Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 76
STÆRÐ þorskstofnsins hefur verið ofmetin um 289 þúsund tonn að því er fram kemur í skýrslu, sem Hafrann- sóknastofnun kynnti í gær um nytja- stofna í sjó, og verður kvóti næsta fiskiveiðiárs 190 þúsund tonn sam- kvæmt reglugerð sjávarútvegsráð- herra um leyfilegan heildarafla á fisk- veiðiárinu 2001/2002 sem tekur gildi 1. september næstkomandi en hefði verið 155 þúsund tonn ef aflareglu hefði ekki verið breytt á síðasta ári. Verður um að ræða 5,3% samdrátt í þorskígildum talið frá yfirstandandi fiskveiðiári en um 4% samdrátt ef miðað er við útflutningsverðmæti. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sagði á blaðamannafundi í gær að talið væri að tekjutap þjóðarbúsins vegna þessa næmi tæplega þremur milljörðum króna, eða 0,4% þjóðar- framleiðslunnar. Í kjölfar kynningar Hafrannsókna- stofnunar á skýrslu um nytjastofna sjávar árið 2000/2001 og aflahorfur fiskveiðiárið 2001/2002 greindi sjávar- útvegsráðherra frá reglugerð um leyfilegan heildarafla 2001/2002. Samkvæmt henni má veiða 190.000 tonn af þorski samanborið við 220.000 tonn á líðandi fiskveiðiári, miðað við aflareglu án sveiflujöfnunar en með svokölluðu gólfi hefði leyfilegur þorskafli orðið 155.000 tonn en án þess enn lægri. Í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar kemur fram að verði aflamarkið ákveðið 190.000 tonn kunni það að leiða til of mikillar sókn- ar í uppvaxandi árganga, tíðra svæða- lokana vegna smáfisks í afla og óæski- legrar aukinnar sóknar í eldri fisk. Leyfilegur heildarafli í ýsu verður 30.000 tonn eins og í ufsa og er afla- markið óbreytt frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að heildarafli loðnu verði 1.050.000 lestir á fiskveiðiárinu og þar af komi um 850.000 lestir í hlut Ís- lands. Aflareglu er beitt varðandi þorsk, síld og loðnu en leyfilegt verð- ur að veiða 125.000 tonn af íslensku sumargotssíldinni sem er 15.000 tonna aukning. Engin ákvörðun hefur verið tekin um afla á kolmunna á næsta ári en Alþjóðahafrannsókna- ráðið leggur til að þá verði engar veið- ar leyfðar hafi veiðiþjóðirnar ekki komið sér saman um nýtingu stofns- ins sem er stórlega ofnýttur. Árni M. Mathiesen segir að um talsverðan samdrátt sé að ræða, eink- um í þorski, en um aukningu sé að ræða í öðrum tegundum og vegi hún samdráttinn upp að hluta. Staða Þorskstofninn ofmetinn um 50% samkvæmt skýrslu Hafrannsóknastofnunar Kvóti næsta fiskveiðiárs verður 190 þúsund tonn Morgunblaðið/Jim Smart Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnir reglugerð um heildar- aflamark á næsta fiskveiðiári á blaðamannafundi í gær. greinarinnar sé líka betri hvað varðar verðlag á mörkuðum í ár miðað við fyrstu fjóra mánuði síðasta árs og sjávarútvegurinn eigi að geta skilað því sem gert var ráð fyrir að hann skilaði í þjóðarbúið í fyrra. Gengis- lækkun krónunnar hafi líka styrkt rekstrarstöðu fyrirtækjanna og ætti að auka framlegð þeirra á næstu mánuðum. „Vonbrigðin eru heilmikil með þorskinn,“ segir hann, „en þótt þetta séu ekki góð tíðindi varðandi magnið er verðið hagstætt.“ Veiðarnar ekki sjálf- bærar síðustu 40 árin Í úttekt Hafrannsóknastofnunar árið 2000 var veiðistofn áætlaður 866 þús. tonn við upphaf árs 2001 en hrygningarstofn um 430 þús. tonn. Á árinu 2000 var stofninn í ársbyrjun 2001 því ofmetinn um 289 þúsund tonn eða um 50%. Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar, segir að ofmat á stofnstærð þorsks undanfarin ár skýri stöðuna að hluta en aðrir hlutir eins og t.d. veiðiálag hafi líka sitt að segja. „Allt frá 1960 getum við talað um að veiðarnar hafi að öllu jöfnu ekki verið sjálfbærar,“ segir hann. „Sóknin síðastliðna hálfa öld hefur verið allt of mikil.“  Veiðin ekki/38  Þorskstofninn ofmetinn/38  Krónan veikist/22  Almenn vonbrigði/24 Án breyttrar aflareglu hefði aflamark verið 155 þúsund tonn Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn SHS í sérstökum eiturefnabúningum hreinsuðu gáminn eftir að Helgafell lagðist að bryggju í gær. Efnið sem lak úr gáminum er stór- hættulegt, bæði við innöndun og komist það í snertingu við húð. LEKI kom að gámi með eiturefni í flutningaskipi Samskipa, Helgafelli, þegar það lagðist að Vogabakka í Reykjavík síðdegis í gær. Slökkviliðs- menn í eiturefnabúningum opnuðu gáminn og kom þá í ljós að ætandi sýra, svokölluð tríklórsýruupplausn, hafði lekið úr gáminum. Engin slys urðu á fólki en sýran er stórhættuleg við innöndun og komist hún í snert- ingu við húð. Þorsteinn Karlsson, sem sér um mengunarmál og eiturefni hjá slökkviliðinu, sagði að ein tunnan í gáminum hefði oltið um koll og að lek- ið hefði með tappanum. „Þetta var ekki mikið magn. Slökkviliðsmenn- irnir reistu tunnuna við og notuðu sérstakt uppsogsefni til að ná því og moka því í tunnur. Síðan verður farið með þetta í förgun hjá Sorpu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að nokkur önnur efni hefðu verið í þessum gámi, m.a. freon sem notað er á kælikerfi og fleira, en efnið var flutt inn fyrir vél- smiðjuna Héðin sem notar það í járn- bræðslu. Samskip tilkynnti slökkviliðinu um hádegisbil í gær að Helgafell væri að koma að landi með gám sem í væru eiturefni og hann væri farinn að leka. Samkvæmt upplýsingum úr farmskrá innihélt gámurinn m.a. nokkur mjög hættuleg efni og því gerði slökkviliðið viðeigandi ráðstaf- anir þar sem búist var við hinu versta. Lögreglan lokaði hafnarsvæðinu meðan á aðgerðunum stóð og sendi m.a. starfsmenn í vöruhúsi BYKO heim en vöruhúsið er skammt frá þeim stað sem eiturefnagáminum var komið fyrir á eftir uppskipunina. Hættuleg sýra lak úr gámi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að steinbít- ur yrði utan kvóta næsta fisk- veiðiár en Hafrannsóknastofn- un lagði til að hámarksaflinn yrði 13.000 tonn eins og á líð- andi fiskveiðiári. Steinbítur hefur verið í kvóta aflamarksskipa undanfarin ár. jafnframt ákvað ráðherra að keila og langa skyldu vera utan kvóta þrátt fyrir ráðleggingar vísindamanna um hámarksafla. Smábátar á þorskaflahámarki hafa hins vegar getað sótt ótak- markað í hann og verður svo áfram á næsta ári en nú verður öll sókn í steinbítinn frjáls. Sjávarútvegsráðherra segir að vísbendingar séu um góða nýliðun steinbítsstofnsins á komandi árum og því hafi hann tekið þessa ákvörðun. Enn fremur hafi sókn krókabáta í steinbít verið frjáls en afla- marksbátar ekki veitt úthlutað aflamark. Ætla megi að 1.700 tonn af þeim steinbít sem Haf- rannsóknastofnun telji óhætt að veiða á næsta fiskveiðiári hefði ekki náðst ef sókn smá- báta í hann hefði verið tak- mörkuð. Með þessu sé komið til móts við hagsmuni hinna dreifðu byggða landsins. Stein- bítur utan kvóta JAPANSKA skemmtiferðaskipið Nippon Maru kemur til Reykjavíkur í dag klukkan níu. Þetta er í fyrsta sinn sem japanskt skemmtiferðaskip kem- ur hingað til lands, að sögn Margrétar Benediktsdóttur hjá innanlandsdeild Samvinnuferða-Landsýnar. Skipið er í heimsreisu og siglir hingað frá Bergen í Noregi eftir að hafa siglt til Eystrasalts- og Norður- landanna. Farþegar skipsins eru 320 og munu þeir fara í ýmiss konar skoð- unarferðir á meðan þeir dvelja hér á landi, m.a í Bláa lónið og skoða Gull- foss og Geysi og fara út að borða í höf- uðborginni. Áhöfn skipsins er um 150 manns. Skipið heldur áleiðis til Kan- ada klukkan 18 í kvöld. Japanskt skemmti- ferðaskip á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.