Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 46
UMRÆÐAN
46 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TRÚLEGA er hraðinn og óþreyj-
an sem fylgir honum, mesta ógnunin
við heilbrigða hugsun á Vesturlönd-
um. Hraðinn er alls ráðandi á öllum
sviðum og hrjáir menninguna. Fólk
hefur varla tíma til að njóta þess sem
er, af óþreyju eftir ein-
hverju nýju. Þessi
vandi bitnar á öllum
samskiptum okkar og í
rauninni allri hugsun.
Ekki veit ég hvernig
skólarnir bregðast við
þessum vanda, hvort
þeir líta á hann sem
eðlilega þróun, eða
hvað? Hefur nútíma-
maðurinn tíma til að
vera annað en neyt-
andi? Eigum við
kannske ekki að vera
annað?
Sá sem þetta skrifar,
ólst upp í anda ung-
mennafélaganna á þriðja og fjórða
áratug síðustu aldar, á heimili þar
sem pabbinn spilaði á fiðlu og málaði
í frístundum og mamman átti það til
að setja saman hnyttnar vísur, hann
veltir stundum fyrir sér lífinu og til-
verunni. Enda þótt auraráðin hafi
aldrei verið í samræmi við barna-
fjöldann, var líf okkar menningarlíf á
margan hátt. Sama má segja um aðr-
ar alþýðufjölskyldur á
tímum kreppunnar. Þó
að skólamenntun væri
af skornum skammti og
stundum takmörkuð af
heimilisástæðum, þá
var ýmislegt í boði; til
dæmis tóku margir
listamenn nemendur;
ég man sérstaklega eft-
ir Kristni Péturssyni,
sem bauð mér að koma
heim til sín og sýna sér
það sem ég var að
myndast við að teikna,
þó ég væri of ungur til
að vera beinlínis í námi.
Kristinn var góður og
hvetjandi kennari og mjög trygg-
lyndur. Pabbi var ekki hrifinn af
þessum heimsóknum og fór að fara
með mig til annarra listamanna, vina
sinna. En fróðlegt væri ef góður
fræðimaður tæki saman yfirlit um
listfræðslu á landinu, áður en lista-
skólarnir voru stofnaðir.
Það var ekki síst fyrir hvatningu
Kristins, að ég hóf nám í nýjum skóla
sem Félag íslenskra frístundamálara
stofnaði 1948. Félagið rak skólann af
miklum metnaði en hann er nú
Myndlistarskóli Reykjavíkur og
starfar af miklum þrótti, síðustu árin
í eigin húsnæði í JL-húsinu við
Hringbraut.
Bragi Ásgeirsson skrifar góða
grein í Morgunblaðið 20. maí, Lista-
skólar, þar sem hann segir frá sýn-
ingum opinberu listaskólanna á höf-
uðborgarsvæðinu. Grein Braga
vekur þarfar spurningar um listnám.
Hann hefur efasemdir um hið nýja
húsnæði Myndlistarskóla Reykjavík-
ur og er það umhugsunarefni fyrir
nemanda skólans. Andinn í skólanum
hefur frá upphafi verið mjög góður.
Að vísu hefur hraðinn áhrif þar eins
og annars staðar, hafði það kannske
líka við byggingu hússins. sem var
byggt á tíma mikilla umsvifa í hús-
byggingum. Ef til vill ekki verið mikil
smámunasemi í frágangi, t.d. á gólf-
inu, sem er dálítið mishæðótt. Í hús-
inu voru framleiddar vikurplötur
sem voru aðaleinangrunarefni í hús-
um, áður en plastið var tekið í notk-
un.
Segja má að núverandi húsnæði sé
langt og mjótt, en húsnæðið í
Tryggvagötu 15, gamla Sam-
bandspakkhúsinu, var nálægt því að
vera ferningslaga. Vera má að lögun
hússins geti haft einhver áhrif á sam-
skiptin innan skólans, en vonandi
tekst að varðveita þann góða anda
sem þar hefur ríkt. Að vísu settu
stofnendur skólans, sem var góður
hópur metnaðarfullra manna úr ýms-
um starfsgreinum, svip á lífið fyrstu
árin. Þá voru stundum haldin böll.
Strax í upphafi voru þar mjög góðir
kennarar.
Í seinni hluta greinar Braga ræðir
hann um listina frá upphafi og eðli
hennar. Nemandi í myndlist frá
æsku, fyrst í heimahúsum og síðan
hjá mörgum góðum kennurum, en
sem málar enn eins og pabbi kenndi
honum, hefur óhjákvæmilega velt því
fyrir sér hvað valdi áráttu sinni. Hug-
leiðingar Braga eru áhugaverðar og
hér með þakkað fyrir góða grein.
Listin og skólarnir
Helgi Jónsson
List
Hugleiðingar Braga,
segir Helgi Jónsson,
eru áhugaverðar.
Höfundur er eldri borgari og nemi í
myndlist.
Aðalfundur Máka hf.
verður haldinn föstudaginn 21. júní 2001
kl. 14.30 í eldisstöð MÁKA hf. í Fljótum.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins og hlutafélagalögum.
2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins að
auka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir
kr. Ennfremur að stjórn félagsins verði falið
að ákvarða útboðsgengi hinna nýju hluta.
3. Önnur mál sem kunna að verða fram borin.
Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins
ásamt ársreikningi munu liggja fyrir á skrifstofu
félagsins, Freyjugötu 9, Sauðárkróki.
Stjórn Máka hf.,
Sauðárkróki.Hafnarfjörður
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna og sjálfstæðisfélögin
í Hafnarfirði
Fundur — vorhátíð
Í lok vetrarstarfsins boðar full-
trúaráð sjálfstæðisfélaganna
ásamt sjálfstæðisfélögunum
FRAM, VORBOÐA, ÞÓR og
STEFNI, til sameiginlegs fund-
ar — vorhátíðar í TURNINUM,
Fjarðargötu 13—15, 7. hæð,
gengið inn frá Linnetsstíg,
fimmtudaginn 7. júní nk.
kl. 18.00.
Árni M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra, ræðir
landsmálin.
Magnús Gunnarsson,
bæjarstjóri, ræðir bæjarmálefni.
Haraldur Ólason
kynnir undirbúning að komandi
sveitarstjórnarkosningum vorið
2002.
Fundarstjóri
Valgerður Sigurðardóttir.
Í lok fundarins verður mexíkóskt
hlaðborð fyrir 1.900 kr. á mann.
Þá verður slegið á létta vorhá-
tíðarstrengi.
Sjálfstæðisfólk, mætum öll og
eigum saman ánægjulega
kvöldstund fyrir sumarfrí.
Undirbúningsnefndin.
Aðalfundur
Aðalfundur Þorgeirs & Ellerts hf. verður haldinn
föstudaginn 15. júní 2001 klukkan 17.30 á skrif-
stofu félagsins í Bakkatúni 26, Akranesi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
14. grein samþykkta félagsins.
2. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félags-
ins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Stjórn Þorgeirs & Ellerts hf.
STYRKIR
Til allra jazzleikara á
Íslandi!
Jazzhátíð Reykjavíkur 2001 auglýsir eftir um-
sóknum um styrki frá íslenskum jazzleikurnum
til tónlistarflutnings á hátíðinni sem verður
haldin 5.—9. september nk. Alls er fyrirhugað
að veita styrki að upphæð allt að 1 milljón ef
umsóknir leyfa.
Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu FÍH að Rauðagerði 27. Einnig er hægt
að sækja Word skjal til útfyllingar af vefsíðu
hátíðarinnar, sem síðan er hægt að senda sem
viðhengi með tölvupósti, með símbréfi eða
almennum pósti. Eingöngu verður valið úr um-
sóknum sem berast á til þess gerðum eyðu-
blöðum.
Skilafrestur umsókna er til kl. 17 þriðju-
daginn 19. júní nk.
Stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur
Pósthólf 8955, 128 Reykjavík
Sími 862 1402. Fax +1 603 843 6300.
Netfang: Festival@ReykjavikJazz.com
Veffang: http://www.ReykjavikJazz.com
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Íbúð til leigu í Barcelona
3ja herb. falleg íbúð á einum besta stað í
Barcelona til leigu í júlí. Stórar svalir — gasgrill
— nettenging. Verð 100.000.
Upplýsingar gefur Iðunn í netfangi: ijonsdott-
ir@iese.edu .
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Vandað leiguhúsnæði
óskast
Óskum eftir rúmgóðu húsnæði, helst í sér-
býli, fyrir miðaldra hjón með tvö börn á skól-
aaldri. Um er að ræða reyklausa og reglusama
fjölskyldu sem leitar eftir vönduðu og rúmgóðu
húsnæði til eins eða tveggja ára. Upplýsingar
í síma 561 2428 eða netfang
hollrad@hollrad.is .
VEIÐI
Laxveiðileyfi
Til sölu laxveiðileyfi í Álftá á Mýrum og
Brennu, ármót Þverrár og Hvítár, í Borgarfirði.
Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson í síma
568 1200 alla virka daga frá kl. 8—18.
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12.Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Upphafsorð: Arna Ingólfsdóttir.
Bandaríkjamaðurinn Dan
Baumann, sem verið hefur
kristniboði í Afganistan og Íran
segir frá starfi sínu og flytur hug-
leiðingu.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.sik.is .
6. júní. Skógræktarferð í
Heiðmörk. Fararstjóri er Eiríkur
Þormóðsson. Brottför frá BSÍ kl.
20:00 og komið við í Mörkinni 6.
Allir velkomnir.
9. júní laugardagur. Esjudag-
ur. Minnum á hinn árlega Esju-
dag Spron og F.Í. Gönguferðir
yfir Esjuna, um Esjuhlíðar og um
skógræktina að Mógilsá. Ath.
breytt dagsetning.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R