Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 42
UMRÆÐAN
42 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er athyglisvert að
bera saman þá svart-
sýni og þær áhyggj-
ur sem einkenna
markaðinn í dag við
þá næstum barnslegu ofurtrú
sem einkenndi sama markað fyr-
ir einu ári. Heyra sömu aðila og
gumuðu af ótrúlegum geng-
ishagnaði og gróða kvarta nú yf-
ir sveiflum í gengi krónunnar og
hruni markaða.
Sumir hafa farið ansi flatt.
Það er eins og enginn hafi
gert sér grein fyrir þeim mögu-
leika að það sem fer upp kemur
niður aftur. Það er næstum því
ófrávíkjanlegt lögmál. Líka í
hagfræðinni.
Af hverju stafaði þessi óhóf-
lega bjartsýni, nánast heimsku-
lega tiltrú á skyndigróða með lít-
illi fyrirhöfn?
Hvað gerði
það að verk-
um að Íslend-
ingar keyptu
upp til hópa
hlutabréf án
þess að eiga fyrir þeim raun-
verulegar innstæður, slógu bara
lán á lán ofan fyrir öllu lotteríinu
og létu skeika að sköpuðu?
„Þetta er spennandi fjárfest-
ingarkostur,“ sagði einn kunn-
ingi minn sem aldrei hefur átt
grænan eyri, eins og afsakandi,
eftir að hafa slegið lán með veði í
hlutabréfum. „Krakkarnir í sjón-
varpinu sögðu það allavega. Þau
sögðu að þetta fyrirtæki væri
spennandi fjárfestingarkostur.“
Spennandi fjárfesting-
arkostur. Það hljómar svona eins
og freistaðu gæfunnar, eða miði
er möguleiki. Eitthvað svona
með guð og lukkuna og þess
háttar. Eitthvað sem höfðar til
heppni.
En ekki viðskipta.
Það hefur nefnilega komið á
daginn, mitt í öllum timb-
urmönnunum eftir maraþonp-
artý nýja hagkerfisins, að við-
skipti snúast enn um tekjur og
útgjöld, eðlilegan hagnað og
skynsemi í rekstri. Góðar hug-
myndir eru enn undirstaða fram-
fara, en eftir sem áður þarf við-
skiptaáætlun, skynsemi og
varkárni. Þetta er ekki og á ekki
að vera spurning um spennandi
fjárfestingarkost. Hlutabréfa-
viðskipti eru ekki fjárhættuspil.
Nýskeð birtu þrjú íslensk fyr-
irtæki af stærri gerðinni af-
komutölur og var það býsna
fróðleg lesning. Hagnaður af
rekstri Íslenska álfélagsins,
ISAL, í Straumsvík var þannig
yfir þrír milljarðar á síðasta
rekstrarári, sá mesti í sögu fyr-
irtækisins. Þar á bæ hafa menn
þó haft af ýmsu að státa þegar
kemur að góðum rekstr-
arafgangi.
Annað fyrirtækið sem birti
tölur úr rekstri sínum var Hf.
Eimskipafélag Íslands. Óska-
barn þjóðarinnar, hvorki meira
né minna. Þar á bæ virðist ekki
gæfulegt um að litast nú um
stundir; 1.200 milljóna tap á
fyrstu fjórum mánuðum ársins
af eigin rekstri og dótturfélaga.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
sagði að horfur á fyrri hluta árs-
ins væru „verulega neikvæðar“
og kæmu þar til kostnaðarhækk-
anir innanlands og utan auk
gengisbreytinga sem hefðu veru-
leg neikvæð áhrif á útkomuna.
Kom fram í frétt Morg-
unblaðsins að gengi bréfa í Eim-
skip hefði verið 5,25 á föstudag
en farið hæst í 14,35 hinn 16.
febrúar í fyrra.
Tvö gömul og rótgróin fyr-
irtæki, fulltrúar gamla hagkerf-
isins sýndu þannig gjörólíkar
niðurstöður úr rekstri. Þekkt er
að Eimskip hefur stundað
grimmt að fjárfesta í öðrum
félögum á markaði. Skyldi það
vera skýringin á tapinu? Að ein-
blínt hafi verið um of á „spenn-
andi fjárfestingarkosti“?
Þriðja fyrirtækið sem birti af-
komutölur var hins vegar þekkt-
ur fulltrúi nýja hagkerfisins,
tölvufyrirtækið Oz. Því hafa
stýrt ungir og framtakssamir
menn, notið athygli sem frum-
kvöðlar og gripið tækifærin.
Samkvæmt frásögn Morg-
unblaðsins varð 1.438 milljóna
kr. tap af rekstri Oz á síðasta ári
og var það 376% aukning frá
fyrra ári. Þá nam tap af rekstri
fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi
ársins 2001 117 milljónum kr. en
var á sama tímabili í fyrra 94
milljónir kr. Tekjur ársins 2000
voru um 1.117 milljónir kr. og
jukust um 97% milli ára.
Oz hefur um nokkurra ára
skeið verið eitt af glæstu von-
unum í íslensku viðskiptalífi; nú-
tímalegt fyrirtæki sem ráða-
menn þjóðarinnar hafa nefnt við
hátíðleg tækifæri sem dæmi um
virkjun hugvits til framfara og
framtíðar. Fyrirtækið hefur
nokkrum sinnum efnt til hluta-
fjárútboðs; það hefur nokkrum
sinnum tekið kollsteypu í
framþróun sinni og nokkrum
sinnum frestað skráningu á er-
lendum hlutabréfamörkuðum.
Þá hefur gengi þess tekið mikl-
um breytingum, en alltaf hafa
forráðamenn þess verið bjart-
sýnir í viðtölum, enda frekari
landvinningar aðeins handan við
hornið. Oz hefur því sannarlega
verið spennandi fjárfesting-
arkostur, þangað til nú að fjár-
festar smáir og stórir halda að
sér höndum; raunhæfari áætl-
anir takk.
Einmitt í þessu ljósi var at-
hyglisvert að lesa sjónarmið
framkvæmdastjóra fyrirtækisins
í DV sl. laugardag þar sem hann
var beðinn að skýra hinn mikla
taprekstur.
„Bróðurparturinn af tapinu er
tilkominn vegna kaupa okkar á
kanadíska fyrirtækinu sem við
greiddum fyrir með hlutabréf-
um. Þau hlutabréf verðum við að
afskrifa á þremur árum og þau
koma því inn í bókhaldið sem
kostnaður. En þetta eru ekki
raunverulegir peningar,“ sagði
Skúli Mogensen, framkvæmda-
stjóri Oz, og bætti svo við: „Ég
er ekki óánægður. Það var búið
að spá því að við yrðum búnir
með alla peninga í mars en það
er öðru nær. Við eigum 500
milljónir handbærar í lausafé og
viðskiptakröfum. Peningar geta
verið fljótir að fara en þeir geta
líka verið fljótir að koma.“
Það er nefnilega það og hlut-
höfum í Oz hlýtur nú að líða mun
betur.
En skyldu þetta nú vera raun-
verulegir peningar?
Alvöru
peningar
„Þau hlutabréf verðum við að afskrifa á
þremur árum og þau koma því inn í
bókhaldið sem kostnaður. En þetta eru
ekki raunverulegir peningar.“
VIÐHORF
Eftir Björn Inga
Hrafnsson
bingi@mbl.is
– Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri Oz.
MÖRGUM foreldr-
um finnst sú tilfinning
notaleg að vita af
börnum sínum fyrir
framan sjónvarpið.
Gildir þá einu hvort
foreldrarnir séu ný-
komnir heim úr vinnu,
að lesa dagblað, elda
matinn eða undir
sæng á sunnudags-
morgni. Friðurinn er
dýrmætur. Margir
foreldrar borga þó of
hátt verð fyrir þennan
„frið“, því það sem
fyrir augu barnsins
ber getur skilið eftir
sár.
Ofbeldi
í sjónvarpi
Ekki er ætlun mín með þessum
skrifum að agnúast út í það ofbeldi
sem sjónvarpsáhorfendum er boðið
uppá á síðkvöldum, enda flest börn
þá sofnuð. Ástæða er hins vegar til
að benda á það ofbeldi og óhugnað
sem þrífst í sjónvarpinu þegar
ætla má að börn séu að horfa. Þar
á ég m.a. við kvikmyndir, auglýs-
ingar og barnaefni. Það kann að
koma einhverjum á óvart, en jafn-
vel barnaefnið inniheldur ofbeldi.
Sumir barnaþættir virðast jafnvel
snúast um ofbeldi og var einn slík-
ur vikulega á dagskrá Sjónvarps-
ins í vetur. Þó slíkt ofbeldisefni sé
oftar en ekki í teiknimyndaformi
er það varhugavert vegna þess að
ung börn gera ekki alltaf grein-
armun á því hvað er raunverulegt
og hvað er óraunverulegt í sjón-
varpi.
Auglýsingar innihalda líka of-
beldisatriði, ekki síst þegar verið
er að sýna brot úr kvikmyndum
sem bannaðar eru börnum. Skv.
skýrslu sem Hilmar Thor Bjarna-
son gerði fyrir umboðsmann barna
árið 1996 voru á tveggja vikna
tímabili það ár sýndar 14 bannaðar
kvikmyndir fyrir klukkan tíu á
kvöldin og 96 auglýsingar þar sem
slíkar kvikmyndir voru auglýstar.
Könnunin náði aðeins til innlendra
sjónvarpsstöðva. Vonandi hefur
ástandið batnað síðan könnunin
var gerð, þó ég hafi efasemdir um
það.
Í 14. grein útvarpslaga segir:
„Sjónvarpsstöðvum er óheimilt að
senda út dagskrárefni, þar á meðal
auglýsingar, sem gæti haft alvar-
leg skaðvænleg áhrif á líkamlegan,
andlegan eða siðferðilegan þroska
barna, einkum og sér í lagi dag-
skrárefni sem felur í sér klám eða
tilefnislaust ofbeldi, á
þeim tíma sem hætta
er á að börn sjái við-
komandi efni.“ Ég fæ
ekki séð að þessi
grein sé í hávegum
höfð hjá öllum ís-
lenskum sjónvarps-
stöðvum.
Áhrifin
Margir hafa upplif-
að vanlíðan eftir að
hafa horft á sjónvarp.
Bæði börn og full-
orðnir geta fundið
fyrir vanlíðan og flest-
ir foreldrar kannast
við ótta og vanlíðan
barna sinna og jafnvel martraðir
eftir sjónvarpsáhorf. Með vísinda-
legum rannsóknaraðferðum hafa
eftirfarandi niðurstöður fengist:
1) Foreldrar vanmeta hræðsluáhrif
sjónvarpsefnis og gera sér ekki
grein fyrir því hve oft börn
þeirra fá hræðsluviðbrögð við
sjónvarpsáhorf (J. Cantor og S.
Reilly, 1982).
2) Ekki er óalgengt að atvik úr
kvikmyndum komi endurtekið
upp í huga áhorfandans og valdi
tilfinningalegum langtímaáhrif-
um (J. Cantor, án ártals).
3) Eldri börn verða hræddari en
yngri börn við hættu sem gefin
er í skyn og er ekki myndræn.
Þannig er ekki sjálfgefið að ef
eldri börn verða hrædd við að
horfa á sjónvarp að yngri börn
verði einnig hrædd við sama
efni (J. Cantor og G. Sparks,
1984).
Í áðurnefndri skýrslu Hilmars
Thors eru niðurstöður ýmissa
rannsókna taldar upp. Þar kemur
m.a. fram að:
4) Áhorf á sjónvarpsofbeldi getur
leitt til þess að barnið verði al-
mennt hrætt við annað fólk og
tilveruna í heild.
5) Börn sem neyta ofbeldisefnis í
sjónvarpi í ríkum mæli eru lík-
legri en önnur börn til að beita
ofbeldi eða koma fram við fólk á
ógnandi hátt.
6) Börn sem neyta ofbeldisefnis í
sjónvarpi í ríkum mæli eru lík-
legri en önnur börn til að líta á
ofbeldi sem eðlilega leið til að
leysa deilumál sem upp koma í
mannlegum samskiptum.
Þessi sex atriði eru aðeins brot
af niðurstöðum ótal rannsókna sem
benda til áhrifamáttar sjónvarps-
efnis.
Eftirlit
Hlutverk Kvikmyndaskoðunar
Íslands er m.a. að vernda börn fyr-
ir skaðlegu efni. Hún metur þær
kvikmyndir sem ætlaðar eru til
sýningar eða dreifingar hér á
landi. Henni ber hins vegar ekki
að skoða þær kvikmyndir sem
sýndar eru í sjónvarpi (5. gr. laga
nr. 47/1995). Það sjá sjónvarps-
stöðvarnar sjálfar um. Það sama á
við um barnaefni sem sýnt er í
sjónvarpi, stöðvarnar sjálfar
ákvarða hvort efnið geti skaðað
börnin, þó þær geti að eigin frum-
kvæði haft samráð við Kvikmynda-
skoðun.
Ef eitthvað efni ætti að fara fyr-
ir Kvikmyndaskoðun, þá er það
sjónvarpsefni sem ætlað er börn-
um. Foreldrar eiga að geta treyst
því að barnaefni sjónvarpsins skaði
ekki börnin.
Hlutverk foreldra
Með tilliti til þess að sjónvarps-
efni getur haft skaðleg áhrif á
börn þurfa foreldrar að sýna
ábyrgð og vernda börn sín. Vita-
skuld væri best og eðlilegast ef
sjónvarpsstöðvarnar sjálfar finndu
til ábyrgðar gagnvart börnunum
og sendu ekki út skaðlegt efni þeg-
ar ætla má að börn séu að horfa.
Slíkt draumaland er þó varla í
sjónmáli.
Rannsóknir hafa sýnt að ef for-
eldrar horfa á sjónvarpið með
börnum sínum, ræða efnið og
svara spurningum barnanna, hefur
ofbeldið sáralítil áhrif. Góð sam-
skipti foreldra og barna skipta
m.ö.o. mun meira máli en sjón-
varpið. Þegar upp er staðið eru
það hvorki yfirvöld né sjónvarps-
stöðvarnar sem bera ábyrgð á
barnauppeldinu, heldur foreldrarn-
ir. Hafið því augun opin foreldrar
góðir, enda er mikið í húfi.
Börn og sjónvarp
Ragnar
Schram
Ofbeldi
Með tilliti til þess að
sjónvarpsefni getur
haft skaðleg áhrif á
börn, segir Ragnar
Schram, þurfa foreldrar
að sýna ábyrgð og
vernda börn sín.
Höfundur er nemi við Háskóla
Íslands.
ALÞINGI hefur
orðið sér til skammar.
Alræðislegt ákvæði
nýju tóbaksvarnarlag-
anna, sem bannar um-
fjöllun fjölmiðla á Ís-
landi um tóbaks-
tegundir til annars en
að vara við skaðsemi
þeirra, er óþolandi í
lýðfrjálsu þjóðfélagi.
Sem betur fer bannar
stjórnarskrá Íslands
lagasetningu af þessu
tagi og þess vegna er
þetta ákvæði laganna
að engu hafandi.
En það er viðhorfið
á þingi sem veldur
áhyggjum. Enginn greiddi atkvæði
gegn frumvarpinu. Ritskoðun var
leidd í lög fyrirhafnarlaust á Al-
þingi og gegn betri vitund, því að
þinginu höfðu borist viðvaranir,
síðast frá Blaðamannafélagi Ís-
lands. Þetta er ömurlegur vitn-
isburður um starfsemi þingsins.
Jónína Bjartmarz, formaður
heilbrigðis- og trygginganefndar
Alþingis, forherðist einungis í af-
stöðu sinni, þegar lögin eru gagn-
rýnd að þessu leyti, og gefur í
skyn í Morgunblaðs-
viðtali 30. mars sl. að
til greina komi að
skerða tjáningarfrels-
ið frekar! Áfengið
mun vera næst á dag-
skrá.
Kúgun er alltaf
réttlætt með göfugum
tilgangi – og svo einn-
ig í þessu tilviki. En
íslensk þjóð er of vel
upplýst um skaðsemi
tóbaksreykinga til
þess að nauðsyn beri
til að leggja þvílíkt
bann á umfjöllun fjöl-
miðla. Tilgangurinn
má ekki helga með-
alið, eins og segir í ályktun Blaða-
mannafélagsins um málið.
Einhverjum gæti þótt það vera
háleitt markmið, ekki síst að gefnu
þessu tilefni, að banna umfjöllun
fjölmiðla um þingmenn nema til
þess að vara við skaðsemi þeirra.
Ég vona að Jónína Bjartmarz sé
mér sammála um að lög af því tagi
séu ótæk.
Nú er aðeins tvennt til í stöð-
unni. Annað hvort afnemur Alþingi
umrætt ákvæði sitt um tóbak (og
önnur viðlíka sem ganga of langt)
eða dómstólar verða að gera það.
Ákvæðið mun hafa þveröfug áhrif
en því er ætlað að hafa, því að ekki
hefur verið mikilvægt fyrr en nú
að beinlínis mæra tóbak í fjölmiðl-
um svo að látið verði reyna á lög
þessi. Sem ævilöngum andstæðingi
tóbaks þykir mér miður að þurfa
að segja þetta, en hér eru ríkir
hagsmunir í húfi.
Göfug kúgun
Þór
Jónsson
Tóbaksvarnarlög
Íslensk þjóð er of vel
upplýst um skaðsemi
tóbaksreykinga, segir
Þór Jónsson, til þess að
nauðsyn beri til að
leggja þvílíkt bann á
umfjöllun fjölmiðla.
Höfundur er varaformaður
Blaðamannafélags Íslands.