Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 1
128. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. JÚNÍ 2001 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hóf í gær uppstokkun ríkis- stjórnar sinnar eftir kosningasigur- inn í fyrradag. Robin Cook hættir sem utanríkisráðherra en við af hon- um tekur Jack Straw, sem áður sá um innanríkismálin. David Blunkett flytur úr ráðuneyti menntamála í innanríkisráðuneyti. Gordon Brown heldur fjármálaráðuneytinu eins og við var búizt en hann hafði yfirum- sjón með kosningabaráttu Verka- mannaflokksins. John Prescott miss- ir hið stóra ráðuneyti sitt, sem náði til umhverfismála, samgöngu- og héraðsmála, en heldur varaforsætis- ráðherratitlinum. Á meðan Verkamannaflokkurinn hampaði Blair sem auðnuríkasta flokksleiðtoganum í sögu flokksins hófst í röðum brezka Íhaldsflokksins rimma um hver taka skuli við af William Hague sem tilkynnti í gær um afsögn sína úr flokksleiðtogasæt- inu. Með sigrinum er Blair kominn á stall sem fyrsti forsætisráðherra Verkamannaflokksins sem tekst að tryggja flokknum öruggan þing- meirihluta tvö kjörtímabil í röð. Þegar talningu var lokið í nærri öllum kjördæmum var staðan sú að Verkamannaflokkurinn hafði tryggt sér 167 sæta þingmeirihluta. 413 hinna 659 þingmanna sem sæti eiga á brezka þinginu þetta kjörtímabil eru úr Verkamannaflokknum, 166 úr Íhaldsflokknum, 52 frjálslyndir demókratar en afgangurinn úr öðr- um flokkum eða óháðir. Tíðindum þótti sæta á Norður-Ír- landi, að minnstu munaði að David Trimble, leiðtogi helzta flokks sam- bandssinna, UUP, og forsætisráð- herra n-írsku heimastjórnarinnar, missti þingsæti sitt, en hann hélt því eftir tvítalningu atkvæða í kjördæmi hans í Belfast. Flokkur hans missti eitt þingsæti yfir til róttækra sam- bandssinna í flokki Ians Paisleys og tvö til lýðveldissinna í Sinn Fein. Kjörsókn var óvenjulítil, eða rétt um 60%, sem þýðir að um 18 af hin- um 45 milljónum manna sem voru á kjörskrá mættu ekki á kjörstað. Þetta er minnsta kjörsókn sem um getur frá því árið 1918. Í síðustu þingkosningum, árið 1997, var kjör- sóknin 71,6%. Myntbandalagsaðild strax á dagskrá „Þetta er einstakur og sögulegur sigur fyrir minn flokk,“ sagði Blair í ávarpi til blaðamanna fyrir utan for- sætisráðherrabústaðinn að Down- ing-stræti 10. „Þessi úrslit eru um- boð til að gera umbætur og að fjárfesta í framtíðinni, og þau eru enn fremur skýr skilaboð um að standa við gefin fyrirheit,“ sagði hann. Í kosningabaráttunni lagði Íhalds- flokkurinn undir forystu Hagues mikla áherzlu á að Bretland ætti ekki að „halda pundinu“, þ.e. ekki ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Innan nokkurra mínútna frá því Hague tilkynnti um afsögn sína féll gengi sterlings- pundsins gagnvart Bandaríkjadal um meira en hálft sent, og var þetta þriðja daginn í röð sem gengið gagn- vart dollaranum seig, en aðalástæð- an fyrir gengissiginu er að með hin- um afdráttarlausu kosningaúrslitum hafa líkurnar aukizt á að Bretland muni fljótlega ganga í myntbanda- lagið og að þegar það gerist muni gengi pundsins gagnvart evrunni verða fastbundið á lægra stigi en það er nú. Blair, sem í grundvallaratriðum er fylgjandi því að Bretar taki upp evr- una, hefur heitið því að bera málið undir þjóðaratkvæði en hann verður fyrst að sannfæra þau u.þ.b. 70% brezkra kjósenda sem samkvæmt skoðanakönnunum telja enn að það sé ekki ráðlegt. Blair byrjar strax á upp- stokkun stjórnarinnar William Hague segir af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins Lundúnum. Reuters, AP. AP Tony Blair fagnað við komu sína til kosningahöfuðstöðva Verkamannaflokksins í Lundúnum í gær.  Sjá umfjöllun bls. 29–30 ÍRAR settu áform Evrópusam- bandsins (ESB) um stækkun til aust- urs út af laginu í þjóðaratkvæða- greiðslu sem niðurstöður voru birtar úr í gær. Öruggur meirihluti írskra kjósenda hafnaði því að Írland staðfesti Nice- sáttmálann svo- kallaða, endur- skoðaðan stofn- sáttmála ESB. Sáttmálanum, sem öll ESB-ríkin 15 verða að stað- festa, er fyrst og fremst ætlað að búa ESB í stakk til að taka inn allt að 12 ný aðildarríki, sem flest eru í Mið- og Austur-Evrópu. „Sáttmálinn er búinn að vera núna, eftir því sem ég fæ bezt séð,“ sagði Ruairi Quinn, leiðtogi írska Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Með þessum orð- um lýsti hann þeim skelli sem ráða- menn landsins hefðu fengið með þessari niðurstöðu en þeir höfðu mjög beitt sér fyrir því að sáttmálinn yrði samþykktur. Formaður atkvæðatalninganefnd- arinnar tilkynnti síðdegis í gær, tæp- um sólarhring eftir að kjörstöðum var lokað, að 54% þeirra sem at- kvæði greiddu hefðu krossað við „nei“ og 46% við „já“. Kjörsókn var mjög lítil, eða aðeins um 32% þeirra 2,9 milljóna manna sem voru á kjör- skrá. Günther Verheugen, sem fer með stækkunarmál ESB í framkvæmda- stjórn sambandsins, sagði hins vegar í gær að það myndi ekki stöðva stað- festingarferli Nice-sáttmálans þótt Írar höfnuðu honum. „Við höldum [ferlinu] áfram eins og ekkert hafi í skorizt,“ tjáði hann blaðamönnum þar sem hann var staddur í heim- sókn í Slóveníu. Bætti hann því við að framkvæmdastjórnin myndi taf- arlaust hefja leit að lausn á málinu. Stjórnin vonsvikin „Úrslitin eru skýr, ríkisstjórnin er mjög vonsvikin,“ sagði Bertie Ahern forsætisráðherra Írlands á blaða- mannafundi í Dyflinni. „Þessi niður- staða verður samstarfsríkjum okkar og umsóknarríkjunum áfall en leið- togar þeirra koma saman í Gauta- borg í næstu viku og standa nú frammi fyrir einni hindruninni enn á leiðinni að stækkun sambandsins,“ sagði Ahern. Írland er eina ESB-ríkið þar sem bera verður Nice-sáttmálann undir þjóðaratkvæði. Hlutleysisákvæði í írsku stjórnarskránni gerðu at- kvæðagreiðsluna nauðsynlega. Áfall fyr- ir stækk- unar- áformin Dublin, Brussel. Reuters, AFP. Bertie Ahern Írar hafna Nice- sáttmála ESB MIKIL kjörsókn var í forseta- kosningunum í Íran í gær og er umbótasinnanum Muhammad Khatami, núverandi forseta, spáð yfirburðasigri, allt að 75% at- kvæða. Niðurstöður munu að lík- indum liggja fyrir í dag. Alls bjóða tíu manns sig fram í embættið og samkvæmt könnun- um fær Ahmad Tavakoli, fyrrver- andi atvinnumálaráðherra, sem er íhaldssamur, um 12%. Um 42 milljónir manna eru á kjörskrá og meirihluti þeirra undir þrítugu. Víða voru langar biðraðir við kjör- staði og var kjördagur framlengd- ur um tvær stundir vegna fjölda áskorana. Harðar deilur urðu við mosku í höfuðborginni Teheran. Þar voru konur, sem klæddust kufli að sið bókstafstrúar-múslima, er vildu hafa sérstaka biðröð fyrir karla og konur í frjálslegri klæðum. „Við erum einmitt að taka þátt í kosningunum af því að við viljum að biðraðirnar séu blandaðar,“ sagði Maryam, kona með litskrúð- uga múslimaslæðu á höfðinu. „Að sjálfsögðu kýs ég Khatami.“ Forsetinn er 57 ára gamall og sigraði örugglega í kosningunum fyrir fjórum árum. Íhaldssamir klerkar hafa síðasta orðið í stjórn- kerfi landsins og hafa meðal ann- ars látið banna fjölda blaða og fangelsað gagnrýnendur. Segja fréttaskýrendur að ef Khatami fái aukinn stuðning muni hann beita sér ákafar fyrir því að lýðræði verði eflt og dregið úr valdi bók- stafstrúarklerkanna. Mikil kjörsókn í kosningum í Íran Reuters Íranskar konur í biðröð á kjörstað í Teheran í gær. Khatami forseta spáð stórsigri Teheran. Reuters, AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.