Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 51
mörku ólöstuðum. Sænskan átti eft-
ir að verða honum enn tungutamari
með árunum, enda átti hann mikil
og góð viðskipti við sænsk fyrirtæki
um árabil.
Þessi ferð hafði verið ákveðin
strax í fimmta bekk og hófst und-
irbúningur og fjársöfnun þá þegar,
var víða borið niður í því efni, sem
of langt yrði að telja; árangur var
líka góður. Við undirbúning ferðar-
innar sjálfrar nutum við velvilja og
ómetanlegrar aðstoðar Vilhjálms Þ.
Gíslasonar skólastjóra. Um margra
ára skeið hafði hann verið í forystu-
sveit Norrænu félaganna og hafði
sem slíkur eignast marga góða vini
á hinum Norðurlöndunum. Við nut-
um þessa góða sambands hans í rík-
um mæli.
Lagt var uppí þessa ævintýraferð
með Drottningunni sólbjartan júní-
dag 1949. Með þessari ferð skipsins
var einnig í för hópur skátastúlkna
á leið á skátamót í Finnlandi. Þar
kynntist Ágúst fallegri ungri stúlku
Árnheiði Guðmundsdóttur og varð
úr þeim kynnum langt og farsælt
hjónaband. Árnheiður lést 1986.
Þau eignuðust þrjú börn: Oddný
verkfræðingur, gift Hermanni
Þórðarsyni verkfræðingi, Guð-
mundur verkfræðingur, kvæntur
Magneu Sverrisdóttur leikskóla-
kennara og Ágúst Friðrik verk-
fræðingur, kvæntur séra Guðnýju
Hallgrímsdóttur.
Stærðfræði var uppáhaldsgrein
Ágústar, en þó valdi hann að innrit-
ast í lagadeild Háskóla Íslands að
stúdentsprófi loknu og stundaði þau
fræði í tvö ár, en þá hætti hann,
enda byrjaður að starfa af kappi að
eigin atvinnurekstri. 1950 stofnaði
hann Landleiðir hf. ásamt nokkrum
frændum og vinum og sömuleiðis
Ísarn hf. 1954 og var hann fram-
kvæmdastjóri þeirra fyrirtækja
beggja. Hann var framkvæmda-
stjóri Reykjavíkursýningarinnar
1961. Í tengslum við atvinnurekst-
urinn var Ágúst kjörinn til starfa í
ýmsum nefndum, ráðum og stofn-
unum. Hann var um skeið í fram-
kvæmdastjórn Vinnuveitendasam-
bands Íslands og fulltrúi þess í
endurhæfingarráði, varaformaður
Sambands málm- og skipasmiða, í
skipulagsnefnd fólksflutninga, for-
maður stjórnar Bifreiðastöðvar Ís-
lands (BSÍ) til langs tíma og for-
maður félags sérleyfishafa, í
Ferðamálaráði, í stjórn Ferðamála-
sjóðs o.fl. Sótti Ágúst allar ferða-
málaráðstefnur innan lands og
stýrði þeim lengst af. Ágúst var
einn af stofnendum veitingahússins
Nausts og rafverktakafyrirtækisins
Rönning hf. seinna Ljósvirkis hf. og
sat þar í stjórn.
Ágúst bar hag og velferð Sjálf-
stæðisflokksins mjög fyrir brjósti
og var ætíð boðinn og búinn til
starfa þegar þess þurfti með. Hann
var um skeið í stjórn Heimdallar, í
stjórn Varðar og stjórn fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna og rækti þessi
áhugamál sín af sömu einlægni og
atorku sem önnur störf. Í þessu
samhengi er vert að minnast á sam-
starf og vináttu Ágústar og Eyjólfs
Konráðs Jónssonar alþingismanns,
sem var mjög náið alla tíð.
Ágúst var hugsjónamaður um
einkarekstur atvinnufyrirtækja og
veitti ekki af að einhverjir tækju
þar um einarða afstöðu á þeim tím-
um þegar krumlur ríkisvaldsins
læstu sig um nánast allt efnhagslíf
þjóðarinnar, ýmis með beinni þátt-
töku í atvinnurekstri eða stýringu
byggðri á þokukenndri styrkja-
stefnu og einkaleyfum. Ekki var at-
vinnurekstur sveitarfélaga honum
heldur að öllu leyti skapfelldur og
barðist hann í áratugi við að reka
strætisvagna á hluta höfuðborgar-
svæðisins, án styrkja, af hugsjón
einni saman. Afleiðingin var sú, að
hann hlaut að lúta í lægra haldi að
lokum og má fullyrða að sú saga sé
ekki þeim sveitarfélögum til sóma
sem þar áttu hlut að máli.
Ágúst var maður vinsæll og vel
látinn, bæði í hópi bekkjafélaga og
hinna mörgu annarra er af honum
höfðu kynni, enda var maðurinn
óáleitinn, greiðvikinn og jafnan
tilbúinn að rétta fram hjálparhönd.
Síðustu árin var sambýliskona hans
Sigurlaug Magnúsdóttir. Um leið
og við og önnur bekkjasystkini
sendum afkomendum Ágústar inni-
legustu samúðarkveðjur óskum við
þeim blessunar Guðs.
Halldór S. Gröndal, Helgi
Ólafsson, Már Elísson.
Ágúst Hafberg, vinur minn og
samherji í ferðamálum til margra
ára, er látinn. Því miður á ég þess
ekki kost að fylgja honum síðasta
spölinn, en hugurinn reikar með lín-
um þessum til þeirra mörgu
ánægjustunda sem við áttum sam-
an.
Flestar þessara samverustunda
tengdust störfum okkar að íslensk-
um ferðamálum á einn eða annan
hátt. Ágúst var einn af frumherjum
atvinnugreinarinnar hér á landi og
tók sæti í Ferðamálaráði Íslands
þegar sú stofnun tók til starfa árið
1964, sem fulltrúi Félags sérleyfis-
hafa. Þekking hans á ferðaleiðum
um Ísland var einstök, enda hafði
hann víða farið og ekið flesta þjóð-
vegi og fjallaleiðir sjálfur. Við félag-
ar hans í Ferðamálaráði nutum
góðs af. Flestir þeirra eru nú horfn-
ir yfir móðuna miklu en við sem eft-
ir sitjum hugsum til þeirra með
þakklæti og eftirsjá.
Auk þess að eiga sæti í Ferða-
málaráði um áratuga skeið var hann
tilnefndur sem fulltrúi ráðsins í
Ferðamálasjóði og nýttist þekking
hans vel við störf fyrir þann sjóð.
Eitt fyrsta verk Ferðamálaráðs var
að stofna til svonefndra Ferðamála-
ráðstefna og var Ágúst sjálfkjörinn
fundarstjóri á þeim samkomum. Á
stundum kastaðist í kekki á þeim
ráðstefnum þegar hart var deilt um
hvert stefna skyldi í þessari ungu
atvinnugrein. Hvað mest var tekist
á um vernd náttúru landsins, þó svo
enginn hafi á þeim árum gert ráð
fyrir þeirri öru fjölgun ferðamanna
sem síðar varð, hvað þá nútíma spá-
dómum um eina milljón ferðamanna
árlega. Í öllum tilfellum bar Ágúst
sáttarorð milli deiluaðila, enda vildi
ekki nokkur maður eiga í útistöðum
við drengskaparmanninn Ágúst
Hafberg.
Á yngri árum var Ágúst frækinn
fimleikamaður og bar hann merki
þess alla ævi að hafa iðkað þá íþrótt,
léttur og kvikur bæði á líkama og
sál. Gamli málshátturinn, „Heil-
brigð sál í hraustum líkama“ var að-
alsmerki hans. Far þú nú vel, gamli
vinur og félagi, og berðu góðar
kveðjur. Þín mörgu ráð og heilræði
eru geymd en ekki gleymd.
Ég votta fjölskyldu Ágústar Haf-
berg samúðar- og virðingarkveðjur
frá okkur Ragnheiði.
Birgir Þorgilsson.
Deyr fé
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Mikið er lífið undarlegt. Þegar
náttúran er að vakna af vetrar-
dvala, gróðurinn að klæðast græn-
um sumarskrúða sínum og fuglar
himinsins að huga að viðhaldi lífsins
eru vinir okkar og fyrirmyndir að
kveðja og koma aldrei aftur.
Ágúst Hafberg, vinur og fyrir-
mynd er fallinn til foldar. Í hugann
koma ótal myndir, minningabrot og
atvik á langri samleið. Það er svo
ótal margs að minnast en upphafið
að kynnum okkar kemur fyrst í
huga.
Það var á fyrstu háskólaárum
mínum að einn af lektorum deild-
arinnar kom að máli við mig og
spurði hvort ég hefði áhuga á að
spjalla við nokkra „rútukarla“ í
Umferðarmiðstöðinni um starf við
ferðaþjónustu og fólksflutninga
með sérleyfisbílum um land allt.
Með hálfum huga fór ég til fundar
við Kristjón Kristjónsson þáver-
andi framkvæmdarstjóra BSÍ og
Ágúst Hafberg formann Félags
sérleyfishafa. Með skeleggri fram-
göngu, þolinmóðri uppfræðslu og
ágengum sannfæringarkrafti átti
Ágúst auðvelt að telja mig á að
koma til starfa hjá sérleyfishöfum.
Og þar með var framtíð mín ráðin
til margra ára.
Framtíð sem bar í skauti sér
marga baráttuna fyrir hagsmunum
og tilvist sérleyfishafa bæði meðal
þeirra sjálfra, í stofnunum og
félagasamtökum, í ráðuneytum og á
Alþingi, úti á samkeppnismarkaði
um hylli almennings bæði hér inn-
anlands og erlendis. Alla tíð og allt-
af var Ágúst Hafberg fremstur í
flokki í þessari stöðugri baráttu.
Hann var foringinn og leiðtoginn og
sá öldubrjótur sem brotnaði á. En
uppréttur stóð hann, fullur bjart-
sýni og eldmóði sem smitaði út frá
sér og knúði okkur hina til dáða og
afreka. Allt fyrir sérleyfishafa og
almenningssamgöngur í landinu
það var hans „móttó“.
Mér koma oft í huga orð Johns F.
Kennedys Bandaríkjaforseta þegar
ég hugsa um óþreytandi baráttu
Ágústar fyrir framgangi sérleyfis-
aksturs á Íslandi. Orð Kennedys
voru: „Spurðu ekki hvað þjóðin get-
ur gert fyrir þig, heldur hvað þú
getur gert fyrir þjóðina.“ Ágúst
spurði aldrei „hvað ber mitt fyrir-
tæki úr býtum“ í hagsmunabaráttu
sérleyfishafa, heldur „hverju skilar
hagsmunabaráttan öllum sérleyfis-
höfum sem heild.“ Þannig maður
var Ágúst Hafberg. Þó hann raðaði
sér í þann stjórnmálaflokk sem
heldur fram einstaklingsfrelsi og
þeirri hugsjón, að barátta einstak-
lingsins eigi að skila ávöxtun og arði
í þeirra garð voru það hagsmunir
heildarinnar sem Ágúst Hafberg
barðist fyrir þegar að sérleyfishöf-
um kom. Hvort sem um var að ræða
kaup sérleyfishafa á Umferðarmið-
stöðinni af ríkinu, stofnsetningu
Ferðaskrifstofu BSÍ, málefni innan
Skipulagsnefndar fólksflutninga
eða Félags sérleyfishafa eða á nor-
rænum fundum sérleyfishafa er-
lendis þá voru það hagsmunir heild-
arinnar sem voru ofar öllu.
Mér er minnisstætt í einni af
þeim ótal ferðum sem við fórum í
ráðuneytið til að ýta á og tala fyrir
lagabót eða reglugerðasmíð í ein-
hverju hagsmunamáli sérleyfishafa,
að ráðuneytisstjórinn stóð upp eftir
erfiðan fund og átakamikinn,
þurrkaði sér um ennið og sagði við
mig á leiðinni út. „Það má með
sanni segja að Ágúst Hafberg er
harður í horn að taka en aldrei lýg-
ur hann að okkur. Það er ánægju-
legt að eiga samskipti við slíka
menn.“ Hér var Ágústi Hafberg
rétt lýst. Hann var harður og mikill
baráttumaður en hann var alla tíð
sanngjarn og réttsýnn. Hve oft
sagði hann ekki við mig „að ljúga
gefur aðeins stundarfrið, í hags-
munabaráttu ert þú að byggja til
framtíðar.“ En einn ókost átti
Ágúst Hafberg. Stundvísi var ekki
til í hans orðabók. Framan af var
það viðtekin venja að fundum seink-
aði æði oft vegna þess að Ágúst kom
ætíð á síðustu stundu, nokkuð seinn
fyrir og afsakaði sig alltaf með
sömu orðunum „mér seinkaði að-
eins.“ En krókur kemur á móti
bragði.
Hafandi lært inn á foringjann var
það viðtekin venja að boða alla aðra
fundarmenn korteri seinna en
Ágúst Hafberg og alltaf var Ágúst
jafn undrandi eftir þetta hve stund-
víslega hann mætti á fund með sér-
leyfishöfum.
Nú er foringi okkar fallinn og það
er skarð fyrir skildi.
Ég votta aðstandendum Ágústar
Hafberg mína dýpstu samúð. Minn-
ing um góðan dreng lifir með okkur
um ókomna tíð.
Gunnar Sveinsson.
Í dag er til grafar borinn góður
félagi, sem mig langar að minnast
þótt í litlu sé.
Kynni okkar stafa af setu hans
sem stjórnarmanns í Ferðamála-
sjóði árin 1986 til 1999.
Þar störfuðum við saman, hann
sem aðalmaður í stjórn samfellt í
þrjú tímabil og ári betur, á meðan
aðrir stjórnarmenn komu og fóru.
Það var mikilvægt að njóta reynslu
hans og þekkingar í þessari grein,
þegar maður var að byrja að fóta
sig á slóðum íslenskra ferðamála.
Vegna starfa sinna í rútugeiranum,
var hann fulltrúi þeirrar greinar í
Ferðamálaráði frá upphafi þess.
Hann var annar tveggja fulltrúa
ráðsins í stjórn Ferðamálasjóðs.
Vegna þess hve fær hann var við
hvers kyns félagsstörf, valdist hann
til að stýra flestum ferðamálaráð-
stefnum sem haldnar voru í hans tíð
þar.
Hann kom þó víðar við í þessum
geira, var þannig einn af stofnend-
um Veitingahússins Nausts á sínum
tíma, en sá staður ruddi ýmsum
nýjungum braut í veitingarekstri,
s.s. þorraveislunum.
Við stjórnarstörf í Ferðamála-
sjóði nutum við þekkingar hans á
hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins,
sem hann hafði komið að. Hann var
óþrjótandi sögubrunnur um hvers
kyns menn og málefni, sem oftast
varðaði það sem til skoðunar var á
hverjum tíma.
Við tókum þann sið upp að fara í
stuttar kynnisferðir út á land til að
kynna okkur það sem var á seyði á
hverjum tíma, gjarna eina eða tvær
dagsferðir og eina gistiferð á ári
hverju. Þessar ferðir eru allar eft-
irminnilegar, hver á sinn hátt, og
mikið tilhlökkunarefni hverju sinni.
Úthald hans í þessum ferðum, sem
víst voru ærið stífar á köflum, var
með ólíkindum, svo að yngri menn
báðust stundum vægðar. Þannig
misstum við til dæmis af því að
komast yfir á Ingjaldssand sumarið
1995, þótt báða langaði.
Það var ekki síst hið glaðværa fas
hans sem gerði návist hans þægi-
lega. Eftir að hann hætti setu í
stjórn sjóðsins, tók sú fráfarandi
stjórn upp þann sið að hittast ár-
lega á eigin reikning við jólahlað-
borð til að rifja upp minningar og
njóta návistar.
Á þeim tíma sem við Ágúst störf-
uðum saman urðu mikil stakka-
skipti á högum hans.
Þar ber fyrst að nefna fráfall eig-
inkonu hans, sem lést úr krabba-
meini á skömmum tíma. Þau höfðu
verið ákaflega samhent, höfðu yndi
af hvers kyns útivist, og komu upp
þremur mannvænlegum börnum og
glæsilegu heimili. Sjálfur fékk hann
sama sjúkdóm, lagðist inn á spítala
upp úr ferðamálaráðstefnu á
Reykjanesi 1996, þar sem meinið
greindist. Baráttuþrek hans var
mikið. Síðustu ár hefur sambýlis-
kona hans, Sigurlaug Magnúsdótt-
ir, verið honum stoð og styrkur í
veikindum hans.
Ég votta henni og börnum hans
innilega samúð mína.
Snorri Tómasson.
Elskulegur tengdafaðir minn
Ágúst Stefán Gunnar Hafberg er
látinn. Nú þegar komið er að
kveðjustund langar mig í örfáum
orðum að þakka honum góð kynni.
Ég var það lánsöm að fá að njóta
samvista við hann síðastliðin átján
ár eða allt frá því að ég ung stúlka,
nýlaus við spangir, kom inn í fjöl-
skylduna sem kærasta yngri sonar
hans og nafna Ágústar Friðriks.
Það var ekki laust við að þeim hjón-
um þætti sonurinn heldur fljótur á
sér í ástarmálunum, en með okkur
tókst fljótt góður vinskapur sem
hélst á meðan þau hjón lifðu.
Tengdamóðir mín, Árnheiður
Guðný eða Bibba, eins og hún var
ávallt kölluð, lést eftir erfiða sjúk-
dómslegu í nóvember árið 1986.
Gústi, eins og hann var kallaður,
var hvers manns hugljúfi. Hann var
vinnusamur og greiðvikinn með ein-
dæmum. Hann tók sér sjaldan frí
frá verkum sínum og það var sama
hvaða greiða hann var beðinn um,
alltaf var hann tilbúinn að rétta
fólki hjálparhönd. Aka því hingað
og þangað eða aðstoða á einn eða
annan hátt.
Á kosningadögum var Gústi í ess-
inu sínu. Þá hittust þeir trúbræður
hans í stjórnmálunum, skipulögðu
hringingar, vinnu og akstur fyrir
aldraða að kjörstöðum og heim aft-
ur. Var mikið um að vera þessa
daga og Gústi yngdist um mörg ár,
fylltist gamla fítonskraftinum og
vann með gleði fyrir flokkinn sinn.
Síðan var setið við sjónvarpið, spáð
í tölur og ekki staðið upp fyrr en úr-
slit voru kunn.
Margs er að minnast frá liðnum
árum. Ég minnist stundanna við
kvöldfréttir sjónvarpsins, þar sem
tengdapabbi fékk sér lúrinn sinn.
Þá gekk höfuðið aftur á bak með
rykkjum. Eftir lúrinn voru gleraug-
un tekin niður og augun núin svo að
mesta furða var að þau héldust enn
á sínum stað. Svo var haldið áfram
að sýsla langt fram á nótt. Hvort
heldur það var í bakinnganginum,
við straubrettið eða úti í garði. Ég
minnist lakkríslengja og síríus-
súkkulaðis. Ég minnist glerburðar
þegar skipt var út tómum kassa af
kóki fyrir fullan. Ég minnist heim-
komu hans frá Svíþjóð eða Finn-
landi, fullum töskum af gjöfum og
súkkulaði. Ég minnist kvöldstunda
þar sem sagðar voru sögur af mæt-
um mönnum. Ýtarlegar sögur, þar
sem ekkert smáatriði var skilið eft-
ir, sögur sem sagðar voru aftur og
aftur af mikilli nákvæmni. Ég minn-
ist mjólkurglasa (í miklum mæli) og
kexpakka eða hjónabandssælu. Ég
minnist bílskúrsins góða þar sem
allt var geymt og engu mátti henda.
Ég minnist kartöflugarðsins, gróð-
ursetningar og uppskeru, þar sem
hver kartafla var þvegin, þurrkuð
og flokkuð. Ég minnist manns sem
ekki kvartaði þó sitt hvað gengi á í
lífi og starfi. Ég þakka það allt,
þakka samferð alla og óska honum
góðrar ferðar til nýrra heimkynna.
Megi hann og Bibba leiðast saman
út í hið eilífa vor, vor sem vonandi
bíður okkar hinna sem kveðjum
góðan mann með söknuð í hjarta.
Guð blessi minnningu Ágústar S.G.
Hafberg.
Þín tengdadóttir,
Guðný Hallgrímsdóttir.
Kveðja frá
Ferðamálaráði Íslands
Þegar Ferðamálaráð Íslands tók
til starfa árið 1964 voru sjö aðilar
skipaðir í ráðið.
Það skipti ferðaþjónustuna á Ís-
landi miklu máli hverjir veldust til
að taka þar sæti og vinna að stefnu-
mörkun þeirrar atvinnugreinar,
sem enn var að slíta barnsskónum
hér á landi.
Það var okkur mikið lán, að í upp-
hafi skyldu koma að því borði að-
ilar, sem höfðu þann metnað sem
var nauðsynlegur til að gera veg
þessarar atvinnugreinar sem mest-
an, og höfðu auk þess þá þekkingu
og reynslu sem þurfti til að stjórna
uppbyggingu hennar.
Ágúst Hafberg var einn þessara
sjömenninga og átti sæti í Ferða-
málaráði Íslands frá upphafi 1964
og óslitið í 33 ár til ársins 1997.
Enginn hefur setið svo lengi í
ráðinu.
Auk þess var Ágúst tilnefndur af
Ferðamálaráði til að taka sæti í
stjórn Ferðamálasjóðs í 16 ár sam-
fellt.
Þá stjórnaði hann frá upphafi og í
áratugi ferðamálaráðstefnum ráðs-
ins, sem voru nokkurs konar árs-
þing greinarinnar.
Ágúst Hafberg var þannig valinn
til fjölda ábyrgðarstarfa innan
ferðaþjónustunnar og kom mjög
víða að ákvarðanatöku.
Hann hafði einstaka þekkingu á
uppbyggingu ferðaþjónustu hér á
landi.
Á 30 ára afmæli Ferðamálaráðs
1994 var Ágúst fenginn til að horfa
yfir liðin ár og segja okkur frá upp-
hafinu og hvernig mál hefðu þróast.
Það var okkur mjög fróðlegt að fá
að hlýða á hann lýsa þessum ára-
tugum, mönnum, málefnum og í
reynd uppbyggingu íslenskrar
ferðaþjónustu í hálfa öld.
Ágúst var mjög virkur í starfi
Ferðamálaráðs og ávallt sívakandi
fyrir því hvað gæti orðið okkur til
góðs í framþróun greinarinnar.
Íslensk ferðaþjónusta hefur
byggst á þeim grunni sem Ágúst
Hafberg og aðrir frumherjar grein-
arinnar lögðu og mun lengi njóta
starfa þeirra.
Ferðamálaráð Íslands þakkar
Ágústi Hafberg fyrir hans stóra
framlag í þróun íslenskrar ferða-
þjónustu og vottar aðstandendum
innilega samúð.
Magnús Oddsson.
Fleiri minningargreinar
um Ágúst Hafberg bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.