Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 43
Fágun
fagmennska
Gullsmiðir
www.teflon.is
AÐ undanförnu hefur
framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins
unnið að því að móta til-
lögur að breytingum á
sjávarútvegsstefnunni.
Samkvæmt reglugerð
sjávarútvegsstefnunnar
(Council Regulation
3760/92) á fram-
kvæmdastjórnin að
leggja skýrslu fyrir ráð-
herraráðið eigi síðar en
í árslok 2001 og ný
reglugerð á að taka gildi
1. janúar 2003.
Út frá lagalegu sjón-
armiði er endurskoðun-
in einungis bundin við undanþágur
einstakra svæða frá ákvæðinu um
jafnan aðgang. Í árslok 2002 þarf að
taka ákvörðun um 12-mílna ákvæðið,
hólfin við Hjatlandseyjar og Írland og
um aðgang ríkja sem gengu í samb-
andið eftir 1985 að miðum í Norð-
ursjó. Sambandið er alls ekki skuld-
bundið til að endurskoða
sjávarútvegsstefnuna í heild sinni. Öll
grundvallarlögmál hennar standa
óhögguð þrátt fyrir hina lögskipuðu
endurskoðun sem fram undan er. Út
frá þröngu lagalegu sjónarmiði þarf
endurskoðunin því ekki að fela annað
í sér en framlengingu á ofangreindum
undanþágum. Framkvæmdastjórnin
lítur hins vegar á endurskoðunina í
mun víðara samhengi. Að hennar
mati snýst hún um efnahags- og
stjórnunarlega þætti
stefnunnar og verður
undirbúin og skipulögð í
samvinnu við alla aðila
sem málið varðar.
Undirbúningurinn
hófst árið 1998. Þá sendi
framkvæmdastjórnin út
spurningalista til 350
aðila. Í kjölfarið hafa
verið haldnir fjölmargir
fundir með stjórnvöld-
um, vísindamönnum og
hagsmunasamtökum í
aðildarlöndunum.
Framkvæmdastjórnin
hefur því átt víðtækt
samráð við ofangreinda
aðila. Afraksturinn hefur nú verið
birtur í svokallaðri grænbók.
Grænbókin
Með grænbókinni, sem var kynnt í
Brussel 20. mars s.l., var formlega
hrundið af stað umræðum um tillög-
urnar sem þar eru settar fram. Fram-
kvæmdastjórnin mótar síðan endan-
legar tillögur í árslok. Þingið og
ráðherraráðið hafa þá eitt ár til að
fara yfir tillögurnar sem ákvarðanir
ráðsins munu byggjast á og verða að
liggja fyrir eigi síðar en 31. desember
2002.
Í grænbókinni er ekki léð máls á
neinum grundvallarbreytinum á
stefnunni. Þó er mælt með meiri vald-
dreifingu en tíðkast hefur til þessa
með aukinni svæðastjórnun. Einstök
svæði munu þá hafa meira að segja
um stjórn fiskveiða á aðlægum mið-
um.
Hlutfallslegi stöðugleikinn
Í grænbókinni er afstaðan til hlut-
fallslega stöðugleikans skýr: „Fram-
kvæmdastjórnin sér eins og er engan
valkost sem komið gæti í staðinn og
gæti skilað niðurstöðu sem jafn mikil
sátt ríkir um. Samráðsferlið leiddi í
ljós að þetta viðhorf er ríkjandi út um
allt sambandið. Þar af leiðandi er eng-
in þörf á að umbylta núverandi kerfi.
Þegar skipulagsvandi sjávarútvegs-
ins hefur verið leystur og efnahags-
og félagslegum stöðugleika hefur ver-
ið náð í greininni má hugsanlega end-
urskoða þörfina fyrir hlutfallslega
stöðugleikann og velta upp þeim
möguleika að láta markaðsöflin virka
í sjávarútvegi líkt og á öðrum sviðum í
efnahagslífi sambandsins“.
Þessi yfirlýsing er í fullkomnu sam-
ræmi við ummæli Elliots Morleys,
sjávarútvegsráðherra Bretlands, í
Aldarhvörfum sem var á dagskrá
RÚV 6. nóv. 2000 þar sem hann sagði
að stöðugleiki væri mjög mikilvægur
þáttur í fiskveiðistefnu ESB: „Ég
held að ekkert Evrópuríki vilji að
þeim stöðugleika sé ógnað. Þá þyrfti
að semja á ný um alla kvóta og ég held
að engin þjóð hafi hag af því.“
Hvað felst í því að hugsanlega verði
þörf á að endurskoða hlutfallslega
stöðugleikann í framtíðinni og að
segja að möguleiki sé á að markaðs-
öflin verði látin ráða einhvern tímann
er einnig mjög loðið. Öll ríkin vilja
einhverja breytingu á stöðugleikan-
um en þau eru ekki á sama máli um
hvaða breytingar séu hagstæðastar.
Írar og Bretar leggja t.d. áherslu á að
hann verði endurskoðaður út frá
hagsmunum aðlægra strandhéraða.
Jafnframt vilja Írar að aflaheimildum
sem ríki hafa ekki nýtt í nokkur ár en
notað sem skiptimynt fyrir aðrar
verði endurúthlutað m.t.t. veiði-
reynslu undangenginna ára. Hugsan-
lega og mögulega eru þekktir frasar
sem notaðir eru til að ná málamiðlun.
Undanþágur
12-mílna ákvæðið var sett til að
vernda lífríkið og til að hlúa að strand-
veiðum sem víða eru mjög mikilvæg-
ar fyrir ríki sambandsins. Ekkert
bendir til að forsendur hafi breyst
hvað þetta varðar og er víðtæk sam-
staða um að festa ákvæðið í sessi.
Svipað má segja um hólfin við Hjalt-
land og Írland.
Hömlur á ríki sem gengu í sam-
bandið eftir 1985 að miðum í Norð-
ursjó munu að óbreyttu falla niður 31.
desember 2002 og hafa ýmsir lýst yfir
áhyggjum vegna þess. Sá ótti er hins
vegar að mestu ástæðulaus. Sókn í
allar helstu nytjategundir í Norðursjó
er stjórnað með hámarksafla og ríkja-
kvótum sem grundvallast á veiði-
reynslu og svo mun verða áfram. Rík-
in sem um ræðir, Spánn, Portúgal,
Svíþjóð og Finnland, eygja aftur á
móti möguleika á að sækja í vannýtt-
ar utankvótategundir á miðum í
Norðursjó. Slíkt er hins vegar óger-
legt nema einhverjar veiðiheimildir í
hinum hefðbundnu kvótabundnu teg-
undum séu fyrir hendi. Litlar breyt-
ingar munu því verða á sóknar-
mynstri í Norðursjó.
Ekkert að óttast
Fullyrðing blaðamanns breska
blaðsins Sunday Telegraph, sem birt-
ist hér í blaðinu 29. maí s.l., um að
framkvæmdastjórnin ætli að gera öll
fiskimið aðildarríkjanna að sameigin-
legri auðlind sem allur fiskiskipafloti
sambandsins eigi jafnan aðgang að er
úr lausu lofti gripin. Mikilvægt er að
gera sér grein fyrir því að fram-
kvæmdastjórnin hrindir engu í fram-
kvænd án samþykkis ráðherráðsins
sem er æðsta stofnun ESB.
Í viðtali við Franz Fischler, fram-
kvæmdastjóra sjávarútvegsmála
ESB, hér á síðum blaðsins 13. maí s.l.
kemur fram að það sé alls ekki á döf-
inni að kasta hlutfallslega stöðugleik-
anum fyrir róða. Hann segir Íslend-
inga ekki þurfa að óttast að
landhelgin fyllist af togurum ESB-
ríkja við hugsanlega aðild Íslands að
sambandinu.
Markmið Evrópusambandsins er
ekki að stuðla vísvitandi að átökum og
grafa undan efnahag aðildarríkjanna,
þvert á móti. Íslendingar hafa því
hvað þetta varðar ekkert að óttast.
Sjávarútvegsstefna
ESB eftir 2002
Úlfar Hauksson
ESB
Markmið Evrópusam-
bandsins, segir Úlfar
Hauksson, er ekki að
stuðla vísvitandi að
átökum og grafa
undan efnahag
aðildarríkjanna.
Höfundur er formaður
Evrópusamtakanna.
VERKFALL
þroskaþjálfa hefur nú
þegar staðið of lengi.
Verkfall þroskaþjálfa
við Reykjavíkurborg
snýst fyrst og fremst
um jafnréttismál.
Tekist er á um tvö
mikilvæg jafnréttis-
mál. Annars vegar á
ein af svokölluðum
„kvennastéttum“ í
kjaradeilu við fylgis-
menn kvennalistans
af báðum kynjum sem
stýra borginni og hafa
auðsjáanlega tapað
sér í völdunum og
fleygt jafnréttishug-
takinu út um gluggann. Hér er
deilt um það hvort konur fái tæki-
færi til að styrkja stöðu sína
launalega á vinnumarkaði eða
ekki.
Hinsvegar er hér um brýnt rétt-
lætismál þroskaheftra og aðstand-
enda þeirra að ræða. Það er sið-
ferðileg skylda borgaryfirvalda í
velferðarríki á nútímavísu að
tryggja möguleika þroskaheftra til
merkingarbærs lífs svo sem kostur
er. Það er nefnilega ekki jafnrétti,
Ingibjörg, að ráða vinkonur sínar í
toppstöður og kalla þær jafnvel
heim frá útlöndum ef kjör alþýðu-
kvenna og þeirra sem minna mega
sín gleymast á sama tíma.
Kjaradeila þessi er fyrst og
fremst pólitískur prófsteinn borg-
aryfirvalda til að efla réttlæti og
velferð í borginni. Það er Reykja-
víkurlistans og samninganefndar
hans að sýna okkur borgarbúum
jafnréttisstefnuna í verki. Við höf-
um undanfarna daga séð áherslur
þeirra og verðmætamat. Og sem
betur fer styttist í borgarstjórn-
arkosningar.
VG verði ekki með
í Reykjavíkurlistanum
Nokkur umræða hefur orðið um
það hverjir komi til með að bjóða
sig fram undir merkjum Reykja-
víkurlistans í næstu borgarstjórn-
arkosningum. Einkum
hefur staðið á skýrum
svörum frá Vinstri-
hreyfingunni – grænu
framboði eins og eðli-
legt má teljast. Ég
get ekki ímyndað mér
að nokkur félagi í VG,
flokki sem telur sig
flokk réttlætis og
kvenfrelsis, kæri sig
um að bera ábyrgð á
þeirri jafnréttisstefnu
sem Reykjavíkurlist-
inn sýnir í verki í deil-
unni við þroskaþjálfa.
Ég get ekki ímyndað
mér að nokkur félagi í
VG kæri sig um að
láta þroskahefta og aðstandendur
þeirra vera úti í kuldanum eins og
borgaryfirvöld með hugsjónalausa
og handónýta samninganefnd gera
um þessar mundir. Það er nefni-
lega ekki nóg að hafa völdin ef
maður vinnur sér fátt annað til
frægðar en að skríða í húsagörðum
á eftir heimilisköttum og leggja
gildrur fyrir tóbakssala.
Þurfa borgaryfirvöld í Reykja-
vík ekki að fara að gera grein-
armun á aðalatriðum og aukaatrið-
um?
Jafnréttisvilji
borgaryfirvalda
Jóhann
Björnsson
Höfundur er eiginmaður þroska-
þjálfa og félagi í Vinstrihreyfingunni
– grænu framboði.
Kjarabarátta
Það er siðferðileg
skylda borgaryfirvalda í
velferðarríki á nútíma-
vísu, segir Jóhann
Björnsson, að tryggja
möguleika þroskaheftra
til merkingarbærs lífs
sem kostur er.
Í NÝLEGU frétta-
bréfi til hluthafa Baugs
hf. fer stjórnarformað-
ur félagsins mikinn.
Hann lýsir áliti sínu á
hinum ýmsu málum allt
frá álverum á Austur-
landi til persónu minn-
ar. Stjórnarformaður-
inn sakar mig um að
hafa gengið hart fram í
árásum á Baug. Þessari
fullyrðingu vísa ég
hreinlega til föðurhús-
anna. Sem formaður
Samtaka verslunarinn-
ar – FÍS hef ég leitt
fram sjónarmið inn-
flutningverslunarinnar
og lýst áliti mínu og áhyggjum af þró-
un markaðsástands á matvörusviði.
Einnig hef ég gjarnan gagnrýnt
starfshætti Baugs hf. sem er allt ann-
að en harðar árásir, enda ber ég enga
óvild til þess fyrirtækis.
Ofangreindur stjórnarformaður
sakar mig um að hafa gert lítið úr
átaki Baugs um „Átak gegn verð-
bólgu“. Ég hef aldrei gert lítið úr
átakinu, það var hann sjálfur sem
gerði lítið úr því þar sem álagning
Baugs hafði hækkað fyrir átakið og
samkvæmt skýrslu Samkeppnis-
stofnunar um matvörumarkaðinn
hækkaði álagning Baugs einnig eftir
að átakið hófst. Forsvarsmenn Baugs
hafa reyndar einnig úthúðað Sam-
keppnisstofnun fyrir skýrsluna og
kváðust ætla að hrekja niðurstöður
hennar, en það hefur ekki verið gert.
Títtnefndur stjórnarformaður kveður
upp úr með það að ég sakni þeirra
tíma þegar smásölueiningar í mat-
vöru voru litlar og veikburða. Það er
hreinlega ósatt. Það eru hagsmunir
verslunargreinarinnar og það er í
þágu neytenda að verslunarfyrirtæki
séu mörg og öflug og að samkeppni sé
virk. Hvernig ætti það að vera í þágu
innflutningverslunarinnar að hafa
veikburða smásölur? Spyr sá sem
ekki veit.
Stuðningur samtaka okkar við hin
nýju samkeppnislög kallar síðan
stjórnarformaðurinn flótta undir pils-
fald ríkisins. Sannleik-
urinn er sá að allar vest-
rænar þjóðir með
Bandaríkjamenn í for-
ystu hafa öfluga sam-
keppnislöggjöf. Hér á
landi er löggjöf um
þennan málaflokk hvað
veikust, en það er hins
vegar umhugsunarefni
að samkeppnislöggjöfin
virðist ekki henta
stjórnarformanninum.
Að lokum segir
stjórnarformaðurinn
hluthöfum sínum að
matvöruheildsalar hafi
sagt sig úr Samtökum
verslunarinnar – FÍS,
væntanlega með það fyrir augum að
rýra trúverðugleika minna samtaka.
Það upplýsist fyrir þá sem eru hlut-
hafar í Baugi og lesa þessi orð að ég
minnist þess ekki að matvöruheildsali
hafi sagt sig úr Samtökum verslunar-
innar – FÍS þau rúm tvö ár sem ég hef
verið formaður þeirra.
Því fylgir mikil ábyrgð að stjórna
fyrirtæki og enn meiri ábyrgð að
stjórna stóru fyrirtæki eins og Baugi,
ég óska stjórnarformanninum far-
sældar í því starfi en ég ræð honum að
hafa það að venju að segja hluthöfum
sínum sannleikann og gera ekki öðr-
um mönnum upp skoðanir. Það fer yf-
irleitt illa á því að menn segi ósatt en
setji síðan geislabaug á sjálfa sig.
Hreinn geisla-
baugur
Haukur Þór
Hauksson
Höfundur er formaður Samtaka
verslunarinnar – FÍS.
Matvöruverslun
Ég ræð stjórnarfor-
manni Baugs að hafa
það að venju, segir
Haukur Þór Hauksson,
að segja hluthöfum
sínum sannleikann.