Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UPPGREFTRI fornleifa í Aðalstræti er nú lokið en rætt hefur verið um að gera minj- arnar sýnilegar í kjallara hót- els sem mun rísa á horni Að- alstrætis og Túngötu. Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og bygginganefnd- ar, segir tillögurnar hafa ver- ið ræddar í borgarstjórn í fyrradag. Þeim hafi verið vel tekið og ekkert til fyrirstöðu að hefja viðræður við þá sem standa að framkvæmdum við hótelbygginguna. „Þetta mun að öllum líkind- um kosta mikla fjármuni og það á eftir að ræða hvernig verður staðið að þessu fjár- hagslega,“ segir Árni. Framkvæmdirnar flóknar Hann segir framkvæmd- irnar flóknar þar sem minj- arnar séu undir sjávarmáli og sjávarfalla geti gætt. Auk þess liggi ekki fyrir endan- legt deiliskipulag fyrir Grjótaþorp. Hann á von á að borgaryfirvöld muni hefja viðræður við framkvæmdar- aðila um framhaldið. Innrétt- ingarnar hf., sem eru í eigu Þyrpingar og Minjaverndar, standa að hótelframkvæmd- unum. Að sögn Mjallar Snæsdótt- ur fornleifafræðings er óvenjulegt við skálann hið óvenjustóra og vandaða eld- stæði, sem er meira en fjórir metrar á lengd, bakdyrainn- gangur í suðvesturhorni og steinhleðslur í veggjum en hús af þessari gerð eru yfir- leitt hlaðin úr torfi eingöngu. Tvær rostungstennur á gólfi skálans Ýmsir gripir hafa komið í ljós við uppgröftinn, þar á meðal rónaglar, snældusnúð- ar og pottbrot úr tálgusteini, hnífar, met, sörvistölur og brýni. Hlutir úr steini og járni eru langalgengastir en að sögn Mjallar er mjög sjaldgæft að finna heillega hluti úr tré frá þessum tíma. Athygli vekja tvær heilar rostungstennur sem fundust á gólfi rústanna. Uppgröfturinn í Aðalstræti hefur staðið frá því um miðj- an janúar á þessu ári. Reykja- víkurborg stendur að rann- sókninni en Árbæjarsafn sér um hana fyrir hönd borgar- innar. Verkið sjálft er í hönd- um Fornleifastofnunar Ís- lands. Skálinn sem grafinn var upp er talinn vera frá fyrri hluta 10. aldar. Hann er 16,8 metrar á lengd og 5,8 metra breiður. Rústirnar eru með hefðbundnu víkingaald- arlagi; sveigðum langveggj- um, langeldi á miðju gólfi og aðalinngangi nyrst á austur- vegg. Svo virðist sem ekki hafi verið búið í skálanum lengur en 100 ár. Sunnan við rúst- irnar glittir í rústir annars skála sem var að mestum hluta grafinn upp á árunum 1971 – 75. Sá skáli er bæði yngri og minni en sá sem fannst við uppgröftinn nú og hefur þjónað sem viðbygging við eldri skálann. Dyraop gegnum gaflinn tengir húsin saman. Skálinn sem nú hefur verið grafinn upp hefur verið stúk- aður niður með tréþiljum og trégólf eða pallar hafa verið að hluta til meðfram lang- veggjum. Troðið moldargólf er í miðju og tvær raðir á stoðum hafa haldið þakinu uppi. Athygli vekur gríðar- stór bæjarhella í aðalinn- gangi. Niðurstöðu rannsókna að vænta árið 2002 Þó uppgreftri sé nú að ljúka er mikið verk óunnið í fornleifarannsóknum að sögn Mjallar. Eftir er að vinna og greina mikinn fjölda sýna, bæði bein, aðrar lífrænar leif- ar, ösku og gólf, sem munu hugsanlega geta varpað ljósi á lifnaðarhætti þeirra sem bjuggu í skálanum og hvernig hann var nýttur. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja væntanlga fyrir um mitt ár 2002. Hugmyndir um varðveislu fornminja sem nýverið fundust við uppgröft í Aðalstræti Minjar verði sýndar í kjallara nýs hótels Morgunblaðið/Jim Smart Landnámsskálinn er með víkingaaldarlagi eða sveigðum langveggjum og langeldi í miðju. Morgunblaðið/Jim Smart Eldstæðið í skálanum er rúmlega 4 metrar að stærð og þykir óvenju vandað og stórt. Miðborg FYRSTA hundaleiksvæðið á Íslandi verður opnað í Mos- fellsbæ í dag. Svæðið, sem er staðsett við gömlu gryfjurnar fyrir ofan hesthúsin í bænum, verður öllum opið og verða þar fjölbreytt leiktæki þar sem hundaeigendur geta þjálfað hina ferfættu vini sína. Það er Ívar Bergsteinsson hundafimiþjálfari hjá Hunda- ræktarfélagi Íslands, sem hefur haft veg og vanda af uppsetningu svæðisins og er það gert í samstarfi við Hundaræktarfélagið. Hann segir þetta fyrsta svæðið sinnar tegundar á landinu. „Það hefur alltaf vantað af- drep þar sem fólk getur farið óháð okkur og leikið sér með hundinn sinn og látið hann gera þessar þrautir,“ segir hann. „Þetta er leiksvæði þar sem ætlast er til að fólk komi á þegar það er búið að fara út að viðra hundinn sinn og hér getur það átt góða stund með honum. Hér verða leiktæki, eins konar hindranir sem hundurinn þarf að hoppa yfir og gera ýmiss konar þrautir.“ Sjálfur hefur Ívar smíðað leiktækin í sjálfboðavinnu með dyggri aðstoð föður síns. Hann segir smíðina ekki hafa tekið nema viku en undirbún- ingsvinnan hefur þó tekið mun lengri tíma. „Það er búið að taka alveg ár að koma þessu á laggirnar, alveg frá því að við hundaeigendur í Mosfellsbæ fengum þetta svæði í fyrra.“ Fjármagns og efnis var afl- að með styrktaraðilum. „Ég fékk timbur í tækin frá Húsa- smiðjunni gegn auglýsingu í fjórblöðungi sem ég er búinn að dreifa í hvert hús hér í Mosó og eins styrktu Pedi- gree og Svansprent verkefnið með því að auglýsa í bækl- ingnum,“ segir hann. Hindrunarhlaup hesta fyrirmyndin Hann segir upprunalegu hugmyndina að hundafimi- sportinu hafa komið úr hestaí- þróttinni. „Fyrirmyndin í upphafi er frá hindrunar- hlaupi hesta en þetta er bara útfærsla fyrir hunda. Síðan hefur þetta breiðst út um heiminn, aðallega í kring um hundaklúbba og er gríðarlega vinsælt bæði í Evrópu og ekki síst í Bandaríkunum. Í Noregi og Þýskalandi og örugglega á fleiri stöðum eru svo þessi opnu svæði þar sem eru leik- tæki fyrir hunda og fólk kem- ur og æfir hundinn sinn og eru eiginlega fyrirmyndirnar að svæðinu okkar,“ segir Ívar og bætir því við að hundafimin byggi upp sérstaklega góð tengsl milli eiganda og hunds auk þess sem íþróttin geri hundinn einfaldlega betri. Á opnuninni, sem verður klukkan tvö í dag, verður boð- ið upp á hundafimikeppni, tegundakynningu, hundafim- isýningu unglingadeildar Hundaræktarfélags Íslands auk þess sem eigendur og hundar geta spreytt sig á hundafimi með leiðbeinend- um. Fyrsta hundaleiksvæðið á Íslandi opnað í dag Þrautir og leik- tæki fyrir besta vin mannsins Mosfellsbær Morgunblaðið/Sverrir Ívar með hundinum sínum, Skugga, sem er að prófa eitt tækið á hundaleiksvæðinu. Hljóðeinangr- un endurbætt Þingholt UNNIÐ er að endurbótum á hljóðeinangrun í Kramhúsinu og hefur afrókennsla verið flutt í Austurbæjarskóla á meðan. Jafnvel er búist við því að leitað verði til Heil- brigðiseftirlits í næstu viku varðandi frekari hljóðmæling- ar og afléttingu banns sem Heilbrigðiseftirlit setti á trumbuslátt frá Kramhúsinu í febrúar og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þetta segir Hafdís Árna- dóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Kramhússins, en ná- grannar hafa kvartað undan hávaða vegna trumbusláttar sem berst þaðan. Að sögn Hafdísar hefur verið ágætt samband á milli Kramhússins og flestra í ná- grenninu. Hins vegar séu nokkrir aðilar ósáttir við há- vaðann. „Við erum búin að vera í framkvæmdum frá því í febrúar og erum að endurnýja einangrun í þessu húsi í sátt og samlyndi við flesta okkar nágranna. Þetta er í vinnslu og síðan verður kannað í lok þessara framkvæmda hvort við fáum áframhaldandi leyfi á þennan trumbuslátt,“ segir Hafdís. Hún segist hafa fullan skilning á kvörtunum íbúa en hins vegar verði fólk að taka með í reikninginn að það búi í miðbænum. Hafdís segir afrókennsluna fara fram á kvöldin en henni sé lokið fyrir níu auk þess sem engin afrókennsla sé á dag- inn. Við afrókennsluna starfar kennari auk trommara en þeir geta verið allt að þrír á hverju námskeiði að hennar sögn. Hún segir námskeiðin afar vinsæl en auk leikfimi- og jógakennslu sé afróið einn af þremur meginþáttum starf- seminnar. Búið að þétta glugga Að sögn Gunnars H. Páls- sonar hjá Verkfræðistofunni Önn ehf., sem hefur umsjón með hönnun og umbótum á hljóðeinangrun, er búið að einangra glugga, þar með talda þakglugga og setja nýja hurð sem á eftir að þétta og hugsanlega tvöfalda.Eftir sé að ganga betur frá þaki auk þess sem veggir verða hljóð- deyfðir að innan. Hann segir hjóðprófanir verða gerðar þegar þessum framkvæmdum sé lokið. Að hans mati er nokkuð á reiki við hvaða hávaðamörk eigi að styðjast en þau eru misjöfn eftir því hvort um er að ræða hljóð frá atvinnustarfsemi eða bílaumferð og hvort húsið er gamalt eða nýtt. Kramhúsið flytur afrókennslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.