki mátti hafa hátt um og allra síst í göfugri klassískri tónlist. Kvintett þessi er, ásamt sinfóníunni í d-moll, Sinfónísku tilbrigðunum, orgelkórölunum þrem- ur, og fiðlusónötunni í A-dúr, þau verk sem hafa haldið nafni Francks á lofti. Allir þættir kvintettsins eru í són- ötuformi og einnig er þar að finna notkun „leiðsögustefs“, sem gæti haft merkingu varðandi tilfinningatúlkun verksins en það er stef sem kemur fyrir í öllum köflum verksins í um- breytingum, sem hvað útfærslu varð- ar minna á aðferðir Liszts í mótun tónhugmynda. Fyrst heyrist stefið í upphafskaflanum, sem viðkvæmt og þrungið stef leikið á fyrstu fiðlu. Stef þetta birtist aftur í hápunkti miðkafl- ans og að lokum sem meginstefið í „coda“ lokakaflans. Verkið var glæsilega flutt en fyrir hópnum fór Guðný Guðmundsdóttir er lék á fyrstu fiðlu en Almita Vamos á aðra fiðlu, Roland Vamos á lágfiðl- una, Gunnar Kvaran á sellóið og Selma Guðmundsdóttir á píanóið. Leikur þeirra allra spannaði allt svið- ið til hinna ýtrustu átaka og hams- leysis þess, sem einkennir verkið að hluta til og þeirrar blíðu sem Franck átti til og blómstraði í fallegum ljóð- rænum hendingum, sem voru ein- staklega fallega leiknar. Flutningur þessa magnaða verks, sem enn skilar hlustendum veröld hamsleysis og stórra tilfinninga, var þrunginn af því víðfeðmi tilfinninga, sem vart á sinn líka í sögu tónlistarinnar og þarf að horfa til manna eins og Tsjaikovskij, til að ná samjöfnuði og fyrir þennan frábæra leik, verða þessir tónleikar minnisstæðir þeim er á hlýddu og glæsilegt niðurlag á tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur í hljómvænni kirkju Hvergerðinga. Hamsleysi tilfinninganna TÓNLIST H v e r a g e r ð i s k i r k j a Tríó Reykjavíkur, Selma Guð- mundsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Almita og Roland Vamos fluttu verk eftir Jón Ásgeirsson, Cesar Franck og ís- lensk og erlend sönglög. Sunnudagurinn 3. júní 2001. KAMMER- OG EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.