Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 37
DAGANA 6.–12.
júní nk. verður skoð-
anakönnun í Bessa-
staðahreppi um af-
stöðu íbúanna til
sameiningarviðræðna
við Garðabæ. Ég hvet
alla íbúa Bessastaða-
hrepps, sem vilja varð-
veita hina einstöku
náttúru á Álftanesi, til
að hafna viðræðum. Í
Morgunblaðinu í gær
kemur fram í viðtali
við sveitarstjóra
Bessastaðahrepps að
sameiningarviðræður
séu stórt skref. Þetta
er rétt, dæmin sanna
það. Oftast hefur ákvörðun um
formlegar sameiningarviðræður
milli sveitarfélaga endað með sam-
einingu.
Villandi málflutningur
Meirihlutinn í hreppsnefnd segir
að skoðanakönnunin sé aðeins
könnun á vilja íbúanna til viðræðna
um hugsanlega sameiningu. Ekki
sé verið að kanna afstöðu til sam-
einingar. Þetta er villandi og sett
fram til að fá þá óákveðnu til að
samþykkja viðræður. Draga þannig
Bessastaðahrepp inn í ferli sem lík-
legt er að leiði til sameiningar. Lát-
ið er að því liggja að óvíst sé hvort
sveitarfélagið geti staðið undir
væntingum íbúanna um þjónustu,
en forðast að koma hreint til dyra
og mæla með sameiningu. Sáð er
fræjum efasemda um getu íbúanna
til að varðveita sjálfstæði heima-
byggðar sinnar. Gert
er mikið úr smæð
Bessastaðahrepps og
fullyrðir að slagkraft-
ur stærri sveitarfélaga
sé meiri en þeirra
minni, þótt slíkt fylgi
ýmsum öðrum lögmál-
um en stærðinni einni.
Lofað er sérstaklega
samstarf við Garðbæ-
inga og rennt hýru
auga til væntanlegrar
8.000 manna byggðar í
Garðaholti, til skóla
þar, leikskóla, heilsu-
gæslu og annarrar
þjónustu. Þannig er
hvatt til sameiningar
en sagt jafnframt að meirihlutinn
vilji aðeins fá fram afstöðu íbúanna
um málið án þess að leggja þeim til
skoðanir. Hvílíkur skollaleikur.
Væri ekki heiðarlegra að koma
hreint fram og mæla með samein-
ingu eins og augljóslega er unnið
að.
Engin fullgild rök
Á síðustu árum hafa sveitarfélög
víða á landinu verið sameinuð.
Þetta hefur tengst breytingu á
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga, en með breyttum lögum
hafa skyldur sveitarfélaganna verið
að aukast. Sameiningin hefur oftast
gerst vegna þess að fámennar,
stundum dreifðar byggðir og af-
skekktar hafa ekki getað sinnt lög-
boðinni þjónustu.
Í Bessastaðahreppi eru engar
slíkar ástæður sem knýja á um
sameiningu. Íbúar hreppsins eru nú
um 1.600 og er áformað að þeim
fjölgi á næstu árum í allt að 2.800.
Bessastaðahreppur er fullfær um
að bjóða íbúum sínum þjónustu sem
lög og óskir íbúanna kalla á, með
eigin starfsemi í heimabyggð, svo
sem rekstri grunnskóla, dagvistun
barna, íþrótta- og æskulýðsstarfi,
og með náinni samvinnu við ná-
grannasveitarfélögin í ýmsum
málaflokkum svo sem orku-, sam-
göngu- og heilbrigðismálum svo
dæmi séu nefnd. Hugsalega mun
Bessastaðahreppur í framtíðinni
sameinast öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu og þá í heild-
arendurskoðun byggðarstjórnunar
á öllu svæðinu, þegar gerðar hafa
verið breytingar á stjórnkefi sveit-
arfélaganna þannig að íbúar á ein-
stökum svæðum hafi vald til
ákvarðana um nærþjónustu sína og
nánasta umhverfi. Í dag er ekkert
slíkt uppi á borðum. Engin gild rök
eru því fyrir sameiningu við Garða-
bæ. Sameining skilar íbúum Bessa-
staðahrepps engum félagslegum
eða fjárhagslegum ávinningum en
skerðir rétt íbúanna til ákvarðana-
töku um nærþjónustu og réttinn til
að móta umhverfi sitt. Sameining
setur í óvissu áform íbúanna um
varðveislu þeirrar náttúru sem
flestir vilja halda í og er sérkenni
hreppsins, óspilltar fjörur, tjarnir
og opin svæði ósnortin af þeirri um-
hverfismengun sem því miður fylgir
oft hraðbrautum og háhýsabyggð.
Skortir bjartsýni og kjark
Meirihlutanum í Bessastaða-
hreppi sem rær að því öllum árum
að sameinast Garðabæ virðist
skorta bjartsýni og kjark til að tak-
ast á við það heillandi verkefni að
bæta mannlíf í Bessastaðahreppi. Í
Bessastaðahreppi er tækifæri til að
skapa einstakt og kröftum félags-
og menningarlíf í sátt við fagra og
óspillta náttúru. Það eru forréttindi
að fá að búa á slíkum stað. Við
fyrstu athugun gæti það virst eig-
ingirni að vilja áfram halda í
dreifða og lága byggð, en svo er
ekki. Ef tekst að varðveita byggð-
ina sem líkasta núverandi byggð
munu íbúarnir njóta þess í daglegri
umgengni sinni og íbúar nágranna-
sveitarfélaganna eiga í frístundum
sínum aðgang að einstökum nátt-
úruperlum. Varðveisla óspilltrar
náttúru í Bessastaðahreppi hefur
því gildi fyrir allt höfuðborgarsvæð-
ið.
Höfnum sameining-
arviðræðum
Ég hvet enn og aftur íbúana til
að hafna sameiningarviðræðum við
Garðabæ. Í framhaldinu eiga þeir
að létta því oki af meirihlutanum
sem stjórnun sveitarfélagsins virð-
ist vera þeim. Í komandi sveitar-
stjórnarkosningum eiga þeir að
sameinast undir merkjum bjartsýni
og vissu að jarðvegur sé fyrir öflugt
mannlíf í Bessastaðahreppi. Það er
viss lífssýn fólgin í því að vilja varð-
veita sjálfstæði Bessastaðahrepps
og treysta íbúum þar til að aðlaga
byggðina hinni viðkvæmu og ein-
stöku náttúru í hreppnum og forða
byggðinni frá þeim „verktakahugs-
unarhætti“ sem allt of oft leiðir til
umhverfisspjalla. Hugsunarhætti
sem nú kristallast í áformum að
byggja út í Arnarnesvog, háhýsi
efst á Garðaholtið og færa Álftanes-
veg inn í Gálgahraun. Íbúar Bessa-
staðahrepps, í könnuninni 6.–12.
júní nk. gæti það reynst afdrifarík
mistök að samþykkja viðræður, lát-
um það ekki henda, segjum nei.
Sjálfstæði Bessastaðahrepps
Sigurður
Magnússon
Skoðanakönnun
Það er viss lífssýn fólgin
í því að vilja varðveita
sjálfstæði Bessastaða-
hrepps, segir Sigurður
Magnússon, og treysta
íbúunum þar til að að-
laga byggðina hinni við-
kvæmu og einstöku
náttúru í hreppnum.
Höfundur er myndlistarmaður
í Helguvík.
Á undanförnum dög-
um hefur átt sér stað í
fjölmiðlum umræða um
samræmdu prófin í 10.
bekk. Þau leystu af
hólmi inntökupróf í
framhaldsskóla og eru
til þess fallin að skapa
nemendum alls staðar
af landinu sömu skil-
yrði til framhaldsnáms.
Nú er svo komið að ég
velti æ oftar fyrir mér
spurningunni hvort
samræmdu prófin eigi
rétt á sér í þeirri mynd
sem þau eru.
Ungur dúx fékk 10 í
íslensku, sá eini eins og
venjulega, og menn spyrja sig –
hvers vegna? Skýringin er sú að próf-
ið er margþætt og í hverjum þætti
felast erfið atriði svo að nemandi,
sem skilar góðri úrlausn en vantar
örlítið upp á tvo eða þrjá prófhluta, er
fyrr en varir kominn niður fyrir
ágætiseinkunn. Þetta eiga margir
nemendur og foreldrar erfitt með að
skilja. Oft hef ég velt fyrir mér leið til
úrbóta og bent á að ekki þurfi að
prófa úr öllum prófþáttum hverju
sinni en það skref hefur aldrei verið
stigið. Á vorin þegar nemendur eru
verðlaunaðir fyrir námsárangur, er
oft miðað við ágætiseinkunn, þótt um
það megi deila. En þá eru færri verð-
laun í boði fyrir árangur í íslensku en
öðrum greinum. Í vor fengu 265 nem-
endur ágætiseinkunn í dönsku, 385 í
ensku, 348 í stærðfræði en einungis
115 í íslensku.
Ný námskrá fyrir grunnskóla var
gefin út í fyrra. Nú skal tekist á við
nýja tíma, nemendur þjálfaðir í upp-
lýsingatækni, vinnu með kvikmyndir,
svo og munnlegri og skriflegri tján-
ingu og bókmenntastefnum svo að
nokkuð sé nefnt. Margar ráðstefnur
hafa verið haldnar á vegum Samtaka
móðurmálskennara undanfarin ár.
Þar hafa menn rætt um skörun milli
skólastiga og æskilega verkaskipt-
ingu. Á síðustu ráðstefnu fékkst sam-
eiginleg niðurstaða og þar kom fram
m.a. að grunnskólar
skyldu kynna nemend-
um grunnhugtök í setn-
ingafræði en hljóðfræð-
in gæti verið á
framhaldsskólastigi.
Ekki hvarflaði að kenn-
urum að bókmennta-
sagan yrði færð yfir til
grunnskólans. Nýja
námskráin leggur ofur-
áherslu á helstu grund-
vallaratriði íslenskunn-
ar en jafnframt er
boðuð ný stefna, sem
kölluð er heildstæð
móðurmálskennsla.
Þegar ég var ritstjóri
Skímu málgagns Sam-
taka móðurmálskennara fékk ég
lærða menn og leika til að fjalla um
þetta hugtak. Helsta niðurstaðan
varð sú að rýnt yrði í þá málfræði-
þætti sem koma fyrir í texta. Þetta er
einmitt sú aðferð sem doktor Jón
Gíslason notaði þegar hann kenndi
okkur latínu um árið.
Ljóst er að hver og einn verður að
finna sér farveg í þessum frumskógi
íslenskukennslunnar, en farvegurinn
verður að hafa sameiginleg markmið
og stefna nemendum að samræmdu
prófi. Í stað þess að verja góðum tíma
til að leika okkur með málið, leyfa
nemendum að eyða tíma í að vafra
um Netið, nota málið í ræðu og riti –
hvað þá að lesa nógu mikið af bókum
til að fá góða máltilfinningu, þurfum
við kennarar að búa þá undir ósann-
gjarnar kröfur og spurningar sem
hvergi er minnst á í námsefninu. Til
dæmis um það voru nemendur leidd-
ir í gegnum erfiðustu skilgreininguna
úr Handbók um málfræði eftir pró-
fessor Höskuld Þráinsson, og í kjöl-
farið kom eftirfarandi spurning:
Orðið „það“ í „Ég sá það í gær“ er
__ andlag-- __ fallorð í nefnifalli
__ frumlag __ gervifrumlag
Ágætustu nemendur hugsuðu sem
svo: - Þórdís hefur gleymt að kenna
mér gervifrumlag, það hlýtur að vera
svarið. Svo merktu þeir við rangt
svar þ.e. gervifrumlag í stað andlags.
Þetta kalla ég að komið sé aftan að
nemendum og fleiri dæmi má nefna.
Ýmis óþekkt hugtök birtust sem
möguleiki í krossaspurningum. Nem-
endur héldu að verið væri að spyrja
um eitthvað sem gleymst hefði að
kenna þeim og féllu í gryfjuna.
Við erum með yndislegt fólk á Ís-
landi sem hefur áhuga á viðfangsefn-
um sínum. Ég get nefnt sem dæmi að
um árabil hef ég verið með fjölmiðlun
sem valgrein í 10. bekk í Víðistaða-
skóla. Þangað flykkjast nemendur og
vinna það sem þeir vilja, útbúa út-
varpsþætti, taka viðtöl, gefa út bæk-
linga og ljúka svo vetrinum með út-
gáfu á veglegu skólablaði.
Samkvæmt nýju námskránni eig-
um við grunnskólakennarar að vinna
með efni sem framhaldsskólakennar-
ar vilja sitja að áfram, eins og hljóð-
fræði, setningafræði, bókmennta-
sögu og stílfræði. Allt skal þetta vera
áfram í grunnskólanum og við tökum
við því sem öðru. En nú er mál að
linni. Umræðan þarf að beinast að
því hve mikið og gott starf er unnið í
grunnskólanum. Þar vinna nemend-
ur baki brotnu. Þeir geta ekki valið
um hvað þeir eiga að læra fyrir sam-
ræmda prófið í íslensku, og þótt fæst-
ir ætli sér að nema málvísindi leggja
þeir á sig að læra um aðal-og auka-
setningar, önghljóð og myndhverf-
ingar og svo hefur verið um árabil.
En þegar samræmda prófið snýst um
að leiða þá í gildrur með hugtökum
sem ekki eru í námsefni nýrrar nám-
skrár- þá er mál að linni.
Eiga samræmdu
prófin rétt á sér?
Þórdís S.
Mósesdóttir
Grunnskólar
Þegar samræmda prófið
snýst um að leiða nem-
endur í gildrur, segir
Þórdís S. Mósesdóttir,
þá er mál að linni.
Höfundur er grunnskólakennari.
ÞESSA dagana er
SÁÁ að biðja um meiri
peninga frá ríkinu. Það
er svo sem í lagi og
ekki ætla ég að skipta
mér neitt af því og
hvorki hvetja né letja
til framlaga enda tæki
vonandi enginn mark á
því. Svo er þetta líka
árviss atburður eins og
vorkoman.
Núna er það meðal
annars unglingastarfið
sem er í voða, að sögn
talsmanna SÁÁ. Og
það er einmitt ung-
lingastarfið sem ég
geri alvarlegar athugasemdir við.
Réttur til náms brotinn
Á sjúkrastofnunum SÁÁ er réttur
brotinn á nemendum, að minnsta
kosti nemendum á skólaskyldualdri
og líklega hinum eldri einnig. Þetta
er réttur nemenda til sjúkra-
kennslu.
Ég veit dæmi þess að nemendur á
skólaskyldualdri hafa verið í með-
ferð á stofnunum SÁÁ mánuðum
saman án þess að fá nokkra kennslu
eins og þeim ber. Lesendur verða
einfaldlega að taka þessa staðhæf-
ingu mína trúanlega því ég get ekki
stutt hana neinum dæmum því ég er
bundinn trúnaði um það sem ég verð
áskynja í starfi mínu sem kennari.
Þetta er mjög alvarlegt brot á
rétti nemenda. Þetta má túlka sem
brot á ákvæði grunnskólalaga um
skólaskyldu barna. Og ef það dugir
ekki þá er þetta klárt brot á reglu-
gerð menntamálaráðuneytisins
númer 389 frá 1996 um sérkennslu
en í 15. grein hennar segir meðal
annars:
,,Þeir nemendur grunnskóla sem
að mati læknis verða
frá skólagöngu vegna
slyss eða veikinda
lengur en 5 skóladaga
skulu eiga rétt til
sjúkrakennslu annað-
hvort á heimili sínu eða
á sjúkrastofnun.“
Sem fyrr sagði eru
nemendur svo mánuð-
um skiptir á meðferð-
arstofnun eins og Vogi
og Staðarfelli í Dölum
án þess að fá svo mikið
sem eina einustu
kennslustund.
Heilbrigðisráðherra
hefur rætt um að gera
þjónustusamning við SÁÁ. Ég bendi
honum á að í slíkum samningi á að
sjálfsögðu að vera ákvæði um
kennslu barna og unglinga meðan
þeir eru í meðferð.
Fleiri brjóta réttinn
SÁÁ er reyndar ekki eina með-
ferðarstofnunin sem brýtur þannig
á rétti barna og unglinga. Þær eru
fleiri. Þó má benda á ánægjulega
undantekningu en það eru Stuðlar.
Þar njóta nemendur kennslu kenn-
ara frá Einholtsskóla.
Ég hef heyrt rökin gegn því að
nemendur í meðferð njóti kennslu
án þess að tíunda þau hér. Látum þá
sem þannig hugsa setja þau fram.
En ég pípi á þau rök.
Nemendur sem lenda í vandræð-
um vegna áfengis og eiturlyfja hafa
nær alltaf dregist aftur úr í námi og
þeim líður illa í skóla sem annars-
staðar og búa oft við erfiðar félags-
legar aðstæður. Því þarf að byggja
þá upp á öllum sviðum og ég fullyrði
að bestur árangur næst með sam-
starfi meðferðarstofnunar, skólans
og heimilisins.
Úrbætur óskast
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er
kunnugt um þessi brot á rétti nem-
enda. Umboðsmanni barna er kunn-
ugt um þau. Barnahúsinu er kunn-
ugt um þau. Ég reikna líka með að
einhver í menntamálaráðuneytinu
hafi heyrt af þeim. Samt er ekkert
gert.
Herrar mínir og frúr: Hysjið upp
um ykkur og tryggið sjúkum nem-
endum rétt sinn.
SÁÁ brýtur á
rétti nemenda
Eiríkur Brynjólfsson
Höfundur er kennari.
Meðferð
Í þjónustusamningi,
segir Eiríkur Brynjólfs-
son, á að sjálfsögðu að
vera ákvæði um kennslu
barna og unglinga með-
an þeir eru í meðferð.