Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 35

Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 35 SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi hélt á dögunum tón- leika heima í héraði og í Hafnarborg í Hafnarfirði fyrir þéttsetnu húsi. Hópurinn er skipaður átta röddum sem syngja án undirleiks lög af fjöl- breyttu tagi, bæði íslensk og erlend. Á tónleikunum í Hafnarborg voru ís- lensk, færeysk og írsk lög á efnis- skrá fyrir hlé en síðari hluti tón- leikanna var helgaður umritunum á erlendum dægur- og söngleikjalög- um. Tónleikarnir hófust á útsetning- um á íslenskum þjóðlögum: Ég að öllum háska hlæ í útsetningu Hall- gríms Helgasonar, Hættu að gráta hringaná í útsetningu Hafliða Hall- grímssonar og Undir bláum sólar- sali í búningi Emils Thoroddsen. Sönghópurinn færði sér í nyt sér- lega góðan hljómburð Hafnarborgar og lék sér að því að syngja bæði ör- veikt og sterkt. Þessi blæbrigðaríki söngur fangaði svo sannarlega hlustir áheyrenda og gaf tóninn fyr- ir það sem koma skyldi. Að loknum stuttum frönskum madrígala eftir Pierre Attaignant, Að lindum í þýðingu Friðriks G. Þórleifssonar, voru sungin þrjú önn- ur íslensk lög: Í grænum mó eftir Sigfús Halldórsson í afbragðs út- setningu Elíasar Davíðssonar og síð- an tvö íslensk þjóðlög, útsett af Hjálmari H. Ragnarssyni: Stóðum tvö í túni og Grafskrift Sæmundar Klemenssonar. Söngstíll hópsins naut sín sérlega vel í lagi Sigfúsar; sveigjanleiki raddanna gerir þeim kleift að víkja hver fyrir annarri eftir því sem lag- línan færist á milli þeirra. Þjóðlaga- útsetningar Hjálmars eru gjörólíkar í karakter. Þær eru rytmískar – jafnvel harðneskjulegar í framsetn- ingu. Hugsanlega hefði grafskriftin mátt vera þéttari – jafnvel kulda- legri í flutningi Sólarmegin. Færeyjaferð stendur fyrir dyrum og því voru tvö færeysk lög á efnis- skrá sönghópsins: Einki er sum summarkvöld eftir H.J. Hjörgaard og I búri eftir J. Waagstein. Fær- eysk lög hafa yfir sér sérkennilegan, einfaldan blæ, líkt og sálmasöngur sé þeim fyrirmynd allrar tónlistar. Sólarmegin flutti bæði lögin af- bragðs vel og þeir sem til þekktu lof- uðu góðan framburð. Efnisskránni fyrir hlé lauk með tveimur írskum þjóðlögum, Sally Gardens í útsetn- ingu Mishkin og Londonderry Air. Í fyrra laginu flöktir laglínan milli radda og í fyrsta sinn var eins og hún kæmi ekki nógu skýrt fram. Einnig var s-hljóðið full íslenskulegt í orðinu foolish sem er endurtekið í hverri hendingu. Að öðru leyti voru lögin sungin tandurhreint og af þokka. Eftir hlé söðlaði Sönghópurinn Sólarmegin um og sneri sér að dæg- urlögum 20. aldar, allt frá Bítlum til söngleikja Jeromy Kerns. Annað yf- irbragð færðist yfir sönginn, þar sem stíll laganna er gjörólíkur þeim sem sungin voru fyrir hlé. Útsetn- ingarnar voru sumar hverjar ansi snúnar en greinilegt var að söng- hópurinn kom vel undirbúinn til leiks; Guðmundur Jóhannsson, stjórnandi hópsins og einn söng- félaga, þurfti vart að blaka auga til þess að allir væru fullkomlega sam- taka. Lögin eftir Bítlana voru Back in the USSR og Yesterday, þá tvö lög eftir Jerome Kern: All the things you are og Smoke gets in your eyes. Auk þess voru sungin lögin Silhou- ettes eftir Frank Slay og Bob Crew, And so it goes eftir Billy Joel og Splanky eftir N. Hefti auk Romance eftir Ward Swingle sem Halldór Hallgrímsson nefnir Hughrif í þýð- ingu sinni. Það var aðdáunarvert hversu vel tókst að skapa viðeigandi andrúmsloft í hverju lagi, algjörlega áreynslulaust. Það vill stundum brenna við á kórtónleikum að öll lög séu sungin með líku sniði en því var aldeilis ekki að heilsa þarna. Lars H. Andersen fór á kostum sem bassa- gengill (walking bass) og stúlkurnar í sópran áttu oft skemmtilega spretti á efstu tónum. Eina sem skyggði á afbragðsgóða tónleika Sönghópsins Sólarmegin var að teknir voru upp míkrófónar eftir hlé og sungið í gegn um hljóð- kerfi. Hinn heillandi hljómheimur sem áheyrendur höfðu áður notið var allt í einu horfinn og uppmagn- aður söngur kominn í staðinn. Þessi ráðstöfun hefði verið skiljanleg í slæmu sönghúsi en í Hafnarborg tekur hver biti og fjöl undir með flytjendum og gerir söng þeirra sér- lega lifandi. Mikill skaði var að verða af þeim unaði. Að vísu spillti þessi tilhögun ekki fyrir í lögunum Back in the USSR og Splanky þar sem einstakar raddir voru dregnar fram með aðstoð Rafveitu Hafnarfjarðar en fyrir hlé sýndi hópurinn að sveigjanleiki raddanna var alveg nægjanlegur til þess að framkalla sömu áhrif. Sólarmegin er samstilltur söng- hópur; hann syngur tandurhreint og heldur athygli áheyrenda óskiptri með fáguðum söng sínum. Vonandi verður starf hópsins á jafn metn- aðarfullum nótum í framtíðinni og tónleikarnir í Hafnarborg báru vitni um. Sólarmegin í söngnum TÓNLIST H a f n a r b o r g Sönghópurinn Sólarmegin flutti ís- lensk og erlend lög. Hafnarborg, 30. maí 2001, kl. 20.30. KAMMERKÓR- TÓNLEIKAR Gunnsteinn Ólafsson ÆFINGAR standa nú yfir í Hafn- arfjarðarleikhúsinu á Englabörn- um, nýju leikriti eftir Hávar Sig- urjónsson. Það er Hilmar Jónsson sem leikstýrir en leikendur eru Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Er- ling Jóhannesson, Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filipp- usdóttir. Þau tvö síðastnefndu út- skrifuðust úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í vor og eru þetta fyrstu hlutverk þeirra eftir að námi lýkur. Höfundur leikmyndar er Finnur Arnar Arnarson og bún- inga hannar Þórunn María Jóns- dóttir. Ásta Hafþórsdóttir sér um gervi og Margrét Örnólfsdóttir tón- list. Frumsýning er áætluð í seinni hluta september. Leikhópur Hafnarfjarðarleikhússins ásamt höfundi og listrænum stjórnendum. Englabörn í Hafnarfirði ÁRLEGIR kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir dagana 10., 11. og 12. ágúst í ell- efta sinn. „Efnisskráin verður sterklega lituð suðrænni sveiflu í ár og er það m.a. að þakka þátttöku þeirra Egils Ólafssonar söngvara og Oliv- iers Manourys bandoneonleikara,“ segir Edda Erlendsdóttir píanó- leikari sem skipuleggur hátíðina ásamt Menningarmálanefnd Skaft- árhrepps. Aðrir flytjendur eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari, Helga Þórar- insdóttir víóluleikari, Michael Guttmann fiðluleikari, sem kemur sérstaklega frá Belgíu, og Edda Erlendsdóttir. „Hljóðfæraleikararnir eru flestir meðlimir í hljómsveitinni Le Grand Tango sem undir stjórn Oli- viers Manourys hefur sérhæft sig í flutningi á argentínskri tangótón- list í útsetningu Oliviers. Komu þau m.a. fram á tónleikum á Listahátíð fyrir nokkrum árum við frábærar undirtektir.“ En það verður fleira en tangó á efnisskránni. Egill Ólafsson mun m.a. syngja sönglög sem hann hef- ur samið við ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur, og sönglög eftir Schu- bert, Brahms og Gerswhin. Flutt- ur verður strengjakvartett eftir Samuel Barber, strengjakvintett eftir Dvorák, sellósónata eftir Brahms, dúett fyrir selló og kontrabassa eftir Rossini og fleira. Edda Erlendsdóttir Egill Ólafsson Árlegir kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri í ágúst Suðræn sveifla og argentínskur tangó BÓK Þorvaldar Þorsteinssonar Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó verður gefin út í Noregi á næsta ári á vegum bókaforlagsins Omnipex. Bókin Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó fékk verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur þegar hún kom út. Á síðasta ári kom svo út framhald sögunnar um Blíðfinn, Ert þú Blíðfinnur ég er með mik- ilvæg skilaboð sem var valin besta barnabók ársins af starfsfólki bóka- búða. Blíðfinnur til Noregs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.